Dagur - 01.03.1996, Page 11
Föstudagur 1. mars 1996 - DAGUR - 11
Kirkjuvíka í Akureyrarkirkju 3.-11. mars
Kirkjuvika verður haldin í Akureyrarkirkju dagana 3.-11. mars nk. Fjölbreytt dagskrá
verður að þessu sinni, en kirkjuvika er haldin annað hvert ár. Hitt árið er haldin
Kirkjulistavika í kirkjunni. Að þessu sinni er kjörorð vikunnar „Unga fólkið og kirkjan
- vörn gegn leiða“, sem vísar til þess að á kirkjuvikunni verður ekki síst beint augum að
málefnum ungs fólks.
Að undirbúningi kirkjuvikunnar hafa unnið: Valgerður Hrólfsdóttir, sem er formaður
undirbúningsnefndar, Hrefna Harðardóttir, framkvæmdastjóri, sr. Svavar Alfreð Jónsson, sr.
Birgir Snæbjörnsson, Bjöm Steinar Sólbergsson, organisti, Guðmundur Magnússon, Kol-
brún Þormóðsdóttir og Haukur Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri ÆSKR.
Hér á síðunni er gerð grein fyrir dagskrárliðum Kirkjuviku í Akureyrarkirkju 1996. óþh
Helga E. Jónsdóttir og Þröstur ^
Leó Gunnarsson í hlutverkum ^
sínum í Heiini Guðríðar.
Heimur Guðríðar - síðasta
heimsókn Guðríðar Símonar-
dóttur í kirkju Hallgríms, eftir
Steinunni Jóhannesdóttur, var
frumsýnt á Kirkjulistahátíð í
Hallgrímskirkju í Reykjavík sl.
vor. Sýningin fékk mjög góðar
viðtökur jafnt áhorfenda sem
gagnrýnenda. Sýningin var
tekin upp að nýju í safnaðarsal
Hallgrímskirkju í vetur auk
þess sem hún hefur verið sýnd
í nokkrum kirkjum út um land
og má þar telja Landakirkju í
Vestmannaeyjum, Grindavík-
urkirkju, Hveragerðiskirkju og
Blönduóskirkju að ógleymdri
Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Efni leikritsins er sögulegt
eins og nafnið bendir til. Aðal-
persónan er Guðríður Símonar-
dóttir sem kemur öldruð kona í
kirkju síns látna maka Hallgríms
Péturssonar og hefur upp eintal
sitt við hann og þann guð sem
skapar manneskjunni örlög. Hún
rekur sögu sína, sem er saga
Heimur Guðríðar sýndur í
Akureyrarkirkju
stórra atburða, mikilla harma,
djúprar ástar, skammvinnrar
sælu, endurtekinna áfalla og
sorga. Ævi Guðríðar Símonar-
dóttur varð langt og strangt
ferðalag jafnt í eiginlegri og
óeiginlegri merkingu þess orðs,
hún varð afar óvenjuleg en
einnig dæmigerð fyrir örlög
konu á 17. öld og þó að farið sé
út fyrir þann tíma.
Nær allir sem hafa fjallað op-
inberlega um sýninguna hafa
getið þess hve sterkum tökum
hún grípi áhorfendur í einfald-
leik sínum.
Eyvindur Erlendsson sagði í
Helgarpóstinum 9. nóvember
um þennan skáldskap að hann
væri „trúverðugur, fallegur, al-
varlegur, saminn af kunnáttu-
semi og heitu hjarta“ og Haukur
Agústsson sem skrifaði um sýn-
inguna á Blönduósi sagði í Degi
7. desember: „Úr hefur orðið vel
samið leikverk, sem heldur
áhorfandanum svo föngnum, að
hann verður þess tæplega var að
tíminn líður þó að verkið sé í
fullri lengd leikverks og flutt án
hlés.“
Akureyringum gefst nú færi á
sjá þessa rómuðu sýningu því
ein sýning verður í tengslum við
kirkjuviku í Akureyrarkirkju
mánudaginn 11. mars kl. 20.30.
Aðalleikarar eru Margrét
Guðmundsdóttir, sem tekur við
hlutverki Helgu Bachmann,
Helga Elínborg Jónsdóttir og
Þröstur Leó Gunnarsson. I litlum
hlutverkum Sölmundar sonar
Guðríðar eru þeir Guðjón Davíð
Karlsson og Bjöm Brynjúlfur
Bjömsson. Leikmynd og bún-
inga gerir Elín Edda Ámadóttir
en tónlist er samin og leikin af
Herði Áskelssyni.
Sunnudagur 3. mars
Sunnudagaskólinn kl. 11 -
Hólmfríður Benediktsdóttir og
Krflakórinn.
Fjölskylduguðsþjónusta kl.
14 - Arna Ýr Sigurðardóttir, guð-
fræðinemi, prédikar, Valgerður
Hrólfsdóttir, formaður undirbún-
ingsnefndar, flytur ávarp, Bama-
og unglingakór Akureyrarkirkju
undir stjóm Hólmfríðar Bene-
diktsdóttur, málmblásarasveit og
flautuleikarar úr Tónlistarskólan-
um á Akureyri og Kór Akureyrar-
kirkju undir stjórn Bjöms Steinars
Sólbergssonar.
Kaffitónleikar Kórs Akur-
eyrarkirkju - hefjast í Safnaðar-
heimilinu að lokinni guðsþjón-
ustu. Söngur, kaffi og meðlæti.
Kórfélagar selja kaffi og bjóða
upp á léttan söng til styrktar Kan-
adaferð Kórs Akureyrarkirkju í
júní 1996.
Mánudagur 4. mars
Biblíulestur - í Safnaðarheimili
kirkjunnar kl. 20.30. Björgvin
Jörgensson heldur áfram lestri og
skýringum á Davíðssálmum.
Heimspekifyrirlestur - í
Möðmvallakjallara MA kl. 20.30.
Heimspekifélagið Huginn í MA
býður Hauki Inga Jónassyni, guð-
fræðingi og
framkvæmda-
stjóra Æskulýðs-
sambands kirkj-
unnar í Reykja-
vflcurprófasts-
dæmi, til um-
ræðu um kirkju
og trú.
Jörgensson.
Þriðjudagur 5. mars
Kvöldvaka - í kirkjunni kl.
20.30. Blysför frá VMA, MA og
GA. Blásarasveit og slagverks-
leikarar úr Tónlistarskólanum á
Akureyri undir stjóm Jóns Hall-
dórs Finnssonar. Tónlistar- og
skemmtiatriði frá nemendum skól-
anna. Haukur Ingi Jónasson, fram-
kvæmdastjóri ÆSKR, flytur
ávarp. Almennur söngur. Flug-
eldasýning skáta. Kynnir: Sr.
Svavar Alfreð Jónsson. Allir eru
velkomnir.
Miðvikudagur 6. mars
Mömmumorgunn - í Safnaðar-
heimilinu kl. 10-12. Haukur Ingi
Jónasson ræðir um vitsmuna- og
trúarþroska bama og segir frá
Heimspekiskóla bama.
Opið hús fyrir fólk í atvinnu-
leit - í Punktinum kl. 15. Haukur
Ingi Jónasson ræðir um „Ham-
ingjuna“.
Föstuguðs-
þjónusta - í
kirkjunni kl.
20.30. Séra Pét-
ur Þórarinsson
prédikar. Kórar
Laufásspresta-
kalls syngja und-
ir stjóm Bjargar Pétur
Sigurbjörnsdótt- Þórarinsson.
ur. Stjórnandi og organisti: Hjört-
ur Steinbergsson.
Fimmtudagur 7. mars
Opið hús fyrir
aldraða - í
Safnaðarheimil-
inu kl. 15-17.
Kór aldraðra
syngur undir
stjórn Sigríðar
Schiöth. Sigríður
Sunneva flytur
erindi og kynnir
hönnun á fatnaði
úr íslenskum efnum. Lokaorð:
Haukur Ingi Jónasson. Almennur
söngur. Kaffiveitingar. Fólksflutn-
ingabflar koma að Víðilundi, Hlíð
og Skólastíg.
Fyrirbænaguðsþjónusta - í
kirkjunni kl. 17.15. Sr. Guðmund-
ur Guðmundsson, héraðsprestur,
flytur hugleiðingu.
Laugardagur 9. mars
Hádegistónleikar - í kirkjunni
kl. 12. Wolfgang Tretzsch, tónlist-
arkennari við Tónlistarskóla Mý-
vatnssveitar, leikur orgelverk eftir
Bach, Mendelssohn, Eben og An-
talffy-Zsiross. Aðgangur er
ókeypis.
Léttur hádegisverður verður
í Safnaðarheimilinu að tónleik-
unum loknum.
Sunnudagur 10. mars
Sunnudagaskólinn kl. 11.
Hátíðarmessa kl. 14. - Guð-
mundur Guðmundsson, héraðs-
prestur, prédikar. Guðríður Eiríks-
dóttir, formaður sóknamefndar,
flytur ávarp. Kór Akureyrarkirkju.
Björg Þórhallsdóttir, mezzósópr-
an, Eyrún Unnarsdóttir, Sólbjörg
Björnsdóttir og Þórný Haralds-
dóttir. Dóróthea Dagný Tómas-
dóttir, orgel. Stjómandi og organ-
isti Bjöm Steinar Sólbergsson. í
messunni flytur kórinn ásamt ein-
söngvurum og orgelleikara
„Messe Basse“ eftir Gabriel
Fauré. Anders Öhrwall útsetti fyr-
ir blandaðan kór.
Nýtt
kjúkTmgabrtar
með frönskum, hrásalati og
kokteil- eða sveppasósu
fyrir 2 kr. 1.300,- fyrir 4 kr. 2.470,-
fyrir 3 kr. 1.900,- fyrir 5 kr. 2.950,-
Nýtt
Brauðstangir - Laukhringir
Munið austurlenska matinn okkarí
w
áili