Dagur - 13.04.1996, Blaðsíða 12

Dagur - 13.04.1996, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 13. apríl 1996 Ahugi fyrir handverki hefur stúruukist hér á landi á síðustu árum. Myndin er frá Handverkssýningu á Hrafnagili sem Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar stóð fyrir. Mynd: JÓH Vaxandi áhugi á hand verki um allt land Á íslandi hefur verið til hand- verksfólk eins lengi og menn muna. Á síðustu árum hefur áhugi á handverki þó aukist til muna og vítt og breitt um landið hafa sprottið upp handverks- hópar. Handverksfólkið er orðið sýnilegra en áður og þeir munir sem framleiddir eru ekki lengur faldir inni á heimilum. Með auknum áhuga urðu þær raddir sterkari meðal handverksfólks að þörf væri á einhverskonar yfirstjórn eða heildarsamtökum í landinu. Sumarið 1993 ákvað forsætisráðuneytið að leggja fram 20 miiljónir til eflingar heimilisiðnaðar og í framhaldi af því var Handverki, reynslu- verkefni til þriggja ára, hrundið af stað í byrjun árs 1994. Nú er liðið vel á þriðja ár verkefnisins og þeir sem hafa komið nálægt framkvæmdinni segja árangur greinilega merkjanlegan. „Sýningar á handverki hafa verið haldnar og einnig hand- verkskeppni. Jafnframt hefur ver- ið fjallað um handverk bæði í blöðum og sjónvarpi og allt gerir þetta að verkum að viðhorfið er að breytast. Nú virðist handverk vera komið í tísku,“ segir Guðrún Hadda Bjarnadóttir, sem er tengi- liður Handverks, reynsluverkefn- is, á Norðurlandi. Guðrún Hadda segir að þó handverk hafi alltaf verið stundað sé framleiðslan nú sýnilegri en áð- ur. Fyrir tíu árum þótti ekki fínt að vera í heimilisiðnaði og hann var talinn vera eitthvað sem húsmæð- ur gerðu til að spara; ekki að það væri neitt merkilegt sem þær voru að gera. „En nú þarf ekki að skammast sín lengur því hugarfarið hefur breyst,“ segir Guðrún Hadda. Handverksiðnaður kortlagður Markmið reynsluverkefnisins Handverk er að efla handverks- iðnað í landinu og liðsinna þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem starfa að handverki, heimilis- og listiðnaði. Hlutverk tengiliða er fyrst og fremst að stuðla að sam- starfi á milli aðila í handverksiðn- aði hver á sínu svæði. „Mitt aðal verkefni hefur verið að finna fólk sem er að vinna í handverki, sér- staklega þá sem hafa áhuga á að selja. Það má segja að tengiliðirnir hafi verið að kortleggja hand- verksiðnað í landinu,“ segir Guð- rún Hadda. I framtíðinni er ætlun- in að setja allar þessar upplýsingar inn í gangabanka og gætu þá bæði hönnuðir, handverksfólk og fyrir- tæki sem hafa hráefni til sölu leit- að að upplýsingum í þessum banka. Guðrún Hadda segir áhuga á handverki á Norðurlandi vera nokkuð misjafnan eftir stöðum. I Þingeyjarsýslum sé handverks- hópur sem kallar sig „Konur milli heiða“ og þar hafí gengið nokkuð vel. Handverkshópurinn Bardúsa sé starfandi á Hvammstanga og þar sé starfsemin einnig nokkuð blómleg. „En þar sem er mikil at- vinna í fiski er handverk eiginlega ekkert stundað. Þetta byggist því mikið á atvinnuástandi á hverjum stað. Um hundrað konur eru t.d. í samtökunum „Konur milli heiða“ en þar er mikið atvinnuleysi. í Eyjafirði er áhugi á handverki ekki eins mikill en þó er hann ein- hver.“ AI Guðrún Hadda Bjarnadóttir er tengiliður á Norðurlandi fyrir reynsluverkefnið Handverk. MATARKRÓKUR_____________________ Uppskriftir úr eldhúsi Dóru Réttirnir sem Dóra Gunnarsdóttir býður lesendum Matarkróks upp á koma úr ýmsum áttum. Fyllta gœsin er t.d. uppskrift frá tengdamömmu hennar. „Þetta er mjög vinsœl upp- skrift í ættinni, “ segir Dára. Dóra er Akureyringur og vinnur á skrifstofunni hjá Varma hf. Maðurinn hennar heitir Guðmundur Jónasson og eiga þau þrjú börn. Elst er dóttir- in Gunnur, sem er 17 ára, en synirnir heita Jónas og Guðlaugur og eru 11 og 9 ára. Þeir eru báðir á myndinni með mömmu sinni. Dóra skorar á mágkonu sína, Maríu Jóhannsdóttur, í nœsta Matarkrók og að tveimur vik- um liðnum fáum við að sjá hvaða uppskriftum María lumar á. Matarmikil fiskisúpa 300-400 g humar í skel 400 g ýsa (roð- og beinlaus) 7 dl mysa 5 dl vatn 1 tsk. salt 150 g sellery 100 g blaðlaukur 4 stk. gulrœtur 1 meðalstór laukur 100 g smjör 1/ tsk. karrý 3 msk. hveiti Z tsk. Season All 2 fiskiteningar Z l rjómi 3 eggjarauður 200 g rœkjur 200 g hörpuskelftskur 1. Hreinsið humarinn úr skelinni og sjóðið hann ásamt ýsunni í vatn- inu, mysunni og saltinu í 8-10 mínút- ur. Steikið humarskelina á pönnu í helmingnum af smjörinu og sjóðið upp með fiskisoðinu í 15-20 mínútur. 2. Brytjið grænmetið smátt og mýkið í afganginum af smjörinu í 5- 10 mínútur. Látið karrý út í og síðan hveiti og bakið upp með sigtuðu fiskisoðinu. Bragðbætið með fiski- teningum og Season All. Látið rjómann út í og hitið í suðu. Takið pottinn því næst af hellunni. Pískið eggjarauðumar í skál og jafnið hægt út í súpuna. Setjið pottinn aftur á helluna en passið að súpan sjóði ekki. Bætið öllum fiskinum út í. Berið fram með volgu smábrauði og smjöri. Djúpsteiktur humar 500 g humar deig: 1 msk. lyftiduft 1 bolli hveiti 3 msk. olía Vt bolli vatn salt og pipar Pískað saman, humrinum velt upp úr deiginu og djúpsteikt. Sósa: 100 g majones 1 dós sýrður rjómi 2 msk. Sweet Realise 1 dl súrsœt sósa / msk. niðursoðnar ferskjur (brytjað- ar smátt) Blandið öllu saman og berið fram með humrinum. Fyllt gces 1 stk. gœs Fylling: 5 bollar franskbrauð (niðurbrytjað) 1 stór laukur (smátt skorinn) 3 msk. Poultiy-seasoning (má einnig nota villibráðarkrydd) 1 tsk. selleiysalt 1 bolli sjóðandi vatn með uppleystum súputeningi 2-3 msk. smjörlíki Mýkið laukinn í smjörlíkinu. Bæt- ið franskbrauðinu og kryddinu út í, þá sjóðandi vatninu og hrærið vel saman. Setjið fyllinguna inn í gæsina og setjið síðan gæsina í ofnpott með örlitlu vatni (til að fá í sósu). Bakið í ofni í 2-3 tíma eftir stærð fuglsins. Gott er að gegnvæta viskastykki í olíu og breiða yfir gæsina. Hellið vatninu af og takið viskastykkið af þegar u.þ.b. 20 mínútur eru eftir af steikingartíma og brúnið gæsina. Berið fram með brúnuðum kart- öflum, grænum baunum og rauðkáli. Kaka með apríkósukremi 1 pakki engiferkökur eða piparkökur (200 g) 75 g smjör Fylling: 1 dós niðursoðnar apríkósur 1 stórt epli /1 rjómi 3 blöð matarlím Myljið engiferkökumar og hrærið sarnan við brætt smjör. Setjið á fat með háum börmum, þrýstið vel í botninn og út í hliðamar. Flysjið epl- ið og sjóðið í graut í hálfum bolla af apríkósusafanum. Leggið matarlíms- blöðin í bleyti í kalt vatn í 10 mínútur og leysið þau síðan upp í volgum eplagrautnum og hrærið vel. Látið kólna. Takið því næst frá tvær aprí- kósur til skrauts, kremjið afganginn og blandið sáman við eplagrautinn. Þeytið rjómann og setjið saman við þegar grauturinn er farinn að stífna. Smyrjið kreminu á botninn og skreyt- ið með þeyttum rjóma og apr/kósu- sneiðum. AI Dóra Gunnarsdóttir ásamt sununi sínum, Jónasi og Guðlaugi. Mynd: BG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.