Dagur - 27.01.1996, Side 7

Dagur - 27.01.1996, Side 7
Laugardagur 27. janúar 1996 - DAGUR - 7 Brú milli þéttbýlis og sveitar Um langt árabil var starfrækt á Eg- ilsá sumardvalarheimili fyrir þétt- býlisböm og hélst sú starfsemi langt fram á áttuna áratuginn. „Já, fyrr á árum var alsiða að þéttbýlis- fólk kæmi bömum í sumardvöl í sveit, oft þá til vina og kunningja. Þannig tókum við Anna böm strax þegar við byrjuðum að búa. Tíðum voru þetta 7 til 8 ára böm, sem komu ár eftir ár - oft til fermingar- aldurs. A þeirri tíð var ekki minnst á peningagreiðslu. Blessuð bömin voru í snúningum eftir getu, þau ráku og sóttu kýr og hross og gerðu önnur viðvik sem til féllu. Síðast voru þau farin að vinna eftir aðstæðum og getu og fengu oftast ofurlítil laun í einhverri mynd. Þetta gerði sitt til að brúa bilið milli þéttbýlis og sveitar og skap- áði kunnugleika og skilning milli beggja. Svo var það einhvem tímann á sjötta áratugunum að Sigurlaug dóttir mín, nú Rósinkranz, kom með fimm böm. Þá voru bömin orðin sex að meðtalinni Önnu Maríu, dóttur Sigurlaugar, - en Anna er nú tónlistarkennari í Reykjavík. Nú var greiðsla tekin. Svo fjölgaði bömunum ár frá ári og húsrými var aukið. Alltaf var mikil aðsókn, en undantekning var var við lýði í tíu ár, en síðan hafa húsakynni á Egilsá verið leigð fólki til skemmri dvalar. Málverk af tveimur Guðmundum Þann 9. desember síðastliðinn varð Guðmundur 90 ára. Af því tilefni tók Kristinn G. Jóhannsson, list- málari á Akureyri, sig til í samráði við Guðmund, og málaði myndir af honum og félaga hans og góð- vini, Guðmundi heitnum Halldórs- syni, rithöfundi frá Bergsstöðum í Skagafirði. Myndimar voru gefnar til Héraðsskjalasafns Skagfírðinga á Sauðárkróki. „Já, það var fyrir um tveimur árum sem Kristinn G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, hafði sam- band við mig og tjáði mér að hann ætlaði að mála mynd af nafna mín- um og vini, Guðmundi Halldórs- syni frá Bergsstöðum, sem þá var nýlega látinn. Bað Kristinn mig um að útvega sér ljósmynd af Guðmundi. Þetta þóttu mér góð tíðindi, því við Guðmundur vorum trúnaðarvinir. Ekki löngu síðar hringdi Kristinn aftur og sagðist ætla að bæta við mynd af öðrum Guðmundi, sem hefði einkennis- stafinn L í nafni og vildi fá ljós- mynd af honum. Eg sagðist ekki vita til þess að sá Guðmundur væri dauður, en það taldi Kristinn Guðmundur neitar því ekki að eitthvað sé óútgefið í handritum, svo sem smásagnasafn. „Eg á smá- sagnasafn sem er því sem næst fullbúið til útgáfu. Ég hef áður gefið út smásagnasafn, birt nokkr- ar slíkar sögur í Lesbók Morgun- blaðsins og lesið upp í Utvarpinu, bæði smásögur og framhaldssögur. Ritstörfum hef ég aldrei sinnt nema yfir veturinn og hef reyndar í fleiri hom að líta þá, sem aðra árstíma. Tíminn minn til ritstarfa hefur ávallt verið við nögl skorinn, enda skrifaði ég mína fyrstu bók svo að segja í vestisvasanum. Gekk með blað og blýant í vasan- um og skrifaði hvar sem ég var staddur ef tími vannst til. Skrifaði meðal annars á garðbandinu ef féð var að éta. Það var góð skrifstofa, enda er nálægð við skepnur holl fyrir sálina,“ segir hann. Guðmundur segist hafa mikinn hug á því að fá útgefna skáldsögu sína, Hinumegin við heiminn. Bókin kom út árið 1958 og margir telja hana vera hans bestu bók, en hún er löngu uppseld. Lífíð er ævintýri Um þessar mundir er Guðmundur einbúi á Egilsá. Síðustu leigjendur fluttu suður fyrir síðustu jól. „Ein- veran er viss lífsreynsla. Kannski eru reynsla og minningar það eina Myndir þessar voru tekar við samkomu í Safnahúsinu á Sauðárkróki í desember sl. þegar afhent voru málverk af þeiin félögum, Guðmundi á Egilsá og Guðmundi heitum Halldórssyni frá Bergsstöðum. Viðmælandi okkar stendur hér við málverkið af sér og Þóranna Kristjánsdóttir við málverkið af manni sínum. ef tekin voru böm frá félagsmála- stofnun. Árið 1966 byggði ég stórt hús og þá var húsrými orðið á fjórða hundrað fermetrar og starfs- fólk hjá mér orðið talsvert margt.“ Blessuð börnin gáfu mér mikið Guðmundur segir að þau ár sem þau Anna ráku sumarheimili fyrir böm hafi verið skemmtileg, sem ylji sér ennþá í dag. Því sé þó ekki hægt að neita að þau hafi verið erf- ið, einkum fyrir konu sína. „Böm- in voru yfirleitt góð og elskuleg - og við vorum heppin með starfs- fólk. Sömu bömin komu ár eftir ár og ég hugsa alltaf hlýtt til þeirra með blessunaróskum. Þau gáfu mér svo mikið, blessuð bömin. Sum halda tryggð við mig og heimilið enn í dag; hringja í mig og heimsækja og gera mér marg- víslegan greiða,“ segir Guðmund- ur. Árið 1975 kom ungur maður að Egilsá, Jón Hjörleifsson frá Gils- bakka á Kjálka og var hann við- loða á Egilsá fram til 1983. Þá var öllum búskap hætt og húsakynni leigð undir starfsemi skólaheimils fyrir þroskaheft böm. Sú starfsemi ekkert skilyrði og gerði heldur engar tillögur í því efni. Myndimar kom Kristinn svo með í safnið í sumar, en afhenti safninu á Sauðárkróki þær ekki formlega fyrr en á níræðisafmæli mínu. Átti ég þar engan hlut að máli, annan en þann að þakka fyr- ir. Við þetta tækifæri efndi stjóm Safnahússins til almennrar sam- komu í félagsheimilinu Bifröst og fékk félaga í Leikfélagi Sauðár- króks til að leiklesa úr verkum okkar nafna. Þama var allmargt fólk samankomið, meðal annars tvær dætra minna og nokkrir aðrir venslamenn og að sunnan komu nokkrir ungir menn, vinir mínir frá árum bamaheimilisins. Þeir hafa alla tíð síðan verið vinir mínir og líkast er því að ég sé faðir þeirra." Skrifáði bók á garðbandinu Guðmundur hefur hlotið marghátt- aðar viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Hann hefur notið listamanna- launa í mörg ár og árið 1991 var honum veittur Davíðspenninn, sem eru bókmenntaverðlaun Fé- lags íslenskra rithöfunda. Árið 1992 var bók hans Þjóðhættir og þjóðlíf ein fjögurra bóka um þjóð- leg efni sem tilefndar voru lil ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. sem maður eignast í lífinu. Ætli við séu ekki öll í skóla og ham- ingjan má vita hvort við verðum ekki að sitja eftir í bekknum, ef við reynum að minnsta kosti ekki að vinna úr þeim verkefnum sem fyrir okkur eru lögð,“ segir viðmælandi okkar. Á lokasprettinum í viðtali þessu var Guðmundur spurður um afstöðu sína til trúmála. „Ég er frjálslyndur í trúmálum - sem og öðru - vona ég. Ef menn eru ein- lægir í trú sinni get ég verið með hverjum sem er og læt ekki smá- vegis skoðnamun hindra. Mig langar til að fá hingað á heimilið gott fólk og vil helst að hér verði mannúðar- eða menningarstarf- semi af einhverju tagi í framtíð- inni. Við erum hér í sæmilegri kyrrð frá skarkala heimsins og því er þetta góður staður fyrir þá sem eru að leitar friðar og hvfldar - og þurfa að ná sér, til dæmis eftir erf- ið veikindi. Blessun hvflir yfir staðnum og ég trúi því að hans bíði björt framtíð. Annars get ég sagt það hér í lokin að mér finnst fjarska gaman að lifa og sé sífellt betur hvflíkt ævintýri lífið er - og heimurinn fagur og stórfenglegur; mildur og harður í senn.“ -sbs. HYRNA HR BYGGINGAVERKTAKI • TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 • 600 Akureyri • Sími 461 2603 • Fax 461 2604 Smíðiim fatoskápa, baiinnréttingar, eldhúsinnréttingar og innihuriir Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu. Gæiðsluskilmálar við allra hæfi. Hestamenn! A&alfundur íþróttadeildar hestamannafélagsins Léttis verður haldinn í Skeifunni miðvikudaginn 31. janúar og hefst kl. 20. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, önnur mál. Stjórnin. Okkur er falið að selja jörðina Jórunnarstaði í Eyja- firði, ásamt bústofni og vélum. Á jörðinni er rekið kúabú með 150 þúsund lítra fullvirð- isrétti. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. FASTEIGNA & f | Ráðhústorgi 5,600 Akureyri. 2844. V SKIPASALA NORÐURLANDS n Sími 461 1500, fax 461 Pétur Jósefsson, sölustjóri. Benedikt Ólafsson, hdl. Hestamenn athugið! Hestamannafélagið Léttir hefur ákveðið að bjóða upp á morgungjafir eins og undanfarin ár. Ódýr og góð þjónusta! Allar nánari upplýsingar gefur Sigfús Helgason I síma 462 6163 á daginn og 462 3713 á kvöldin. Opnunartími í Skeifunni verður sem hér segir, fyrst um sinn: Virka daga frá kl. 9.30-11 og frá kl. 15-16.30. Kaffi og léttar veitingar. Helgaropnun auglýst síðar. Hestamannafélagið Léttir. Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri Skipagötu 14 • Pósthólf 308 • 602 Akureyri • Sími 462 1635 • Fax 461 1694 Aðstoð við gerð skattframtala Félag verslunar og skrifstofufólks Akureyri og ná- grenni, býður félögum sínum upp á aðstoð við gerð skattframtala dagana 5.-7. febrúar 1996. Hafið samband í síma 462 1635 og pantið tíma. Opið frákl. 8.30-16. F.V.S.A.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.