Dagur - 27.01.1996, Side 20

Dagur - 27.01.1996, Side 20
Akureyri, laugardagur 27. janúar1996 Kópasker: Hollustu- vernd skoðar sorpurð- unarstað Næstkomandi mánudag er væntanlegur til Kópaskers fulltrúi frá Hollustuvernd ríkis- ins til þess að taka út nýjan sorpurðunarstað, en um skeið hefur sorpi verið brennt í sorp- brennsluofni, en sú starfsemi hefur verið háð bráðabirgðaleyfi. Ingunn St. Svavarsdóttir, sveit- arstjóri Öxarfjarðarhrepps, segir að sorp hafi áður verið urðað skammt frá núverandi flugvelli, en því hafi verið hætt vegna hættu sem flugvélum stafaði af flugi máva yfir vellinum. Til bráða- birgða segir Ingunn að hafi verið veitt leyfi til brennslu heimilis- sorps, en það sé ekki lausn til frambúðar. Því sé nú horft til þess að allt sorp verði urðað á gamla flugvallarsvæðinu og er ætlunin að fulltrúi frá Hollustuvemd skoði það svæði nk. mánudag. Ingunn segir að áður en langt um líður verði boðin út sorphirða og sorpeyðing í sveitarfélaginu. óþh Skrifstofa Dags á Húsavík: Kristín Linda ístarfi blaðamanns Vegna veikindaforfalla hefur skrifstofa Dags á Húsavík verið lokuð síðustu tvær vikur en frá og með mánudegi mun Kristín Linda Jónsdóttir sinna hlutastarfi fyrir blaðið á Húsa- vík og í Þingeyjarsýslum. Kristín Linda mun jöfnum höndum vinna á skrifstofunni á Húsavík og á heimili sínu að Mið- hvammi í Aðaldal, þaðan sem hún er í tölvusambandi við ritstjóm á Akureyri. Kristín Linda er fyrrum blaðamaður á Degi og var um- sjónarmaður helgarblaðs þar til síðasta sumar. Fastur opnunartími skrifstof- unnar á Húsavík verður í viku hverri á mánudögum og fimmtu- dögum milli kl. 11 og 14 og þar er sími 464-1585. Sími Kristínar Lindu í Miðhvammi er 464-3521. Faxsími á Húsavík er 464-2285. Um dreifingu blaðsins á Húsa- vík sér Sigrún Kjartansdóttir, Skólabrekku 9, og er heimasími hennar 464-2009. JÓH @ HELGARVEÐRIÐ Um helgina spáir Veður- stofa íslands hægri vestan- og suðvestan átt með éljum á vestanverðu landinu og 2- 7 stiga frosti. Úrkomulaust verður á sunnudag og víða bjartviðri um norðaustanvert landið. Á mánudag gengur í hæga norðanátt með éljum norðan- og vestanlands. Frost verður á bilinu 5-9 stig. Greiðsluyfirlit vegna skattframtals - ný og bœtt þjónusta Góð sending frá Húsnœðisstofnun Sent hefur verið yfirlit til allra lántakenda hjá Húsnæðisstofnun sem sýnir stöðu lána hvers og eins um áramót. Þessi nýja þjónusta er til mikillar hagræðingar fyrir lántakendur sem þurfa nú aðeins að færa upplýsingar af yfirlitinu yfir á skattframtalið. Einfaldara getur það ekki verið. húsnæðisstofnun ríkisins I—J - vinnur að velferð íþágu þjóðar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.