Dagur - 25.11.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 25.11.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 25. nóvember 1995 Leíkur Vals og á stórum sbjá í KA-heímílínu laugardag bl. 16.30. Mætum KA-heímílíð Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Kristján Stefánsson frá Gilhaga: „Mítt hjartans mál“ fram úr björtustu söluvonum - nótnabók með lögum og textum af plötunni komin út Plata harmoníkuleikarans Krist- jáns Stefánssonar frá Gilhaga í Skagafirði, sem gefin var út síð- astliðið sumar, hefur fengið fá- dæma góðar viðtökur og hafa nú verið framleidd 6000 eintök sam- tals, bæði á hljómdiskum og seg- ulbandsspólum. Kristján sagði í samtali við blaðið fyrir iielgina að þessi sala sé framar öllum björt- ustu vonum og hann er eðlilega ánægður með viðtökurnar við sinni fyrstu plötu. Kristján lætur ekki deigan síga í þjónustunni við áheyrendur sína því í vikunni gaf hann út nótnabók með lögum af plötunni „Mitt hjartans mál“ og þremur nýjum lögum. Bókin verð- ur fáanleg hjá honum sem og í öll- um helstu útsölustöðum hljóm- diska og bóka. „Jú, það er mjög ánægjulegt hversu vel plötunni hefur verið tekið og ég held að það undirstriki að mikil vöntun hefur verið á tón- list af þessu tagi. Harmoníkan er aftur á uppleið og er vinsæl núna,“ segir Kristján. Platan „Mitt hjartans mál“ seldist um allt land og sérstaklega var mikil sala í Skagafirði og á Eyjafjarðarsvæðinu. Kristján hef- ur enda verið duglegur að kynna hana en hann segir ekki útilokað að listafólkið sem spilaði og söng á plötunni með honum komi fram á tónleikum til að fylgja plötunni eftir. í nýju nótnabókinni sem Kristján var að gefa út er öll lögin að finna og fleiri en ein rödd af sumum þeirra. Þá eru þrjú ný lög og aðspurður útilokar Kristján ekki að önnur plata komi út enda nýtt efni þegar til staðar hjá hon- um. JÓH Kristján frá Gilhaga nieð nótnabókina sem kom út í vikunni og fylgir hún í kjölfar mikilla vinsælda plötu hans „Mitt hjartans mál“. Sú plata hefur nú náð gullplötusölu. Mynd: BG Húsavík: KAUPLAND Kaupangi • Sími 462 3565 Hamar sími 461 2080 Innimálning á ótrúlegu verði a Gljá- stig 10 Verð frá kr. 569 lítri Kíkt ínn Það ríkti mikil leikgleði á æfingu hjá Bocciadeild Völsungs sl. þriðjudagskvöld, er blm. Dags kíkti inn á æfingu. Egill Olgeirs- son neitaði því að hann væri að þjálfa liðið en sagðjst vera leið- beinandi liðsins sem væri í þjálf- arahallæri. Bocciadeildin hefur á að skipa landsþekktum leikmönnum og keppti einn þeirra, Kristbjörn Ósk- arsson, á Special Olympics í Bandaríkunum sl. sumar. Hafliði Jónsson var þó maður þriðjudags- kvöldsins og gerði ótrúlegustu rósir með boltunum á æfingunni. Bocciaæfingamar eru vinsælasta tómstundagamanið, að sögn heim- ilismanna á sambýlinu við Sól- brekku. Hjá flestum er þó toppur- inn að taka þátt í mótum og hitta þar vini og kunningja frá öðrum bæjarfélögum. IM Bocciaæfingarnar eru vinsælasta tómstundagamanið hjá heimilis- mönnum sambýlisins við Sól- brekku. Akureyri: Nýr kostur í myndlistamámi - Örn Ingi áætlar að bjóða upp á þriggja ára nám Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 27. nóvember 1995 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Ásta Sigurðardóttir og Sigurður J. Sigurðsson tii viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtöium eftir því sem að- stæður leyfa. Síminn er 462 1000 Á sunnudaginn verður sýning á verkum nemenda, sem hafa verið á myndlistamámskeiði hjá Emi Inga Gíslasyni, fjöllistamanni á Akureyri. Þetta er annað árið sem Öm Ingi stendur fyrir myndlistar- námskeiðum og nú áætlar hann að ganga skrefi lengra og bjóða upp á þriggja ára nám fyrir þá sem hafa áhuga á lengra námi en áfram verði þó boðið upp á einstök nám- skeið. „Margir sem hafa verið á nám- skeiðum hjá mér hafa viljað halda áfram og þvf finnst mér kominn gmndvöllur fyrir að bjóða upp á lengra nám þar sem fólk væri t.d. hjá mér í þrjú ár og er ég búinn að semja ákveðna námskrá,'1 segir Öm Ingi. Hann vonast til að bæj- aryfirvöld verði viljug til sam- starfs í þessu verkefni og hefur þegar sent þeim bréf þar að lút- andi en á eftir að sjá hvemig sam- starf við bæinn muni þróast. Myndlistamámskeiðin, sem Öm Ingi hefur boðið upp á, eru á persónulegum nótum. Fólk fær sjálft að velja myndefni og hvaða efni er unnið með. „Það eru ekki allir settir í kringum blómavasa,“ segir hann og telur að á þennan hátt geti fólk notað ímyndunarafl- ið á frjálsari hátt og sé fremur fært um að vinna sjálfstætt heima hjá sér að námskeiðinu loknu. 12 listamenn sýna Sýningin á sunnudaginn stendur yfir aðeins þennan eina dag. Hún verður haldin í kjallarasal í Kletta- gerði 6 á Akureyri og verður opin frá 14:00-19:00. Alls eiga tólf manns verk á sýningunni og hafa allir verið á námskeiði hjá Emi Inga í haust. „Þama verða alls konar myndir, aðallega þó mál- verk í þetta sinn,“ segir Öm Ingi. AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.