Dagur - 13.01.1996, Blaðsíða 14

Dagur - 13.01.1996, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 13. janúar 1996 Húsnæöi - Akureyrí Til sölu endaraðhús á einni hæð á Akur- eyri, 135 fm. m/bílskúr. Skuldlaus eign. Uppl. í síma 581 2454. HVRIMA HR BYGGINGAVERKTAKI • TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 • 600 Akureyri • Sími 461 2603 • Fax 461 2604 Smíðum íalaskápa, baðmnréttingar, eldhósinnrétlingar og inniburðir Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. — AKUREYRARBÆR Agæti kennari! í Síðuskóla á Akureyri þurfum við að ráða kenn- ara nú þegar vegna forfalla. Meðal kennslugreina eru enska og bekkjarkennsla. Áhugasamir eru beðnir að hafa samaband við und- irritaðan strax. Jón Baldvin Hannesson, vinnusími 462 2588 og heimasími 461 1699. Endurmenntunarnefnd Kvöldnámskeið «hs»h öllum opin ■ Sjónvarpsframkoma og samskipti við fjölmiðla Námskeiðið er ætlað forsvarsmönnum fyrirtækja, félaga, stofnana og öðrum þeim sem geta þurft að koma fram í sjónvarpi. Efni: Farið er í helstu þætti sem hafa þarf í huga þegar farið er í sjónvarpsviðtal og fjallað um grunnatriði fréttavinnslu og hvernig best megi koma málum á framfæri í fjölmiðlum. Kennsla verður í formi fyrirlesturs og verklegra æfinga framan við myndavél. Efnisþættir: Hvað er frétt og hvernig eru fréttir byggðar upp? Undirbúningur viðtals. Hvernig er gott svar? Hver er réttur þinn gagnvart fjölmiðlum? Tjáskipti án orða. Hvernig kemur maður vel fyrir í sjónvarpi? Fataval fyrir sjónvarp. Leiðbeinandi: Dr. Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur. Tími: Föstudagur 26. janúar kl. 14-17 og Iaugardagur 27. janúar kl. 9-16. Staður: Háskólinn á Akureyri v/ÞingvalIastræti, stofa 16. Verð: Kr. 8.500 (með fyrirvara um að næg þátttaka náist). Ath. Síðasti skráningardagur er 24. janúar. ■ íslenska fyrir útlendinga Haldið í samvinnu við Útlendingafélagið við Eyjafjörð. Námskeiðið er ætlað útlendingum sem hafa náð nokkurri færni í töluðu máli en vantar betri málfræðiþekkingu. Efni: Lögð verður áhersla á daglegt mál, rétta málfræðilega bygg- ingu og framburð. Námsefni: Eftirtalin rit verða lögð til grundvallar í kennslunni: ís- lenska fyrir útlendinga eftir Ástu Svavarsdóttur og Margréti Jóns- dóttur og Æfingar með enskum leiðréttingalyklum eftir Astu Svav- arsdóttur. Gert er ráð fyrir að þátttakendur kaupi þessar bækur sjálfir. Lciðbcinandi: Haraldur Bessason fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri. Tími: Þriðjudagur 6. febrúar til 12. mars (2x6) kl. 19- 21.30. Staður: Háskólinn á Akureyri v/Þingvallastræti, stofa 16. Verð: Kr. 9.200 (með fyrirvara um að næg þátttaka náist). Ath. Síðasti skráningardagur er 2. febrúar. Skráning fer fram í afgreiðslu Háskólans á Akureyri í síma 463 0900 á venjulegum skrifstofutíma. Nánari upplýsingar fást á sama stað. 6AMLA MYNDIN M3-1478 Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/ Minjasafniö á Akureyri Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags þekkja einhvem á þeim myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlegast beðnir að snúa sér til Minjasafnsins, annað hvort með því að senda bréf í pósthólf 341, 602 Akureyri eða hringja í síma 462 4162 eða 461 2562 (símsvari).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.