Dagur - 09.03.1996, Page 7

Dagur - 09.03.1996, Page 7
Laugardagur 9. mars 1996 - DAGUR - 7 urinn á honum og öðrum sé kannski fyrst og fremst sá að hann sé alls óhræddur við að viður- kenna það. „Mér finnst bæjarstjórn oft vera samansett annars vegar af þeim sem lítinn áhuga hafa á íþróttum og hins vegar KA-mönn- um. Þeir sem taka afstöðu eru því KA-menn og mér finnst skilning- ur bæjaryfirvalda á aðstöðuleysi Þórs ekki vera nógu góður. Það eru miklu fleiri en ég sem eiga börn sem þeir þurfa að rúnta með um allan bæ. Ég er sannfærður um að íþróttir séu einn besti uppalandi fyrir böm, hvort sem þau eru í KA, Þór eða öðru félagi, og ég vil að bærinn styðji vel við bakið á íþróttastarfsemi. Ég er Þórsari og ber ekki á móti því en ég held þó að ég beri ekki hag Þórsara fyrir brjósli fram yfir allt annað.“ íþróttir eru Oddi hugleiknar en menningin er að sama skapi ekki ofarlega á blaði hjá honum. Hann vill þó ekki stilla þessum tveimur málaflokkum upp sem andstæð- um. „Ymis mál sem falla undir menningarmál, eins og Listagilið, Amtsbókasafnið og fleira, held ég að hafi ekki endilega úr of miklu að spila. Tónlistarskólann vildi ég skoða því mér fannst hann óeðli- lega dýr og oft finnst mér að jafn- Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ekki nábist samkomulag um að semja viö IS um sölu á afuröum UA. Ég er ekki ánægður meö þab sem SH er að gera og finnst þeir vera að henda í okkur hálfnög- uöum beinum. Reyndar tel ég að ákveðnir aðil- ar innan Framsóknar- flokksins hafi klikkað í þessu máli. réttis sé ekki gætt milli menningar og íþrótta," segir hann. Neitaði launahækkun Þegar þingmennirnir hækkuðu við sig launin í haust sem leið urðu margir kjósendur reiðir. Bæjar- fulltrúar, sem miða laun sín við ákveðna prósentu af þingfara- kaupi, ákváðu að fresta því að hækka sín laun. „Með þessu vildu þeir vinna sér inn punkt,“ segir Oddur. Hann vildi hins vegar ganga lengra og stakk því upp á að í stað þess að fresta hækkun yrðu launin lækkuð þar sem bær- inn væri að reyna að skera niður á sem flestum stöðum. Á fjárhags- áætlun 1996 var gert ráð fyrir að hækka launin í samræmi við hækkun þingmanna en Oddur neitaði að taka við þessari launa- hækkun. „Á sama tíma og við erum að fá 9% launahækkun er bærinn að reyna að hagræða með því að klípa t.d. af yfirvinnu hjá starfs- mönnum íþróttamannvirkja, til að ná niður launakostnaði. Ég hef ekki samvisku til að lækka launin við aðra og hækka um leið mín laun og tók því ekki við þessari hækkun. Ég hefði viljað sjá fleiri koma á eftir mér því mér finnst þetta vera grundvallaratriðið þó ef til vill sé ekki um stórar upphæðir að ræða fyrir bæinn. Sumir sögðu að ekki væri hægt að sporna við þessu því svona væri viðmiðunin en þá á bara að breyta viðmiðun- um. Bæjarstjórn hefur fullt vald til þess.“ Vill ekki selja hlutabréf ÚA Sem fulltrúi í nefndum á vegum bæjarins og varamaður í bæjar- stjóm hefur Oddur haft tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og getað haft áhrif á um- ræðuna. Þetta þýðir þó ekki að hann ráði miklu um þær ákvarðan- ir sem bæjarstjórn tekur. Hann er hins vegar ekki í vafa um for- gangsröðina ef hann fengi að ráða og nefnir strax þrjú atriði sem honum þykir mjög brýn. „Ég myndi ákveða strax í dag að selja ekki hlutabréf UA en byrja í staðinn að stjóma þessu fyrirtæki. Þau fyrirtæki sem bær- inn á meirihluta í tel ég að hafi því miður verið munaðarlaus því eng- inn hugsar um þau. Mfn skoðun er að á þessu stigi málsins sé ekki rétt að selja hlutabréfin og finnst að bæjarstjórnin ætti að taka ákvörðun um að þau verði ekki seld. Ég varð fyrir miklum von- brigðum þegar ekki náðist sam- komulag um að semja við IS um sölu á afurðum ÚA. Ég er ekki ánægður með það sem SH er að gera og finnst þeir vera að henda í okkur hálfnöguðum beinum. Reyndar tel ég að ákveðnir aðilar innan Framsóknarflokksins hafi klikkað í þessu máli. Einnig held ég að margir bæjarfulltrúar hafi ekki haft frjálsar hendur um ákvörðun í þessu máli vegna tengsla við „Kolkrabbann“. I öðru lagi myndi ég ákveða samdægurs að lengja böllin í Dyn- heimum til klukkan eitt. Á meðan við fullorðna fólkið, sem eigum að vera fyrirmyndir, erum að skemmta okkur til þrjú eða fjögur á nóttunni finnst mér of stutt að hafa böllin bara til tólf. Ég ber fyllsta traust til unglinga og get ekki einblínt á þessi nokkur pró- sent sem eru í vandræðum. Flestir unglingar eru vænsta fólk. Þriðja atriðið er kannski smá- mál en þó ekki. Ég myndi láta malbika hundrað metra spotta sem liggur að bryggjunni norður í Sandgerðisbót. Þama koma trill- umar með fisk og búið er að mal- bika allt nema þessi bútur var skil- inn eftir. Þetta getur varla verið stórt framkvæmdaatriði. Að sjálf- sögðu myndi ég síðan opna göngugötuna.“ Þessi mál eru Oddi ofarlega í huga. Hann segir þó að margt ann- að þurfi einnig að gera en hann geri sér grein fyrir að erfiðara sé að eyða peningum en afla þeirra. Þrátt fyrir átök og skoðanaskipti hefur hann gaman að starfa í bæj- armálunum og honum finnist hann hafa eitthvað til málanna að leggja. „Ég get lofað þér því að sama dag og ég tel mig ekki hafa erindi þarna inn lengur hætti ég.“ AI Gígja Kjartansdóttir með ^ sýnishorn af þeim vörum sem r' hún framleiðir. Mynd: AI Sú vitnesksja að í sumum jurt- um og grösum búi lækninga- máttur hefur verið mannkyninu kunn í aldaraðir. Nútíma- læknavisindi hafa gert jbátt jurt- anna veiaaminni en áður var en nú virðist sem áhugi á nátt- úrunni sé að vakna á ný og smyrsl, krem og ýmisskonar snyrtivörur úr náttúrulegum efnum njóta sífellt meiri vin- sælda hérlendis. Ein jpeirra sem lengi hefur haft áhuga á jurtum og græðandi eiginleik- um þeirra er Gígja Kjartans- dóttir, sem býr í Fossbrekku á Svalbarðsströnd. Nýverið stofnaði hún fyrirtækið „Urta- smiðjan" og krem oa smyrsl sem áður var aðeins hægt að nálgast hjá Gígiu sjálfri eru nú fáanleg í versfunum á Akur- eyri, á höfuðborgarsvæðinu og víðar. „Ég hef alltaf haft áhuga á svokölluðum lækningajurtum en það eru um fimm ár síðan ég fór að fikta við að búa til krem og smyrsl. Ég las mér mikið til bæði á íslensku og á erlendum málurn og hugsa að kveikjan að því að ég fór að prófa þetta sjálf hafi verið þýsk bók sem ég las. Þessi bók er skrifuð af nunnu sem lifði á þrettándu öld. Hún notaði jurtir mikið, bæði útvortis og innvortis, og skrifaði niður allar uppskriftir sem hún notaði. Það sem er merkilegt er að hún virðist hafa vitað nákvæmlega hvaða efni voru í hvaða jurt og hvernig efnin virkuðu á ákveðna kvilla. Læknar og vísindamenn hafa notað nútímatækni til að rannsaka og greina þessar jurtir og þeirra niðurstöður styðja að hún vissi um hvað hún var að tala,“ segir Gígja. Mikið af þeim jurtum sem Gígja las sér til um voru jurtir sem uxu í nágrenni við heimili hennar og hún fór að tína jurtir og prófa sig áfram. Sjálf er hún með ofnæmi fyrir mörgum kremum en þegar hún setti á sig krem sem hún bjó til úr þessum jurtum fékk hún engin útbrot eða hita í andlitið eins og af öðrum kremum. „Þannig að þetta byrj- aði eiginlega fyrir forvitni og fikt og átti aldrei að verða nein alvara úr þessu,“ segir hún. Urtasmiðjan fæddist um áramótin Fyrir einum tveimur árum höfðu nokkrar verslanir á Akureyri samband við Gígju og föluðust eftir kremum og smyrslum frá henni til að selja þar sem fólk hafði verið að spyrja eftir þess- um vörum. „Mér fannst ómögu- legt að láta þær hafa eitthvað að selja þar sem ég var ekki með neinar vörumerkingar, almenni- legar umbúðir, virðisaukanúmer eða annað,“ segir Gígja. Nú horfir hins vegar öðruvísi við þar sem um áramótin stofnaði hún formlegt fyrirtæki í kring um framleiðslu sína. Fyrirtækið ber nafnið Urtasmiðjan og vörur þaðan eru nú fáanlegar í nokkr- um verslunum á Akureyri sem og í Reykjavík. Til að byrja með var það gjarnan fólk með húðkvilla sem keypti smyrsl hjá Gígju og þá Hvaða áhrif hafa plönturnar? Gígja notar eftirfarandi piöntur í framleiðslu sína: Baldursbrá: Mýkir og græðir, linar bólgur, róandi. Birki: Græðandi, bjúgeyðandi, gott við exemi og gigtarverkj- um. Blágresi: Græðandi, bólgueyð- andi. Blóðberg: Gott á bólgna vöðva og liði, græðandi. Fjallagrös: Góð á sár, exem og þurrkbletti, mýkjandi og græðandi. Grœðikaktus: (Aloa vera) Græðir og styrkir húðina, róar kláða. Haugarfi: Notaður á bólgur, sár, gyllingæð, exem og psori- asis, kláðastillandi, græðandi. KamiUa: Bólgueyðandi, græð- andi og róandi. Lofnarblóm: Stillir kláða og sviða, græðandi, gott á auma liði og spennta vöðva. Mynta: Græðandi, kælandi, linar bólgur og verki. Morgunfrú: Góð á útbrot og gyllinæð, styrkir vessakerfið. Njóli: Kláðastillandi, græð- andi: Rauðsmári: Græðandi á exem og psoriasis, Talin ein af okkar bestu græðijurtum, styrkir vessakerfið, bólgueyðandi. var það einkum græðismyrslið hennar sem var vinsælt. Nú segir hún að einnig sé orðið algengt að fólk sem ekki þjáist af nein- um kvillum leiti til sín, t.d. eftir andlitskremum eða olíum. „Ég held að fólk sé að verða meðvit- aðra um hvað er heilnæmt og ómengað,“ segir Gígja, en vör- urnar hennar eru án allra gerfi- efna. Jurtimar fær Gígja úr sínu nánasta umhverfi, niður undir sjó fyrir neðan húsið hennar og í fjallinu fyrir ofan. Hún segir meira en nóg af jurtum til og þó hún margfaldaði framleiðsluna yrði það ekki vandamál að finna nægjanlegt magn af jurtum. Tónlist og jurtir Jurtasöfnunin átti aldrei að verða annað en tómstundastarf en Gígja er tónlistarkennari við Tónmenntaskólann á Akureyri og hefur því nógu að sinna um þessar mundir. Hún segir þó að vinnan með jurtimar samræmist tónlistinni ekki svo illa. „í fljótu bragði virðist þetta vera allt ann- ar hlutur en oft er sagt að tónlist- in sé andlega græðandi. Því má kannski segja að þetta tvennt eigi eitthvað sameiginlegt; ann- að græðir sálina og hitt húðina.“ Gígja leggur áherslu á að þó jurtasmyrsl, krem og olíur geti hjálpað fólki megi ekki hafa ofsatrú á mætti þessara jurta. Enging krem, hversu góð sem þau séu, geti staðið undir því að vera kraftaverkakrem en í mörg- um tilfellum getur notkun haldið ákveðnum kvillum niðri. Exem og psoriasis hafi t.d. stundum horfið eftir nokkurra vikna notk- un. „En mér finnst stórkostlegt að hægt sé að halda þessum kvillum niðri og ég verð alltaf mjög ánægð að heyra ef jurtimar hafa gert gagn.“ AI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.