Dagur - 25.11.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 25.11.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 25. nóvember 1995 - DAGUR - 9 Nokkrar staðreyndir: • 31. deseniber I994 hölðu greinsi samtals c)i einstakling- ur á Islandi með smii af völd- um HIV, sem er veiran sem veldur alnæmi. • Samtals lial'a greinst 35 ein- staklingar á Islandi með al- næmi, lokastig sjúkdómsins, og eru 25 þeirra látnir. • A undantorniim þremur ár- uin het'ur heildarhliitlall smit- aðra sem leljast gagnkyn- hneigðir aukist jal'n og þétt. Árið 1992 var hlutur gagnkyn- hneigðra ll%, árið I993 13'4 og árið 1994 16%. Á þessum þremur árum var hlutfall ný- smitaðra sem teljast til gagn- kynhneigðra 32c/. • Fyrir hverja konu eru 5,5 karlmenn smilaðir og hlutfallið fyrir þá sem komnir eru með alnæmi er ein kona á móli sex körlum. Hcimild: 1-aiullækniscmbæuið Nemendafélag Verkmenntaskólans á Akureyri stóð í síðustu viku fyrir fyrirlestri um alnæmi. Páll Ósk- ar Hjálmtýsson, Einar Þór Jónsson og Ingi Rafn Hauksson, sem aílir eru samkynhneigðir og tveir þeir síðastnefndu eru smitaðir af alnæmisveirunni, ræddu við nemendur um sjúkdóminn alnæmi. Þeir fé- lagar komu víða við og málefni samkynhneigðra voru ofarlega á baugi enda var alnæmi á Vestur- löndum lengi tengt við samkynhneigða karlmenn. Gagnkynhneigðir eru þó ekki síður í hættu vegna þessa sjúkdóms og hlutfall gagnkynhneigðra í hópi nýsmitaðra fer vaxandi. Páll Óskar benti m.a. á að í tengslum við vinnu sína í skemmtanaiðnaðinum hefði hann orðið var við mikið lauslæti meðal gagnkynhneigðra og stór hluti þeirra lifði óábyrgu kynlífi. Péll Qsker Hjélmtýssoru Páll Óskar hefur verið nokkuð áberandi undanfarin ár, ekki að- eins fyrir þær sakir að hann er vinsæll skemmtikraftur, heldur einnig vegna þess að hann hefur verið óhræddur við að segja skoð- anir sínar og ræða samkynhneigð sína opinberlega. Hann er sá eini þremenninganna sem hefur ekki greinst með alnæmisveiruna. Veiran greindist hjá Einari Þór fyrir tíu ámm en þrjú ár eru liðin síðan Ingi Rafn fékk að vita að hann væri smitaður. í spjalli sínu við nemendur lögðu allir áherslu á að þó þrír samkynhneigðir karlmenn væru mættir til að tala um alnæmi væru gagnkynhneigðir einnig í hættu og gætu smitast af veirunni. Hins vegar virtust samkynhneigðir oft eiga auðveldara með að horfast í augu við alnæmi og viðurkenna fyrir öðrum að þeir væru smitaðir. Þetta tengdist því hugsanlega að samkynhneigðir sem hafa komið úr felum, þ.e. viðurkennt kyn- hneigð sína opinberlega, hafa þeg- ar gengið í gegn um ákveðna eld- raun. „Við höfum þurft að berjast gegn fordómum en það hafa hinir ekki. Þeir hafa því kannski síður þetta ákveðna kæruleysi sem er nauðsynlegt til að sigla í gegn um erfiðleika sem þessa,“ sagði Ingi Rafn. Notar ekki Iyf Þegar Ingi Rafn kom úr felum var mikill áróður í gangi fyrir að nota smokkinn. „Slysin gerast engu að síður,“ sagði hann og benti á sjálf- an sig sem dæmi. Innan Alnæmissamtakanna er hópur smitaðra sem hittist einu sinni í viku og er markmiðið að styðja hvem annan. í hópnum er fólk á öllum aldri. Meirihlutinn er samkynhneigðir karlmenn en þar eru þó einnig bæði konur og karl- ar sem eru gagnkynhneigð. Þama er líka fólk á öllum stigum al- næmis og þeir sem eru nýlega smitaðir læra af reynslu hinna. „Þegar ég kom fyrst inn í þennan hóp var ég hissa að finna fyrir ákveðnum gálgahúmor. Brandarar um alnæmi voru gripnir á lofti og þetta létti andrúmsloftið heilmik- ið.“ Þó Ingi Rafn sé smitaður er hann ekki kominn með alnæmi og sem stendur er hann ekki á nein- um lyfjum. „Ég ákvað að láta lík- amann vinna sjálfan þar til hann getur það ekki lengur," sagði hann. Ólíkt Inga Rafni sagðist Einar Þór þiggja lyf með þökkum en sjúkdómurinn er kominn á hærra stig hjá honum. „Ég smitaðist fyr- ir tíu árum en síðustu 1-2 árin hef ég verið með alnæmi. Ég hef þó ekki fengið neinar alvarlegar sýk- ingar sem gætu leitt mig til dauða á stuttum tíma.“ sagði hann. Alnæmisveiran vinnur skemmdarverk sín með því að eyðileggja T4 frumur í líkamanum en þessar frumur eru hluti af varn- arkerfi líkamans. Æskilegt er að magn þessara fruma fari ekki neð- ar en 800 en þegar þær eru orðnar færri en 200 er talið að viðkom- andi sé með alnæmi. Einar Þór sagðist vera kominn niður í 40 frumur. „Það er hægt að lifa ótrú- lega lengi með opið eða brotið ónæmiskerfi. Stundum jafnvel í einhver ár þó það sé einstaklings- bundið," sagði hann en sjálfur lít- ur Einar Þór hraustlega út og ekki á honum að sjá að hann þjáist af hættulegum sjúkdómi. „Þegar ég á að lýsa alnæmi dettur mér oft í hug dæmisaga um tvö hús sem læknirinn minn sagði mér,“ sagði Einar Þór. „Bæði hús- in líta vel út, eitt er úr steypu en hitt úr þurru timbri. Ef lítill neisti er borin að steypuhúsinu kastar það honum frá sér. Timburhúsið mun hins vegar sennilega fuðra upp og verða alelda á stuttum tíma.“ Gagnkynhneigðir lauslátir „Tilkoma alnæmis neyddi fólk til að tala um kynlíf,“ sagði Páll Ósk- ar og taldi að í kjölfarið hefði heldur slaknað á fordómum í garð samkynhneigðra. í upphafi voru það einkum samkynhneigðir sem smituðust af alnæmisveirunni og algeng skýring var að margir þeirra lifðu óábyrgu kynlífi. Páll Óskar er ósammála þessari skýr- ingu. „Af einhverjum ástæðum hefur lauslætisstimplinum verið klínt á homma. Það eru til lauslát- ar konur og hommar. Gagnkyn- hneigðir karlmenn, sem sofa hjá mörgum, eru hins vegar bara töff,“ sagði hann og fékk fyrir vikið mikið lófaklapp hjá kven- kyns áheyrendum. Páll Óskar sagði að þann tíma sem hann hafi spilað með Millj- ónamæringunum og hafi verið í miðri hringiðu skemmtanalífsins hafi hann orðið var við mikið lauslæti meðal gagnkynhneigðra og ótrúlega margir lifi óábyrgu kynlífi. „Ég sá mörg sorgleg dæmi. Ég man t.d. eftir einni stúlku. Á þessum tveimur árum sem ég var að spila eignaðist hún tvö böm og þurfti að gefa þau bæði frá sér enda aðeins sextán ára gömul. Þetta er ekkert grín og allt vegna þess að ekki var sagt nei. Nei, ekki nema við notum smokk; nei, ég vil ekki fara upp í rúm með þér eða nei, hvað heitir þú annars?“ Páll Óskar lagði áherslu á mik- ilvægi þess að nota smokk, ekki aðeins til að verjast alnæmi heldur einnig öðmm kynsjúkdómum og svo stúlkur verði ekki óléttar. „Það eiga allir að vita þetta og ef þessi vitneskja kemst ekki inn í hausinn á ykkur getið þið sjálfum ykkur um kennt. I Afríku er fjöldi fólks fómarlömb alnæmis. Upp- lýsingaflæðið er lélegt og fólk veit ekki að það þarf að passa sig. Hér- lendis er hins vegar ekki hægt að kenna slæmu upplýsingaflæði um því fræðslan er mikil. Ég vil skila því til fólks að passa sig. Hættan er fyrir hendi og það er engin lækning til,“ sagði Páll Óskar. Hver að passa sig Páll Óskar beið í tvö ár með að fara í mótefnamælingu. „Ég var lafhræddur við að fara,“ sagði hann. Þegar niðurstaðan kom og hann var ekki með veiruna var þungu fargi af honum létt. „Fólk sem hefur tekið áhættu í kynlífi ætti að fara í mótefnamælingu bæði vegna þess að það er betra að vita en vita ekki, m.a. svo þú smitir ekki aðra, og einnig vegna þess að það eru til lyf sem lengja þann tíma sem smitaður getur lif- að heilbrigðu lífi,“ sagði hann en hafði jafnframt skilning á því að sumir treystu sér ekki í mótefna- mælingu. „Það er aldrei hægt að kenna öðrum um að maður hafi smitast heldur þarf hver og einn fyrst og fremst að passa sjálfan sig.“ AI Ingi Rafn Hauksson (t.v), Páll Óskar Hjálmtýsson og Einar Þór Jónsson töluðu fyrir fullum sal nemenda úr Verkmenntaskólanum um mikilvægi þess aö lifa ábyrgu kynlífí. Ingi Rafn og Einar Þór eru báðir smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Myndir: BG Gott oi heyra hvern- ig smituium líiur Sunna Gríms- dóttir er nem- andi á mynd- listar- og handíðabraut. Líkt og Sig- tryggur var hún ánægð með fyrriest- urinn og Sunna. fannst hann fræðandi. „Þó ég vissi mikið er gott að vita meira og heyra hvemig þeim líður sem eru smit- aðir. Það er líka gott að láta minna sig á þessa hættu. Mér fannst það athyglisvert sem Páll Óskar sagði um gagnkyn- hneigða; að þeir væru lauslátir. Það er mikill sannleikur í því. Fólk á mínum aldri er meðvitað um alnæmi en stór hluti stundar samt ekki ömggt kynlíf og virð- ist vera alveg sama,“ sagði Sunna. - Heldur þú að fordómar gagnvart þeini sem eru smitaðir séu miklir? „Ég veit það ekki. Sjálf kynntist ég alnæmissjúklingum þegar ég var í Bandaríkjunum og sé þetta kannski öðravísi en þeir sem þekkja minna til. En mér finnst að umræðan um al- næmi mætti vera meiri.“ Al Allt of margir nota ekki smokkinn Sigtryggur. Þcgar Páll Óskar, Einar Þór og Ingi Rafn höfðu iokið sér af þótti við hæfi að fá álit nemenda á því sem rætt var um. Sigtryggur Símonarson er nemandi við Verkmenntaskólann og hann var ánægður með fyrirlesturinn. „Mér fannst margt fróðlegt koma fram. Ungt fólk er meira meðvitað en áður um þennan sjúkdóm og alltaf mikil fræðsla í gangi. Hún mætti samt vera enn meiri því það er t.d. allt of marg- ir sem nota ekki smokkinn,“ sagði Sigtryggur. Hann var sam- mála því sem sagt var að gagn- kynhneigðir væru líka í hættu á að fá alnæmi. „Þeir sem hafa smitast upp á síðkastið eru fleiri gagnkynhneigðir en hommar þannig að þetta er ekki homma- sjúkdómur eins og var einu sinni talið.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.