Dagur - 25.11.1995, Page 2

Dagur - 25.11.1995, Page 2
2 - DAGUR - Laugardagur 25. nóvember 1995 FRÉTTIR Þverrandi líkur á flutningi Bændasamtakanna út á land - segir Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna Möguleikar á flutningi höfuð- stöðva Bændasamtakanna frá Bændahöllinni í Reykjavík út á land voru ræddir á stjórnarfundi samtakanna fyrr í vikunni. Sem kunngt er hefur verið rætt um að flytja Bændasamtökin út á land, bæði til að vera í „nánari Kristján Guðmundsson, eða Stjáni, lét ekki veðrið á sig fá í gærmorgun og leiddi hjólhestinn sinn um stræti Akureyrar. Búast má við að um helgina verði auðveldara fyrir Stjána og aðra hjólreiðamenn að hjóla, ef marka má spá Veðurstof- unnar. Mynd: BC. Skagafjörður: Unnið að stofnun hafnasamlags Unnið er um þessar mundir að stofnun hafnasamlags í Skaga- flrði, sem ná myndi til hafnanna á Sauðárkróki, á Hofsósi og í Haganesvík. „Við erum að vinna í þessu máli af fullum krafti og því fyrr sem það gengur í gegn, því betra,“ sagði Brynjar Páls- son, formaður hafnarstjórnar á Sauðárkróki, í samtali við Dag. Frumkvæði í þessu máli er komið frá Hofshreppi, það er Hofsósi. Menn þar óskuðu eftir viðræðum við Sauðkrækinga um myndun hafnasamlagsins. A síðari stigum máls kom höfnin í Haga- nesvík í Fljótum inn í dæmið en þaðan eru gerðar út sex til sjö trill- ur yfir sumartímann. Á Sauðár- króki er stórskipahöfn og Hofsós- höfn er fyrir minni fiskibáta. Brynjar Pálsson sagði að samgönguráðherra hefði rekið fyr- ir því áróður að samlög væru mynduð sem víðast um rekstur nærliggjandi hafna. „Við erum að skoða ýmsa þætti í þessu máli, s.s. hver staða okkar er gagnvart ríkis- valdinu. En þetta á að ganga í gegn segi ég. Það eru hagsmunir í húfi og með þessu hægt að ná fram sparnaði. Þetta ætti að vera hið besta mál fyrir okkur Skag- firðinga,“ sagði Brynjar. -sbs. Norðurströnd hf. á Dalvík: Hyggst hefja full- vinnslu ígul- kerahrogna Fiskverkunaríyrirtækið Norð- urströnd hf. á Dalvík hefur auglýst eftir allt að 20 tonna bát til leigu til íguikeraveiða á Eyjaijarðarsvæðinu á vertíð- inni sem hófst í haust. Norð- urströnd hf. hefur ekki áður verið í ígulkeravinnslu og seg- ir Þorsteinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, að hægt verði farið af stað en framtíð- in verði að leiða í Ijós hvort ígulkeravinnslan kalli á auk- inn starfsmannafjölda. ígulkeravinnsla er hafin hjá ígulkerinu á Akureyri, sem er til húsa á Gleráreyrum, en vinnsla er ekki á öðrum stöðum við Eyjafjörð. Vinnsla KEA við Sandgerðisbót á Akureyri er hætt, ennfremur forvinnsla ígulkera í Ólafsfirði en ætiunin er að fullvinna ígulkerahrognin hjá Norðurströnd hf. Mikið framboð er af fiski til vinnslu hjá Norðurströnd hf. en fyrirtækið hefur sérhæft sig í vinnslu á steinbít og lítils háttar f öðrum aukfiski. Upphaflega var Danmörk megin viðskipta- landið og fer steinbfturinn ým- ist frosinn eða ferskur með llugi en viðskiptin hafa í aukn- um mæli færst til Belgíu og fer framleiðsian með flugi þangað. GG snertingu“ við bændur og eins þykir húsnæði það sem samtök- in eru í nú nokkuð dýrt. Þeir staðir sem nefndir hafa verið eru Akureyri, Hvanneyri f Borgarfirði og Selfoss og hafa bæði bæjarstjórnir Akureyrar og Selfoss sýnt málinu áhuga og tilkynnt það bréflega til Bænda- samtakanna. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, segir að á stjómar- fundinum sl. miðvikudag hafi ákvörðun um skipulagsmál sam- takanna verið frestað til desem- berfundar en líkur á því að flutt verði úr Bændahöllinni hafi minnkað. Mjög litlar líkur eru á að Bænda- samtök íslands verði flutt til Akur- eyrar. „Við höfum látið fara fram at- hugun á nýtingarmöguleikum Bændahallarinnar ef við færum úr henni, en það er ekkert vit í því að fara úr húsinu nema til komi ein- hver önnur not, ekki gengur að láta það standa autt. Nýtingar- möguleikar Bændahallarinnar em mun lakari en við áttum von á. Sú athugun sem tengdist rekstri hótelsins og þá t.d. stækkun þess er ekki lokið en kostnaður við að breyta þessum húsakynnum í hótel kostar mikið fé. Það eru því þverrandi líkur á að Bændasam- tökin fari úr húsinu í byrjun næsta árs, en málið er enn í skoðun," sagði Ari Teitsson. GG Stefán Jónasson í Bókabúð Jónasar um reglur í bóksölu: Gengur ekki aö menn geti sest að veisluborð- inu í einn mánuð en vilji ekkert af þessu vita hina 11 mánuðina Fyrr í haust samþykkti Sam- keppnisráð nýjar viðskiptaregl- ur útgefenda og bóksala um að bækur verði seldar á sama verði um land allt, verði sem útgef- endur ákveða en verslun er heimilt að veita að hámarki 15% afslátt. Ástæða reglnanna er það ástand sem skapaðist í fyrra þegar stórmarkaðir náðu til sín verulegum hluta af sölunni með því að bjóða aðeins upp á sölu- hæstu bækurnar og veita af þeim verulegan afslátt. Stefán Jónasson, í Bókabúð Jónasar á Akureyri, sagði reglur sem þessar lengi hafa gilt hér á landi og þetta væri ekkert öðruvísi en í öðrum löndum þar sem út- söluverð er ákveðið að útgefend- um. „Það sem á að reyna að stoppa er að menn geti sest að veisluborði og selt bækur á kostn- aðarverði til þess eins að fá aug- lýsingu og ná fólki í búðina. Þakið var sett á 15% afslátt frá útsölu- verði því menn viðurkenna það al- mennt að þegar komið er niður fyrir það þá eru menn komnir r einhverjar annarlegar aðgerðir, sem kannski miða helst að því að komast í fréttir og fá auglýsingu," sagði Stefán. Hann sagði ljóst að með sama áframhaldi og í fyrra myndi nú- verandi dreifingarkerfi á bókum hrynja og menn yrðu þá að finna eitthvað annað. „Það gengur varla að hafa bækur bara á boðstólnum rétt fyrir jólin og vilja svo ekkert af þessu vita í 11 mánuði. Útgef- endur sætta sig ekki við það held- ur. Hvað sem hver segir þá eru ekki bækur í þessum stórmörkuð- um nema rétt fyrir jólin, að undan- skyldum kannski „pokketbókum" og slíku. Ef bókabúðir væru gerð- ar upp eftir 11 mánuði væri út- koman ekki glæsileg. Menn bjarga sér á desembersölunni, sem gefur kannski 30-40% af ársveltunni,“ sagði Stefán. HA Sláturhús Kaupfélags Skagfirðinga: 300 hross á Japansmarkað Verkfæri, slípivörur, heimilistæki 5 ára ábyrgð Alltaf heitt á könnunni Verið velkomin Ávallt hagstæð kaup FURUVOLLUM 1i - 1ÍMI 462 7878 Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga hefur á þessu ári verið slátrað um 300 fullorðnum hrossum og kjöt þeirra selt á Japansmarkað. Agætt skilaverð til bænda hefur fengist fyrir kjötið, að sögn Vé- steins Vésteinssonar, eða 122 kr. fyrir kílóið. „Markaðurinn í Japan er nægur og framboð af hrossum hér í Skagfirði er mikið. Menn vilja létta á sinni miklu hrossaeign," sagði Vésteinn. Hrossunum er slátrað á Sauðárkróki en kjötið síðan unnið hjá kjötvinnslu Slátur- félags Suðurlands á Selfossi. Það eru lærin og hryggurinn af hross- unum sem seld eru til Japans, en þetta nefna menn gjarna pístólu- kjöt. -sbs. Eyvindur Vopni á Vopnafirði: Karfa landað í gáma Frystitogarinn Brettingur NS- 50, sem er í eigu Tanga hf. á Vopnafirði, hefur verið á karfa- og grálúðuveiðum fyrir sunnan og suðaustan landið en afla- brögð verið fremur treg, en minna virðist orðið um karfa austur í Rósagarðinum og einnig minna um grálúðu í köntunum. ísfisktogarinn Eyvindur Vopni NS-70 er á karfaveiðum fyrir sunnan land og landar hann í gáma í Vestmannaeyjum til út- flutnings til Þýskalands. Næg vinna hefur verið í frysti- húsi Tanga hf„ en þar sem afli togaranna kemur ekki til vinnslu hefur að undanfömu verið unninn Rússafiskur hjá frystihúsinu. Síð- ast var landað Rússafiski á Vopnafirði 11. nóvember sl„ og voru það 150 tonn. Loðnuverk- smiðjan Lón hf. hefur tekið á móti liðlega 5 þúsund tonnum af loðnu til bræðslu og einnig nokkm af síld. Loðnan heldur sig hins vegar það vestarlega að ekki eru líkur á löndun nema hún færi sig austur með Norðurlandi. Nú er bræla á miðunum norður af Strandagrunni og mörg loðnuskipanna í höfn. GG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.