Dagur - 25.11.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 25.11.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardagur 25. nóvember 1995 - DAGUR - 3 Launþegar fá ekki 2.700 króna hækkun í ársbyrjun verði samningar lausir: Við tökum auövitaö vissa áhættu - en ég tel aö við getum variö það þótt launþegar fái ekki 2.700 kr., segir formaður AN Almennur félagsfundur í Verkalýðsfélagi Austur-Húna- vatnssýslu, haldinn i fundarsal Samstöðu á Blönduósi fimmtu- daginn 23. nóvember sl., sam- þykkti að skora á launanefnd ASÍ að segja nú þegar upp gild- andi kjarasamningum þannig að þeir verði lausir frá og með næstu áramótum. Ennl'remur samþykkti félags- fundurinn að veita stjóm og tnín- aðarmannaráði félagsins heimild til að segja upp gildandi kjara- samningum félagsins. 1. janúar nk. eiga launaþegar að fá 2.700 króna hækkun á laun en ef samn- ingar eru lausir verður sú launa- hækkun ekki greidd. Valdimar Guðmannsson, formaður Verka- lýðsfélags Austur-Húnavatns- sýslu og formaður Alþýðusam- bands Noröurlands, segir að auð- vitað sé tekin viss áhætta með því að vera með lausa samninga ef ekkert verður samið fram eftir öllum vetri. „Ef við værum alltaf að horfa í einhverja svona þætti þá mund- um við sennilega aldrei segja upp samningum. Ef við hefðum sagt upp samningum frá 1. nóvember sl. þá hefði desemberuppbótin sem er 13 þúsund krónur verið í uppnánti, en hún á síðan sam- kvæmt núgildandi samningi að hækka á næsta ári. Samingurinn rennur út 31. desember 1996 og aðrar kauphækkanir eru ekki á samningstímabilinu. Þetta er því ekki stórkostlegt og ég tel að við getum alveg varið það þótt laun- þegar fái ekki þessar 2.700 krón- ur í ársbyrjun miðað við það sem hefur verið að gerast á samnings- tímabilinu," sagði Valdimar Guðmannsson. Verkalýðsfélagið Hvöt á Hvammstanga afiaði sér í fyrra- dag heimildar til að segja upp kjarasamningnum og Verkalýðs- félagið Fram á Sauðárkróki og Verkaiýðsfélagið Vaka á Siglu- firði hafa einnig afiað sér heim- ildar auk Einingar í Eyjafirði, Verkalýðsfélags Húsavíkur og Verkalýðsfélags Raufarhafnar. Svava Ámadóttir, forntaður Verkalýðsfélags Raufarhafnar, segir að ekki hafi jafn margir mætt á fund hjá félaginu í alilang- an tíma og eining um að segja upp gildandi kjarasamningum. Skoðanir félagsmanna á frammi- stöðu forystu ASI í síðustu kjara- samningum voru blendnar og töluverð óánægja með kjarasamn- inga síðustu ára kom fram. „Það hafa ekki náðst eins góð- ir samningar undanfarin ár og stefnt var að, og lakari en margir geta sætt sig við. Það er alltaf bcðið eftir því að verkafólkið gangi frá sínum samningum en síðan koma aðrar stéttir á eftir og fá helmingi betri samninga," sagði Svava Ámadóttir, formaður Verkalýðsfélags Raufarhafnar. Önnur verkalýðsféiög á Norð- urlandi, m.a. Verkalýðsfélag Skagastrandar og Verkalýðsfélag Þórshafnar, munu væntanlega halda l'und um uppsögn kjara- samninga á næstu dögum eða fyrir mánaðainót. GG Rekstur íslenskra sveitarfélaga er víða erfiður: Hallinn í fyrra var 7,4 milfjarðar Halli af rekstri sveitarfélaga í landinu var 7,4 milljarðar á síð- asta ári. Það svaraði til 19% af heildartekjum. f hitteðfyrra var hallinn 15%, árið 1992 var hann 6% og 3% var hann árið 1991. Lánsfjárþörf sveitarfélaganna var í heild tæpir 9 milljarðar ár- ið 1994, samanborið við 5,4 milljarða árið áður. Þessar upplýsingar koma fram í tölum frá Hagstofu íslands og þær eru unnar úr reikningum allra sveitarfélaga í landinu. Þar segir ennfremur að peningaleg staða sveitarfélaga, það er mismunur á peningalegum eignum þeirra og skuldum, hafi versnað um átta milljarða á árinu 1994 og nú sé staðan neikvæð um 22 milljarða kr. Eftirtektarvert sé að staðan hafi versnað hjá öllum stærðum sveitarfélaga; jafnt hjá þeim stærstu sem minnstu. Segir að peningaleg staða sveitarfélaga á hvern íb'úa hafi að jafnaði verið neikvæð um 82 þús. kr. í lok síð- asta árs, en í lok ársins 1993 hafi þessi neikvæða staða að jafnaði verið 51 þús. kr. Skuldir sveitarfélaganna voru 35 milljarðar kr. í lok síðasta árs, eða um 91% af heildartekjum þeirra á því ári. Skuldir á hvern íbúa voru að landsmeðaltali 131 þús. kr. Mestar voru þær á Vestfjörðum; 202 þús kr., en minnstar á Norður- landi eystra, 85 þús. kr. -sbs. Sauðárkrókur: Reglur um útivist til skoðunar - málefni unglinga til umræðu íþrótta- og æskulýðsráð Sauðár- króks samþykkti fyrr í mánuð- inum að koma á fót umræðuhóp um málefni unglinga, er saman- stendur af fulltrúum frá skóla, lögreglu, foreldrum, félagsmála- yfirvöldum og íþrótta- og æsku- lýðsráði. Páll Kolbeinsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, seg- ir þessa ákvörðun ekki tekna af neinu einu tilefni en ætlunin er að taka reglur um útivistarmál til skoðunar. raddir vissulega heyrast meðal unglinga að þeim finnist útivistar- tíminn heldur stuttur, sérstaklega um helgar. „Við viljum líka skoða hvort við getum fundið einhverja afþreyingu fyrir krakkana. Við er- um í stuttu máli sagt að fara yfir hlutina og miðum við að um ára- mót liggi eitthvað fyrir,“ sagði Páll. HA /niii f hlýjunni Á dugum eins og í gær, þegar norðangarrinn er í essinu sínu, er gott að vera inn í hlýjunni í erli dagsins. Þessa mynd tók Björn Gíslason Ijósmyndari Dags, í gærmorgun. Fyrir innan glugga Barnaskóla Akureyrar er skóla- stjórinn Benedikt Siguröarson, ásamt einum nemanda. óþh Ráöstefna á Akureyri um byggingu og rekstur íþróttamannvirkja Nú um hegina stendur mann- virkjanefnd ÍSÍ, menntamála- ráðuneytið og Samband ís- lenskra sveitarfélaga fyrir ráð- stefnu um byggingu og rekstur íþróttamannvirkja. Ráðstefnan er haldin í Alþýðuhúsinu á Ak- ureyri og hana sitja á annað hundrað þátttakendur af öllu landinu. Nokkuð er síðan mann- virkjaráðstefna ÍSÍ hefur verið haldin, en hún er haldin á Akur- eyri að frumkvæði Hermanns Sigtryggssonar, íþrótta- og tóm- stundafulltrúa bæjarins, sem jafnframt er formaður mann- virkjanefndar ÍSÍ. Fjöldi fyrirlesara verður á ráð- stefnunni, innlendir og erlendir. Þar má nefna Norðmennina Terje Rörby, arkitekt Ulleváll-leik- vangsins í Osló og Víkingaskips- ins í Hamar, og Geir Ove Berg, íþróttafulltrúa í Bærum. Frá Sví- þjóð kemur Torsten Wikenstáhl, verkfræðingur hjá samtökum sveitarfélaga í Svíðþjóð og frá Danmörku kemur Ole Bisted frá dansk Teknologisk Institut. Af ís- lenskum fyrirlesurum má t.d. nefna Þorstein Hjaltason, yfir- mann skíðasvæðisins í Bláfjöllum, Reyni Karlsson, íþróttafulltrúa ríkisins, Þröst Guðjónsson, for- mann ÍBA, Hafstein Sigurðsson frá fsafirði, Guðmund Þ. Harðar- son frá Kópavogi og marga fleiri. Meðal þess sem fjallað verður um má nefna: Rekstur skíða- svæða, sundlauga og íþróttahúsa, bygging og rekstur fjölnotahúsa þ.m.t. yfirbyggðra knattspymu- valla, skipulag íþróttasvæða m.t.t. almennings og íbúðabyggðar, stefna í byggingu íþróttamann- virkja, öryggismál íþróttamann- virkja, uppbygging skíðasvæða og margt fleira. Ráðstefnunni lýkur um kl. 13 á sunnudag. HA Grímsstaðir á Fjöllum úr alfaraleið með nýjum vegi: „Þessi nýi vegur er gott mál og styttir leiðina“ - segir Bragi Benediktsson á Grímsstöðum „Við ætlum að fara yfir þá reglugeið um útivistartíma sem notuð er, bær eins og Ólafsfjörður hefur verið að breyta sínum regl- um og við ætlum að skoða það. Við viljum líka reyna að koma með eitthvað nýtt fyrir unglinga og ég vildi fá sem flesta til að koma að þessu,“ sagði Páll. Lögreglan hefur að hans sögn verið að gera átak í að fylgja eftir reglum um útivist og hefur ekið unglingum heim sem eru úti eftir tilskilinn tíma. Hann segir þær „Mér líst vel á þennan veg, enda er nauðsyn að leggja góðan veg hér milli Norðurlands og Aust- urlands. Auðvitað kemur þetta illa við okkur meðal annars vegna þeirrar þjónustu sem hér er veitt; að vegurinn verði lagður fjóra kílómetra frá bænum en í dag fer hann hér um hlöðin. En líta verður á málið í víðara sam- hengi, en aðeins út frá okkar eigin hagsmunum,“ sagði Bragi Benediktsson á Grímsstöðum á Fjöllum í samtali við Dag. Skipulagsstjóri ríkisins hefur samþykkt lagningu nýs spotta á hringveginum milli Jökulsár á Fjöllum og Biskupsháls, en það eru röskir 13 km. Er vegna þess- ara breytinga á vegarstæði þess óskað af sveitarstjóm Öxarfjurðar- hrepps við Vegagerðina að hún aðstoði Grímsstaðafólk við upp- byggingu ferðaþjónustu á nýjum stað, því nú verða Grímsstaðir nokkuð úrleiðis. „Þessi nýi vegur er gott mál og styttir leiðina talsvert. Ef hver kílómetri kostar í lagningu 15 millj. kr. er þetta fljótt að telja fyr- ir ríkissjóð. Sparar tugi milljóna króna. Þetta mál skoða ég á breið- ari grundvelli, en aðeins út frá mínum eigin hagsmunum," sagði Bragi á Grímsstöðum. -sbs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.