Dagur - 22.11.1995, Síða 9
Miðvikudagur 22. nóvember 1995 - DAGUR - 9
Sveínsbréf í húsasmíði
Á dögunum fengu ellefu húsasmiðir á Norðurlandi
eystra afhent sveinsbréf sitt við hátíðlega athöfn í Al-
þýðuhúsinu á Akureyri. Á myndinni eru fv. Guð-
mundur Ómar Guðmundsson, formaður félags bygg-
ingamanna Eyjafirði, Jóhann G. Jóhannsson, Stein-
mar Rögnvaldsson, Heiðar Jónsson, Valþór Brynjars-
son, Sigmar Ó. Kárason, Elvar Vignisson, Hermann
G. Jónsson, Hólmsteinn Snædal, prófnefndarmaður,
og Guðmundur Jóhannsson, prófmeistari. Á myndina
vatnar: Frey Aðalgeirsson, Guðna Þ. Agnarsson, Jón-
as Aðalsteinsson og Þórhall Kristjánsson.
Mynd: BG
SKAK
Skákfélag Akureyrar:
Þórleííur Karl Haustmeistari 1995
Miðvikudag, fimmtudag,
föstudag og laugardag
Tilvalið tcekifœri til að gera jólainnkaujnn á hagstæðu verði
Ofnð laugardaga frá kl. 10-12
Þórleifur Karl Karlsson er
Haustmeistari Skákfélags Akur-
eyrar 1995 en keppni í opnum
flokki í Haustmótinu er lokið.
Þórleifur hafði mikla yfirburði í
mótinu, fékk 10,5 vinninga af 12.
í öðru sæti í opna flokknum
varð Guðmundur Daðason með 7,5
vinninga og Smári Ólafsson varð í
3. sæti með 7 vinninga. Keppni
stendur nú yfir í yngri flokkunum
þar sem keppendur eru 35 og lýkur
mótinu á laugardag.
Þann 17. nóvember sl. var 15
mínútnamót og sigraði Þór Valtýs-
son þar en Smári Ólafsson varð í
öðru sæti og Jón Björgvinsson í
þriðja.
Hin svonefnda Fjórveldakeppni
fór fram síðastliðinn laugardag en
þar leiða sama hesta sína fjögur
skákfélög í sveitakeppni. Hver
sveit er skipuð 6 skákmönnum og
eru tefldar atskákir. Keppt er um
bikar sem gefinn er af KEA. Sveit
Skákfélags Akureyrar hafði mikla
yfirburði og fékk hún 15 vinninga
af 18. Sveit Taflfélags Dalvíkur
varð í öðru sæti með 8 vinninga,
sveit UMSE í þriðja með 7 vinn-
inga og sveit KEA í fjóðra með 6
vinninga.
I sigurveit S.A. voru Þórleifur
K. Karlsson, Þór Valtýsson, Smári
Ólafsson, Ari Friðfinnsson, Jakob
Þór Kristjánsson og Sigurður
Eiríksson. JÓH
Sunnuhlíð
V
1T
v
/
/
\
Skákfélag Akureyrar:
Atskákmót Akur-
eyrar að hefjast
W
HRISALUNDUR
- fyrir þig!
Atskákmót Akureyrar 1995 hefst
annað kvöld, fimmtudagskvöld-
ið 23. nóvember, kl. 20. Teflt
verður í Skákheimilinu að Þing-
vallastræti 18.
Umhugsunarfrestur í atskák-
mótinu er 30 mínútur og er mót-
ið öllum opið.
SKILAFRESTUR
AUGLÝSINGA
Auglýsendur!
Athugið að skilafrestur
í helgarblaðið okkar
ertil kl. 14.00
á fimmtudögum
- já 14.00 á fimmtudögum
auglýsingadeild, sími 462 4222
Opið frá kl. 08.00-17.00
Wm Wi'
I
■+*!*m
Hangiframpartur 528 kr. kg
Perur 99 kr. kg
Paprikur, grænar og rauðar 152 kr. kg
Appelsínur 99 kr. kg
Afgrtiðslutími:
Mánud.-föstud.kl. 10.00-19.30
laugard.kl. 10.00-18.00