Dagur - 25.11.1995, Page 5

Dagur - 25.11.1995, Page 5
Laugardagur 25. nóvember 1995 - DAGUR - 5 Hann er skipstjóri á einum fengsælasta tog- ara landsins. Hann hefur verió ó sjó í um tuttugu ór og er ekkert ó leið í land. Hann heitir Sturla Einarsson og í vikunni stýrði hann Akureyrinni i höfn eftir óvenjulangan túr sem stóð yfir í 67 daga. Innanborðs var afli upp ó rúmar 120 milljónir, sem er verð- mætasti afli sem íslensk- ur togari hefur fengiö úr einni veiðiferð. Þrótt fyrir góða veiði getur rúm- lega tveggja mónaöa vera í Smugunni, þar sem hvergi er land ab sjó og myrkrið grúfir yfir allan sólarhringinn, auö- veldlega haft slæm óhrif ó sólarlíf manna og hætt við að spenna myndist í óhöfn. Þó skiptir ekki síst móli að maðurinn í brúnni haldi ró sinni og sé mönnum sínum stoð og stytta ó erfiðum stundum. Um bor& í Akureyrinni í 67 daga: Þar sem hvergi er land að sjá og myrkrið grúfir yfir „Andinn um borð var merkilega góður,“ segir Sturla og bendir á að miklu hafi skipt að vel hafi fiskast seinni mánuðinn. „Fyrri mánuður- inn var mun erfiðari. Þá var lítil veiði og það fer verst í mannskap- inn þegar lítið er að gera og allir eru orðnir vonlausir um að úr þessu verði almennilegur túr.“ Það er aðeins rétt rúmur einn og hálfur sólarhringur liðinn frá því að Sturla kom í land þegar blaðamaður bankar upp á og biður um viðtal. Eiginkonan, Freyja Valgeirsdóttir, brosir hamingju- söm þegar spurt er hvort gott hafi verið að fá manninn sinn heim. A gólfinu leikur sér lítill kútur. Sá hafði stækkað heilmikið. Var að- eins sex mánaða þegar pabbi fór í burtu en er orðinn átta mánaða núna. Sturla er Vestfirðingur í húð og hár, ættaður frá Barðaströnd. Freyja konan hans er einnig að vestan, frá Patreksfirði, en á Akur- eyri hafa þau hjónin búið síðustu níu árin. Börnin eru orðin sex, það elsta átján ára en yngsta átta mán- aða. Sturla hefur unnið hjá Sam- herja frá því hann flutti til Akur- eyrar. Upphaflega réði hann sig sem skipstjóra á Margréti og var þar í þrjú ár. Þegar Samherji keypti togarann Baldvin Þorsteins- son fór áhöfnin af Akureyrinni yf- ir á hann og Sturla og áhöfnin á Margréti yfir á Akureyrina. Túrarnir að smálengjast Lengi vel var algengt að túrinn á togurum væri þrjár vikur. Sturla segir túrana hafa verið að smá- lengjast og færast nær fjórum vik- um. „Mönnum hefur þótt Iangt að fara í mánuð eða meira. En þessi túr var meira en helmingi lengri en það lengsta sem við höfum far- ið áður,“ segir hann. Alls voru í áhöfninni 25 menn í þessum langa túr sem í upphafi átti svo sem ekk- ert að verða lengri en aðrir túrar. „Við vorum búnir að vera úti í mánuð og þetta leit ekki vel út. Lengi framan af var lítil von til að myndi rætast úr túrnum. Þegar mánuður var liðinn og fór að fisk- ast var ákveðið að sjá til hvort þetta héldist og það smáteygðist úr þessu. Veiðin fór vaxandi og þá var ekki hægt að fara heim,“ segir Sturla um ástæður þess að túrinn varð svona langur. Reyndar stóð til að fara heim eftir tæpar þrjár vikur þar sem lítið hafði fiskast en ákveðið var að bíða aðeins og lík- lega sjá fæstir eftir því nú. Langur tími út á sjó reynir tölu- vert á menn, jafnvel þó vel fiskist, og Sturla segir að eftir ákveðinn tíma þróist viss spenna og þungi innra með mönnum en það fari síðan eftir sameiginlegu andrúms- lofti hvemig tekst að halda spenn- unni niðri. „Sumir eru jafnvel orð- inir tæpir eftir svona langan tíma. En það getur verið nóg að nokkrir í áhöfninni séu léttir og kátir að upplagi því þeir smita út frá sér. Þegar þeir hafa vinninginn næst að halda léttu andrúmslofti. Engu að síður er þetta ansi langur tími til að vera í svona litlu og þröngu samfélagi.“ - Dagsbirtan í Smugunni er lítil sem engin á þessunt tíma árs. Hef- ur myrkrið engin áhrif á sálarlífið? „Jú, það hefur slæm áhrif, það er ekki spuming. Það var alltaf dimmt utan smáskímu milli níu og tíu á morgnana. Reyndar er megn- ið af áhöfninni neðanþilja þar sem er vinnuaðstaða og myrkrið hafði því kannski meiri áhrif á okkur sem erum uppi. Það er skrýtið að sjá aldrei nema ljósin á skipunum í kring en ekki skipin sjálf og ég hugsa að á löngum tíma geti myrkrið verið það sem sé mest þjakandi." í hlutverki sálgæslumanns Auðvelt er að ímynda sér að menn, sem þurfi að ganga saman í gegn um súrt og sætt og vera sam- an í þetta langan tíma í þröngu plássi, myndi sterk og traust bönd sín á milli. A hinn bóginn heyrist stundum að menn fái svo yfir sig nóg af hvorum öðrum í löngum túrum að þeir fjarlægist og þegar í land komi kveðjist þeir varla og „Mönnum hefur þótt langt að fara í niánuö eða meira. En þessi túr var nieira en helmingi lengri en það lcngsta sem við hufum farið áður,“ segir Sturla Einarsson, skipstjóri á Akureyrinni, en togarinn er nýkom- inn í höfn eftir 67 daga túr í Smug- unni. Mynd: BG talist ekki við. Að mati Sturlu geta báðar lýsingamar átt við og hann segir að þetta sé ntjög misjafnt milli áhafna. „Sú staða getur kom- ið upp að menn fjarlægist, einn eða fleiri einstaklingar geta jafn- vel lokast af út í homi og einangr- ast. Það átti þó ekki við í þessu til- viki. Þróunin varð sú að þegar veiðin fór vaxandi seinni mánuð- inn og menn fóru að sjá að túrinn yrði ekki til einskis létti yfir mönnum. Það gekk betur að halda léttleikanum á yfirborðinu þó far- ið væri að þyngjast undir niðri.“ Sturla segir að ef veiðin hefði skyndilega dottið niður og áhöfnin hefði þurft að sigla í reiðileysi í einhverja daga hefði getað skapast alvarlegt ástand. „Þá verða rnenn vonlausir og það sent er að brjót- ast um í þeirn er fljótt að koma upp á yfirborðið. Menn rjúka upp af minnsta tilefni. Það hefur líka heilmikið að segja hvemig yfir- mennimir eru og mikilvægt að okkur takist að halda ró okkar. Ef við förum að sýna þreytumerki og erum uppstökkir eða afundnir á annan máta smitar það fijótt út frá sér. Við þurfum að passa okkur mikið í öllum samskiptum við áhöfnina og verðum að vissu leyti sálgæslumenn. Stundum, ef við finnum að einhver einstaklingur er orðinn þreyttur og á eitthvað bágt getum við talað við hann og hresst hann við. En þetta er margslungið samfélag.“ Aðstæður heima skipta máli Sjómannsstarfið er ekki aðeins vinna heldur líka sérstakur lífsstíll og Sturla viðurkennir að það yrði mjög erfitt ef hann færi að vinna í landi. „Það yrði gjörólíkt líf. Fjöl- skyldan hefur líka aðlagast þessu lífsmynstri og ef ég færi allt í einu í átta til fimm vinnu í landi myndi það gjörbreyta heimilislífinu." Flestir í áhöfninni á Akureyr- inni eiga fjölskyldur og Sturla segir að aðstæður heima fyrir geti skipt ntáli í löngum túrum. „Menn þola þetta mjög misjafnlega og allar aðstæður heima fyrir hafa nrikil áhrif. Það skiptir máli hvort menn eiga fjölskyldu til að hugsa til og koma heim til. Menn eru auðvitað í samskiptum heim og ef eitthvað er að heima hefur það rosaleg áhrif. Meðan allt er í lagi heima og allt gengur sinn vana- gang verður allt léttara um borð.“ - Hvað nteð hættuna sem fylgir þessu starfi? „Ég held að þeir sem eru orðnir vanir þessu starfi finni ekki fyrir þessari hættu frá degi til dags. Þeir rnenn eru þó til sem finna fyrir hræðslu ef eitthvað er að veðri en þá eru hættumar auðvitað meiri. Sumir hræðast t.d. að lenda í ís- ingu og í áhöfninni hjá mér eru menn sem þola það illa.“ Vona að verði samið Áður en Sturla er kvaddur þykir blaðamanni forvitnilegt að vita hver framtíð Smuguveiðanna verður að hans mati, en eins og flestir vita hafa veiðarnar valdið miklum deilum milli Islands og Noregs. „Ég vona að verði samið. Þó það sé gott mál að veiða þama er slæmt að veiðamar séu með þessu móti. Við höfum á okkur sjóræningjastimpil og við finnum fyrir því. Auðvitað vildum við að yrði samið og við fengjum kvóta. En það er búið að sýna sig að Smugan er geysileg búbót. Mín ósk er sú að við getum verið í sátt við alla og að frændur okkar Norðmenn fari að sýna okkur meiri vinsemd en þeir hafa verið mjög óvægnir í okkar garð.“ AI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.