Dagur - 13.04.1996, Blaðsíða 8

Dagur - 13.04.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 13. apríl 1996 Hestadagar í Reiðhöllinni 3.-5. maí: Við sama borð Með þessu fyrirkomulagi, úrtök- unni og sýningareinvaldi, sitja all- ir við sama borð. Það er öllum á þessu svæði frjálst að koma og taka þátt í úrtökunni hvort sem þeir eru félagar í Félagi Hrossa- bænda eða ekki. Markmiðið er og hefur alltaf verið, að gefa hrossa- ræktendum og tamningamönnum tækifæri til að koma sér og sínu á framfæri. I ár verður ekkert stór- mót á Norðurlandi og því er þessi sýning að mínu mati eitthvert besta tækifæri Norðlendinga í ár til að koma gæðingum sínum á framfæri,“ sagði Baldvin. Það hefur verið árvisst undan- farin ár að norðlenskir hesta- menn sýni gæðinga sína á Norð- lenskum hestadögum í Reiðhöll- inni í Reykjavík. í vor bregður svo við að norðlenskir og sunn- lenskir hestamenn hafa ákveðið að efna til sameiginlegrar sýn- ingar í höllinni fyrstu helgina í maí. Þessi helgi hefur fyrir löngu skipað sér fastan sess á dagatölum hestamanna því að það er einmitt þá sem stóðhest- arnir á Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti eru sýndir al- menningi og dómar birtir. Sjaldan ef nokkurn tímann sæk- ir annar eins fjöldi hrossa- bænda, knapa og áhugamanna um hestamennsku víðsvegar að af landinu suðvesturhornið heim eins og einmitt þessa helgi. Baldvin Kr. Baldvinsson í Torfunesi í Ljósavatnshreppi er formaður norðlensku undirbún- ingsnefndarinnar, sem nú vinnur að því að móta glæsilega sýningu í Reiðhöllinni í byrjun maí ásamt Sunnlendingum. Blaðamaður Dags hitti hann að máli vegna þessarar árlegu hátíðar norð- lenskra hestamanna. Norðlensku deildirnar í Félagi hrossabænda Að sýningunni standa, fyrir hönd Norðlendinga, deildir Félags hrossabænda á Norðurlandi, sem eru fjórar talsins, í Austur- Húna- vatnssýslu, Vestur-Húnavatns- sýslu, Skagafirði og Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslu og Hólaskóli. A Suðurlandi er um að ræða deildir Félags hrossabænda í Ár- nes- og Rangárvallasýslum. Frá Holtavörðuheiði að Langanestá „Hér Norðanlands er í raun um að ræða alla hestamenn frá Holta- vörðuheiði og út á Langanestá og nú er komið að því að velja þá hesta sem verða fulltrúar okkar í sýningunni. Það er von mín að Norðlendingar hafi metnað til þess að mæta til úrtökunnar með sína bestu gæðinga þannig að sveitin sem við sendum suður verði sem allra frambærilegust. Sigurður Marínusarson hefur verið fenginn til að vera sýningar- stjóri og hann er jafnframt ein- valdur og velur alla hestana í sýn- inguna. Hann hefur nú þegar í höndum ákveðin drög að dagskrá og velur hesta með tilliti til þeirrar sýningar sem fyrirhuguð er. Einvaldurinn velur 18. og 19. Sigurður kemur norður 18. apríl og þá verður úrtaka á Þingeyrum fyrir Húnavatnssýslu, síðdegis þann sama dag og næsta dag verð- ur úrtaka á Akureyri fyrir Eyfirð- inga og Þingeyinga og síðdegis 19. apríl verður úrtaka fyrir Skag- firðinga á Hólum. Ég hvet alla sem áhuga hafa til að skrá þátt- töku sem allra, allra fyrst og hafa í því augnamiði samband við tengi- liði í sínu heimahéraði. Kynbótanefnd sér um skrán- ingu kynbótahrossa í henni sitja; Jón Gíslason Hofi, Vignir Sig- urðsson, Benedikt Ambjörnsson á Bergsstöðum og Víkingur Gunn- arsson. I gæðinganefndinni sitja; Ingimar Jónsson á Flugumýri, Ægir Sigurgeirsson í Stekkjardal, Halldór Sigurðsson, Bjami Braga- son og Ragnar Ingólfsson á Hóli. Unglinganefnd skipa; Anna Jó- hannesdóttir á Hjaltastöðum, Úlf- hildur Sigurðardóttir á Akureyri, Fjóla Viktorsdóttir og Helga Thoroddsen. Auk þess vil ég hvetja alla sem hafa hugmyndir um góð sýningaratriði til að hafa samband við þá sem sitja í þessum undirbúningsnefndum eða for- menn hrossaræktardeildanna á sínu svæði. Baldvin Kr. Baldvinsson í Torfunesi í Ljósavatnshreppi er í forsvari fyrir norðlenska hcstamcnn. Hér er hann ekki í reiðgallanum heldur sönggall- anum en hann er einn af stórsöngv- urum okkar Norðlendinga. Hinn þekkti stóðhestur Gustur frá Hóli í Eyjafjarðarsveit er í eigu Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingeyinga og hrossaræktarsambandanna á Aust- ur- og Vesturlandi. Hann hefur komið fram í ReiðhöIIinni tvö undan farin ár. Verður hann þar í byrjun maí? höfðingjanum Hrafni frá Holts- múla. Kynbótahryssur skipa sinn sess og ef áhugi reynist fyrir hendi er mögulegt að setja inn sýningar hrossaræktarbúa og ætlunin er að fjögur hross verði í hverjum hópi. Á þriðja tuginn Sýningaratriðin verða væntalega á þriðja tuginn og fjölbreytnin eftir því. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þegar Hólanemar opna sýning- una með skrautlegri fánareið föstudagskvöldið þriðja maí verð- ur glæstur flokkur knapa og hesta reiðubúinn og hvet alla hestaunn- endur til að taka helgina frá og eiga góðar stundir í Reiðhöllinni og Gunnarsholti þessar fyrstu helgi í maí,“ sagði Baldvin Kr. Baldvinsson, bóndi, söngvari og hestamaður í Torfunesi. KLJ Hestaþing og sýningar á Norðurlandi 1996 Apríl Helgina 20.-21. apríl verður vor- mót hestamannafélagsins Léttis á Hlíðarholtsvelli ofan Akureyrar. Á sumardaginn fyrsta 25. aprfl verður íþróttamót á Melgerðis- melum hjá félögum í hesta- mannafélaginu Funa í Eyjafjarð- arsveit. Maí Fyrstu helgina í maí, 3.-5. ntaí verður norðlensk-sunnlensk stór- sýning í Reiðhöllinni í Víðidal. Þann 4. maí verður árleg sýning stóðhesta á vegum Stóðhesta- stöðvarinnar í Gunnarsholti. Júní Fyrstu helgina í júní verður gæð- ingakeppni Léttis á Hlíðarholts- velli en gæðingamót Funa verður á Melgerðismelum 8. júní. Kyn- bótasýning verður í Húnavatns- sýslu dagana 10.-12. júní en í Skagafirði á Vindheimamelum 12.-15. júní. Félagsmót Svaða verður haldið 15. júní og félags- mót Léttfeta þann 16. að Flæði- gerði. Firmakeppni Þjálfa verður á Einarsstöðum þann 22. júní og kynbótasýningar í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum dagana 18.- 22. júní. Dagana 22.-23. júní haida húnvetnsku hestamannafé- lögin Neisti, Óðinn og Snarfari hestaþing í Húnaveri. Félagsmót Þráins verður haldið á Grenivík þann 29. júní og bæjakeppni Funa sama dag á Melgerðismel- um. Þá helgi verður einnig fé- lagsmót hjá Feyki í Ásbyrgi. JÚIÍ íþróttamót Léttis verður haldið á Hlíðarholtsvelli helgina 13.-14. júlí. Síðustu helgina í júlí verða svo Hátíðisdagar hestafólks á vegurn eyfirsku hestamannafé- laganna Léttis, Funa og Þráins. ÁgÚSt Um verslunarmannahelgina, fyrstu helgi í ágúst, verður að vanda stórmót á Vindheimamel- um á vegurn Léttfeta, Stíganda og Svaða. Þá verður einnig síðsumarssýning kynbótahrossa á Vindheimantelum. Dagana 9.- 11. ágúst verður íslandsmót í hestaíþróttum haldið á Varmár- bökkum. Laugardaginn 10. ágúst verður töltmót, bæja- og firma- keppni Svaða í Hofsgerði. Þá helgi verða hestadagar félaganna Glæsis, Gnýfara og Svaða haldn- ir á Siglufirði. Þessa helgi verður einnig árlegt Einarsstaðamót á Einarsstöðum í Reykjadal haldið af hestamannafélögunum Þjálfa og Grana. Þann 17. ágúst verður félagsmót Hrings á Flötutungum í Svarfaðardal og 24. sama mán- aðar verður firmakeppni Þráins haldin í Áshóli í Grýtubakka- hreppi. Samkvæmt móta- og við- burðaskrá hestamannafélaga L.H. 1996, KLJ Kynbótaveisla Aðspurður um dagskrá sýningar- innar sagði Baldvinn að það væri ljóst að kynbótahrossum væri ætl- að mikið vægi á sýningunni. „Við reiknum með því að hrossaræktar- samböndin kynni sína stóðhesta. Það eru gríðarlega sterkir gripir sem eru í þjálfum í dag og gaman verður að sjá saman, vonandi í sínu besta formi. Auk þess vænt- um við þess að norðlenskir eig- endur stóðhesta, sem eru í einka- eign, hafi það mikinn metnað fyrir hönd síns héraðs að þeir keppi að því að koma sínum hestum í okkar sýningu. Það er stefnt að því að koma fram með fimm ættliði út af

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.