Dagur - 09.03.1996, Page 3

Dagur - 09.03.1996, Page 3
9G0 T eiism .G 'iuoBbiBpusJ - flUÐAQ - S; Laugardagur 9. mars 1996 - DAGUR - 3 FRETTMR Rætt um frjáls viðskipti með mjólkurkvóta á Búnaðarþingi: Húsbréf Efasemdaraddir heyrast um frelsið - segir formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar „Ég býst við að Búnaðarþing muni álykta um nauðsyn þess að endurskoða þann þátt búvöru- samningins sem snýr að mjólk- urframleiðslu og þá um frjáls viðskipti með kvóta. Það yrði gert þegar samningurinn verður tekinn til endurskoðunar nú síð- ar í vetur. Þó hefur Landssam- band kúabænda lagt til að engar breytingar verði gerðar á þessu. Efasemdaraddir heyrast um það frelsi sem nú er í viðskiptum með greiðslumark," sagði Pétur Helgason, bóndi á Hranstöðum, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar og fulltrúi á Búnað- arþingi, í samtali við Dag. Frjáls viðskipti með greiðslu- mark komu til umræðu á Búnaðar- þingi, sem nú stendur yfir. „Sem Eyfirðingi þykir mér verulega slæmt að mjólkurframleiðsla skuli í svo verulegum mæli flytjast yfir á þau svæði, sem eru talin síður hentugri til mjólkurframleiðslu. Hins vegar er mjög erfitt að setja verulegar hömlur á þetta. Málið hefur þó tvær hliðar; ef lokað er fyrir sölu út af svæðinu er einnig verið að loka fyrir sölu inná það. Því er þetta ekki einfalt mál,“ sagði Pétur. Hann bætti því við að mál þetta snéri einnig að hagsmunum neyt- enda. Það hlyti, þegar til lengri tíma er litið, að koma fram í hærra verði mjólkurvara, þegar mjólkur- framleiðsla væri í vaxandi mæli að flytjast af þeim svæðum, sem talin eru henta best til mjólkur- framleiðslu, það er Suðurlandi og Eyjafirði, sem eru þó enn stærstu og greiðslumarksmestu svæðin. A þriðja hundrað þús. mjólkur- lítrar hafa á síðustu árum verið seldir út af Eyjafjarðarsvæðinu yf- ir til annarra samlagssvæða. Mikið hefur verið selt yfir í Skagafjörð og hefur Kaupfélags Skagfirðinga lánað bænum fé til greiðslúmarks- kaupa og það með vöxtum, sem eru nokkru lægri en almennt ger- ist. Einnig hefur kaupfélagið beint þeim tilmælum til sveitarfélaga að lána fé til sömu hluta og hafa Akrahreppur, Viðvíkurhreppur og Rípurhreppur gert það. - Eyfirskir bændur geta einnig fengið lán frá KEA til slíks hins sama. -sbs. Verkalýðsfélagið Eining: Krabbameins- leit verði ekkihætt Stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélagsins Einingar í Eyjafirði ályktaði á fundi sínum á miðvikudag um krabbameins- leit hjá Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Sem kunnugt er hefur stjórn stöðvarinnar ákveðið að leggja af krabbameinsleit í spamaðarskyni og hvetur Eining til þess að sú ákvörðun verði afturkölluð. „Baráttan við hinn mikla vá- gest sem krabbameinið er má ekki minnka. Lokun leitarstöðvarinnar væri stórt skref afturábak í barátt- unni,“ segir í ályktuninni. JÓH Héraösdómur Norðurlands vestra: Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 22. útdráttur 1. flokki 1990 - 19. útdráttur 2. flokki 1990 - 18. útdráttur 2. flokki 1991 - 16. útdráttur 3. flokki 1992 - 11. útdráttur 2. flokki 1993 - 7. útdráttur 2. flokki 1994 - 4. útdráttur 3. flokki 1994 - 3. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. maí 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu föstudaginn 8. mars. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS I 1 HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 569 6901 Areitti fóstur- dóttur sína Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi í janúarmánuði liðlega þrítugan mann í 6 mán- aða fangelsi, skilorðsbundið, fyr- ir að áreita kynferðislega fóstur- dóttur sína með því að strjúka læri hennar og rass þegar hann sat með hana á heimili þeirra og káfa á brjóstum hennar utan klæða sem innan. Áreitið átti sér stað á fimm ára tímabili og var stúlkan 10 ára er það hófst. Þá elti maðurinn stúlk- Akureyrarbær: Önnur jafn- réttiskæra Akureyrarbær hefur í annað sinn á skömmum tíma verið kærður til jafnréttisráðs vegna stöðuveitingar. Sem kunnugt er úrskurðaði kærunefnd jafnrétt- ismála á dögunum að bærinn hafi brotið gegn ákvæðum jafn- réttislaga þegar starfsmaður reynslusveitarfélagsverkefnisins var ráðinn. Að þessu sinni er það Áskell Öm Kárason, sálfræðingur, sem sent hefur kærunefnd jafnréttis- mála erindi vegna ráðningar í stöðu félagsmálastjóra. Áskell var einn 10 umsækjenda um stöðuna þegar hún var auglýst í október sl. og var Valgerður Magnúsdóttir ráðin. í Morgunblaðinu var haft eftir Áskeli að ástæða kærunnar væri að hann teldi sig ekki hafa fengið nægar skýringar á því af hverju starfsreynsla hans og sér- staklega reynsla af stjómun, vó ekki þyngra en raun bar vitni. Ak- ureyrarbær mun þegar hafa sent kærunefndinni greinargerð vegna málsins en af fenginni reynslu má búast við að nokkur tími geti liðið þar til niðurstaða fæst. HA una iðulega út á kvöldin og þurfti þá oft að tala við hana og skipta sér af henni. Refsing mannsins fellur niður að fjórum ámm liðn- um haldi hann almennt skilorð 57. gr. hegningarlaga. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða stúlk- unni 365 þúsund krónur í miska- bætur og allan sakarkostnað til skipaðs verjanda, 80 þúsund krón- ur og 40 þúsund króna saksókn- aralaun til ríkissjóðs. Brot ákærða beinist að bami sem honum var treyst fyrir. Með háttsemi sinni raskaði hann fjölskylduböndum og særði traust fósturdóttur sinnar. Stúlkan ber að maðurinn hafi bannað sér að læsa hurðum að baðherberginu þegar hún fór í sturtu og notfært sér að hún varð að spyrja hann ef hún vildi fara út á kvöldin. Hún hafi fengið að vera lengur úti ef hann fékk að káfa eða horfa á brjóstin á henni. Enn fremur bar stúlkan fyrir dómi að fósturfaðir hennar hafi látið hana koma upp í rúm til sín á morgnana ef mamma hennar var á morgun- vakt um helgar. Einnig hafi hann komið inn til sín á kvöldin þegar hún var að fara að sofa og káfað á henni. GG Handbolti, 3 ftokkur: íslandsmót í KA-heimilinu Um helgina verður í KA-heimil- inu íslandsmót 3. flokks karla í handknattleik, 1. deild. Er þetta 4. umferð. Auk KA keppa lið frá Val, ÍR, Víkingi og Fram. Mótið hófst í gær, föstudag, kl. 18.10 og verður fram haldið í dag kl. 9.10. Þá leika KA og Valur, kl. 10 leika ÍR-Vík- ingur, KA-Fram kl. 11, Víkingur- Valur kl. 12 og ÍR-Fram kl. 13. Jeppasýning Tekið verður forskot á sæluna laugardaginn 9. mars með jeppasýningu á Ráðhústorgi frá kl. 14:00-16:00. Tilvalið fyrir alla sem vilja kynna sér ferðamennsku á fjöllum. Allar upplýsingar um útbúnað og fleira. Jeppaferð Sunnudaginn 10. mars gefst öllum jeppaeigendum, stórum sem smáum, tækifæri til að fara í jeppaferð. Skemmtilegt tækifæri til að kynnast jeppasportinu á fjöllum. Allir velkomnir - bæði á óbreyttum og Lagt verður af stað frá Leirunesti og stefnan tekin á Þeystareyki. í síma 462 7053 og 462 6341 eftir kl. 20:00 EyjafiarðardBild Mjj M Plöldur DAGUR ^Pedtð'myndir'

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.