Dagur - 13.12.1995, Page 9

Dagur - 13.12.1995, Page 9
Miðvikudagur 13. desember 1995 - DAGUR - 9 Lúsíumessa í dag, 13. desember: Lúsíuhátíð í Akur- eyrarkirkju - verður nk. föstudag í Glerárkirkju Karlakór Akureyrar-Geysir hefur um margra ára skeið boðið Akur- eyringum sem og öðrum sem þess vilja njóta upp á Lúsíuhátíð á að- ventunni. Að þessu sinni verður Lúsíuhátíð í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20.30 og í Glerárkirkju næstkomandi föstudagskvöld á sama tíma. Með kómum syngur Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran, lúsíuna syngur Sigríður Margrét Ingimars- dóttir og þernur hennar verða úr kór Menntaskólans á Akureyri auk þess sem kór Menntaskólans syngur í hléinu. Lúsíumessa, sem hátíðin er kennd við, er 13. desember. Heilög Lúsía naut töluverðrar helgi um Norðurlönd áður fyrr og á Islandi þekktust af henni bæði myndir og sögur í kaþólskum sið. Það kann að hafa dregið úr dýrkun hennar að snemma á 12. öld var Magnúsarmessa Eyjajarls sett á sama daginn. Aðfaranótt Lúsíu- messu var fram á 18. öld talin lengsta nótt ársins. Sænska glúntaskáldið Gunnar Wennerberg skrifaði árið 1852 dægurlag um ítalskt fiskimanna- þorp, sem bar nafn hinnar heilögu meyjar, Santa Lucia. Lagið varð síðan einni helsti Lúsíusöngurinn. Samkvæm helgisögn var Lúsía efnuð, kristin jómfrú á Sikiley um aldamótin 300. Þegar hún skyldi giftast gaf hún fátækum heiman- fylgju sína. Það líkaði heitmanni Lúsíu illa og kærði hana fyrir rómverska landstjóranum. Honum mistókst bæði að brenna hana og koma henni í vændishús, en að lokum var hún hálshöggvin. Yngri sagnir herma að hún hafi rifið úr sér augum og sent þau á diski ungum manni sem hafði dáðst að þeim. Einkenni hennar á myndum eru því oft tvö augu í skál og talið gott að heita á hana við augnveiki. Á þessari öld var víða tekinn upp sá siður að drekka jólaglögg og borða piparkökur á Lúsíumessu. GG Okkar átár§lmile§ajálafiMharð fááíudagjár og laiigardag&kvQld, Salmonellumengun í sviðahausum Tingu Tydal &ér iim aó fillkmnna jálaótejnmmngiina. 'Nil er rétti tíminn til að panta ámímtíðina. ‘Enun með mlifyrir 10-200 manna 1iápa. cAllar nánari upplýáingar ííjá mitinga&tjára í dma 462 2200. í fréttatilkynningu frá Hollustu- vemd ríkisins um salmonellu- mengun í sviðahausum er sérstök áhersla lögð á eftirfarandi: 1. Taka frosin svið tímanlega úr frysti, þannig að þau séu full- þídd þegar suða hefst. 2. Þrífa vandlega öll flát og áhöld sem notuð hafa verið við meðhöndlun á hráum hreinsuðum og óhreinsuðum sviðum. 3. Gæta þess vel að úrgangur eða blóðvatn úr sviðum komist ekki í snertingu við matvæli sem eru fullsoðin eða tilbúin til neyslu. 4. Tryggja þarf að hrá svið séu nægilega vel soðin. Salmonella og flestir aðrir sýklar drepast í full- soðnum sláturafurðum. 5. Gæta þess við geymslu við- kvæmra matvæla að þau standi ekki við stofuhita heldur geymist í góðum kæli (undir 4 gráðum á celsíus) og ef halda á tilbúnum mat heitum, verði það gert við hærra hitastig en 60 gráður á celc- íus, þar til neysla fer fram. Þá segir í lok tilkynningar frá Hollustuvemd: „Tekið skal fram, að í þeim tilvikum þar sem Salm- onella hefur greinst í sviðum, hef- ur dreifing þeirra verið stöðvuð. Hluti þessara afurða er þó þegar kominn á markað og því er ástæða til að gera þær ráðstafanir sem mögulegar eru til að fyrirbyggja hættu á matarsýkingum." sími 462 2200 Drcem- inqt. Ulfúb DLm o pói Slafn- u m /Esa Gabba þófinn Gro&ur- íeit Trjá- tegund' Tala ’A liíinft Dsjcilclan Klafa Hloía- ast Söntk- ■ftoUk Kamar Rásc Ctrcm Déein s betur ii ljIqó Uppbf ■ iceLir 3enr\a Görninq R íki Eiskar Hatiurt 8 Miar- kreistinii T< ÓQn Forseln O Sveifla 'Pt fíefur Síafur Hoidtjr Sproi- Bólgnu Tón • Ver< Snhiláf- ctnar Soil Stein- tegund Horfa Sveitir 10 Rai'x iat- Land Q.ona Blása tialt Fjcer \'or!itur !iauein. Tíl Forsein fhjtnpQi Uppbr. Mcmn 70 5 iarfk- 5 á- c r- dúrln 11 Villa í helgargátunni í helgarkrossgátu Dags síðastliðinn laugardag vantaði tölustafi sem gefa til kynna lausnarorð gátunnar. Til að krossgátuunnendur geti sent inn lausn gátunnar birtum við hér sömu gátu með tölusettu reitunum. Beðist er velvirðingar á þessu. JÓH RANNÍS Rannsóknarráð Islands auglýsir styrki úr eftirfarandi sjóðum með umsóknarfrest til 15. janúar 1996: * Vísindasjóði er hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir. * Tæknisjóði er hefur það hlutverk að stýðja nýsköpun í íslensku atvinnulífi með því efla tækniþekkingu, rannsóknir og þróunarstarf. Umsækjendur geta verið: * Vísindamenn og sérfræðingar. * Háskólastofnanir og aðrar vísinda- og rannsóknastofnanir. * Fyrirtæki, einstaklingar og samtcík er hyggjast vinna að rannsóknum og nýsköpun. Veittir eru þrenns konar styrkir úr ofangreindum sjóðum sem hér segir: (1) „Verkefnastyrkir“ til fræðilegra og hagnýtra verkefna. Miðað er við að upphæð styrkja geti numið allt að 5.000 þús kr. (2) „Forverkefna- og kynningarstyrkir“ (umsóknarfrestur er opinn) * til undirbúnings til stærri rannsókna- og þróunarverkefna, allt að 600 þús kr. * til að fylgja eftir og koma framfæri niðurstöðum verkefna sem lokið er * styrkir til undirbúnings umsókna í 4. Rammaáætlun Evrópusambandsins, allt að 300 þús kr. (3) „Starfsstyrkir“ Veittar verða tvær tegundir starfsstyrkja: * Rannsóknastöðustyrkir" eru veittir úr Vísindasjóði til tímabundinna starfa vísindamanna, er nýlega hafa lokið doktorsprófi eða hlotið samsvarandi menntun við viður- kennda háskóla. Styrkir eru veittir til allt að 3ja ára til starfa við innlenda stofnun og nema launum sérfræðings. * „Tæknimenn í fyrirtæki“ er heiti styrkja sem veittir eru úr Tæknisjóði til fyrirtækja í þeim tilgangi að ráða vísinda- og/eða tæknimenntað fólk til starfa. Styrkir eru veittir til allt að 3ja ára og nema hálfum launakostnaði sérfræðings. Matsforsendur Vísindasjóður: Mat á umsóknum til Vísindasjóðs skal fyrst og fremst byggja á eftirfarandi: * Vísindalegu gildi viðfangsefnisins. Hæfni umsækjenda til að leysa verk- efnið samkvæmt mati á menntun þeirra, reynslu og árangri. * Raunhæfri verk- og kostnaðaráætlun. * Aðstöðu umsækjenda til að ná settu marki. Að auki leggur Rannsóknarráð íslands áher- slu á að verkefni stuðli að aukinni samvirkni og leiði þannig til eflingar vísindastarfsemi á viðkomandi sviði hér á landi. Ennfremur njóta þau verkefni for- gangs að öðru jöfnu, sem beinast að við- fangsefnum þar sem líklegt er að íslendingar getið náð góðum árangri. Tæknisjóður: Mat á umsóknum til Tæknisjóðs skal fyrst og fremst byggja á eftirfarandi: * Vísindalegu eða tæknilegu nýnæmi. * Hagnýtu gildi viðfangsefnisins fvrir íslenskt atvinnulíf. * Hæfni umsækjenda til að leysa verk- efnið samkvæmt mati á menntun þeirra, reynslu og árangri. * Raunhæfri verk- og kosnaðaráætlun. * Aðstöðu umsækjenda til að ná settu marki. Eyðublöð og leiðbeiningar (einnig á tölvudisklingi) verða tilbúin 27. nóv. nk. og skal sækja til Rannsóknarráðs íslands, Laugavegi 13, sími 562 1320, fax 5529814.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.