Dagur - 22.11.1995, Síða 11
Miðvikudagur 22. nóvember 1995 - DAGUR - 11
Jóhann Steinar Jónsson, matsveinn á Akureyrinni EA, útdeilir rjómalerubitum. Honum á vinstri hönd sitja Þóra
Hildur Jónsdóttir, kona Þorsteins Vilhelmssonar, Steinunn Sigurðardóttir, kona Árna Bjarnasonar 1. stýrimanns og
Freyja Valgeirsdóttir, kona Sturlu Einarssonar skipst jóra.
Eftir tveggja mánaða aðskilnað fagnar Freyja Valgeirsdóttir eignmanni sín-
um, Sturlu Einarssyni skipstjóra.
Akureyrin heim úr Smugunni
Togarinn Akureyrin EA-110 kom í fyrrinótt úr Smugunni eftir
tveggja mánaða túr, þar sem sett var „Islandsmet“ í aflaverðmæti.
Þegar togarinn hélt norður eftir var íslandsmótinu í knattspymu að
ljúka, sumir bændur að ljúka háarslætti og fyrsta skipið tekið upp í
flotkvína.
Astkæra fósturjörðin var kærkomin sjón eftir svo langa fjarveru
enda voru það ánægðir skipverjar sem stigu á land eftir að eiginkonur,
unnustur, börn og aðrir nákomnir höfðu fagnað þeim með viðeigandi
hætti.
Aður en haldið var heim höfðu þeir ásamt skylduliði og fleirum
gætt sér á gómsætri rjómatertu sem útgerðin færði þeim. Togarinn fer
nú í um þriggja vikna túr á heimaslóð áður en jólaleyfi hefjast. GG
Þorsteinn Vilhelmsson, einn eigenda Samherja hf., færði áhöfninni rjóma-
tertu við komuna til Akureyrar. Með honum á myndinni er Sturla Einars-
son skipstjóri.
Brynjar Már Andrésson fagnar innilega föður sínum, Andrési Einarssyni bátsmanni, við heimkomuna.
Myndir: GG
Fyrirlestur hjá Samtökum um sorg og sorgarviðbrögð:
Heimahlyiming krabba-
meinssjúklinga
Annað kvöld, fimmtudagskvöld,
kl. 20.30 verður Elísabet Hjör-
leifsdóttir, hjúkrunarfræðingur,
með fyrirlestur í safnaðarheimili
Akureyrarkirkju á vegum Sam-
taka um sorg og sorgarviðbrögð.
Elísabet vinnur í heimahlynningu
Akureyrar, við hjúkrun krabba-
meinssjúklinga í heimahúsum,
sjúklinga sem eru með ólæknandi
sjúkdóma eða eru deyjandi.
„Þetta starf hefur verið að þró-
ast síðustu árin og er þjónusta sem
farið hefur mjög ört vaxandi síðan
1993. f fyrirlestrinum ætla ég að
kynna þetta starf, ræða um þarfir
sjúklingsins og sérstaklega um
þarfir fjölskyldunnar og þeirra að-
standenda sem sjá um umönnun
sjúklingsins á heimilinu. Umönn-
un sjúklinga sem dvelja heima
hvflir mest á aðstandendum en við
komum inn sem stuðningsaðili,"
sagði Elísabet.
Hún segir þá sem sinni þessu
starfi vinna samkvæmt svokallaðri
Hospice-hugmyndafræði, sem
byggist á því að hægt sé að upp-
fylla þarfir og langanir deyjandi
og mikið veikra einstaklinga og
þeirra fjölskyldna. „Það eru fyrst
og fremst hjúkrunarfræðingar sem
þessu sinna en síðan fleiri sem
koma þar að eins og læknar, fé-
lagsráðgjafar og prestar. Prestar
eru stór þáttur í þessu og prestarn-
ir hér á Akureyri hafa starfað mik-
ið að þessu með okkur og stutt
okkur vel. Hugmyndafræðin
byggist einnig á því að einblína
Elísabet Hjörleifsdóttir.
ekki bara á sjúklinginn heldur
sinna einnig þörfum fjölskyldunn-
ar,“ sagði Elísabet.
Mörgum dettur sjálfsagt í hug
að starfið geti verið sorglegt. En
Elísabet segir það engu að síður
vera svo, að þó þeir sem að þessu
vinna séu að ganga í gegnum alla
þessa erfiðleika með fjölskyldunni
og reyna að styðja hana, þá sé
starfið mjög ánægjulegt. Enda
myndi enginn endast í því ef hann
fengi ekki eitthvað til baka.
„í þessari umræðu heyrist oft
hugtakið „að sætta sig við“ og
margir skilja ekki alveg við hvað
er átt. Auðvitað sættir sig enginn
við það að hann sé að deyja og
enginn aðstandandi sættir sig við
að sá sem honum finnst vænst um
sé deyjandi. En það sem við eig-
um við með því „að sætta sig við“
er að fólk geti aðlagast þessum
erfiðu og breyttu aðstæðum og
takist á við þær eins og mögulegt
er, fari í gegnum þessa sorg en
flýji hana ekki. Það er alltaf mikið
áfall þegar sjúklingur deyr, en ef
fjölskyldunni hefur tekist í sam-
einingu að styðja og hlúa að þeim
sjúka, þá segir fólk mér að það sé
auðveldara að sætta sig við þetta,“
sagði Elísabet. HA