Dagur - 06.01.1996, Blaðsíða 12

Dagur - 06.01.1996, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 6. janúar 1996 Hefur rekið bílaverkstæði í aldarfjórðung: „Sporí gæti sjálfsagt rekið verkstæðið“ MATARKRÓKUR Þessa dagana heldur Bjarni Sig- urjónsson, bifvélavirki á Akur- eyri, upp á 25 ára afmæli verk- stæðis síns, sem er til húsa við Laufásgötu á Akureyri. F'erill Bjarna í þessari grein er þó öllu lengri, eða um þrjátíu ár. „Ég hef í mínum rekstri alltaf haft þrjú atriði efst í huga; að vinna öll verk eins vel og kostur er, að standa við öll verðtilboð og í þriðja lagi að fá menn til að borga reikninga sína á réttum tíma. Það er kannski erfiðast,“ sagði Bjarni, þegar Dagur ræddi við hann, nú fyrr í vikunni. í upplýsingaritinu Gulu bókinni segir að starfsmenn á verkstæði Bjama séu tveir. Einhverjum er það sjáflsagt torskilið þar sem Bjami sést alla jafna aðeins einn við störf þar. En Scefferhundurinn Spori fylgir húsbónda sínum og á fastan samastað á verkstæðinu. „Spori er orðinn sjö ára og hefur alltaf fylgt mér, eins og skugginn. Spora kalla ég stundum í gamni stjórnarformann fyrirtækisins. Ef út í það færi gæti Spori sjálfsagt rekið verkstæðið í einhverja daga, til dæmis ef ég yrði veikur," sagði Bjami. Það var árið 1965 sem Bjami hóf nám í bifvélavirkjun hjá Svan- laugi Ólafssyni hjá BSA. Hjá því fyrirtæki starfaði hann um nokk- urra ára skeið, uns hann stofnsetti - rætt við Bjarna Sigurjónsson, bifvélavirkja á Akureyri eigið verkstæði; það var í byrjun árs 1971. „Ég byrjaði á að reka verkstæði mitt í húsi við Kalbaks- götu. Síðar byggði ég húsið að Laufásgötu 9, þar sem BSA er nú til húsa. A þessum árum var vegur verkstæðis míns allnokkur og ég var með allt að 18 manns í vinnu. En slfkt leiddist mér, enda var ég meira og minna á skrifstofunni í pappírsleik. Ég vildi vera skítugur úti á gólfi einsog mínir starfs- menn. Þetta leiddi til þess að í byrjun árs 1983 seldi ég verkstæð- ið til BSA og ákvað að hætta í þessu fagi,“ sagði Bjami. Máltækið segir að hægara sé í að komast, en úr að fara. Þetta reyndi Bjarni og hans gömlu við- skiptavinir leituðu mikið til hans með ýmis tilfallandi verkefni. Því ákvað hann að halda starfseminni áfram, þótt með öðrum formerkj- um væri. „Ég ákvað að halda áfram, en vera sem mest aðeins einn við störf. Það er lang þægi- legast. Mest af þessum störfum sem ég er við í dag eru boddývið- gerðir á bílum. Þær eru ýmiskon- ar, bæði stórar og smáar, allt frá því að vera litlar beyglur til stór- tjóna. Ég geri föst tilboð í við- gerðimar. Én til réttingaviðgerða hef ég þann fullkomnasta búnað sem er á markaðnum í dag. Félag- ar mínir hjá BSA sjá svo um að sprauta lakki á bílana fyrir mig,“ „Ég vildi vera skítugur úti á gólfi eins og mínir starfsmenn,“ segir Bjarni hér í viðtalinu, meðal annars. Með honum á myndinni er hundurinn Spori, sem hann kallar stjórnarformann fyrirtækisins. Mynd: Sigurður Bogi segir Bjami. Hann segir að vinnu- dagur sinn sé oft langur - en á hinn bóginn komi oft góðar pásur inn á milli. „Það er góðu heilli mest að gera yfir vetrartímann. Yfir sumarið vil ég vera úti í gróðrinum og rækta rósir í garðin- um heima eða ferðast um landið," sagði Bjami ennfremur. sbs. Þægílegír og vinsælir réttir - úr eldhúsi Ólínu Aðalbjörnsdóttur Ólína Aðalbjörnsdóttir leggur til uppskriftir í fyrsta Matarkrók ársins en Ólína er búsett á Akur- eyri og er staifsmaður á leikskól- anum Síðuseli. Hún er gift Sig- ttrði Björgvini Björnssyni, húsa- smið, og börnin á heimilinu eru þrjú: Guðrún Helga, 14 ára, Bjarney, 9 ára og Björn Ómar, 5 ára. Réttirnir sem Ólína býður upp á eru þrír kaldir réttir, ein osta- terta og ís. „Ég hef notað köldu smáréttina mikið í saumaklúbba og þetta ertt allt þœgilegir, skemmmtilegir og vinsœlir rétt- ir, “ segir hún. Ólína skorar á vinkonu sína sem býr í Eyjafjarðarsveit til að sjá lesendum fyrir uppskriftum í nœsta Matarkrók. Sú heitir Sig- urlína Örlygsdóttir og býr á Syðra-Felli. Kaldw smáréttur 400 g rœkjur 'A dós aspas 150 g sveppir 3 tómatar (í bátum) 1 salathaus eða 'á hatts af kínakáli Salatlögur: 2 msk. eplaedik 6 msk. salatolía salt, pipar, hvítlauksduft og pap- ríkuduft (eftir smekk) Hluta af rækjum, aspas, sveppum, tómötum og salati rað- að í glerskál eða eldfast mót og lögurinn settur á milli, lítið í einu. Þetta er gert til skiptis þar til allt er komið í skálina. Borið fram með ristuðu brauði eða snittubrauði og sósu (sjá eft- irfarandi uppskrift). Sósan: 1 dl rjómi (þeyla hann) 1 dl majones 1-2 msk. sherry 1 dl tómatsósa 1 msk. dill 1 tsk. karrý 1 msk. steinselja (duft eðafersk) Rækjurís 1 poki laussoðin hrísgrjón 250 g rœkjur 3 dl majones 1 msk. tómatsósa 2 msk. dill ‘A dl blaðlaukur (hakkaður eða sax- aður) aromat krydd (eftir smekk) Öllu blandað saman og þynnt út með smá mjólk eða rjóma (óþeyttuin). Borið fram með kexi eða ristuðu brauði. Klúbbréttur 600 g rœkjur 100 g sveppir ‘A meðalstór laukur A-1 hvítlauksrif eða hvítlauksduft Sósa: hveiti, mjörlíki og mjólk 1 dl hvítvín eða mysa 2 dl rjómi 2-3 msk. chilesósa A-1 msk. rauð paprika í litlum ten- ingum ’A-l msk. grœn papríka í litlum ten- ingum 1-2 tsk. karrý 1 tsk. papríkuduft Sveppir, laukur og hvítlaukur steikt í smjörlíki á pönnu í smástund. Síðan er bökuð upp sósa (jafningur) með hveiti og smjörlíki og þynnt út með svolít- illi mjólk. Hvítvínið eða mysan, rjóminn, chilesósan, paprikan og kryddið sett út í. Þegar sósan er til er því sem steikt var á pönn- unni bætt út í og síðast eru rækj- urnar settar í. Hægt er að setja þetta í tarta- lettur eða bera fram með heitu snittu- eða hvítlauksbrauði. Ostaterta Botn: 1 pakki haustkex 2 stk. Prins pólo 100 g smjörvil'smjör Fylling: 400 g rjómaostur 200 g flórsykur 1 egg 'A tsk. sítrónusafi vanilludropar (eftir smekk) 'A lítri rjómi (tœplega) Haustkex og Prins póló mulið niður og blandað saman við smjörið. Einnig má bræða smjör- ið og hella yfir mulið kexið. Þetta er síðan sett í lága, víða skál og sítrónusafi settur yfir kexið (eftir smekk). Þeytið vel saman flórsykur og eggið og bætið síðan rjómaostin- um við og þeytið meira. Bragð- bætið með vanilludropum og sítrónusafa, Bætið að síðustu við rjóma sem búið er að þeyta og blandið varlega saman. Setjið fyllingu á kexmylsnuna. Hægt að skreyta með niðursneiddu kiwi og súkkulaðirúsínum. Gott til að frysta. Ólína ásamt yngri börnunum W sínum tveimur, þeim Birni r Óinari og Bjarneyju. Mynd: ai Rommís ‘A lítri rjómi 3 egg 3 msk. sykitr rommkúlur Egg og sykur þeylt vel saman. Rjóminn þeyttur og honum síðan blandað varlega saman við eggja- hræruna. Bragðefni sett í eftir smekk (í þessu tilfelli muldar rommkúlur). AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.