Dagur - 25.11.1995, Page 20

Dagur - 25.11.1995, Page 20
Akureyri, laugardagur 25. nóvember 1995 Pétur Guðmundsson frá Ófegisfirði á Ströndum við sögun á rekaviði frá Langanesi. Vinnsla rekaviðs hafin á Akureyri á vegum Drumbs: Töluverð eftirspurn eftir lerki á gólf Vinnsla hófst fyrir hálfum mánuði á rekaviði frá Langanesi í húsakynnum Varar hf. á Óseyri, en Kaupfélag Ey- firðinga leysti til sín húseignina eftir gjaldþrot Varar hf. Það er Pétur Guðmundsson frá Ófeigs- firði á Ströndum, sem rekur fyr- irtækið Háareka, sem sér um vinnsluna en við sögunina starfa auk þess þrír til fjórir menn frá undirbúningsfyrirtækinu að vinnslunni, Drumbi. Sveinn Jónsson, bóndi í Kálfs- skinni, en fyrirtæki hans, Katla hf., hefur haft forgöngu í þessu máli, auk aðila frá Breiðdalsvík, Óla Þ. Jónssonar, „komma“ og Knúts Karlssonar á Akureyri, seg- ir að áætlað sé að vinna nú um 500 rúmmetra og var búið að semja við Þórshafnarhrepp um Framtíð skólabúða að Reykjum í óvissu Ekki er gert ráð fyrir fjárfram- lögum til reksturs skólabúða að Reykjum í Hrútafirði í frum- varpi því til fjárlaga sem nú er til meðferðar hjá Alþingi. Skólabúð- irnar hafa notið mikilla vinsælda og nemendur víða af landinu komið þar til dvalar. Bjarni Aðalsteinsson, skóla- stjóri að Reykjum, segir þetta mikið áhyggjuefni. „Þetta hefur gengið vel og orðið eftirsótt að senda hingað böm. Hér hefur ver- ið fullbókað ef svo má segja og t.d. eru nemendur úr Síðuskóla á Akureyri hér núna. Hingað koma að ég held börn úr öllum Akureyr- arskólunum og raunar skólum víð- ast af landinu. Við erum auðvitað vel staðsett, miðja vegu milli Ak- ureyrar og Reykjavrkur,“ segir Bjarni. Hann segir enga starfsemi vera í skólabúðunum yfir svartasta skammdegið, eða frá lokum nóv- ember og fram yfir áramót. „Við emm svo mikið með krakkana úti að dagsbirtan setur okkur vissar skorður," segir Bjarni. Miðað við það fjárlagafrum- varp sem nú liggur fyrir verður ekki hægt að hefja starfsemi aftur næsta haust. Bjami segir málið hafa verið rætt við þingmenn kjör- dæmisins, sem séu allir af vilja gerðir til að leggja málinu lið. Allt stendur þetta í sambandi við fyrir- hugaðan flutning á málefnum grunnskólans til sveitarfélaganna. A Reykjum var héraðsskóli, en þeir voru alfarið í eigu ríkisins og sveitarfélögin komu þar hvergi að. Þar af leiðandi er óútkljáð hvað verður um skólabúðimar þegar sveitarfélögin taka við gmnnskól- unum. HA HELGARVEÐRIÐ Samkvæmt „matseðli" Veð- urstofunnar verður veðrið á fremur rólegum norðlægum nótum næstu dagana. Al- veg fram á fimmtudag í næstu viku er spáð hægri norðlægri eða breytilegri átt. Víðast hvar verður úrkomu- laust og léttskýjað. það magn en eftir á að sækja um 100 rúmmetra austur í Skoruvík og er beðið eftir því að jörðin frjósi. Nokkuð hefur verið selt af lerki sem notað er á gólf og eru kaupendur ýmsir einstaklingar. Nokkurt magn hefur þegar verið afgreitt. Sveinn Jónsson segir að það ráðist af því hvemig gengur að nýta rekaviðinn hversu lengi vinnslan stendur, en hugmyndin er að nýta „bökin“ til smíði á köss- um fyrir lífrænan úrgang, um met- er á kant, og þannig verður nýting hvers trjábols mjög góð. Bakið er rúnnaða hliðin, það sem af gengur þegar sívalur trjábolur er sagaður. Aðilar í Eyjafjarðarsveit hafa sýnt áhuga á smíði kassa fyrir lífrænan úrgang. GG . ___ j3 ATVINNA íslenskt gf já takk <2> SAMTÖK ™ IÐNAÐARINS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.