Dagur - 13.04.1996, Blaðsíða 13
Laugardagur 13. apríl 1996 - DAGUR - 13
POPP
MACNÚSÖEIRÖUÐMUNDSSON
FJÖRIINGINN ’96 í 1929
Á miðvikudeginum fyrir
páska var haldin nokkuð
merkileg hljómsveita-
keppni í skemmtistaðn-
um 1929 hér á Akureyri.
Kallaðist hún Fjörunginn
96 og var það F.Í.H., Fé-
lag íslenskra hljómlistar-
manna, sem stóð að
henni í tengslum við
Fjöregg 96, skemmtidag-
skrá sem fram fór hér í
bænum um páskana. Líkt
og með Músíktilraunir
Tónabæjar í Reykjavík, er
tilgangurinn með Fjör-
unganum að gefa ungum
hljómsveitum tækifæri á
að koma sér og sínu á
framfæri með vissum
reglum. Munurinn aðeins
sá að um nokkuð eldri
þátttakendur er í flestum
tilfellum að ræða, auk
þess sem allar sveitirnar
urðu að spila sama lagið,
Lóa litla á Brún, ásamt
þremur frumsömdum
lögum. Tíu hljómsveitir
tóku þátt í keppninni, þar
af um helmingur frá höf-
uðborgarsvæðinu. Sigur-
vegari varð Sóma frá
Reykjavík og hlaut sveit-
in eina sextíu hljóðvers-
tíma í þremur hljóðver-
um. Meðfylgjandi mynd-
ir frá keppninni tók Björn
Gíslason, ljósmyndari
Dags.
PULP KEMURÍ
BYRJUN JÚLÍ
Eins og fram hefur komið áður hér
á poppsíðunni, hefur koma bresku
popparanna vinsælu í Pulp verið
boðuð hingað til lands í sumar í
tengslum við Listahátíð í Reykja-
vík. Dagsetning tónleikanna hefur
hins vegar hingað til verið nokkuð
á reiki, ennú munvera ákveðið að
hljómsveitin komi fram þriðju-
dagskvöldið 2. júlí i Laugardals-
höllinni. Fagnar ungdómur lands-
ins Pulp áreiðanlega mikið, en
sveitin er nú án efa ein af þeim
stærri í breska poppinu í félagi
með Suede, Supergrass, Cast, Blur
og svo auðvitað kóngunum sjálf-
um, Oasis. Mun það fyrst og
fremst vera fyrir áhuga söngvar-
ans og aðálsprautu Pulp, Jarvis
Cocker, sem sveitin kemur, en
hann hefur mikinn áhuga á land-
inu og hefur komið hingað til
lands svo lítið ber á oftar en einu
sinni. Annars er það frekar af Coc-
ker að segja, að öfugt við það sem
ætla hefði mátt, hafa menn bara
tekið uppátæki hans vel, að hrella
Michael Jackson á Brit verðlauna-
hátíðinni um daginn. Er sumum
sem sagt alveg orðið nóg um allt
prjálið, glysinn og glauminn, sem
fyígir poppgoðinu. Mætir kappinn
því væntanlega hinn hressasti til
leiks upp á Frón, lfkt og „kollegi"
hans úr Blur, Damon Alban, gerði
fyrir páskana. Boðaði Alban sem landí og að hann og félagar hans
kunnugt er að Blur muni taka upp hefðu mikinn áhuga á að halda
nýja plötu sína að hluta hér á ís- hér tónleika seinna á árinu.
Jarvis Cocker, söngvari Pulp, kemur ásamt félögum til landsins í
byrjun júlí.
MICHAEL MÆTTUR
TIL LEIKS
Það verður ekki annað sagt en að
mikið hafi mætt á George Michael
síðustu árin í glírnu hans við að
halda sjálfstæði sínu sem tónlistar-
maður. Þessi vel liðlega þrítugi
breskgríski poppari, sem með
sanni hefur kallast „hjartaknúsari
poppsins númer eitt", að minnsta
kosti á síðari árum, þurfti að bíða í
ein sex ár eftir að losna frá risan-
um Sony og heppnaðist það á síð-
asta ári. Svo löng barátta og sú
staðreynd að Michael hefur ekki
mátt senda neitt efni frá sér á þess-
um tíma, hefði gert út um feril
flestra annarra tónlistarmanna.
Þeir einfaldlega dagað uppi og
gleymst eftir svo langa þögn hvort
sem þeim hefur líkað betur eða
verr. Slíkt hefðu svo sem líka get-
að orðið örlög Michael, ef ekki við-
burðir á borð við minningartón-
leikana um Freddy Mercury, þar
sem hann söng með eftirlifandi
meðlimunum þremur í Queen
ásamt mörgum fleiri, hefðu komið
til. Voru þessir stórtónleikar, sem
fram fóru á Wembley, að sjálf-
sögðu hljóðritaðir og komst
Michael þannig með krókaleiðum
aftur á plötu. EP plata þar sem
hann, söngkonan Lisa Stansfield
og fleiri voru á, náði til dæmis
miklum vinsældum og fór hátt á
lista víða um heim. Fyrr á þessu
ári kom svo fyrsta smáskífulag Ge-
George Michael snúinn aftur
eldri og reyndari.
orge Michael í sex ár, Jesus To A
Child út og hefur notið góðra vin-
sælda framundir þetta. Næsta
smáskífulag, The First Love, er
síðan væntanlegt á næstu vikum. í
kjölfarið kemur svo stór plata í
maí, sem bera mun hið táknræna
nafn, Older, eða „Eldri". Er víst að
kappinn er bæði eldri nú og
reynslunni ríkari eftir það sem á
undan er gengið. Mun Older
áreiðanlega verða með söluhæstu
alötum ársins ef að líkum lætur,
?ví hingað til hefur Michael selt
worki fleiri né færri en um 36
milljónir eintaka af plötum sínum.
JJ CALE
Víst má telja að leitun sé að hóg-
værari heiðursmanni í röðum
frægra tónlistarmanna, en karlin-
um honum JJ Cale. Hann sem allt í
senn hefur sannað sig sem af-
bragðs gítarleikari, lagasmiður og
upptökustjóri auk þess að vera
JJ Cale, gamli garpurinn, er nú að
senda frá sér enn eina plötuna.
hinn „raunsannasti raulari", hefur
alla sína tíð verið lítt gefinn fyrir
sviðsljós frægðarinnar, var hálf-
partinn dreginn inn í frægðarljóm-
ann þegar Eric Clapton gerði
Cocaine og After Midnight vinsæl
sem kunnugt er á áttunda ára-
tugnum. Síðan þá hefur hann not-
ið mikillar frægðar og virðingar,
en hefur ekki gert sér mikinn mat
úr því. Hann hefur þó vissulega
farið endrum og sinnum í tón-
leikaferðir, t.d. til Evrópu, en lang-
mestum tírna eyðir hann hins veg-
ar heima fyrir þar sem hann er
með hljóðver á búgarði sem hann
á. JJ Cale á um og yfir 30 ára tón-
listarferil að baki, en fór samt ekki
að senda frá sér plötur að marki
fyrr en þáttur Claptons kom til.
Þær hafa þó hingað til orðið tólf
og er nú sú þrettánda einmitt að
bætast við í næsta mánuði. Nefnist
hún því raunsanna nafni Guitar
Man, sem lýsir skapara hennar að
stórum hluta vel.