Dagur - 27.01.1996, Side 5
Laugardagur 27. janúar 1996 - DAGUR - 5
Þorrinn er genginn í garð með tilheyrandi gleðitíð:
Ennþá meiri Islendingar...
nefndu gamla salthúsi KEA, sem
stendur á Eyrinni hér á Akureyri
og set hann í rimlakassa og læt
hann kæsast þar. Tekur kæsingin
venjulega tvo til þrjá mánuði, en
síðan hengir maður þetta upp og
lætur hákarlinn vera þar næstu
mánuði. Síðan set ég hann í gám
hér heima við hús og sel hákarlinn
úr honurn," segir viðmælandi okk-
ar.
Sælgæti smábarna
Lúðvík segir neyslu og sölu á há-
karli mikið vera að aukast, þá ekki
aðeins á þorranum heldur á öllum
tímum árs. Vinsælt sé að bjóða
ferðamönnum uppá þetta. „Mér
þykir það og heldur vera að færast
í vöxt að fólk borði hákarl á öllum
tímum ársins. Smáböm borða
þetta sem sælgæti og ég sjálfur
borða hákarl á hverjum degi. Fæ
mér hákarlsbita á fastandi maga á
morgnana og finnst verða gott af
því. Lengi þjáðist ég af slæmum
brjóstsviða, en þegar ég fór að
borða hákarl á fastandi maga
læknaðist það alveg,“ segir hann.
Lúðvík kveðst selja mest af
sínum hárkarli til Kjötiðnaðar-
stöðvar KEA, en einnig til ein-
staklinga vítt og breitt um landið,
svo sem til Reykjavíkur. Hann
kveðst selja hákarlinn á 1.000 kr.
kflóið til fólksins á götunni, en al-
gengt verð í slíkum viðskiptum
hjá öðmm sé hins vegar 1.200 kr.
Annálar og fjöldasöngur
Þorrablót eru sjálfsagt haldin í
hverri byggð á Norðurlandi, þar á
meðal Öxnadal. „Hefðin fyrir
þorrablótum hér er ekki löng.
Fyrsta blót hér um slóðir var hald-
ið árið 1980. Síðan hafa þau ævin-
lega verið haldin og hafa unnið
sér fastan sess. í ár verður blótið
haldið að Melum í Hörgárdal þann
10. febrúar. Síðari árin hafa yfir-
leitt mætt í kringum 70 til 80
manns og blótið í ár verður í um-
sjón Öxndæla, sem fluttir eru úr
dalnum inn á Akureyri," sagði
Birgir Arason, bóndi og tónlistar-
maður á Auðnum í Öxnadal, að-
spurður um hefðina fyrir þorra-
blótum þar í sveit.
Birgir segir að annálar í léttum
dúr, þar sem tæpt er á helstu tíð-
indum í sveitinni frá liðnu ári, séu
ómissandi þáttur í þorrablótshald-
inu. „Allir bíða eftir því að eitt-
hvað sé sagt um sig og sína og
sumir verða móðgaðir ef þeir fá
ekkert. Reynt er að koma við á
hverjum bæ og fólk fær það
óþvegið. Þá er fjöldasöngur
ómissandi, allir taka undir og
syngja hátt og snjallt," segir hann.
Hvað er svo glatt...
Birgir Arason hefur um langt ára-
bil starl'að með ýmsum hljóm-
sveitum og væntalegt 17. þorra-
blót Öxndæla verður hið sextánda
þar sem hann leikur, nú með
hljómsveitinni Félögum. „Fjölda-
söngur er ómissandi á þorrablót-
um og allir taka undir. Þú spyrð
um hver séu vinsælustu lögin í
fjöldasöngnum og þar eru Vísur
Islendinga, eftir Jónas Hallgríms-
son, öðru nafni Hvað er svo glatt,
vinsælasta lagið og allsstaðar
sungið. Hvergi á það lag betur við
en einmitt hér í Öxnadal, á æsku-
slóðum þjóðskáldsins. Að lífið sé
skjálfandi, er vinsælt á þorrablót-
um og Undir bláhimni kemur nú
sterkt inn. Vinsælt er að syngja
það lag með nýjum textum, sífellt
heyrast nýir,“ segir Birgir. -sbs.
Sagt er að tvennt geri íslend-
inga að ennþá meiri Islending-
um. Þjóðernistilfinningin blæs
mörguin kapp í kinn á þorran-
um og margir telja nánast heil-
aga skyldu að éta hákarl, súr-
metri, sviðahausa og rófustöppu
á þessum árstíma og sýna og
sanna hverrar þjóðar þeir eru.
Hinn hópurinn eru þeir Islend-
ingar sem dveljast erlendis, en
þeir sem til þekkja segja að
aldrei verði ráeturnar til ætt-
jarðarinnar sterkari en einmitt
þá. Til að hnykkja á því sé
nauðsynlegt að koma saman á
þorranum og borða þann mat
sem þjóðlegastur þykir.
Fákiæddur á annarri löpp
Þorrinn er fjórði mánuður vetrar
að fomíslensku tímatali og hefst
til og með föstudeginum í þrett-
ándu viku vetrar - eða samkvæmt
tímatali vorra tíma í gær, 26. janú-
ar. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar
segir að frá miðri 19. öld hafi ver-
ið skylda bænda að fagna þorra
með því að sá sem fyrstur fór á
fætur, fyrsta dag þorra, hoppaði
fáklæddur hringinn í kringum hús-
ið - og bauð þorra velkominn með
þeim hætti.
Löngu síðar varð þorrinn hins
vegar tilefni fólks til að gera sér
dagamun í mat og drykk. Á árun-
um 1940 til 1950 fóm ýmis átt-
hagafélög í Reykjavík að efna til
þorrablóta og urðu Eyfirðingar
syðra fyrstir til slíks, að því er
fram kemur í Sögu daganna eftir
Áma Björnsson. Segir að þorra-
blót hafi ekki orðið siður í hverri
sveit fyrr en um 1960 og orðið
þorramatur fyrst sést á prenti árið
1958.
Lúðvík Jónsson sker hér af hákarlsbeitu, sem hann hefur verkað. Hákarl er vinsæll á þorrablótum og vinsældir hans
í annan tíma fara einnig vaxandi. Mynd: BG
Ný flóðbylgja þorrablóta
Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns ís-
lands sendi í okótber síðastliðnum
út spumingaskrá, þar sem óskað
er eftir upplýsingum um foma
þorrasiði þjóðarinnar. Að sögn
Hallgerðar Gísladóttur, starfs-
manns deildarinnar, er spurninga-
skrá þessi hugsuð í þeim tilgangi
að afla upplýsinga til viðbótar við
þær sem fengust í gegnum spurn-
ingaskrá sem send var út í kring-
um 1970. „...Hinsvegar hefur
orðið útundan að huga að breyt-
ingum sem hafa orðið á síðustu
áratugum, en vitað er að þær eru
nokkrar og jafnframt oft bundnar
Mörgum þykir nauðsynlegt að borða súrmeti á þorranum - og líta á það seni skyldu hvers íslendings. Myndin er úr
safni Dags og sýnir þorrablót í Sjallanum fyrir margt löngu.
Hákarlinn er ómissandi
Hjá matvælafyrirtækjum er hrein
og klár vertíð á þorranum. Úbúinn
er hinn svonefndi þorramatur - og
þeir sem blaðið ræddi við segja að
aflagður sé að mestu sá siður að
hver og einn komi með sinn
skrínukost á blótið, heldur er mat-
urinn keyptur og hver greiðir fyrir
sig og sína.
Hákarl er ómissandi matur á
öllum þorrablótum. Mest er um að
hann sé verkaður á Vestfjörðum.
Lúðvík Jónsson, sem býr við Stór-
holt á Akureyri, hefur einnig feng-
ist við verkun hákarls og sá eini
sem það gerir norðanlands, eftir
því sem best er vitað.
„Ég fæ hákarlinn hjá sjómönn-
um á Akureyrartogurunum og þeir
reyna að afla sem mest af honum
á fyrstu mánuðum ársins, einsog í
febrúar. Ég verka hákarlinn í svo-
^Þessi niynd prýðir spurninga-
skrá þjóðháttadeildar Þjóðniinja-
safnsins um þorrablót fyrr og nú.
Þetta er auglýsing frá veitingastaðn-
um Naustinu í Reykjavík, frá árinu
1959, en veitingamcnn þar voru
nokkurskonar frumherjar í þorra-
blótum.
héruðum. Þess vegna leitar deildin
nú eftir upplýsingum um þorra-
blótshald síðan hin nýja flóð-
bylgja þorrablóta hófst," segir í
inngangsorðum að spuminga-
skránni.