Dagur - 06.01.1996, Blaðsíða 6

Dagur - 06.01.1996, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 6. janúar 1996 Tómas Ingi Olrich, alþingis- maður, er formaður starfshóps á vegum Rannsóknarráðs Is- lands en hópurinn hefur ný- lega skilað áliti til ráðsins um rannsóknir og ferðaþjónustu á íslandi. Mynd: BG Skýrsla um rannsóknir og ferdaþjónustu á íslandi: „Brýnt að efla rann- sóknar- og þróunarstarf - segir Tómas Ingi Olrich í viðtali um framtíð ferðaþjónustunnar Á síÖustu fimmtíu árum hefur orðið gífurleg fjölgun á er- lendum ferðamönnum til Is- lands. A fyrstu árunum eftir síðari heimsstyrjöldina komu um 4000 erlendir ferðamenn á ári til landsins en árið 1994 var fjöldinn kominn upp í tœplega 180.000ferðamenn. Þráttfyrir mikinn vöxt í ferðaþjónustunni er arðsemin íþessari atvinnugrein ekki mikil og lítil áhersla hefur verið lögð á rannsóknir, vöru- þróun og markaðssetningu á íslenskri ferðaþjónustu. Rétt fyrir áramót kom út skýrsla um rannsóknir og ferðaþjón- ustu á Islandi sem starfshóp- ur, undir forystu þingmanns- ins Tómasar Inga Olrich, hef- ur unnið fyrir Rannsóknarráð Islands. Blaðamaður Dags náði tali afTómasi Inga og rœddi við hann um skýrsluna og hvernig framtíð íslenskrar ferðaþjónustu lítur út í hans augum. Tómas Ingi leggur áherslu á að skýrslan geti ekki talist heildarút- tekt á stöðu ferðaþjónustunnar en reynt sé að meta stöðu atvinnu- greinarinnar í ljósi þeirra upplýs- inga sem til eru. „í kjölfarið á þessari skýrslu teljum við eðlilegt að reynt verði að bæta upplýsing- arnar og koma þeim í fastari far- veg og reyna síðan að meta stöðu atvinnugreinarinnar með jöfnu millibili. Með þessum hætti væri hægt að fylgjast betur með þróun- inni,“ segir Tómas. Sem dæmi um nánari upplýs- ingar nefnir Tómas viðhorfskann- anir og einnig sé nauðsynlegt að fá betri upplýsingar urn fjárfest- ingar. „Á vissum sviðum, einkum á sviði flugkosts og hótelbygg- inga, liggja fyrir nokkuð glöggar upplýsingar en ónógar upplýsing- ar berast frá ýmsum öðrum þáttum ferðaþjónustunnar eins og afþrey- ingu. Afleiðing af þessu er m.a. sú að visst misvægi skapast í fjárfest- ingum og t.d. hefur verið fjárfest hlutfallslega mun meira í gisti- rými en í afþreyingu." Tómas segir að þegar aðila í greininni skorti upplýsingar hafi þeir ekki yfirsýn yfir þróun grein- arinnar en hún sé nauðsynleg til að marka stefnu, bæði fyrir fyrir- tækin sjálf og stjórnvöld. Vanmetin atvinnugrein? „Mikilvægi ferðaþjónustunnar er vanmetið að því leyti að öðrum at- vinnugreinum, eins og t.d. sjávar- útvegi og iðnaði, er búin rann- sóknaraðstaða en ekki hefur enn tekist að búa ferðaþjónustunni þessa aðstöðu,“ segir Tómas og bendir á að þó ferðaþjónusta sé orðin ein stærsta atvinnugrein landsins sé rannsóknarstarf í tengslum við atvinnugreinina mjög stutt á veg komið. „Við telj- um mjög brýnt að rannsóknar- og þróunarstarf í þessari atvinnugrein verði eflt.“ Tómas segir að í Evrópu sé mikið fjárstreymi til ferðaþjónust- unnar og þar bindi menn miklar vonir við þessa atvinnugrein. „Þetta þýðir í raun harðnandi sam- keppni íslenskrar ferðaþjónsutu við erlenda aðila og við verðum að vera á varðbergi gagnvart þessu. Þrátt fyrir mikinn vöxt í ferðaþjónustunni vekjum við sér- staka athygli á því að arðsemin í þessari grein er ekki mikil og í sumum þáttum er meira að segja viðvarandi rekstrarhalli, sérstak- lega í gistiþjónustu. Þetta eru mjög alvarleg tíðindi." Stamstarf við aðrar atvinnugreinar I skýrslunni leggur starfshópurinn fram nokkrar tillögur sem Rann- sóknarráð Islands kemur til með að taka afstöðu til. Tómas segir miklu skipta hvemig Rannsóknar- ráðið taki á málinu þar sem ráðið gegni mjög mikilvægu hlutverki gagnvart stjórnvöldum. „Það ráð- leggur stjómvöldum um ýmis stefnumál og beinir ákveðnum til- mælum til stjórnvalda í sambandi við rannsóknar- og þróunarstarf. Við bindum vonir við að Rann- sóknarráð muni vekja athygli stjómvalda á málefnum þessarar atvinnugreinar og að úr þeim verði bætt,“ segir Tómas. Eitt af því mikilvægasta sem bent er á í skýrslunni segir Tómas vera að samstarfsgrundvöllur sé milli ferðaþjónustunnar og ann- arra atvinnugreina. „Til dæmis gætu þessar atvinnugreinar reynt að sameinast um einhvers konar ímynd og vörumerki. Við auglýs- um okkar fiskafurðir í ljósi þess að þær séu hreinar og ómengaðar afurðir. Við framleiðum orku sem ekki skapar mengun og þetla eru atriði sem falla vel að þeirri ímynd sem við viljum að ferða- þjónustan hafi.“ Tómas segir ennfremur að óeðlilegt sé að matvælaframleiðsl- an sé ferðamönnum lokuð og það heyri til undantekninga að þeir fái að skoða frystihúsin þó þeir hafi margir mikinn áhuga á því. „Sam- vinnan milli matvælaiðnaðarins og ferðaþjónustunnar er mjög tak- mörkuð hér á landi. Víða erlendis, t.d. í Frakklandi, er matvælaiðnað- urinn hins vegar í nánum tengsl- um við ferðaþjónustuna.“ Gæðin skipta mestu máli Norðlenskir ferðamálafrömuðir hafa margir hverjir kvartað yfir því að ferðamenn skili sér ekki út á land og Tómas Ingi viðurkennir að það skapi nokkum vanda að í Reykjavík sé ákveðinn flöskuháls. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að ferðamenn eru famir að ferðast með öðrum hætti en þeir gerðu. Áður eyddu Rannsóknar- og vöru þróunarhugmyndir í skýrslunni eru ótal hugmyndir um hverskonar verkefni væri hægt að vinna að í markaðsrann- sóknum og vöruþróun í ferða- þjónustunni. Þessar eru helstar: Greining á markaðsstöðu Þessi greiningaraðferð felur í scr greiningu á innri þáttum, eins og hvaða þjónusta sé fyrir hendi og hvaða markaðsstarf hafi þegar verið unnið, og ytri þáttum sem em t.d. uppbygging markaðarins, sölu- og dreifikerfi og markhóp- ar. Greiningaraðferðin beinist einnig að ýmsum almennum þáttum eins og almenningsáliti, skoðanamyndun og fjölmiðlum og jafnframt ytri aðstæðum, t.d. efnahagsástandi og tækniþekk- ingu. Markaðsrannsóknir Hér er um ótal verkefni að velja og má nefna rannsóknir á nýjum mörkuðum, hvers konar ferða- menn koma helst til landsins og hver er tilgangur ferða þeirra, markaðsrannsóknir á heilsuvör- um, jjrænni ferðamennsku, ímynd Islands og íslenskri tamn- ingahefð. Einnig gætu rannsókn- ir á samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu verið gagnlegar og margt fleira væri hægt að tína til. Þróunarverkefni Hér gildir það sama og um mark- aðsrannsóknir að verkefnin eru óteljandi mörg. í tengslum við vöruþróun benda skýrsluhöfund- ar m.a. á lífrænt ræktuð matvæli, baðmenningu, íslenska menn- ingu, listir og skemmtun, ís- lenskar kvikmyndir og bifreiða- íþróttir. Einng er nauðsynlegt að þróa tengsl matvælafyrirtækja og ferðaþjónsutu, þróa íslenskar heilsuvörur og að samhæfa upplýlsingaöflun og miðlun hjá hinu opinbera.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.