Dagur - 01.03.1996, Qupperneq 3
FRÉTTIR
Föstudagur 1. mars 1996 - DAGUR - 3
Siglufjörður:
Bæjarmála-
punktar
Úttekt á grunnskólanum
Fram hefur komið á bæjarráðs-
fundi að Guðmundur Þór Ás-
mundsson hafí tekið að sér að
gera úttekt á skólastarfi
Grunnskóla Siglufjarðar.
Varnarinannvirki
Á fundi sem Björn Valdimars-
son, bæjarstjóri, átti með full-
trúum Veðurstofunnar og um-
hverfisráðuneytisins var
ákveðið að gera heildarúttekt á
gerð vamarmannvirkja í bæn-
um. Jafnframt verði gerð rým-
ingaráætlun fyrir Siglufjörð
sem og aðra staði sem búa við
snjóflóðahæltu.
Kjördæmisnefnd um at-
vinnumál
Ólöf Kristjánsdóttir hefur af
hálfu bæjaryfirvalda á Siglu-
firði verið skipuð í starfshóp
um atvihnumál á Norðurlandi
vestra, en félagsmálaráðuneyt-
ið óskaði eftir tilnefningum í
nefndina.
Breytingar á lyfjalögum
Eigendur Apóteks Siglufjarðar
hafa kynnt bæjaryfirvöldum
áhrif breyttra lyfjalaga á stöðu
reksturs apóteksins.
Hiutafélag um sund
Sigurður Friðriksson rekstrar-
aðiii Sundlaugar Siglufjarðar
hefur stofnað hlutafélag um
rekstur Sundlaugarinnar.
Dýpkun innri hafnarinnar
Hafnarnefnd hefur staðfest
samning við Björgun hf. um
dýpkun innri hafnarinnar.
Áætlað magn dýpkunar er 46
þúsund rúmmetrar, en samn-
ingsupphæðin er 17,48 millj-
ónir króna. Fyrsta áfanga
dýpkunarinnar á að vera lokið
fyrir 15. mars og öðrum
áfanga fyrir 1. júní nk.
Skólaþjónusta
Á fundí skólanefndar 20.
febrúar sl. var rætt um skóla-
þjónustu í kjördæminu. For-
maður skólanefndar fór yfir
stöðuna eins og hún er nú að
mótast í kjördæminu og velti
upp þeim kostum sem til um-
ræðu eru. Hvaða fagþekkingu
þurfi að hafa aögang að og
hvemig hægt sé að raða saman
því rnódeli sem skólaskrifstofa
þurfi að vera. Skólastjóri lagði
áherslu á að nauðsyn væri að
tryggja aðgang skólans að sál-
fræðiþjónustu.
Leikfélag Skagfirðinga æfir söngleik eftir Jón Ormar Ormsson:
Sumarið fyrir stríð
frumsýnt á Sæluviku
Sumarið fyrir stríð er nýtt leikrit
eftir Jón Ormar Ormsson, sem
Leikfélag Sauðárkróks er að hefja
æfingar á þessa dagana. Leikverk
þetta, sem er söngleikur, verður
frumsýnt 28. apríl næstkomandi
við upphaf Sæluviku Skagfirð-
inga. Leikstjóri er Edda V. Guð-
mundsdóttir og leikendur verða
30 í 50 hlutverkum.
„Sú saga sem leikritið segir
gerist í andrúmslofti sumarsins
1939 - og ytri umgjörðin er
Skagafjörður og mannlff héraðsins
á þeim tíma. Þetta er sumarið fyrir
síðari heimsstyrjöldina og jafn-
framt sumarið áður en breytingar
á öllum sviðum íslensks þjóðfé-
lags ruddu sér til rúms,“ sagði Jón
Ormar í samtali við Dag.
Jón Ormar hefur unnið að ritun
|ressa leikverks jafnhliða öðrum
verkefnum í um eitt ár. Hann segir
að vel sé vandað til leikverks
þessa, meðal annars í tilefni
merkra afmæla byggðar og versl-
unar á Sauðárkróki á þessu og
næsta ári, sem minnst verður með
margvíslegum hætti. Þá séu í ár
jafnframt liðin 120 ár frá fyrstu
uppfærslu leikrits á Króknum, það
var árið 1876. Þá voru íbúar stað-
arins aðeins 20, en þeir létu það
ekki aftra sér og færðu upp leikrit
sem sýnt var fimm kvöld í röð fyr-
ir fullu húsi. Það var leikritið
Dauðinn og murapúkinn, eftir
Gunnlaug Einar Gunnlaugsson.
„Aðstæður sumarið 1939 voru
á margan hátt ekki ólíkar því sem
er í dag. Þá var kreppa og atvinnu-
leysi og menn voru kappsamir í
landabruggi. Framleiðslukvóti í
landbúnaði þá hét mæðuveiki og
Útvarpið var þá að hasla sér völl
sem öflugasti fjölmiðill samfé-
lagsins, á sama hátt og nýjar sjón-
varpsstöðvar gera nú. Þetta var
jafnframt eitt mesta góðviðrissum-
ar á Islandi sem sögur fara af,
enda þótt ófriðarblikur hrönnuðust
á himininn. I septemberbyrjun
hófst heimsstyrjöld með innrás
Þjóðverja í Pólland,“ sagði Jón
Onnar.
Hann segir jafnframt að per-
sónur leikritsins Sumarið fyrir
stríð séu uppspunnar af sinni
hálfu, að sVo miklu leyti sem það
. er hægt, eins og hann orðar það.
Sagna- og leikritarar taki alltaf
mið af raunveruleikanunt, með
beinum eða óbeinum hætti. Hann
bendir jafnframt á að nokkrir rit-
höfundar hafi gert skagfirskt
mannlíf nefnds tímabils að yrkis-
nefni f bókum sínum, svo sem
Guðmundur Halldórsson, Guð-
mundur L. Friðfinnsson á Egilsá
og Indriði G. Þorsteinsson, sá síð-
astnefndi í bókunum Land og syn-
ir og Þjófur í paradís. -sbs.
Piparsveinakvöld í Sjallanum:
Verður að nota
rétta möskvastærð
„Mikið verður um dýrðir í kvöld og skemmtun
þessi hefur aldrei verið glæsilegri. Ég hvet pipar-
sveina til að fjölmenna,“ sagði Davíð Rúnar
Gunnarsson, skemmtanastjóri Sjallans, í samtali
við Dag.
Hið árlega piparsveinamót Sjallans, eða öllu
heldur Góða dátans, verður í kvöld, föstudags-
kvöld, og verður húsið opnað kl. 20. Meðal dag-
skráratriða er að gullfalleg kanadísk stúlka tætir af
sér fötin, Súsanna Svavarsdóttir mætir og les er-
ótískar sögur úr bók sinni Kisumálum, sýnd verða
undirföt og fleira af sama meiði mætti nefna. Fyrir
dagskrá verður boðið upp á austurlenska rétti af
hlaðborði. Kynnir er Anna Björk Birgisdóttir. Eftir
samkomuna leika Milljónamæringamir fyrir dansi
og hinn nýi söngvari þeirra, Stefán Hilmarsson.
„Á miðnætti verður húsið opnað fyrir öllum, þar
á meðal ungmeyjum, sem bíða gjarnan fyrir utan
húsið meðan þessi samkoma stendur yfir. Ungir
piparsveinar „veiða" yfirleitt vel á þessari sam-
komu svo framarlega sem þeir nota net með réttri
möskvastærð," sagði Davíð Rúnar. -sbs.
Lífeyrisuppbót lækkar
Hámarksuppbót á lífeyri frá
Tryggingastofnun ríkisins
lækkar frá og með deginum í
dag, 1. mars, samkvæmt reglu-
gerð heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins.
Svokölluð frekari uppbót er
greidd þeim elli- og örorkulífeyr-
isþegum sem bera kostnað vegna
lyfja, umönnunar eða húsaleigu.
Uppbótin er reiknuð út sem
ákveðið hlutfall af grunnlífeyri og
er hlutfallið mishátt eftir aóstæð-
um umsækjenda.
Samkvæmt reglugerðinni
lækkar hámarksuppbót til lífeyris-
þega, sem njóta umönnunar ann-
arra en maka, úr 18.722 krónum í
16.048 krónur á mánuði. Há-
marksgreiðsla uppbótar til þeirra
sem hafa heimilisuppbót lækkar
úr 10.698 kmrónum í 9.361 krónu
á mánuði, en hámarksuppbót til
þeirra sem hafa sérstaka heimilis-
uppbót lækkar úr 5.349 krónum í
4.681 krónu á mánuði.
Þá lækkar hámarksuppbót til
lífeyrisþega, sem eru giftir eða í
óvígðri sarnbúð, úr 13.373 krón-
um í 12.036 krónur á mánuði. í
heild hefur þessi lækkun áhrif á
greiðslur til rúmlega 1.800 lífeyr-
isþega sem fá greidda uppbót á
lífeyri, en gert er ráð fyrir að hún
spari ríkissjóði um tvær milljónir
á mánuði. óþh
Bullandi hagnaður hjá Eimskip
Rekstur Eimskips hf. gekk vel á
síðasta ári og skilaði félagið 602
milljóna króna hagnaði, sem er
6% af veltu. Árið 1994 var hagn-
aðurinn 557 milljónir.
Rekstrartekjur Eimskips og
dótturfélaga þess námi 9,5 millj-
örðum króna. Eigið fé félagsins
var 5,8 milljarðar króna í árslok
1995 og eiginfjárhlutfall 47%.
Arðsemi eigin fjár nam 12%.
Á síðasta ári störfuðu að jafn-
aði 876 starfsmenn hjá Eimskip,
þar af 658 að meðaltali á íslandi
og 218 erlendis.
Á aðalfundi Eimskips 7. mars
nk. verður lögð fram tillaga
stjómar um greiðslu 10% arðs til
hluthafa og að hlutafé félagsins
verði aukið um 20% með útgáfu
jöfnunarhlutabréfa. óþh
SMö'• r"' o "
HBHHuHEhBh
oW-ú