Dagur - 13.04.1996, Blaðsíða 3
nom I'i■*nt~* C'h'.nnnK^nn^ I Ol IOAH f*
Laugardagur 13. apríl 1996 - DAGUR - 3
FRETTIR
Keypti sjónvarps- og mynd-
bandstæki á fölskum forsendum
- dæmdur í 8 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra
Þrjátíu og sjö ára maður, til
heimilis í Olafsfirði, hefur í Hér-
aðsdómi Norðurlands eystra
verið dæmdur í átta mánaða
fangelsi, þar af sjö skilorðs-
bundna í þrjú ár fyrir að hafa
tvívegis í desember 1994 og einu
sinni í febrúar 1995 fengið af-
hentar vörur í verslunum á Ak-
ureyri án þess að greiða fyrir
þær með því að gefa upp rangar
upplýsingar.
I ákæruskjali ríkissaksóknara
kemur fram að þann 17. desember
1994 hafi maðurinn keypt sjón-
varpstæki að andvirði um 90 þús-
und krónur í Radionausti á Akur-
eyri. Hann sagðist vera skipverji á
tilteknu skipi og ætlaði skipshöfn-
in að gefa skipstjóranum tækið.
Tæpum tveim vikum síðar kom
maðurinn aftur í Radionaust og
keypti annað sjónvarp og mynd-
bandstæki, samtals að andvirði
184 þúsund krónur. Hann skrifaði
sem greiðandi á tvo víxla fyrir
kaupverðinu enda þótt hann ætlaði
ekki og hefði ekki bolmagn til að
greiða þá.
I þriðja tilvikinu kom maðurinn
inn í hljómdeild KEA þann 24.
Skagfirsk kornrækt í
mikilli sókn:
Tuttugu
bændur sá
korni í ár
„Hér í Skagafírði stunduðu sjö
bændur kornrækt í fyrra, en
verða eHki færri en 21 í ár.
Margir eru með þetta fjögurra
til fímm hektara akra, og sumir
allt að 10 hektara. Algengt er að
þeir sem eru að byrja í korn-
rækt séu með tvo hektara undir
fyrsta árið,“ sagði Sigurður
Baldursson, bóndi á Páfastöðum
í Staðarhreppi í Skagafírði, í
samtali við Dag.
Eins og fram kom í Degi fyrr í
þessari viku er talsverð hreyfing á
skagfirskum bændum í þá átt að
hefja komrækt í ríkum mæli. Sig-
urður Baldursson segir að verð-
hækkun á komi á heimsmarkaði
um allt að þriðjung hafi ýtt við
mönnum. „Við bændur hér í
Skagafirði munum einbeita okkur
að ræktun á sex raða byggi. Verð
á hverju kílói þess er komið í 30
kr., en við sjálfir getum rækað það
og framleitt á 20 kr. Algengt er að
meðalbú þurfi 20 tonn af komi yf-
ir árið og eðlileg uppskera eru tvö
til þrjú tonn af hverjum hektara.
Með þessu er hægt að ná fram
miklum spamaði í búrekstrinum,“
sagði Sigurður Baldursson.
Bestu skilyrðin til komræktar í
héraðinu, segir Sigurður vera í
Skagafirði innanverðum. „Við
vorum þrír sem byrjuðum á kom-
rækt hér árið 1993 og þá voru
margir sem höfðu vantrú á þessu.
En með árunum hafa menn sann-
færst og æ fleiri em að fara út í
þetta,“ sagði Sigurður og bætti við
að bændur ætluðu nú að slá í púkk
og kaupa þreskivél.
„Ef ekki kemur bakslag í veðr-
áttuna og gerir hret geri ég ráð
fyrir að byrjað verði að sá komi í
kringum 20. aprfl. Og nú þegar
hefur einn bóndi sáð í lítinn blett,
Pétur Sigmundsson á Vindheim-
um í Lýtingsstaðahreppisagði
Sigurður á Páfastöðunr. -sbs.
febrúar 1995 og keypti sjónvarp
að andvirði 209 þúsund krónur.
Kvaðst hann vera vélstjóri á bát
og væri búinn að greiða andvirði
tækisins inn á reikning KEA í
Landsbankanum.
Fyrir dómi viðurkenndi maður-
inn að hafa spunnið upp söguna
um gjöf skipsáhafnarinnar til skip-
stjórans. Aldrei hafi staðið til að
gefa tækið, heldur hafi hann keypt
það fyrir sig og selt það strax fyrir
á bilinu 50-60 þúsund. Hann bætti
við að aldrei hafi staðið annað til
en að greiða andvirði sjónvarps-
tækisins, um 90 þúsund krónur.
Um sjónvarpstækið sem mað-
urinn keypti í KEA sagðist hann í
lögregluyfirheyrslu í maí 1995
ekki hafa hugmynd um hvar það
væri niður komið. Hann kvaðst
hafa selt tækið manni sem hann
vildi ekki upplýsa hver væri og
fengið fyrir það 100 þúsund krón-
ur staðgreitt.
Fyrir dómi sagði maðurinn að
hann hafi gegnt vélstjórastöðu á
skipi Útgerðarfélags Skagfírðinga
hf. árið 1994. í desembermánuði
það ár hafi staðið til að skip hans
færi í söluferð til erlendra hafna
og hann af því tilefni tekið að sér
að kaupa tvö sjónvarpstæki fyrir
ónafngreinda einstaklinga. Vegna
þessa sagðist maðurinn hafa tekið
við fjármunum fyrir kaupverði
tækjanna líkt og verð þeirra var
erlendis. Maðurinn hætti við fyrir-
hugaða siglingu, m.a. vegna þess
að honum var sagt upp störfum á
skipinu. Þrátt fyrir breyttar for-
sendur sagðist maðurinn ekki hafa
skilað peningunum fyrir sjón-
varpstækjunum, en þess í stað nýtt
þá í eigin þágu í desember 1994
og janúar 1995. Af þessum sökum
kvaðst hann hafa orðið fyrir þrýst-
ingi frá þeim aðilum sem hann tók
að sér að kaupa sjónvarpstæki fyr-
ir og því tekið til bragðs að leita
eftir kaupum á tilteknum sjón-
varpstækjum hjá Radionausti og
hljómdeild KEA. Eftir að hafa
fengið sjónvarpstækin í hendur
kvaðst maðurinn hafa komið þeim
í hendur nefndra viðsemjenda
sinna líkt og hann hafði upphaf-
lega ætlað.
Niðurstaða Héraðsdóms Norð-
urlands eystra var sú að maðurinn
hefði brotið gegn fjársvikaákvæð-
um hegningarlaga svo og ákvæð-
Bjorn Palsson, fyrrv.
alþingismaður, látinn
Björn Pálsson, fyrrverandi
alþingismaður og bóndi á
Ytri-Löngumýri í Austur-
Húnavatnssýslu, er látinn 91
árs að aldri.
Bjöm Pálsson fæddist að
Snæringsstöðum í Svínavatns-
hreppi 25. febrúar 1905. Hann
varð búfræðingur frá Hólum
1923. Stundaði síðan nám í
Samvinnuskólanum um tíma
árið 1925. Dvaldist í Noregi og
Danmörku árið 1927 og á Nýja
Sjálandi og Ástralíu 1928-1929
til að kynna sér meðferð og
flokkun á kjöti. Bóndi var hann
á Ytri-Löngumýri frá 1930 og
jafnframt kaupfélagsstjóri á
Skagaströnd 1955-1960. Hann
stofnaði útgerðarfélagið Hún-
vetning hf. 1957 og Húna hf.
1962 og rak útgerð í allmörg
ár. Alþingismaður A-Húnvetn-
inga var hann 1959 og alþing-
ismaður Norðurlands vestra
fyrir Framsóknarflokkinn
1959-1974. Þingmennsku hætti
hann 70 ára.
Auk þess sem þegar hefur
verið nefnt var Bjöm um skeið
oddviti Svínavatnshrepps,
sýslunefndarmaður um árabil
og sat í stjómum Sláturfélags
A-Húnvetninga og Kaupfélags
Húnvetninga.
Eftirlifandi eiginkona
Bjöms Pálssonar er Ólöf Guð-
mundsdóttir f. 10. mars 1918.
Þau eignuðust 10 böm. óþh
Utflutningsverðlaun eftir
akureyrskan myndhöggvara
Sólveig Baldursdóttir, mynd-
höggvari á Akureyri, hefur ver-
ið valin til að gera útflutnings-
verðlaun forseta íslands. Verð-
launin verða afhent 28. apríl.
Sólveig vinnur aðallega með
marmara og nýlega hélt hún sýn-
ingu á verkum sínum í Gerðar-
safni í Kópavogi. Frú Vigdís
Finnbogadóttir, forseti íslands,
kom á sýninguna og í framhaldi af
því var haft samband við Sólveigu
og hún beðin um að gera þessi
verðlaun. „Ég er mjög ánægð með
þetta. Sýningin fyrir sunnan gekk
mjög vel og ég fékk góða gagn-
um almennra hegningarlaga.
Fram kemur í dómi Héraðs-
dóms Norðurlands eystra að um-
ræddur maður hafi verið sakfelld-
ur í Héraðsdómi Norðurlands
vestra 18. janúar 1995 fyrir skjala-
fals og var honum gert að sæta 7
mánaða fangelsi, þar af voru 5
mánuðir skilorðsbundnir í þrjú ár.
óþh
rýni,“ sagði Sólveig, þegar blaða-
maður heimsótti hana í vöru-
skemmu KEA í Gilinu, þar sem
hún hefur vinnuaðstöðu um þessar
mundir. „Mér finnst sérstaklega
skemmtilegt að gera þessi verð-
laun því marmarinn hefur ekki
verið áberandi í íslenskri list. En
hann er svo mikið eðalefni, með
sál og öllu í, og fólk metur það.“
Öll verkin hennar Sóíveigar,
sem voru á sýningunni í Gerðar-
safni, eru komin aftur norður og í
maí gefst Akureyringum kostur á
að skoða þau á sýningu í Lista-
safninu. AI
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa í
1. flokki 1991
3. flokki 1991
1. flokki 1992
2. flokki 1992
1. flokki 1993
3. flokki 1993
1. flokki 1994
1. flokki 1995
Innlausnardagur 15. apríl 1996.
l.flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.584.706 kr. 158.471 kr. 15.847 kr.
3. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 1.410.083 kr.
500.000 kr. 705.042 kr.
100.000 kr. 141.008 kr.
10.000 kr. 14.101 kr.
1. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 6.944.107 kr.
1.000.000 kr. 1.388.821 kr.
100.000 kr. 138.882 kr.
10.000 kr. 13.888 kr.
2. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 6.835.129 kr.
1.000.000 kr. 1.367.026 kr.
100.000 kr. 136.703 kr.
10.000 kr. 13.670 kr.
1. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 6.294.799 kr.
1.000.000 kr. 1.258.960 kr.
100.000 kr. 125.896 kr.
10.000 kr. 12.590 kr.
3. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 5.861.788 kr.
1.000.000 kr. 1.172.358 kr.
100.000 kr. 117.236 kr.
10.000 kr. 11.724 kr.
1. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 5.752.855 kr.
1.000.000 kr. 1.150.571 kr.
100.000 kr. 115.057 kr.
10.000 kr. 11.506 kr.
1. flokkur 1995: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 5.423.843 kr.
1.000.000 kr. 1.084.769 kr.
100.000 kr. 108.477 kr.
10.000 kr. 10.848 kr.
Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands
Suðurlandsbraut 24.
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REVKlAVlK • SÍMI 569 6900