Dagur - 27.01.1996, Side 2

Dagur - 27.01.1996, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 27. janúar 1996 FRÉTTIR Fimm sveitarfélögð á norðausturhorni landsins: Vilja sameinast um sorpurðun Fimm sveitarfélög á norðaustur- horni landsins stefna að því að koma á samstarf! um sorpurðun. Nokkrir undirbúningsfundir um þetta mál hafa verið haldnir og fleiri eru fyrirhugaðir. Sveitarfé- lögin sem um ræðir eru Vopna- fjörður í suðri - til og með Rauf- arhöfn í norðri. „Við sveitarstjórar á þessu svæði, það er á Raufarhöfn, Þórs- höfn, Bakkafirði og Vopnafirði, höfum komið tvisvar sinnum sam- an að undanfömu og rætt mál þetta. Þá hafa menn í Svalbarðs- hreppi fylgst með málinu. Hug- myndir okkar ganga út á stofnun byggðasamlags um sorpeyðingu - og verði af þessu yrðu næstu skref að leita að urðunarsvæði, sem yrði valið eftir kröfum um umhverfis- mál. Einnig yrði að taka ákvaðanir um hvort byggðasamlagið sjálft myndi flyja sorpið á urðunarstað - eða hvort sá rekstrarþáttur yrði boðinn út,“ sagði Reinhard Reyn- isson, sveitarstjóri á Þorshöfn. Að sögn Reinhards hafa sorp- urðunarmál á nefndu svæði ekki verið í samræmi við þær almennu kröfur sem gerðar eru. „Við vilj- um vinna eftir lögum og reglum sem gildandi eru - og ýtt er á okk- ur að koma málum í lag,“ sagði hann. Reinhard sagði móttöku spilliefna af nefndu svæði í nokk- uð góðu Iagi. Efni þau væru frá flestum stöðum af nefndu svæði send til Endurvinnslunnar hf. á Akureyri, en öll spjót stæðu nú á mönnum um að hin almenna sorp- hirða kæmist í jafn gott lag. „Nú ætlum við að vinna málið hratt og gerum okkur vonir um að Ijúka því á þessu ári. Nei, við höf- um engar ákvarðanir tekið um urðunarstað. Þau mál hafa ekki verið skoðuð til fullnustu, en sé allt landsvæðið jafn hæft þá mun meðalflutningsvegalengd stjóma valinu. En alla þætti eigum við eftir að skoða og margt kemur inn í dæmið,“ sagði Reinhard Reynis- son, sveitarstjóri á Þórshöfn. -sbs. Umræða um að breyta SH í hlutafélag: Alfarið mál stjórnar segir Friðrik Pálsson, forstjóri SH Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, segir að reglulega komi upp um- Gísli Gíslason hefur verið ráðinn innkaupastjóri hjá Samlandi hf. á Akureyri. Samland er sem kunnugt er innkaupa- og dreif- ingarfyrirtæki í eigu KEA, KÞ og Kaupfélags Langnesinga. Gísli er 42 ára gamall, fæddur og uppalinn í Ólafsfirði. Hann út- skrifaðist úr Samvinnuskólanum 1976 og hefur síðustu 19 ár verið framkvæmdastjóri hjá J.S. Helga- son hf. í Reykjavík. Gísli tekur við af Ingva Guðmundssyni, sem ræða innan stjórnar SH um að breyta fyrirtækinu í hlutafélag. Þessi umræða sé ekki ný af nál- ráðinn hefur verið til að sjá um innkaup hjá Búr hf., nýja inn- kauparisanum sem Olíufélagið, Nóatúnsbúðimar og flest stærstu kaupfélög landsins standa að. Samland er aðili að Búr, sem nú annast hluta af þeim innkaupum sem Samland sá um áður. Því seg- ir Hannes Karlsson, framkvæmda- stjóri Samlands, að reikna megi með breytingum á starfi innkaupa- stjóra fyrirtækisins þannig að markaðs- og sölustarfsemi Sam- lands muni aukast. HA inni, málið hafi oft komið upp innan stjórnar SH á undanförn- um árum. Friðrik segist ekki tjá sig um það hvort honum finnist rétt að SH verði gert að hlutafélagi, mál- ið sé alfarið í höndum framleið- enda innan Sölumiðstöðvarinnar. „í stjóm SH eru margir menn, flest allir stjómendur stórra sjáv- arútvegsfyrirtækja vítt og breitt um landið og þeir hafa mjög ákveðnar skoðanir á þessu máli. Niðurstaðan í stjóm SH hefur til þessa verið sú að breyta fyrirtæk- inu ekki í hlutafélag. Hlutafélaga- forminu fylgja bæði kostir og gall- ar. Ég ætla sjálfur ekki að hafa skoðun á því hvort formið er betra, ég starfa fyrir eigendur SH og þeir ákveða hvaða rekstrarform er heppilegast,“ sagði Friðrik. óþh Gísli til Samlands •v'' Fiðlarinn stækkar Veitingahúsið Fiðlarinn við Skipagötu á Akureyri hefur fengið heimild til að stækka hús- næði sitt til norðurs. Bætast þar við um 100 fermetrar. Að sögn Snæbjöms H. Krist- jánssonar hjá Fiðlaranum fer um 30% af viðbótinni undir eldhúsað- stöðu, kæli og frysti en afgangur- inn fer undir nýjan bar og kon- íaksstofu. Verður byggingin í svipuðum stíl og að sunnanverðu. Hægt verður að koma í koníaks- stofuna og barinn án þess að ganga inn í veitingasalinn en nýja aðstaðan verður að sjálfsögðu einnig notuð í tengslum við hann. Snæbjöm segir áformað að hefja framkvæmdir sem fyrst og stefnt á að opna í vor eða sumar. HA Kópasker: Samningur við SÍM um sumardvöl myndlistarmanna Verið er að ganga frá samningi við Samband íslenskra mynda- listarmanna (SÍM) um sumar- dvöl myndlistarmanna í grunn- skólanum á Kópaskeri. Að sögn Ingunnar St. Svavars- dóttur, sveitarstjóra Öxarfjarðar- hrepps, hafa viðbrögð myndlistar- manna verið góð og er ætlunin að strax á komandi sumri hefjist sam- starf sveitarfélagsins og SÍM um að myndlistarmenn fái alla að- stöðu í grunnskólanum á Kópa- skeri endurgjaldslaust frá 20. júní til 20. ágúst gegn því að þeir sýni list sína á Kópaskeri. óþh Er deilan um Hveravelli forsmekkurinn að frekari hagsmunaárekstrum á hálendinu?: Styttist í fyrstu tillógur um skipulag miðhálendisins Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um skipu- lagningu miðhálendisins. Inn í þá umræðu hafa blandast fyrirhugaðar framkvæmdir á Hveravöllum á Kili, ekki síst vegna mjög harðra mótmæla Ferðafélags íslands við aðalskipulag Svínavatnshrepps, sem nær til Hveravalla. Nú síðast í þessari viku samþykkti félagsfundur í FÍ harðorða ályktun vegna deiliskipulags, sem hreppsnefnd Svínavatnshrepps hefur látið gera vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Hveravöllum, en deiliskipulagið var aug- lýst fyrir stuttu. Er m.a. gert ráð fyrir að nýrri skáli FÍ verði fjarlægður af þeim stað sem hann er nú. Svæðisskipulag vegna miðhálendisins er nú komið vel á veg. Að því hefur verið unnið af nefnd sem í eiga sæti full- trúar allra þeirra 12 héraðsnefnda er land eiga að hálendinu. Leitað hefur verið eftir svörum frá ýmsum aðilum sem nýta hálendið á einn eða annan hátt, s.s. ferðafélög, veiðifélög o.fl., þannig að hægt sé að taka mið af sjónarmiðum sem flestra. í samráði við fulltrúa heimamanna hefur verið dreg- in lína sem skipulagssvæði miðhálendisins miðast við. Um þessar mundir er verið að kynna sveitarfélögum fyrstu drög að skipulagstillögu og stefnt er á að lokatillaga verði aug- lýst á árinu 1997 og send til staðfestingar ráðherra. Þegar síðan samþykkt svæðisskipulag fyrir miðhálendið liggur fyrir er gert ráð fyrir að framkvæmd þess verði í höndum viðkomandi sveitarfélaga þannig að hálendisskipulagið sé rökrétt framhald af svæðis- og aðalskipulagi fyrir byggð, að sögn Stefáns Thors, skipulagsstjóra ríkisins. Þá fyrst mun reyna á hvemig sjálf framkvæmdin gengur en þá þarf að liggja fyrir hver fer með stjómsýslu á svæðinu og þar með einnig framkvæmd svæðisskipulagsins, að hans sögn. Deilan um Hveravelli Deilan um Hveravelli er e.t.v. dæmi um það sem getur átt eftir að koma upp og undir það tekur Stefán. Ferðafélag ís- lands hefur efast um eignarrétt Svínavatnshrepps á Hvera- völlum en Stefán segir spuminguna um eignarrétt ekki skipta öllu máli í sambandi við skipulagið. „Það liggur ekki fyrir lögformleg ákvörðun um skiptingu miðhálendisins milli sveitarfélaga og í aðalskipulagi Svínavatnshrepps frá 1993 eru ekki staðfest nákvæm mörk sveitarfélagins á há- lendinu. Hins vegar er viðurkennd stjórnsýsla Svínavatns- hrepps á þessu svæði og við gerum verulegan greinarmun á eignarrétti eða hver fer með skipulags- og byggingamál. Sveitarstjórn getur tekið ákvörðun um landnotkun o.fl. þó svo að hún eigi ekki landið," sagði Stefán. Hann bendir á að sveitarfélög em skipulagsskyld þannig að það er þeirra skylda að marka stefnu um landnotkun innan marka síns sveitarfélags. Sem fyrr segir hefur Svínavatnshreppur nú einnig aug- lýst deiliskipulag fyrir Hveravelli og einnig auglýst eftir at- hugasemdum við skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við þjónustumiðstöð. Stefán seg- ir að á það hafi réttilega verið bent að óeðlilegt sé að deili- skipuleggja á Hveravöllum áður en svæðisskipulag miðhá- lendisins liggi fyrir. Á sama hátt megi segja að óeðlilegt sé að taka ákvörðun um lagningu háspennulíu yfir Ódáðahraun áður en fyrir liggur svæðisskipulag. Hann sagðist þó ekki telja að Svínavatnshreppur væri of fljótur á sér að auglýsa deiliskipulag. „Það má frekar segja að svæðisskipulag mið- hálendisins sé of seint á ferðinni. Það er ekkert óeðlilegt að sveitarfélög vilji taka ákvarðanir um ýmsar framkvæmdir á miðhálendinu en hins vegar hefur dregist allt of lengi að marka stefnu fyrir svæðið í heild. Það má segja að stefnu- markandi ákvarðanir eins og þessi, að byggja þetta mikla þjónustumiðstöð, eru auðvitað fordæmisgefandi þannig að æskilegast væri að almenn stefna fyrir allt miðhálendið lægi fyrir. Þessi umræða nú gæti auðvitað orðið til þess að end- anlegri ákvörðun um deiliskipulag Hveravalla yrði frestað,“ sagði Stefán. Hann reiknaði með að nefndin sem unnið hef- ur að skipulagningu miðhálendisins myndi segja álit sitt á þessu máli. „Þessi umræða sem orðið hefur út af Hveravöllum er af hinu góða því hún sýnir þá hagsmunaárekstra sem eiga ör- ugglega eftir að koma upp víðar á miðhálendinu," sagði Stefán Thors að lokum. HA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.