Dagur - 22.11.1995, Side 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 22. nóvember 1995
Bryndís hefur afar fallegt klassískt andlitsfall, há kinnbein og þykkar varir, og reynd-
ist vera toppfyrirsæta segja þær stöllur Nanna, Sólrún og Sigríður Soffía um módelið
sitt að þessu sinni.
Þar sem Bryndís er mjög ung og þarf litla skyggingu valdi ég gulllitaðan lit á allt
augnlokið og svarta mikla línu í kringum augun til að hafa augun sjálf dökk. Síðan
valdi ég ljósbrúnan varalit með gyllingu yfir.
<§fó(rún
(táryreiclítft:
Hárið var aflitað og skorið í styttur með hníf. Síðan var hárið blásið slétt og málað
með geli.
Ég skreytti bakgrunninn í samræmi við förðunina á Bryndísi og notaði síðan mjúka
lýsingu til að hún nyti sín sem best. Andlit hennar virkar mjög skemmtilega fyrir ljós-
myndun, sífellt eitthvað nýtt að koma í ljós og erfitt að hætta tökum og velja úr.
Bryndís Ósk Brynjarsdóttir er
fimmtán ára gömul og er í 10. bekk í
Glerárskóla á Akureyri.
Hún hefur einu sinni tekið þátt í
módelnámskeiði og kom þá fram á
tískusýningu en að öðru leyti hefur hún
ekki setið fyrir áður. Henni fannst mjög
gaman að vera módel í Útlitinu
en skrýtið að sjá sig á myndinni þegar
búið er að farða hana og greiða.
„Ég er svolítið öðruvísi," viðurkennir hún.
Bryndís segir að sér finnist fyrirsætu-
störf nokkuð áhugaverð en gefur þó lítið út
á hvort hún ætli að stefna inn á
þær brautir í framtíðinni. AI