Dagur - 25.11.1995, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 25. nóvember 1995
Bókaútgáfan Iðunn hefur
sent frá sér bókina
Á valdi örlaganna
- æviminningar maestro
Sigurðar Demetz, óperu-
söngvara. Þór Jónsson,
fréttamaður á Stöð 2,
skráði frásögn Sigurðar.
Bókin er 230 bls.
í eftirfarandi, sem tekið
er úr 22. kafla bókarinnar,
fjallar Sigurður um
sönglíf á Akureyri; vinnu
með kvennakór, Karla-
kórnum Geysi, 24 MA
félögum, Söngsveit
Hlíðarbæjar og fl.
„Akureyringar þótti mér vera
seinteknir, það verð ég að játa, en
kæmist maður inn fyrir harðan
skrápinn á þeim gerðust þeir
trygglyndir vinir. Þótt mörg ár séu
liðin frá því að ég bjó á Akureyri
halda margir góðu sambandi við
mig ennþá og senda mér jafnvel
nýskotnar rjúpur á jólum.
Kvennakór
Fljótlega eftir að ég kom norður
hélt ég námskeið fyrir kirkjukór-
inn á Akureyri og vakti þá máls á
því við Björgu Baldvinsdóttur
söng- og leikkonu að gaman væri
að stofna kvennakór til mótvægis
við alla karlakórana. Hún greip
hugmyndina á lofti og upp úr því
var sett auglýsing í Dag þar sem
óskað var eftir kvenröddum. Und-
irtektimar létu ekki á sér standa.
Þrátt fyrir snjóél sunnudaginn 12.
febrúar árið 1967 mættu 48 konur
úti í Lóni, félagsheimili Karla-
kórsins Geysis, og þar var
kvennakórinn stofnaður (mörgum
eiginmanninum til angurs og ar-
mæðu en konurnar voru einstak-
lega duglegar við að sækja æfing-
ar). Jakob Tryggvason gerðist
söngstjóri kórsins en ég raddþjálf-
ari hans. Á næstu vikum bættust
fleiri í hópinn svo að það urðu alls
57 konur sem ég veitti tilsögn á
vegum kórsins fyrsta starfsárið.
Konumar komu tvær eða þrjár
saman í dagtíma og svo var hóp-
urinn allur æfður á undan hverri
samæfingu. Kórinn varð enda
skjótt hljómmikill og góður. Hann
söng fyrst opinberlega á þjóðhá-
tíðardaginn, bæði einn sér og í fé-
lagi við Karlakórinn Geysi og
Lúðrasveit Akureyrar, en hélt
fyrstu sjálfstæðu tónleikana sína í
Sjálfstæðishúsinu í aprfl árið 1968
við góðan orðstír. Þá söng kórinn
meðal annars bamagæluna Sof þú
blíða barnið rótt (Nina Nana Lad-
ina) eftir sjálfan mig. Var sungið
tvö kvöld fydr fullu húsi, svo vel
var kómum tekið. Hann hlaut
nafnið söngfélagið Gígjan - og
lifði í sautján ár.
Ekki jafn heimskur og
tenórarnir
Annan veturinn kom í söngnám til
mín ungur bassasöngvari, gott
efni, sem nú er kunnur úr útvarpi.
Þetta var Ævar Kjartansson. Hann
var þá sautján ára að aldri og nem-
andi í Menntaskólanum á Akur-
eyri. Ég innti Ævar eftir sönglíf-
inu í skóla hans en hann kvað fátt
um það að segja, það væri alls
ekki neitt sönglíf. Ég varð klumsa
á þessu og báðum fannst okkur að
við svo búið mætti ekki lengur
standa. Við einsettum okkur að
stofna skólakór og mundi Ævar
draga um það árar í skólanum.
Um þetta vorum við að tala á
göngu okkar saman eftir söngtíma
í Tónlistarskólanum í Hafnarstræti
þegar við hittum Jóhann Konráðs-
son á fömum vegi. Hann kom ríð-
andi, einhver fremsti tenórsöngv-
ari norðan heiða, og ég gat ekki á
mér setið að gantast við hann.
Ég sagði:
„Nú er ég búinn að finna ungan
Með Geysismönnum á götu í Lignano á Ítalíu árið 1974.
Maestro
Sigurður segir
írá
og efnilegan bassasöngvara. Og
hann er ekki jafn heimskur og vit-
laus og þið tenóramir."
Jóhann tók glettni minni fjör-
lega:
„En það vantar í þá hjartað,
þessa bannsettu bassa!“
24 MA-félagar
Viðhorfa hippahreyfingarinnar
gætti nokkuð og unga kynslóðin
var orðin upptekin af byltingum,
sósíalisma og Bítlunum. Við ótt-
uðumst að kórsöngur kynni að
þykja svo dæmalaust borgaralegt
áhugamál að hugmynd okkar um
skólakór væri andvana fædd. Slík-
ar áhyggjur reyndust afur á móti
ástæðulausar með öllu. Á fáum
dögum urðu 24 MA-félagar til,
samheldin og bráðhress sveit
söngglaðra ungmenna. Hér rak
nauðsyn til að rata meðalhófið, slá
ekki af kröfum um alvarlegt söng-
starf en hafa þó táp og fjör í fyrir-
rúmi. Kórfélögunum ungu þótti
nefnilega karlakóramir vera held-
ur drungaleg fyrirbæri og í þessu
kórabæli var raunverulega þörf
fyrir létta og skemmtilega söng-
sveit sem tók sig mátulega hátíð-
lega.
Verkefni sóttum við til þeirrar
tónlistar sem þá var efst á baugi
og vinsælla söngleikja en einnig
til íslensku þjóðlaganna sem við
gáfum nýjan og glaðlegri svip.
Við brugðum gjama á glens og þá
gátu orðið til heilu gamanþættirn-
ir. Jan Morávek útsetti mörg lag-
anna fyrir kórinn af stakri list og
24 MA-félagar urðu brátt eftirsótt-
ir á skemmtunum í bænum. Hróð-
ur þeirra fór víða og þegar um
vorið flaug hópurinn suður til
Reykjavíkur í sjónvarpsupptökur.
Allt var þetta nýstárlegt og ósköp
skemmtilegt. Sumir höfðu aldrei
komið í flugvél áður, sumir aldrei
séð sjónvarp, - og flestir komust
fyrst í kynni við bragðsterka osta
og kryddmeti þegar þeir sóttu
okkur Eyju heim í Vanabyggð.
Það var líkt og mættust tveir
heimar. Margir nemendur á
heimavistinni voru úr sveit og
höfðu ekki nema nasaþef af um-
Sigurður Demetz.
heiminum. Þá var heldur ekki eins
venjulegt og nú er orðið að ung-
menni legðust í ferðalög um hálfa
jarðarkringluna.
Ingimar Eydal, sá mæti og
mikilvirki tónlistarmaður, var
okkur ómetanleg stoð á þessum
árum. 24 MA-félagar komu oft
fram á skemmtunum hans í Sjáll'-
stæðishúsinu. Þar tókum við þátt í
revíu sem gekk þrettán kvöld,
sprelluðum og sungum, og var
fullt út úr dyrum á hverri sýningu.
Árið 1970 fór þessi kór jafnvel
út fyrir landsteinana í fræga ferð
til Éæreyja og söng á tónleikum
og í útvarp. í Dimmalætting sagði
um kórinn: „Ekki er ovmikið tikið
til, tá ið sagt verður, at hetta unga
skúlasonglið sang sum einglar.“
Og svo var viðtal tekið við „kór-
venjarann“.
Éftir níu vetra starf lögðu 24
MA-félagar upp laupana. Þá tók-
ust á tvær fylkingar innan kórsins
sem höfðu mismunandi stefnur og
mið; önnur vildi gefa sig meira að
sígildri tónlist, hin halda upptekn-
um hætti. Auk þess var orðið
þunnskipað í karlaröddunum.
Grundvöllurinn fyrir þessum kór
var því miður brostinn.
Mörgum góðum manni kynnt-
ist ég í hópi unga fólksins á með-
an ég stjómaði 24 MA-félögum,
fólki í blóma lífsins sem var að ná
áttum í hverfulum heimi og taka
stórar ákvarðanir sem vörðuðu
framtíðina. Þetta ljúfsára skeið
ævinnar er sjálfum mér fast í
minni og hugleikið. Mér er það
mikils virði nú miklu síðar að
heyra á söngfólkinu að mitt litla
tillag hafi ekki eingöngu orðið til
þess að dreifa huga þess frá bók-
náminu heldur einnig og miklu
fremur aukið því sýn, kveikt ást
þess á tónlist og tónlistariðkun og
verið holl upplyfting í amstri
dagsins. Þá var tilganginum náð.
Vinna með Söngsveit
Hlíðarbæjar
Þá gladdi það mig einnig að geta
orðið Söngsveit Hlíðarbæjar í
Glæsibæjarhreppi að nokkru liði.
Ég var söngstjóri og raddþjálfari
sveitarinnar í þrjá eða fjóra vetur
frá árinu 1975. Söngsveitin var
tæplega þrjátíu manna blandaður
kór, skipuð áhugafólki úr sveitinni
sem kom saman til æfinga í Hlíð-
arbæ, litlu samkomuhúsi rétt
norðan Akureyrar sem í daglegu
tali var nefnt Kuðungurinn.
Þangað kom ég einu sinni með
ungan landa minn frá Suður-Tíról,
furðulegan náunga sem ég hafði
fallist á að taka til íslands í læri
með því að hann hafði dásamlega
fallega tenórrödd. Virtist þama
vera á ferðinni upprennandi Moz-
art-tenór af bestu gerð.
Honum hafði sem sagt verið
boðið að troða upp í Kuðungnum.
Undirleik annaðist Thomas E.
Jackman, ungur píanókennari við
Tónlistarskóla Akureyrar. Hann
var af írskum uppruna og mikill
geðprýðismaður. Ég fékk mér sæti
við hliðina á honum við píanóið
og fletti nótnablöðunum fyrir
hann á meðan hann lék. Söngvar-
inn ungi söng Torna a Surriento
en í miðjum klíðum gleymdi hann
textanum og steinþagnaði. Stutta
stund var svo hljótt að heyra mátti
flugu anda. Tók þá pilturinn undir
sig stökk og þaut á dyr en við sát-
um steinilostnir eftir við hljóðfær-
ið og horfðum langeygir á eftir
honum hverfa út í buskann. Ég
stóð á fætur og afsakaði hann tyrir
áheyrendunum, bar við tauga-
óstyrk og sviðsótta og fór svo út
að leita hans. Mér var heitt í
hamsi því að hann hafði gert okk-
ur báðum skömm til með fram-
komu sinni. Þegar ég loksins fann
hann eftir langa leit bætti hann
gráu ofan á svart með því að
kenna mér um hvernig farið hefði.
„Þegar ég syng skaltu halda þér
fjarri!" fnæsti hann og augun
myrkvuðust af hatri. Hann var
haldinn þeirri firru að mér væri
skemmt þegar honum tækist illa
upp.
Margir höfðu trú á þessum
dreng þótt ekki byndi hann bagga
sína sömu hnútum og aðrir. Til að
mynda styrktu félagamir í Karla-
kór Akureyrar hann með því að
gefa honum spariklæðnað. Thom-
as Jackman gerði sér einnig far
um að hjálpa honum til þroska og
framfara í listinni. En velgerðar-
menn sína hrakti hann frá sér einn
af öðrum með kenjum sínum og
skapvonsku. Eftir söngæfingu
þegar hann hafði einu sinni sem
oftar reynst erfiður í samstarfi
gafst meira að segja Thomas Jack-
man upp á honum. Hann tók sam-
an nótur sínar og kvaðst aldrei
skyldu vinna með honum framar.
Söngvari þessi kembdi ekki
hærurnar á Akureyri. Til stóð að
hann dveldi á heimavistinni en
Eyja hafði meðaumkun með hon-
um og bauð honum að búa með
okkur. Hún óttaðist að hann yrði
einmana á heimavistinni og mátti
ekki til þess hugsa. Svona var hún
höfðinglynd og gestrisin. En
hverjar voru þakkimar? Fyrr en
varði var gestur okkar farinn að
stjóma heimilinu með yfirgangi
og frekju svo sem hann væri hús-
bóndinn og við hjú. Til að gera
langa sögu stutta gekk hegðun
hans og ókurteisi fram af mér og
ég sendi hann utan aftur.
Aumingja drengnum var í raun
og veru vorkunn. Hann var ein-
stæðingur, látinn lönd og leið á
unga aldri og fékk að kenna á
mikilli hörku í uppvextinum.
Lengi sætti hann illúðlegri með-
ferð á uppeldisstofnunum, var
miskunnarlaust hýddur og heftur í
spennitreyju þegar verst lét. And-
legu jafnvægi hans hafði verið
raskað og hann beið þess ekki
bætur. Söngröddin var aftur á
móti glæsileg.
Þannig er sumum gefin undur-
samleg söngrödd til einskis. Ég
hef áður minnst á söngnemanda
minn Ebe Poloni á Italíu og unn-
usta hennar Basquetto, sem þann-
ig var komið fyrir, og raunar
þekki ég fleiri sams konar dæmi
sem ég kæri mig þó ekki um að
nefna. Fátt er hryggilegra en sóun
á hæfileikum.
Með karlakórsmönnum
Karlakór Akureyrar notaði krafta
mína fyrst við raddæfingar fyrir
söngför til Norðurlanda árið 1967
og eftir það sóttu ýmsir félagar í
kómum einkatíma til mín. Oðru
hverju annaðist ég þjálfun kórsins
en stjórnaði honum aldrei reglu-
lega eins og Karlakómum Geysi.
Haustið 1973 gerðist ég söng-
stjóri Geysis. Gafst þá tækifæri til
að svala gamalli þrá sem var að
fara með íslenskan sönghóp til
tónleikahalds á mínar bemsku-
stöðvar.
Auk íslensku efnisskrárinnar
lét ég söngmenn Geysis æfa La
Montanara, syrpu af ítölskum
fjallasöngvum í útsetningu Ladisl-
avs Voita. I fyrstu sungu þeir allt
á fullum styrk. Þá útskýrði ég fyrir
þeim þýðingu orðanna í textanum
og ítalskan framburð því að réttur
skilningur er frumforsenda túlkun-
ar. Ég vildi að söngurinn væri
veikur í byrjun en sterkari síðar í
samræmi við það sem textinn gæfi
tilefni til. En allt kom það fyrir
ekki. Mínir menn sungu fullum
hálsi hvað sem ég sagði uns ég
bað þá að ímynda sér að ljóðið
ætti við heiðamar og fjöllin um-
hverfis Akureyri.
„Hugsið ykkur Vaðlaheiði,"
sagði ég.
Það gerði gæfumuninn. Þá
gerði Karlakórinn Geysir þessum
lögum þau skil sem mér aldrei
gleymast."
Ath. - Millifjrirsagnir eru blaðsins.