Dagur - 06.01.1996, Blaðsíða 13

Dagur - 06.01.1996, Blaðsíða 13
Laugardagur 6. janúar 1996 - DAGUR - 13 plötu og var það í fullu samræmi við þau viðbrögð sem platan fékk þar, sem og þær gríðarlega góðu viðtökur sem hljómsveitin fékk með tónleikum sínum í Bretlandi á árinu, sérstaklega á Readinghátíð- inni, þar sem hún kom sá og sigr- aði. A topp tíu eru síðan mergjað- ar skífur á borð við Infernal Love með Therapy?, ...And Out comes The Wolves með nýpönkurunum í Rancid og Astro Creep: 2000... með hinni margræðu sveit White Zombie. Annars lítur listinn yfir 15 efstu plöturnar frá hvoru þess- ara tónlistartímarita þannig út. Melody Maker: 1-2. Diffrent Class Pulpo - Maxinquaye Tricky 3. (What's The Story) Morning Glory Oasis 4. It's Great When You're Stra- ight.. Black Grape 5. The Second Tindersticks Tind- ersticks 6. The Bends Radiohead 7.1 Should Coco Supergrass 8. Timeless Goldie 9. To Bring You My Love PJ Har- vey 10. The Great Escape Blur 11. In The Space Of A Few Mo- ments Telstar Ponies 12. Clouds Taste Metalic The fam- ing Lips 13. Leftism Leftfield 14. Drugstore Drugstore 15. The Charlatans The Charlatans Kerrang: 1. Foo Fighters Foo Fighters 2. Astro Creep: 2000... White Zombie 3. Demanufacture Fear Factory 4....And Otu Comes The Wolves Rancid 5. Infernal Love Therapy? 6. Garbage Garbage 7. P.H.Q.U. The Wildhearts 8. Mellon collie An The Infinite Sadness The Smashing Pumpk- ins 9. One Hot Minute Red Hot Chili Peppers 10. Replenish Reef 11. Draconian Times Paradise Lost 12. Dopes To Infinity Monster Magnet 13. Soup Blind Melon 14. Alice In Chains Alice In Chains 15. King For A Day.. Fool For A Lifetime Faith No More Nú í upphafi árs er ekki úr vegi að líta aðeins á það sem erlendum poppritum þótti skara fram úr á nýliðnu ári. Er hér aðallega stuðst við niðurstöður tveggja rita, Melo- dy Maker og Kerrang, en þær gefa bara nokkuð glögga mynd af því sem var að gerast í rokkinu og poppinu á árinu 1995. Með undan- tekningum þó, og það nokkuð stórum hvað varðar val Melody Maker sérstaklega. Ber þar fyrst að telja, að hvorki Blur né Oasis, þóttu eiga plötu ársins, eins og ætla hefði mátt af æðinu í kringum þessar hljómsveitir og alla umfjöll- unina á árinu. Það var hins vegar önnur til, „Brit pop" sveitin, sveit sem sver sig í flokk hins nýja breska gítarpopps, Pulp, sem kom sá og sigraði í kjörinu með plötunni sinni Diffrent Class. Lenti (That's The Story) Morning Glory með Oasis í þriðja sæti, en The Great Escape með Blur náði bara aví tíunda. Má reyndar segja að aessi niðurstaða með Oasis og Blur sé ofur eðlileg, einfaldlega vegna þess að miklu meira líf og frísklegra er í plötu þeirrar fyrr- nefndu, heldur en hjá Blur. Aftur á móti verður þetta að skoðast í því samhengi að aðeins var um aðra plötuna frá Oasis að ræða, en þá fjórðu frá Blur, þannig að þeirra hlutur er e.t.v. vel viðunandi. Björk við botninn Það sem svo líka vekur athygli við val MM á bestu plötum ársins 1995, sem alls telur upp í 50, er að okkar kona, Björk, „rétt sleppur" inn með Post, eða í 47. sæti. Skiptir þetta kannski ekki svo miklu fyrir stúlkuna og er reyndar umsjónar- maður Popps á því að hún sé eig- inlega yfir slíkt kjör hafin, en mið- að við umfjöllunina og allt lofið og prísið í þessu ágæta vikuriti um Björk og Post, hefði mátt ætla að platan yrði ofar. Góðvini Bjarkar, „Triphopparanum" Tricky hlotn- aðist aftur á móti sá heiður að deila efsta sætinu með Pulp með plötunni Maxinquaye, þó reyndar ætla megi á uppsetningunni í blaðinu, að Pulp hafi samt aðeins vinninginn. Segir það líka nokkra sögu almennt um þetta val, því það sýnir að danspoppið/Techno- ið lætur nokkuð undan síga. Fyrir með nýju sveitinni hans Shaun Ryder úr Happy Mondays, sem kom næst á eftir Oasis, The Bends með Radiohead varð númer sex, I Should Coco með Supergrass númer sjö og The Tindersticks urðu númer fimm með The Second Tindersticks. Allar eru þessar sveitir breskar og af gítar- rokks/poppsmeiði. Ýmsar plötur, sem fyrirfram hefði mátt ætla að sæust á lista Melody Maker og reyndar víðar vegna mjög góðra dóma við útkomu, eru þar svo ekki þegar til kastanna kemur. Kemur þar sérstaklega á óvart að plata Neil Young og Pearl Jam skuli ekki vera inni á listanum, eins mikið og látið var með plötuna. En svona er það nú þegar valið er, það er aldrei alveg eins og maður býst við. Foo Fighters efst Hjá einu helsta og víðlestnasta rokkriti Bretlands, Kerrang, kemur hins vegar öllu minna á óvart þeg- ar val þess á 25 bestu plötum árs- ins er skoðað. Þar höfðu Dave Grohl fyrrum Nirvanatrommari og félagar í Foo Fighters vinning- inn með sinni fyrstu samnefndu Foo Fighters. Gerðu það heldur betur gott í Bretlandi á nýliðnu ári. Pulp. Bestir hjá Melody Maker. utan Tricky er t.d. aðeins ein plata til viðbótar af dansmeiði meðal tíu efstu, Timeless, með „frumskógar- fírnum" Goldie. Auk áðurnefndra platna á topp tíu eru m.a. It's Great What you're Straight, Yeah! „ Þeir etstu“ meí útqáfu - Gautar frá Siytufirði qefa út sína fyrstu ptötu Hvaða hljómsveit skyldi vera langlífasta popphljómsveitin norð- an Alpafjalla? Góð spurning ekki satt? Rolling Sones?, Status Que?. Nei, þó þær séu báðar um 33 ára, þá koma þær samt ekki til greina. Shadows með (nú Sir) Cliff Ri- chard eða Chieftains? Nei, ekki heldur. Þessar eru „bara aðeins eldri", svona 36-37 ára, auk þess sem Shadows er varla að heitið geti lengur í tölu lifenda. Nú hver í ósköpunum getur það verið þá?? Jú, góðir hálsar í upphafi nýja árs- ins. Ætli það sé ekki bara hin góð- kunna dansiballasveit frá Siglu- firði, Gautar, af öllum sveitum, sem á langlífismetið, eða hvorki fleiri né færri en 40 ár!! með stutt- um hléum. Er þetta að öllu gamni slepptu víst hreina satt og því ekki vitlaust með öllu að ætla að vart finnist eldri starfandi hljómsveit á byggðu bóli. Það sem þó hljómar jafnvel enn ótrúlegar er að þrátt fyrir þennan langa feril hefur hljómsveitin aðeins sent frá sér eina litla plötu, þ.e.a.s. þar til nú stuttu fyrir jól, að hún gaf loksins út sína fyrstu plötu með 15 inn- lendum og erlendum lögum, sem nefnist, í vetrarbrautinni. Gauta skipa nú fimm vaskir sveinar, sem hafa verið allt upp í um 30 ár í sveitmni. Þeir eru, Elías Þorvalds- son, hljómborð, gítar og söngur, Guðbrandur Gústafsson, saxafónn og söngur, Stefán Friðriksson, trommur og söngur, Sigurður Jó- hannesson, gítar og Stefán Elefsen, Hinir glaðbeittu sveinar í Gautum. bassi. Njóta þeir síðan aðstoðar nokkurra gestasöngvara í ýmsum lögum auk trompetleikara. Tón- listin er að mestu svífandi sveiflu- popp, bara þó nokkuð skemmti- legt á köflum eins og lög á borð við titillagið, Von og í stuði bera t.d. vott um. Er samanburður við „unga manninn" og sýslusveit- unginn Geirmund Valtýsson ekki fjarri lagi til frekari glöggvunar á tónlist Gauta og gildir þar eins og stundum áður, „að margt er líkt með skyldum". Gleðin og gamnið er sem sagt við völd hjá Gautum að vanda, en það sem aðeins má setja út á eru útsetningamar á lög- unum sumum hverjum. En ekki orð um það meir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.