Dagur - 27.01.1996, Side 9
Laugardagur 27. janúar 1996 - DAGUR - 9
Dásamlegt á Dalbæ
„Ég hef ekki frá neinu að segja,“
segir Sigmundur Sigmundsson,
einn vistmanna á Dalbæ, þegar
falast er eftir viðtali. Blaðamaður
gefst þó ekki upp enda sannfærður
um að maður sem lifað hefur í
áttatíu ár hljóti að hafa frá mörgu
að segja og að lokum tekst að tala
Sigmund til.
Sigmundur fæddist í Þingeyjar-
sýslu, nánar tiltekið í Miðvík f
Grýtubakkahreppi, árið 1916.
Sextán ára gamall fór hann að
heiman og segist ekki hafa komið
aftur á æskuslóðirnar síðan. „Ég
flutti til Akureyrar og bjó þar í 40
ár,“ segir hann. Þann tíma sem
Sigmundur bjó á Akureyri var
hann á sjónum. „Ég var dálítið
blautur á þessum árum, drakk
Sigmundur Sigmundsson hefur búið
á Dalbæ síðan í nóvember og w
kann vel við sig. W
mikið, en ég vann samt alltaf mitt
starf.“
Til Dalvíkur flutti Sigmundur
ásamt konu sinni árið 1965. Þau
hjónin keyptu hús sem heitir
Framnes og þar átti hann heima
þar til hann fluttist á Dalbæ í nóv-
ember síðastliðnum. Sigmundur er
þó býsna sprækur og segist alltaf
hafa verið heilsugóður en erfitt
hafi verið fyrir hann að búa áfram
í Framnesi, sérstaklega á vetuma
þegar kuldinn var mikili. „Stór-
hríðin í fyrra gerði útslagið. Ég
komst ekki neitt," segir hann.
Sigmundur segist lítið taka þátt
í félagslífinu á Dalbæ. Hann er
mikið úti, fer oft niður á bryggju,
og er vel ferðafær. Hann þekkir
þó nokkra karla á Dalbæ sem
hann spjallar við af og til og hann
unir sér hið besta í nýjum vistar-
verum. „Það er alveg dásamlegt
að vera á Dalbæ og hér líður mér
prýðilega." AI
Ó1 upp fjölda barna
Heimsending
462 5950
Akureyrarmót
í handbolta
5, flokkur
drengja
UMFERÐAR
RÁÐ
í Höllinni
sunnudagkl. 13.00
Þór unglingaráð
Sýslumaðurinn á Húsavík
Utgarði 1, 640 Húsavík,
sími 464 1300
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálfum
sem hér segir:
Lindarholt 8, Raufarhöfn, þingl. eig.
Páll G. Þormar og Angela Ragn-
arsdóttir, gerðarbeiðendur Bygg-
ingarsjóður verkamanna, fimmtu-
daginn 1. febrúar 1996 kl. 13.30.
Pálmholt 1, Þórshöfn, þingl. eig.
Snævar Árdal Hauksson, gerðar-
beiðandi Byggingarsjóður verka-
manna, fimmtudaginn 1. febrúar
1996 kl. 14.30.
Sýslumaðurinn á Húsavík,
25. janúar 1996.
Berglind Svavarsdóttir, ftr.
Þrefaldur
1. vinningur
I UMFERÐINNI
ERU ALLIR
í SAMA LIÐI
Engar húnvetnskar fréttir
í Útvarp Kántrýbæ að sinni:
Utsendingar nást
aðallega í Húnaþingi
á FM 96,7 & 100,7
Útsendingar Útvarps Kántrýbœjar
á Skagaströnd teygja sig stöðug
lengra um byggðir Húnaþings, en
meðan aðeins var einn sendir á
Skagaströnd heyrðust sendingar
mjög takmarkað inn í dali, t.d. í
Svartárdal og Vatnsdal, en með
tilkomu sendis á Blönduósi næst
útsending víðar.
Sendingar hafa einnig náðst
upp á Holtavörðuheiði, um
Strandasýslu og inn í ísafjarðar-
djúp. Kántrýútvarpið hefur fengið
100 þúsund króna styrk frá
Blönduósbæ til starfseminnar auk
þess sem skólaböm þaðan hafa
komið til Skagastrandar og tekið
þátt í útsendingum útvarpsins.
Einnig hefur Kántrýútvarpið feng-
ið 150 þúsund króna styrk frá
Höfðahreppi (Skagaströnd). Hall-
bjöm Hjartarson, kántrýkóngur og
útvarpsstjóri, segir að vel komi til
greina að vera með húnvetnskar
fréttir í útvarpinu, en áður en til
þess komi þurfí að treysta betur
fjárhagsgmndvöllinn. Hallbjöm
segir einnig að innheimta STÉF-
gjalda sé mjög ósanngjöm, for-
svarsmenn á þeim bæ telji að mun
fleiri hlusti á þetta útvarp en
nokkur möguleiki sé á að ná til.
Hann væri mjög ánægður ef út-
sendingin næðist jafn víða og þeir
telji, en því miður sé staðreyndin
allt önnur. GG
Hallbjörn Hjartarson í útsendingar-
herbergi Útvarps Kántrýbæjar á
Skagaströnd. Á neöri hæð hússins
er veitingarekstur og þar svífur
kántrýandinn að sjálfsögðu w
einnig yfir vötnum. Mynd: GG W
Unnur Sigurðardóttir hefur búið á
Dalbæ í tæp 13 ár en áður bjó hún
á bænum Svæði, nálægt Dalvík.
Hún kann ágætlega við sig á Dal-
bæ og segir að sér líki vel að vera
innan um fólk.
Unnur fæddist 12. júlí 1908 og
því komin vel á níræðisaldur. Hún
hefur alltaf búið á Dalvík að und-
anskildum nokkrum árum í æsku
þegar hún bjó á Langanesi. Árið
1920 keyptu foreldrar hennar
Svæði en þá var þar torfbær. Torf-
bærinn eyðilagðist í jarðskjálftan-
um árið 1934 og var þá byggt
íbúðarhús á staðnum. Unnur bjó í
Svæði alla sína búskapartíð. Hún
giftist árið 1934, sama ár og jarð-
skjálftinn reið yfir, og var það far-
sælt hjónaband. „Hann var mikill
indælismaður," segir Unnur um
manninn sinn, Guðjón Sigurðsson,
en hann lést fyrir nokkmm ámm.
„Ég hef oft óskað þess að hjóna-
band bamanna minna og skyld-
fólks míns yrði jafn ánægjulegt og
okkar hjónaband. Við vomm sam-
an í 55 ár og varla að upp kæmi
missætti á milli okkar.“
Unnur og Guðjón áttu saman
fjögur böm en auk sinna eigin
bama ólu þau upp tvö bamabörn
og bróðurdóttur Guðjóns. Átta
böm vom líka hjá þeim á sumrin.
Það var því oft kátt í koti á Svæði
og nóg að gera. Viðbrigðin þegar
bömin vom farin að heiman voru
því mikil. Guðjón var að vinna í
fiskverkun á Dalvík og Unnur
mikið ein heima. Hún var því
ánægð þegar þau fengu pláss á
Dalbæ þar sem hún gat verið inn-
an um fleira fólk.
Unnur segist taka töluverðan
þátt í félagsstarfinu á Dalbæ. „Ég
hef verið að mála á léreft og eins
prjóna ég.“ AI
Unnur Sigurðardóttir man svo sannarlega tímana tvenna. Hún bjó í torfbæ
langt fram á þrítugsaldur og fyrsti bíllinn á Dalvík er henni injög minnis-
stæður.