Dagur - 13.01.1996, Blaðsíða 3

Dagur - 13.01.1996, Blaðsíða 3
j -ífipf iRi'inR: P.f ii 1nRhiP.n11?. I — !-I lf)Afl — Q Laugardagur 13. janúar 1996 - DAGUR - 3 FRÉTTIR Dalvík: Bæjarmála- punktar Tígull lelgir Víkurröst Tígull ehf. hefur tekið Víkur- röst á leigu, en fyrir rekur Tíg- ull Pizza 67á Dalvík. Auk Tíg- uls bauð Ólafur Árnason í rekstur Víkurrastar, en það varð sem sagt niðurstaða bæj- aryfirvalda að semja við Tígul. Fjárfesting 1996 f fjárhagsáætlun Dalvíkurbæj- ar sem var til síðari umræðu í bæjarstjóm í vikunni nema gjaldfærðar fjárfestingar á næsta ári um 23,5 miiljónum króna og upphæð eignfærðrar fjárfestingar er um 11,6 millj- ónir króna. Styrkur frá ríkinu Á fundi í héraðsskjalasafns- nefnd fyrir jól kom fram að ríkið veiti 100 þúsund króna styrk til safnsins. Safnvörður gerði tillögu um að þessum fjármunum yrði varið til frek- ari varðveislu og fjölföldunar á filmusafni Jóhanns Kr. Pélurs- sonar. Nefndarmenn sam- þykktu að leita upplýsinga um kostnað og fleira varðandi inálið. Myndir af Svarfdælingum Á sama fundi var rætt um þörf á að fá til varðveislu mynd- bönd og fleira af Svarfdælin_ um og Dalvíkingum, umhverfi og uppákomum í héraðinu. Til tals kom á fundinum að fá mann til myndatöku á vegum safnsins. Sparnaðarleiða leitað Á bæjarráðsfundi 5. janúar var samþykkt að fela íþrótta- og æskulýðsráði að fara yfir starf- semi íþróttahúss og sundlaugar og leita leiða til að gera rekstur þessara stofnana hagkvæmari. Ráðið skili skýrslu til bæjar- ráðs fyrir lok mars, þannig að svigrúm sé til þeirra breytinga sem ráðið kann að leggja til fyrir upphaf næsta skólaárs. Rekstur líkgeymslu Á bæjarráðsfundi fyrir skömmu var kynnt erindi frá Heilsugæslustöð Dalvíkur þar sem farið er fram á viðræður við aðildarsveitarfélög um rekstur líkgeymslu. Snorri hefur greitt Rögnvaldur Skíði Friðbjöms- son hefur upplýst bæjarráð um að 28. desember sl. hafði að fullu verið greitt lán það sem Dalvíkurbær veitti bæjar- ábyrgð vegna Snorra Snorra- sonar. Valur segir upp Bæjarstjóri upplýsti á bæjar- ráðsfundi 4. janúar sl. að Valur Harðarson, veitustjóri, hafi sagt upp störfum frá 1. apríl nk. Fasteignagjöld ekki hækkuð Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að hækka ekki fasteignagjöld þrátt fyrir heimild til þess í ný- samþykktum lögum um breyt- ingar á tekjustofnum sveitarfé- laga. Verður Skólaþjónusta Eyþings nýtt bákn? Akureyrarbær yfir- taki þjónustuna - er tillaga Sigurðar J. Sigurðssonar, bæjarfulltrúa á Akureyri „Það má kannski segja að við bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins höfum tekið nokkuð aðra stefnu í þessu máli en Ey- þing hefur lagt til,“ sagði Sig- urður J. Sigurðsson eftir fund í bæjarstjórn Akureyrar á þriðjudaginn. Þar ræddi hann um tillögur Eyþings um með hvaða hætti verður staðið að sérfræðiþjónustu við skóla á Norðurlandi eystra þegar grunnskólar færast alfarið til sveitarfélaga. Sá flutningur er fyrirhugaður í upphafí næsta skólaárs. Nefnd á vegum Eyþings hefur lagt til að stofnuð verði þjónustu- miðstöð fyrir leikskóla og gmnn- skóla, Skólaþjónusta Eyþings, með höfðuðstöðvar á Akureyri og útstöð á Húsavík. „Okkar stefna snýst í megin atriðum um að Ak- ureyrarbær yfirtaki þá skólaþjón- ustu sem fræðsluskrifstofa og menntamálaráðuneyti hafa rekið. Að Akureyrarbær taki þá starfsemi til sín, skilgreini hvemig best sé staðið að henni fyrir bæjarfélagið og reyni með því að hagræða í sín- um rekstri, þ.e. reyni að nýta þetta sem best í tengslum við aðra þjón- ustu á sviði fræðslumála, t.d. tengt leikskólum, sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf félagsmálasviðsins. Hins vegar sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að Akureyrarbær bjóði nágrannasveitarfélögum sínum og þess vegna sveitarfélögum al- mennt í kjördæminu, ákveðna þjónustu sem minni sveitarfélög ráða ekki við og þá sé gerður um það verktökusamningur,“ sagði Sigurður. „Það er okkar mat að með kjör- dæmisskipulagi á þessum málum séum við af afsala okkur nýjum verkefnum sem verið er að færa til sveitarfélaganna, inn í eitthvað nýtt stjórnkerfi sem við teljum ekki ástæðu til að fara að byggja upp í stað þess sem leggja á niður. Við teljum að Akureyrarbær eigi að kanna þessa leið til þrautar áður en aðrar eru valdar,“ sagði Sigurð- ur. Hann sagðist ekki koma auga á að þessi þjónusta yrði dýrari og með þessu skapaðist grundvöllur til frekari samhæfingar þeirrar þjónustu sem bæjarfélagið veitir. „Þó við megum ekki einangra okkur of mikið þá verðum við þó fyrst og fremst að gæta hagsmuna Ákureyringa í svo viðamiklu máli sem grunnskólinn er. Nú vitum við ekki hvert framhald þessara mála verður og maður er farinn að óttast æ meir að flutningur grunn- skólans frestist enn um sinn þann- ig að það er ekki víst að þessir hlutir komi til framkvæmda á ár- inu, en engu að síður tel ég fulla ástæðu fyrir okkur að horfa til málsins með þessum hætti," sagði Sigurður. Sveitarfélög eiga að vera búin að gefa svar fyrir 19. janúar nk. hvort þau ætla að vera með í skólaþjónustunni eða ekki. Ljóst er að bæjarstjóm Akureyrar tekur ekki sína ákvörðun fyrr en í fyrsta lagi 23. janúar. HA Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar kynnt: Frestur gefinn til athugasemda - sveitarstjóri vonast til að reiðvegamál komist á hreint Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 1994-2014 hefur verið lagt fram á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og hjá Skipulagi ríkisins í Reykjavík. Aðalskipulagið mun liggja frammi til 20. febrúar næstkomandi en frestur til að skila inn athugasemdum við skipulagið rennur út 5. mars. Aðalskipulagið hefur verið í vinnslu um nokkurt skeið en að loknum fresti til að skila inn at- hugasemdum hefur hreppsnefnd rúman tíma til að fjalla um athug- semdir sem kunna að berast. Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri, gerir ráð fyrir að afgreiðsla á skipulag- inu frá hreppsnefnd verði um eða undir mitt ár. Þau atriði sem skipulagið tekur aðallega til er um miðbik sveitar- félagsins en landbúnaðarsvæði em ekki skipulagsskyld. Á skipulag- inu er gert ráð fyrir stærra þéttbýl- issvæði á Hrafnagilssvæðinu og í landi Stokkahlaða er merkt svæði fyrir huganlegan iðnað í framtíð- inni. Þama í milli em innan við tveir kílómetrar. Þegar gerð aðalskipulagsins var nær lokið á dögunum keypti sveit- arfélagið landsspildur af jörðinni Hrafnagili, svæðin norðan við skólalóðimar á Hrafnagili, bæði ofan og neðan þjóðvegarins. Svæðinu ofan vegar er ætlað að vera framtíðar byggingarsvæði fyrir fbúðabyggð en Pétur Þór seg- ir að eftir sé að deiliskipuleggja svæðið áður en mögulegt verði að úthluta lóðum. Eitt af þeim atriðum sem mikið hefur verið rætt um á undanföm- um mánuðum og árum eru reið- vegir og vonast Pétur Þór til að þau mál skýrist með aðalskipulag- inu. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að reiðvegur frá Akureyri verði á austurbakka Eyjafjarðarár fram að Hrafnagili en síðan vestan ár fram á Melgerðismela. Þó er í greinargerð með skipulagstillög- unni rætt um að skoða betur hvort reiðleiðin liggi áfram austan ár framan Hrafnagils. Pétur Þór segist gera ráð fyrir að athugasemdir verði gerðar við aðalskipulagið og raunar hafi það þegar verið boðað. JÓH Læknaráð Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri: Mótmælir áformum um hækk- un þjónustugjalda Læknaráð Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri samþykkti einróma á fundi sínum 3. janúar sl. ályktun þar sem því er beint til heilbrigðisráðherra að fallið verði frá áformum um hækkun þjónustugjalda. Ályktun læknaráðsins er svo- hljóðandi: „Læknaráð Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri mótmælir áformum um hækkun þjónustugjalda á heilsugæslu- stöðvum. Læknaráð telur að slík hækkun muni auka enn frekar ásókn eftir símaþjónustu, þar sem leitað er skyndilausna, án þess að fullnægjandi læknisviðtal eða skoðun hafi farið fram. Slíkar starfsaðferðir eru ómarkvissar, skaðlegar og geta verið beinlínis hættulegar. Sérstakt rannsóknar- gjald, sem í sumurn tilfellum er hærra en raunverulegur kostnaður við rannsóknina, hvetur einnig til ómarkvissra starfsaðferða. Mælist læknaráð Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri til þess, að fallið veðri frá öllum áformum um hækkun komugjalda og rann- sóknargjalda á heilsugæslustöðv- um.“ óþh Á A anua ilboð ► Reiknivéla- rúllur 57 mm reiknivélarrúllur, 50 stk. saman I kassa á sérstöku janúartilboði: Aðeins 24 kr. hver rúlla. Verð 35 kr. stk. Janúartilboð 24 kr. stk. BiKVAL Kaupvangsstræti 4 Sími 462 6100 . Fax 462 6156 . ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Feg urða rsa m keppn i Norðurlanas ÍQQÓ Tekiá er á móti ábendingum í Feguráarsamkeppni Noráurlands sem fer fram í Sjallanum í mars 1996, í síma 462 2270 (Sjalllinn) ogf 462 5266, Sigfuráur, og 896 3233, Davíá. Stúlkurnar rnunu taka Jrátt í vörukynningum, tískusýn- ingum og sitja fyrir á auglýsingamyndum auk |>ess aá taka Jrátt í keppninni Ungfrú Noráurland 1996. T A Ð U R ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.