Dagur - 13.04.1996, Blaðsíða 20

Dagur - 13.04.1996, Blaðsíða 20
Þrefaldur 1. vinningur Keppt um Islands- meistaratitla í Hlíðar- fíalli um helgina I gær hófst keppni á alþjóða- móti í svigi og stórsvigi í Hlíð- arfjalli og jafnframt hófst keppni í göngu, þar sem keppt er til Islandsmeistara, en eins og kunnugt er fauk Skíðalands- mót Islands út í veður og vind í Bláfjöllum um páskana. Óop- inbert Skíðamót íslands fer því fram í Hlíðarfjalli nú um helg- ina og er ástæða til að hvetja fólk til að bregða sér upp í fjall og fylgjast með skemmtilegri keppni. I gær var keppt í stórsvigi karla og kvenna. Keppni hefst síðan aftur í dag kl. 9 með keppni í stórsvigi karla og svigi kvenna kl. 10. Síðari ferð í stórsvigi karla verður kl. 12.45.1 fyrramálið kl. 9 verð- ur fyrri ferð í stórsvigi kvenna og kl. 10 verður keppni í svigi karla. Síðari ferð í stórsvigi kvenna verður kl. 12.45. Keppni í göngu hófst í gær með 15 km karla, 10 km pilta og 5 km kvenna. I dag kl. 13 verður ræst í boðgöngu, þrisv- ar sinnum 10 km karla og þrisvar sinnum 3,5 km kvenna. A morgun, sunnudag, verður síðan keppt kl. 11 í 30 km göngu karla, 15 km göngu pilta og 7,5 km göngu kvenna. Frjáls aðferð verður viðhöfð á sunnudag, en hefðbundin að- ferð var í göngunni í gær. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var í Hlíðarfjalli, er þjálf- ari íslenska alpalandsliðsins, Pólverjinni Kaminski (til hægri) að leggja á ráðin ásamt norskum eftirlitsmanni. óþh/Mynd: BG mmm ■ Framtið Tonlistarskóla Eyjafjarðar: Breyta þarf kostnaðarskiptingu Adögunum skilaði áliti þriggja manna nefnd, sem skipuð var til að skoða rekstur Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Að skólanum standa Grýtubakka- hreppur, Svalbarðsstrandar- hreppur, Eyjafjarðarsveit, Glæsibæjarhreppur, Arnarnes- hreppur, Skriðuhreppur og Öxnadalshreppur. f nefndarálit- inu eru reifaðir ýmsir hlutir til breytinga á rekstrarfyrirkomu- lagi skólans, en það var rætt á fundi skólanefndar Tónlistar- skólans ásamt fulltrúum aðild- arsveitarfélagana fyrir skömmu. Fram kom að notkun sveitarfé- laganna á kennsluframboði skól- ans er mjög misjöfn og miðað við það er mikil þörf á að endurskoða kostnaðarskiptingu við skólann. Mikil umræða varð á fundinum um kostnaðarskiptinguna og voru menn almennt á því máli að hún þyrfti að breytast þannig að meira væri greitt eftir notkun. Kostnað- arskipting hefur verið á þann veg að sveitarfélögin hafa greitt 50% eftir íbúafjölda og 50% eftir nem- endafjölda. Miðað við óbreytta kostnaðar- skiptingu em hrepparnir fjórir við vestanverðan Eyjafjörð og Sval- barðsstandarhreppur að borga mun meira til skólans en sem nemur notkun þeirra í tímafjölda. „Þá er ekki nema von að menn Veðurstofan spáir suðaust- ankalda á Norðurlandi í dag og á morgun. Skýjað verður og fremur hlýtt í veðri. Vest- an Tröllaskaga verður þurrt en austan til er hugsanlegt að verði lítilsháttar rigning. Ekki er breytinga að vænta í veðri á mánudag. setjist niður og skoði hvort hægt sé að leysa dæmið með jafn góðri þjónustu á ódýrari hátt,“ sagði Oddur Gunnarsson, oddviti Glæsi- bæjarhrepps. Á fyrrnefndum fundi var lögð fram tillaga að breyttri kostnaðar- skiptingu, frá fulltrúum Sval- barðsstrandar-, Grýtubakka- og Glæsibæjarhrepps. Þar er m.a. lagt til að kostnaði verði skipt 10% eftir íbúafjölda og 90% miðað við kenndar stundir á hverjum stað. Einnig að sveitarstjómir taki um það ákvörðun hver fyrir sig við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert. hvað þær vilji kaupa marga einka- tíma og miðist áætlanir Tónlistar- skólans við það. Var tillögunni vísað til viðkomandi sveitarstjóma og svara óskað fyrir 10. apríl. Eyjafjarðarsveit er lang stærsta aðildarsveitarfélag Tónlistarskól- ans og þar hefur hreppsnefnd hafnað tillögunni. Pétur Þór Jón- asson, sveitarstjóri, sagði að mið- að við þessa tillögu um breytta kostnaðarskiptingu væri í raun hagstæðara fyrir Eyjafjarðarsveit að vera ein og sér með tónlistar- skóla og án þess að þurfa að skerða þjónustuna frá því sem er í dag. Þessari tillögu hefði því verið hafnað, sem ekki þýddi þó að menn vildu draga sig út úr sam- starfinu. Hreppsnefnd Svalbarðsstrand- arhrepps tók málið fyrir á fundi fyrir skömmu og þar var sam- þykkt tillaga þar sem segir m.a. að sveitarstjóm samþykki að vera áfram aðili að Tónlistarskóla Eyjafjarðar ef fyrrgreind tillaga um kostnaðarskiptingu verður samþykkt af öðmm aðildarsveitar- félögum. Samskonar tillaga var samþykkt í Glæsibæjarhreppi. Því verður ekki betur séð en að nokk- ur óvisa ríki um samstarf sveitar- félaganna um Tónlistarskóla Eyja- fjarðar í óbreyttri mynd. HA í dag, laugardaginn 13. apríl og sunnudaginn 14. apríl frá kl. 13-17. Nýr 5 dyra bíll frá Renault. Ríkulega búinn, m.a. vökva- og veltistýrí, fjarstýrðar samlæsingar, útvarp og segulband með fjarstýringu og 6 hátalarar. Verð frá kr. 1.298.000,- Mégane öryggi: Sérstök styrking i gólfi og toppí, tveir styrktarbitar í hurðum. Bílbeltastrekkjarar ásamt höggdeyfum á beltum í framsætum sem minnka líkur á áverkum og þrjú þriggja punkta belti í aftursætum. Þið akíð örugglega á Mégane! Einníg allar aðrar gerðir Renault á staðnum. / ipSPiSi I _ H Wv RENAULT íer ákostum! " # &Í.L&; XN : "I ./■%; Glerárgötu 36 Akúreyri Sími 462 1705

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.