Dagur - 09.03.1996, Síða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 9. mars 1996
Sigrún Gísladóttir, fram-
kvæmdastjóri Ellimálaráðs
Reykjavíkurprófastsdæma,
(t.h.) og Valgerður Valgarðs-
dóttir, djákni á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri.
Mynd: AI
Heimsóknarþjónusta kirkjunnar:
Mikilvægast er a<S
kunna aÖ hlusta
„Að glæða von" var yfir-
skrift fræðslufundar, sem
Eyjafjarðarprófastsdæmi
stóð íyrir um síðustu helgi. A
fundinum var fjallað um
heimsóknarjDjónustu kirkj-
unnar en í athugun er að
skipuleggja slíka þjónustu ó
Eyjafjarðarsvæðinu. Mark-
mið þjónustu af þessu tagi
yrði að rjúfa einangrun og
vera vinur í nafni kristinnar
trúar. Þjónustunni er ekki
ætlað að koma í stað
heimahjúkrunar eða heimil-
isaðstoðar heldur er um við-
bót að ræða. Reykjavíkur-
prófastsdæmi hafa um nokk-
urt skeið boðið öldruðum,
fötluðum, eða öðrum sem
ekki eiga heimangengt, upp
ó þjónustu af þessu tagi og
var sú þjónusta kynnt ó
fræðslufundinum.
Sigrún Gísladóttir er fram-
kvæmdastjóri Ellimálaráðs
Reykjavíkurprófastsdæma og hef-
ur haft veg og vanda af skipulagn-
ingu heimsóknarþjónustunnar í
Reykjavík. Hún segir markmið
þjónustunnar vera að rjúfa ein-
angrun, lina þjáningar og glæða
von. „Þjónusta kirkjunnar er ekki í
samkeppni heldur í samvinnu við
aðra samfélagsþjónustu," segir
hún og telur heimsóknarþjónust-
una mjög mikilvæga viðbót.
Flestir sem heimsóttir eru í
Reykjavík eru aldraðir og sumir
söfnuðir hafa afmarkað sig við að
veita gömlu fólki þessa þjónustu.
Sigrún segir sltkar ákvarðanir í
höndum einstakra safnaða en
einnig sé hægt að bjóða þessa
þjónustu fólki, sem kemst ekki
ferða sinna vegna fötlunnar, veik-
inda eða af öðrum sökum.
Sjálfboðastarf
Heimsóknarþjónustan byggir upp
á sjálfboðaliðastarfi en Sigrún
segir mikilvægt að hafa einn
starfsmann, sem haldi utan um
þjónustuna og skipuleggi hana.
Miklu skipti að sjálfboðaliðar séu
vel undirbúnir og kynningamám-
skeið séu æskileg.
Ekki eru gerðar þær kröfur til
sjálfboðaliða að þeir hafi sérstaka
guðfræðilega þekkingu en mikil-
vægt er að þeir hafi áhuga og tíma
aflögu til heimsókna. Miklu skipt-
ir að sjálfboðaliðinn ræki þjónust-
una af trúmennsku, kunni að
hlusta og komi fram á þann hátt.
að viðkomandi fái á honum traust.
„Aðalatriðið er að við höfum tvö
eyru en bara einn munn. Við ætt-
um því að hlusta helmingi meira
en við tölurn," sagði Sigrún m.a.
þegar hún fjallaði um hvaða kröf-
ur væru gerðar til sjálfboðaliða.
Heimsóknir geta t.d. falið í sér
að sitja í ró og næði og spjalla,
lesa upphátt, skrifa bréf, fara í
gönguferð eða taka þátt í samver-
um sem boðið er upp á. Sá sem
heimsækir tekur þátt í að skapa
persónuleg tengsl en hans hlut-
verk er ekki að vinna heimilis-
störfin eða snúast fyrir þann sem
hann heimsækir en hann getur
hins vegar bent á úrræði s.s. heim-
ilishjálp.
Sælla að gefa en þiggja
Kristin trú kennir að hverjum
manni beri að meta afleiðingar
gjörða sinna en Sigrún segir ekki
síður mikilvægt að meta afleiðing-
ar aðgerðarleysis. Margir í þjóðfé-
laginu eru hjálpar þurfi og þó
sjálfboðaliðar fái ekki greitt í pen-
ingum segja flestir að þeim finnist
þeir fá meira til baka en þeir gefi.
Á Reykjavíkursvæðinu, þar sem
þessi þjónusta er komin af stað, eru
konur í miklum meirihluta sjálf-
boðaliða en einn og einn karlmað-
ur hefur þó farið í heimsóknir og
segir Sigrún æskilegt að fleiri karl-
menn bættust í hópinn. Þeir sem
heimsóttir eru skiptast hins vegar
nokkuð jafnt milli kynja.
Ábendingar um þá sem þarf að
heimsækja koma úr ýmsum áttum.
Stundum er haft samband við
sóknarprest og hann bendir á
heimsóknarþjónustuna sem val-
kost og einnig kemur fyrir að
starfsfólk heimahjúkrunar bendi á
einstaklinga sem gætu haft gagn
og gaman af heimsóknum. Á
fundinum kom fram að ein sókn
innan Eyjafjarðarprófastsdæmis
hafi sent út bréf til eldra fólks þar
sem þeir sem höfðu áhuga á að fá
heimsóknir frá kirkjunni voru
beðnir um að fylla út eyðublað og
senda. Aðeins ein beiðni barst og
töldu fundarmenn þetta styrkja þá
trú að í fæstum tilfellum hafi þeir
frumkvæði sem kunni að þarfnast
þjónustu af þessu tagi. Því sé
nauðsynlegt að hafa augun opin
og kynna þjónustuna.
Ætlum að byrja smátt
I Eyjafjarðarprófastsdæmi hefur
ekki verið skipulögð heimsóknar-
þjónustu á vegum kirkjunnar en
eins og fyrr segir er töluverður
áhugi á að koma slfku af stað.
Valgerður Valgarðsdóttir, djákni á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri, er mikil áhugamanneskja um
heimsóknarþjónustu og situr m.a.
í nefnd á vegum héraðsprófasts-
dæmisins, sem er að kanna mögu-
leikann á að koma þessari þjón-
ustu á fót norðanlands. „Við
ákváðum að fá Sigrúnu hingað
norður og málin standa nú þannig
að nefndin þarf að koma saman og
ákveða hvort þessi þjónusta verði
á vegum prófastsdæmisins eða
einstakra sókna,“ segir Valgerður.
Akureyrarsókn hefur þegar sýnt
áhuga á að koma af stað heim-
sóknarþjónustu en á fundinum
voru fulltrúar frá fleiri sóknum í
Eyjafirði og því telur Valgerður að
áhugi sé fyrir þessu víðar en á Ak-
ureyri. Hún hefur boðið fram
krafta sína til að halda utan um
skipulagninguna fyrst í stað og
segir að hugmyndin sé að byrja
smátt enda sé hún í fullu starfi í
öðru. „Við hugsum okkur að byrja
kannski með 4-5 sjálfboðaliða. Á
undirbúningsnámskeiðinu mættu
hins vegar gjaman vera fleiri,“
segir hún og bendir á að ef einhver
hafi áhuga á að bjóða sig fram geti
sá hinn sami haft samband við
sinn sóknarprest eða einhvem í
nefndinni, en auk hennar sitja í
nefndinni séra Svavar Alfreð Jóns-.
son og Heiðdís Norðfjörð.
Valgerður segir vandasamt að
finna einstaklinga sem þurfi á
heimsókn að halda og að velja
hver eigi að fara í heimsókn. Allt
bendi hins vegar til að þörfin sé
mikil. „Þetta hefur ekki verið
kannað en mér heyrist á þeim sem
em í heimahjúkrun og sjá um
heimilisaðstoð að á þessu sé mikil
þörf. I mínu starfi á sjúkrahúsinu
kynnist ég því líka að oft em að
fara heim einstaklingar sem em
mikið einir og væri mjög gott að
geta boðið þeim þessa þjónustu."
AI
Kærleíksþíónusta
í lifandi kirkju er þjónusta við
náungann mikilvægur þáttur. í
fréttabréfi sem ellimálaráð
Reykjavíkurprófastsdæma gefur
út er þessari þjónustu lýst á eftir-
farandi hátt:
Ég kem ekki til þín til að
sannfœra þig um trú mína held-
ur til að taka þátt í efa þínum.
Ég kem ekki til þín til að hefja
þig til skýjanna í styrkleika mín-
um heldur kem ég í veikleika
mínum, með ósk um að fá að
vera hjá þér.
Ég kem ekki með auðœfi til
að uppfylla óskir þínar, ég kem
snauð svo við getum auðgað
hvort annað.
Ég kem ekki til að leggja á
þig ok,
heldur þrá eftir að þú öðlist
frelsi.
Ég kem ekki með valdi eða
hroka, heldur sem þjónn.
Ég veð ekki inn á þig, heldur
kem ég varlega, svo þú brotnir
ekki saman.
Ég kem ekki með hávaða og
látum, heldur ein, hljóðlátlega,
svo að þú heyrist.
Ég kem ekki nauðug eða til
að hljóta upphefð, heldur vegna
eigin löngunar til að þjóna í
gleði.
Ég þvinga mig ekki upp á þig,
þegar þú vilt vera í friði. Ég kem
til þín þegar augu þín eru sorg-
mœdd og tóm og þérfinnst nótt-
in orðin allt ofdimm.