Dagur - 06.01.1996, Blaðsíða 20

Dagur - 06.01.1996, Blaðsíða 20
D&QUIE Akureyri, laugardagur 6. janúar 1996 Fimmfaldur _ I- vinningur /fflM Fíkniefnamál hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri á síðasta ári: Fjöldi mála meiri en áður hefur þekkst Fíkniefnamálum hjá rann- sóknarlögreglunni á Akur- eyri fjölgaði um helming á síð- asta ári, miðað við fyrra ár. Daníel Snorrason, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar, telur að umfang þessara mála sé orðið Dæmi um efni og tæki sem rann- sóknarlögreglan hefur tekið af neyt- endum. Eins og sjá má eru hasspíp- ur jafnvel gerðar úr öldósum og gosdrykkjauinbúðum. Mynd: BG Geng ekki með for- setann í maganum Valdimar Guðmannsson, for- maður Alþýðusambands Norðurlands, sagði í Degi í gær að hann teldi Kára Arnór Kára- son, framkvæmdastjóra Lífeyris- sjóðs Norðurlands, eiga víðtæk- an stuðning norðanlands og sennilega víðar í embætti forseta ASÍ. Þing ASÍ verður haldið í vor. Sjálfur segist Kári ekki hafa velt þessuni hlutum fyrir sér og hann mest hafa frétt af þessum áhuga manna í gegnum fjölmiðla. „Það hefur kannski verið minnst á - segir Kári Arnór Kárason þetta í samtölum milli manna en það er ekki meira en svo. Ég hef í sjálfu sér ekki velt þessu fyrir mér en það getur vel verið, ef áhugi er fyrir hendi, að ég muni skoða hug minn í því. En ég hef ekki séð ástæðu til þess enn þá,“ sagði Kári og neitaði því aðspurður að hann „gengi með forsetann í maganum"1 eins og stundum er sagt. Þess má geta að Kári Arnór var talsvert orðaður við embættið þegar Bene- dikt Davíðsson tók við af Ás- mundi Stefánssyni fyrir nokkrum árum. HA það mikið að æskilegt sé að einn starfsmaður hjá lögreglunni geti alfarið helgað sig málaflokkn- um. „Tölumar segja í sjálfu sér ekki allt því stundum getum við fengið mál þar sem um lítið efni er að ræða og marga aðila og líka mál þar sem er mikið efni og fáir aðil- ar sem koma við sögu. Mitt per- sónulega mat er að til að hægt væri að vinna markvisst að for- vörnum í fíkniefnamálum og að málaflokknum yfirleitt þá væri æskilegt að hafa mann sem hefði frið fyrir öðrum málum og gæti unnið að fíkniefnamálum eingöngu. Þessi mál eru allt öðru- vísi en önnur mál því við þurfum stöðugt að vera að safna upplýs- ingum og hreinlega leita uppi fíkniefnamálin," segir Daníel. Lögreglumenn sjá breytingar í fíkniefnaheiminum samfara fjölg- un mála. Daníel segir fleiri teg- undir efna koma við sögu en fyrir nokkrum árum þegar nær eingöngu var urn hass að ræða. Amfetamínneyslan hefur aukist og á síðasta ári náði lögreglan alsælu í fyrsta sinn á Akureyri. „Mis- notkun er einnig á róandi og örv- andi lyfjum þar sem fólk er að svíkja út lyf til að leysa upp og sprauta sig. Það virðast vera fleiri sprautufíklar en áður sem má merkja af ásókninni í sprautur," segir Daníel. Um aldur neytenda segir Daní- el að áður hafi neytendur flestir verið nálægt tvítugsaldri en dæmi um annað sjást mörg í dag. „Núna eru dæmi um 16 ára aldur og jafn- vel yngra. Þess vegna er fyllsta ástæða til að hvetja foreldra til að vera á varðbergi og ástæða er til að benda á símsvara okkar, 462- 1881, þar sem fólk getur hringt inn upplýsingar án þess að segja til nafns. Æskilegra er þó að fólk ræði við okkur beint enda er fyllsti trúnaður virtur,“ segir hann. Afbrot sem beintengdust fíkni- efnaneyslu voru framin á Akur- eyri á árinu og Daníel bendir á að á höfuðborgarsvæðinu sjáist æ skýrari merki um afbrot sem eigi sér rætur í fíkniefnaneyslunni. „Þegar verið er að tala um fíkni- efnavandann þá verður að hafa í huga að þetta er mun víðtækara heldur en neyslan. Þessu fylgir óhamingja neytandans og fjöl- skyldu hans, auðgunarbrot og lík- amsmeiðingar.“ Daníel metur það svo að tjölg- un fíkniefnamála sé þróun og árið 1995 hafi ekki verið afbrigðilegt á nokkurn hátt. „Mér sýnist þessi mál komin til að vera og ástandið eigi eftir að versna enn. Ut frá því verðum við að vinna.“ JOH Húsavík: Harður árekstur Orkuveita Húsavíkur: Veitur bæjarins voru sam- einaðar um áramót Orkuveita Húsavíkur tók til starfa um áramót er Raf- veita Húsavíkur, Hitaveita Húsavíkur og Vatnsveita Húsa- víkur voru sameinaðar í eitt fyr- irtæki. Ný reglugerð fyrir Orkuveitu Húsavíkur, skammstafað OVH, var staðfest hjá iðnaðarráðherra 19. des. sl. Með breytingunum næst fram rekstrarleg hagræðing. Ein fjárhagsáætlun er gerð í stað þriggja áður og einn ársreikningur. O HELGARVEÐRIÐ Bjarta og stillta veðrið yfir hátíðirnar virðist nú vera á undanhaldi og við tekur vindur og væta. Veðurstof- an spáir suðaustan strekk- ingi og rigningu á laugar- daginn og austanstrekkingi og rigningu á sunnudag. Hiti verður á bilinu 1-5 stig. Útlit er fyrir svipað veður eitt- hvað fram í næstu viku. Öll yfirstjóm verður sameiginleg svo og rekstur áhaldahúss, fast- eigna, bifreiða og fjármagnskostn- aður. Tekjum verður hinsvegar haldið aðskildum eftir tegundum orku og rekstur veitukerfanna er sérgreindur þannig að auðvelt er að sjá afkomu einstakra þátta, segir í fréttatilkynningu frá veitustjóra, Víglundi Þorsteinssyni. Víglundur segir hlutverk OVH það sama og fyrirtækjanna þriggja áður: að afla raforku, hitaorku og vatns, að veita og selja raforku og hitaorku og að starfrækja vatns- veitu. Víglundur segir að almennir notendur orku muni ekki verða varir við miklar breytingar. OVH muni kappkosta að veita bæjarbú- um góða þjónustu og notendur muni nú fá einn orkureikning sem greinir notkun raforku og hita- orku. IM Hraðfrystistöð Þórshafnar: Fyrsta loðna ársins Hraðfrystistöð Þórshafnar fékk í fyrradag fyrstu loðn- una sem landað er á árinu. Um 200 tonn af sfld og loðnu bárust úr skipinu Júpíter og um 80% aflans er loðna. „Við frystum mest af þessum afla og þetta fer að stærstum hluta í munneldi. Hvernig þetta verður síðan verkað frekar er enn ekki ákveðið," sagði Hilmar Þór Hilmarsson hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar í samtali við Dag í gærmorgun. Hann sagði að sem sakir stæðu væri ekki von á meiri loðnu í stöðina, en vonaðist þó til að vel veiddist þannig að starf- rækja mætti loðnuvinnsluna með fullum afköstum. Fjölmörg skip eru nú farin til loðnuveiða. -sbs. Harður árekstur varð á Húsa- vík um kl. 16 á fimmtudag og var ökumaður annars bflsins fluttur á sjúkrahús til skoðun ar. Báðir bílamir voru óökufærir eftir áreksturinn og em mikið skemmdir. Óhappið varð við mót Stangarbakka og aðkeyrslu að Ol- ísplaninu. IM Skiptum lokið í þrotabúi Kaup- félags Norður- Þingeyinga Skiptafundur í þrotabúi Kaupfélags Norður-Þing- eyinga á Kópaskeri var hald- inn hjá skiptastjóra, Birni Jósepi Arnviðarsyni hdl., föstudaginn 29. desember sl. Á skiptafundinum var fjallað um frumvarp til úthlutunar- gerðar úr þrotabúinu og var engum mótmælum hreyft við því og því var skiptum lokið á grundvelli frumvarpsins. KNÞ var lýst gjaldþrota á ár- inu 1990. Af lýstum almennum kröfum fengust greiddar 11,47%, en heildampphæð lýstra krafna var 268 milljónir króna og því fengust greiddar um 30 milljónir króna. Áður var búið að greiða umtalsverðar upphæðir með sölu fasteigna o.fl. á frjálsri sölu og á uppboð- um. Málaferli urðu í kjölfar gjaldþrotsins, sem var vegna ágreinings urn forgangskröfur, þ.e. við hvað skyldi miðað svo- kallaðan frestdag og m.a. þess vegna tafðist afgreiðsla málsins verulega. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.