Dagur - 25.11.1995, Side 12

Dagur - 25.11.1995, Side 12
12 - DAGUR - Laugardagur 25. nóvember 1995 DÝRARÍKI ÍSLAND5 Fuglar 70. þáttur Urtðnd SR. SIÚURÐUR ÆÚISSON (Anas crecca) Urtandarsteggur á sumri. (Jim Flegg: Field guide to the birds of Britain and Europe. 1990.) Urtöndin er af ættbálki gásfugla eða andfugla, eins og t.d. gæsir og álftir. Hún er síðan af andaættinni, sem hefur að geyma um 140 teg- undir fugla. Andaættin er tegundaflesta fuglaættin hér á landi, með um 25 tegundir árvissar og þar af 18 þeirra reglubundna varpfugla. Ættin skiptist í gráendur (sem einnig eru nefndar buslendur, grasendur, eða hálfkafarar) og kafendur. Urtöndin tilheyrir hin- um fyrmefndu. Þetta er minnsta andartegund landsins, og reyndar Evrópu allrar, ekki nema 34-38 sm á lengd, að meðaltali um 320 g að þyngd (kollan 185-430 g, steggurinn 200- 450 g) og með 58-64 sm vænghaf. Tegundin fyrirfinnst í þremur myndum eða gerðum. Anas crecca crecca á heimkynni í Evr- ópu og N-Asíu, Anas crecca caro- linensis í N-Ameríku og Anas crecca nimia á Aljútaeyjum. Hún er þó ekki heimskautafugl. Kynin eru mjög ólík. Karlfugl í varpbúningi er rauðbrúnn á höfði, með íboginn, sterkgrænan augn- og vangablett, afmarkaðan hvítum útlínum. Kverkin er svört. Bak- og síðulitur er grábrúnn tilsýndar, rofínn af áberandi hvítri, láréttri rák ofan vængja með svartri undir (á evrópsku og asísku fuglunum; þeir amerísku eru hins vegar með hvíta rák lóðrétt, framan væng- hnúa). Uppbringa er ljósgulbrún, með dekkri yrjum; kviður hvítur. Á hliðum stélrótar er rjómagulur blettur, þríhymingslaga. Þá liggur einnig hvítleit rák eftir miðjum vængjum, langsum, ofan eða framan spegils og jafnt honum. Kvenfuglinn er mun óásjálegri, brún- og mógulflikróttur, ljósastur á vöngum og að neðanverðu. Spegill beggja kynja er grænn, með svörtum útjaðri, og nef og fætur bera dökkgráan lit. Augu svarbrún. íslenska urtöndin er að mestu leyti farfugl. Tilhugalífið stendur allan veturinn og jafnvel ennþá eftir að hingað er komið. Öndina er þá að finna um allt láglendið, einkum við starartjarnir og foröð. Á miðhálendinu er hún afar strjál. Varptíminn byrjar fremur snemma - í hálfnuðum maímán- uði eða þar um bil - og stendur fram í júní. Um er að ræða skammvinnt einkvæni. Varpið er gisið og ekki talið að urtöndin helgi sér óðal. Hreiðrið, sem er komið fyrir í alls konar graslendi eða innan um lyng og kjarr, oft langt frá vatni, er gert úr sinu og öðrum gróðri og svo fóðr- að innst með dúni. Eggin, ljósgul- leit, eru á bilinu 6-11 talsins og sér kollan ein um ásetuna, sem tekur 21-23 daga. Ungamir eru hreiðurfælnir og komnir á stjá í ætisleit í umsjá og skjóli móður- innar æði fljótt. Þeir verða fleygir um mánaðargamlir og bera þá mjög svip af kollunni. Að ári liðnu eru þeir orðnir kynþroska. Urtöndin er fyrst og síðast plöntuæta, eins og aðrar gráendur, en tekur þó einnig ýmis smávaxin dýr (snigla, orma, skordýr). Á vatni er fæðunnar ýmist aflað á yfirborðinu, eða með því að hálf- kafa (er hún þá sigtuð með nefinu, líkt og gerist hjá stokkönd), en á landi oftast meðfram vatnsbökk- um. Við þessa iðju er urtöndin mest á ferli að næturlagi. Hún er góður sundfugl, flýtur eins og korkur; en á það til að kafa ef hætta steðjar að. Á landi kjagar hún. Þetta er styggur fugl og ákaf- lega var um sig. Eftir varptímann safnast urtand- arsteggimir - eins og karlfuglar annarra gráanda - á vissa staði, til þess að endumýja fjaðurbúnaðinn. Einkum er hér um að ræða vötn, þar sem fæðuskilyrði em góð og mikið af vatnagróðri til að felast í, á meðan þeir geta ekki flogið. Fyrst er skipt um bolfiður, síðar flugfjaðrir. Á þessum tíma líkjast þeir mikið kvenfuglunum. Eru steggimir yfírleitt ófleygir í júlí og fram í ágúst. Klæðast þeir svo áfram þessum búningi sínum, þótt fleygir séu orðnir, uns komið er fram í október- nóvember; þá er fullum skrúða aftur náð. Kollumar JÖRDIN OKKAR skipta um fjaðrir og verða ófleygar mun seinna en karlfuglamir, enda hafa þær fyrst ungum að sinna. Urtöndin hefur sig eldsnöggt á loft, næstum beint upp, og fer hratt um. Mest stundar hún lágflug. Síðla hausts er lagt af stað frá ís- landi - og nú í oddaflugi, í straum- um háloftanna - og dvalið vetrar- langt ytra, einkum á Bretlandseyj- um. Þar halda fuglarnir sig mikið á áveitusvæðum og í óshólmum, oft í gríðarstórum flokkum. Nokkur hundruð fugla verða þó eftir hér, aðallega á Suðvesturlandi (í Ölfus- forum, hjá Vogum á Vatnsleysu- strönd, í Kópavogi og Varmá í Mosfellssveit, að eitthvað sé nefnt). Hvað snertir röddina er urtand- arkollan nánast eftirherma stokk- andarkollu, með hvellt garg og hrjúft, en karlfuglinn er talinn meiri og betri flautuleikari en tíðkast meðal gráandarsteggja. Aðalstefið er stutt, lágt, og hljómþýtt „krrit.“ Frá urtandarhópum í ætisleit berst þægilegur, hjalandi kliður. Urtöndin á það til að halda sig á ylvolgum laugum (35-45°C) og er eflaust að einhverju leyti kveikjan að gömlum sögnum (er fyrst komu á bók um 1600) um hverafugla. En stokköndin á hér líka einhverja sök og eins hrossa- gaukur og keldusvín. íslenski urtandarstofninn er áætlaður um 30.000 fuglar að hausti. Elsti merkti fugl, sem ég á heimildir um, varð 16 ára og 10 mánaða gamall. Hókus pókus mold! í Morgunblaðinu fyrir stuttu var sagt frá hjónum sem söfnuðu öll- um lífrænum úrgangi úr sorpinu og gáfu kanínunni sinni úti í garði. Með þessu móti minnkuðu þau sorp heimilisins auk þess að fá ókeypis fóður fyrir kanínuna. Þeir sem búa ekki svo vel að eiga kanínu þurfa þó ekki að örvænta því lífrænan úrgang er hægt að nýta í ýmislegt annað en kanínu- fóður, t.d. til að framleiða eigin mold og einnig til áburðar. Þeir eru sífellt að verða fleiri sem hafa áttað sig á því hve líf- rænn úrgangur er gott hráefni og margir nota garðaúrgang og leifar úr eldhúsinu til að búa til sína eig- in gróðurmold. Nægjanlegt getur verið að grafa holu á afviknum stað í garðinum, fylla hana með lífrænum úrgangi og setja síðan torf yfir þegar holan er full og grafa nýja holu. Einnig er hægt að smíða sérstakan kassa. Þá eru fjór- ir staurar reknir niður og þeir klæddir með borðum með hæfi- legu millibili svo loft komist að. Ein hlið kassans verður að vera laus svo komast megi að haugn- um. í botn kassans má leggja sprek eða grjót svo vatn geti runn- ið niður og loft leiki óhindrað um hauginn að neðan. Það tekur yfirleitt tvö til þrjú ár þar til úrgangurinn er orðinn að Hvað má setja í safhhauginn? * Gras, afskurð, kantskurð og annan garðaúrgang. * Leifar af grænmeti og ávöxtunt. * Hvers kyns hýði og skum, t.d. af ávöxtum og grænmeti, hnetum og eggjum. * Afskorin blóm og leifar af blómum og öðmni jurtum. * Pottamold. * Kaffikorg og -síur. * Teláuf og síur. * Brauðafganga. * Eldhúspappír ef hann er notaður á heimilinu. Jafnvel dagblaða- papptr í litlu magni. Ath! Ekki er ráðlegt að setja kjöt eða ftsk í safnhauginn því slíkar leifar lykta illa og geta dregið að sér meindýr. Heimild: Garöar Guöjónsson. Græna bókin (1995). Miðaö við máfafjöldann á myndinni, sem er af öskuhaugunum hjá Akureyri, lítur út fyrir að í þessu sorpi leynist heilmikið af matarleifum og öðrum lífrænum úrgangi, sem hefði verið hægt að nýta til moldargerðar. gróðurmold. Ráðlegt er að smíða þá annan kassa og taka til við að láta úrgang í hann eða smíða kass- ann upphaflega þannig að í honum séu tvö hólf. Hægt er að byrja að nýta moldina úr fyrri kassanum á meðan nýtt hráefni rotnar í þeim síðari. Framtakssamur bóndi I sveitum er lífræni úrgangurinn sem fellur til síst minni en í þétt- býli. Friðrik Jóhannsson, bóndi á Brekkulæk í Vestur-Húnavatns- sýslu, hefur síðastliðin þrjú ár safnað saman lífrænum úrgangi frá sjálfum sér og einnig frá ferða- þjónustunni á Brekkulæk, sem bróðir hans rekur, og frá Veiði- húsi við Miðfjarðará. Hann setur lífræna úrganginn í haug og hylur hann síðan með heymoði. „Það tekur úrganginn sennilega um þrjú ár að verða að mold en ég hef not- að hann þegar hann er búinn að rotna í eitt og hálft ár, ekki sem mold heldur sem áburð. Þá sjást enn leifar af heyinu en flest annað er rotnað,“ segir Friðrik. Aukakostnaður við safnhaug- inn á Brekkulæk er enginn utan vinnunnar við að safna úrgangin- um saman. „Fyrirhöfnin er svo lít- il að ég hef undrað mig á hvers vegna ég byrjaði ekki á þessu fyrr. Þessi aðferð sem ég nota er sú al- einfaldasta og í raun nauða ómerkileg," segir Friðrik. Þrátt fyrir hve lítil fyrirhöfn safnhaugur sem þessi er veit hann þó ekki af bændum í nágrenni við sig sem gera hið sama. Vonandi er fram- taksemi bóndans á Brekkulæk þó aðeins byrjunin og aldrei að vita nema fleiri fylgi í kjölfarið. AI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.