Dagur - 06.01.1996, Blaðsíða 15

Dagur - 06.01.1996, Blaðsíða 15
UTAN LANDSTEINA Laugardagur 6. janúar 1996 - DAGUR - 15 UMSJÓN: ELSA JÓHANNSDÓTTIR h/ueðinum Leikkonan COURTcNEY COX, ein af aðalleik- konum þáttanna „Friends“, þykir vera uppstökk með eindæmum. Við tökur á þáttunum fara hin minnstu mis- tök í taugamar á dömunni og þolinmæði er líklega eitthvað sem hún ekki þekkir. Dag einn drógust tökur nokkuð á langinn þar til leikkonunni var nóg boðið og hvæsti hún að upp- tökustjóranum: „Af hverju í andsk... er ég ennþá að gaufa hérna í þessu stúdíói, ég vil komast heim!“ Öðru sinni hreytti hún einhverju í auka- leikkonu þáttanna og sú fór grátandi út af sviðinu. í staðinn fyrir að afsaka framkomu sína mun Cox hafa sagt: „Á hvað eruð þið að glápa? Það var ég sem gerði þessa þætti að því sem þeir eru og munið þið það.“ Engu munaði að hún flippaði alveg út þegar stefndi í að hún myndi rnissa af stefnu- móti við nýja kærastann, sem mun vera enginn annar en leik- arinn frægi Christian Slater. Nú í haust sagði Cox, 31 árs, skilið við fyrrverandi leðurblöku- manninn Michael Keaton og tók saman við hinn 26 ára gamla Slater. Nýi kærastinn segir hana vera að eyða orku sinni og hæfileikum til einskis. Hún ætti frekar að falast eftir góðum kvikmyndahlutverkum því annars væri hætt við að hún yrði bara stimpluð sjónvarps- stjama það sem eftir væri og það myndi eyðileggja feril hennar. Um þessar mundir er hún brjáluð út í meðleikara sinn Matthew Perry eftir að hafa trúað honum fyrir því hvað það væri ósanngjamt að hún skyldi ekki ná í eftirsótt- ustu kvikmyndahlutverkin. Hann, besti vinur hennar, hugg- aði hana - og sagði svo hinum frá því hversu mikil vælu- skjóða hún væri. Já, það er vandlifað í stjörnuheiminum... essir tveir eiga það sameiginlegt að vera gamanleikarar af lífi og I 1 sál. BILLY CRYSTAL og MILTON BERLE heita þessir kappar og J voru staddir á góðgerðarsamkomu þegar þeir brugðu á leik með vindlana og þá náðist þessi kostulega mynd. Fónnar fnægðinni fyrin bönnin Wýlega birtist viðtal í tímariti við leikkonuna vinsælu, MICHELLE PFEIFFEft, en hún hefur verið að gera það einkar gott í kvikmynda- bransanum að undanfömu. Myndin Dangerous Minds, sem nú er til sýninga hér á landi, hefur notið feikna vinsælda en í henni fer Mich- elle með hlutverk kennslukonu. Henni bauðst einnig hlutverk í söng- leiknum Evitu, sem hún var afar spennt fyrir og var búin að undirbúa sig talsvert þegar hún sá fram á að þessu tækifæri yrði hún að hafna. „Ég vann eins og brjálæðingur og lagði mig alla fram, vann um leið við tökur á Dangerous Minds, komin sex mánuði á leið og fór í söngtíma og prufutökur, líka um helgar. Ég hafði mikinn áhuga fyrir að fá loksins að syngja af einhverri alvöru. Hingað ti! hef ég ekkert þurft að vanda mig neitt mikið við að syngja í öðrum myndum sem ég hef unnið að.“ (Sbr. t.d. The Fabulous Baker Boys). Michelle á tvö böm, Claudiu 3 ára og John 15 mánaða og er gift rithöfundinum David E. Kelley. Hún sá fram á að þurfa að hafna þessu hlutverki því kröfurnar voru miklar eða eins og hún segir sjálf: „Þetta var gífurlega erfið ákvörðun, en nú veit ég að hún var sú eina rétta. Ég vil ekki að bömin mín minnist þess að hafa leikið sér í stúdíói nr. 10 eða 12 eða hvað sem það nú er, frekar en að hafa dúllað sér í garðinum heima með hundinn." Nýjasta rnynd Michelle Pfeiffer er Up Close and Personal, þar sem hún leikur á rnóti Robert Redford. „Hann er bara guðdómlegur, rnaður- inn. Örlátur, fluggáfaður, einbeittur og lifir gjörsamlega fyrir það sem hann er að gera. Traustur líka, eins og klettur." Já, já, ekkert smáræði það. Aðspurð hvernig Redford er í kossalistinni svarar leikkonan: „Það fer ég sko ekki að segja þér! Var einhver sem bað þig um að spyrja mig að þessu? Fólk verður bara að sjá myndina. Jú, jú, við kyssumst alveg helling en ekki orð um það meir.“ Svo bara roðnar hún og skiptir um umræðuefni. „Að leika í Dangerous Minds átti hug minn allan. Ég tek það enn og aftur fram að það er ekki bara ég sem held myndinni uppi, heldur krakkarnir líka. Án þeirra væri þetta ekki neitt." Hún segir að Muriel's Wedding hafi verið uppáhaldsmyndin sín í ár. „Svo fannst mér líka Seven vera góð.“ (Aðalleikarinn er Brad Pitt). Að lokum segir leik- konan fagra: „Það er alltaf fullt af öðrum tækifærum, það er nú ennþá verið að búa til kvikmyndir í Los Angeles, svona við og við! Ég bara get ekki verið að kvarta eða sjá eftir einhverju. Hvemig get ég það, ég hef allt sem ég þarfnast.“ srr|ir broour smn Söngkonan MATALIE COLE kvelst af miklu saniviskubiti um þessar mundir. Ástæðan er sú að bróðir hennar, Nat Kelly Cole, var samkyn- hneigður og hún vildi aldrei trúa því að svo væri, spurði hann hvemig hann gæti gert fjölskyldunni þetta eða þá að kannski væri hann bara ekki búinn að finna þá einu réttu. Nat Kelly veiktist síðan af alnæmi og það var ekki fyrr en nokkrum vikum fyrir andlát hans að Natalie bað hann að fyrirgefa sér. Hún komst að því að hann væri samkynhneigður kringum 1970 og þá hætti hún alveg að hafa samband við hann. Þau komust þó ekki hjá því að hittast stöku sinnum vegna fjölskyldunnar en sambandið var stirt. Þegar hún komst svo að því að hann væri fárveikur og lægi fyrir dauðanum varð henni ljóst að nú væri tíminn á þrotum og ákvað að heimsækja hann. Er hún sá bróður sinn féll hún saman og grátbað hann um að fyrirgefa sér, sem hann og gerði. Nat Kelly Cole lést svo 24. október sl„ 36 ára að aldri. Við jarðarförina var Natalie svo harmi slegin að hún gat varla staðið í fætuma og eiginmaðurinn Andre þurfti næstum að bera hana heim. Það var greinilegt að fleira lá að baki en sorgin yftr missinum og það var að bera hana ofurliði. „Ég vildi óska þess að hann gæti verið hjá mér aftur, þó það væri ekki nema í einn dag. Ég var ósanngjöm og dæmdi hann ranglega. Én ég veit núna og trúi því að hann fyrirgaf mér.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.