Dagur - 27.04.1996, Blaðsíða 5

Dagur - 27.04.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. apríl 1996 - DAGUR - 5 Kistusmíðin er í höndum Valmunds Einarssonar, sem hér er á myndinni, og föður hans, Einars Valmundssonar. Myndir: AI í nútíma samfélagi virðist dauðinn oft fjarlægur og eitthvað sem menn hræðast að tala um. Það er af sem áður var, þegar ungir og aldnir bjuggu undir sama þaki og dauðinn var eðlilegur hluti hins daglega lífs. Oft vita inenn ekki hvernig þeir eiga að haga sér nálægt þeim sem hafa misst ástvin og eru hræddir við að nefna hinn látna á nafn. Umræða um dauðann er á bannlista nema viðeigandi sorgarsvipur sé settur upp. Með þetta í huga er forvitnilegt að velta því fyrir sér hvemig fyrir- tæki sem stundar viðskipti tengd dauðanum komi sinni framleiðslu á framfæri og hvort önnur lögmál séu þar í gildi en í viðskiptum al- mennt. Trésmiðjan Einval á Akur- eyri er einn fárra aðila á Norður- landi sem framleiðir líkkistur en auk þess er hægt að kaupa krossa á leiði og legsteina hjá fyrirtæk- inu. Blaðamaður Dags brá sér í heimsókn og ræddi við hjónin Valmund Einarsson og Elsu Pálm- ey Pálmadóttur um hvemig væri að starfa í svo mikilli nálægð við dauðann en þau og faðir Val- munds, Einar Valmundsson, eru eigendur Einvals. Einar var á sínum tíma meðeig- andi og rak Trésmiðjuna Reynir sf„ þar sem líkkistur voru m.a. smíðaðar, en starfsemi þess fyrir- tækis hætti fyrir nokkrum ámm. Þeir feðgar, Valmundur og Einar, hófu samtarf á ný fyrir um einu og hálfu ári síðan. „Eg hafði tekið Það segir sig sjálft að ekki er hægt að aug- lýsa með venjulegum hætti og reyndar vor- um við lengi tvístíg- andi um hvort við ættum hreinlega að þora að auglýsa. mér frí frá smíðum í nokkur ár og vann við önnur störf en lenti í því að missa vinnuna vegna þess að fyrirtækið sem ég vann hjá þurfti að hagræða í rekstrinum. Á þess- um tíma var byggingariðnaðurinn í mikilli lægð og því ekki vænlegt að fara út í smíðar en það var þó skárra en að gera ekki neitt,“ segir Valmundur. Einval smíðar ekki eingöngu líkkistur heldur er líka í almennri smíði en kisturnar eru vaxandi hluti starfseminnar. Eftirspurnin er þó mjög sveiflukennd og segja þau hjónin að beiðnir komi mikið í bylgjum. „Oft er meira í kringum hátíðir, t.d. um og eftir jólin,“ seg- ir Valmundur. Finnum fyrir sorginni Erfitt er að tala um líkkistur án þess að dauðinn og jarðarfarir komi upp í hugann og Valmundur og Elsa viðurkenna að óneitanlega verði þau vör við sorgina. „Oft er það hjúkrunarfólk sem hringir og biður okkur um að smíða kistur en stundum hringja líka aðstandendur og koma jafnvel á staðinn. Mann- leg samskipti verða eðlilega allt öðruvísi en í öðrum viðskiptum," segir Valmundur og Elsa bætir við: „Þegar fólk kemur hingað vit- um við ekki í hvaða erindagjörð- um það er. Hugsanlega biður það okkur urn einhverja almenna smíði eða erindið getur verið að biðja um kistu fyrir látinn ástvin. Kistulagningin er síð- asta augnablikið sem aðstandendur sjá við- komandi og við finn- um að allir eru þakk- látir ef vel er frá öllu gengið. Þetta er augnablik sem allir muna og við viljum gjarnan að minningin verði falleg. Því er nauðsynlegt að vera alltaf viðbúin og taka ávallt vel á móti fólki.“ Þó dauðinn geti vissulega verið sorglegur bendir Valmundur á að lítið sé unnið með að vera sífellt með sorgarsvip og oft grínist menn og séu með gálgahúmor vegna þessara viðskipta hans. „Ef margir deyja segja menn kannski við mig í gríni að nú hljóti ég að rúmi og segjast þau ekki hafa orð- ið vör við neikvæðni vegna aug- lýsingarinnar. - Hvað með kostnað, eru lík- kistur dýrar? „Við höfum lagt áherslu á að vera með vandaðar kistur og með- alverð á kistu er í kringum fimm- tíu þúsund,“ segir Valmundur og rifjar í þessu samhengi upp samtal sem hann átti fyrr í vetur við Jó- hannes Hermundarson, sem hefur verið einna lengst í þessari smíði hér á Akureyri. Jóhannes talaði um að áður hafi gjaman verið miðað við að verð á kistu með öll- um útbúnaði væri sambærilegt við fullfrágengna útidyrahurð og segir Valmundur að ef sú viðmiðun sé höfð í huga hafi verð á kistum lækkað töluvert þar sem hurðimar séu nú dýrari en kistumar. - Kemur kostnaðurinn fólki á óvart? „I flestum tilvikum hefur fólk sagt okkur að það hafi búist við hærra verði. Ég held að það geri sér grein fyrir þessum kostnaði og búist við honum.“ Elsa Pálmey Pálmadóttir sér um allan saumaskap. hafa það gott,“ segir Valmundur og bæði hjónin fara að hlæja þeg- ar blaðamaður rifjar upp hegðun útfararstjóra í Lukku-Láka bókun- um sem var jafnframt kistusmið- ur. Þessi persóna var jafnan ákaf- lega grámygluleg og hlakkaði í henni í hvert sinn sem von var á hressilegum bardaga. Var jafnvel staðinn að verki við að mæla menn sem enn voru í fullu fjöri, til að hafa kistuna tilbúna ef ske kynni að þeir yrðu fyrir skoti. Erfitt að auglýsa Flestir þeirra sem stunda viðskipti gera sér grein fyrir mikilvægi aug- lýsinga og hér lenda þeir sem framleiða líkkistur og vömr sem tengjast jarðarförum í ákveðnum vanda. „Það segir sig sjálft að ekki er hægt að auglýsa með venjuleg- um hætti og reyndar vorurn við lengi tvístígandi um hvort við ætt- um hreinlega að þora að auglýsa," segir Valmundur. „Við veltum því líka heilmikið fyrir okkur hvemig auglýsingin ætti að vera,“ bætir Elsa við. Niðurstaðan var lítil, svarthvít auglýsing þar sem lát- leysið og éinfaldleikinn er í fyrir- Ef margir deyja segja menn kannski við mig í gríni að nú hljóti ég að hafa það gott. Frágangur skiptir máli Þó búið sé að srníða kistu er verk- inu ekki lokið því ekki skiptir minna máli að ganga vel frá kist- unni að innan og að fylgihlutir séu smekklegir og vandaðir. Þar er komið að þætti Elsu, konu Val- mundar, en hún sér um allan saumaskap. „Hann smíðar, ég sauma og við hjálpumst að við að bólstra kistuna, gera krossana og fleira," svarar Elsa, þegar spurt er um verkaskiptingu. Bæði leggja ntikla áherslu á að vel sé að verki staðið við frágang. „Kistulagningin er síðasta augna- blikið sem aðstandendur sjá við- komandi og við finnum að allir eru þakklátir ef vel er frá öllu gengið. Þetta er augnablik sem allir muna og við viljum gjaman að minningin verði falleg.“ A1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.