Dagur - 27.04.1996, Síða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 27. apríl 1996
Við ökum sem leið liggur yfir nakinn og gráan
s
Hólasand inn að rótum landsins, til Mývatns. I
kringum vatnið kúrir byggðin og við komum inn í
sveitina einmitt þar sem hún er þéttust í landi
Reykjahlíðar. Vorið hefur tyllt tánum tindana á en
sumarið bíður enn við nœsta leiti og við skynjum
ákveðna ró. Kyrrð náttúrunnar og hversdagsins í
lífi fólksins sem byggir þessa þekktu sveit. Brátt
knýr sumarið dyra og ys og amstur hábjargrœðis-
tímans fyllir mývetnska loftið krafti, framtaki og
bjartsýni. Við sækjum heim Mývetning, sem er
mótaður af þessari náttúru, konu sem nú er á
sjötugasta aldursári og hefur verið búsett í þess-
ari sérstœðu sveit frá barnsaldri. Hún hefur öðl-
ast það allt, ró vetrarríkisins og athafnasemi og
orku sumarsins, hún býr í Víðihlíð og heitir
Hólmfríður Pétursdóttir.
Fjölskyldan í Víðihlíð, Hólmfríður og Sverrir með börnin sín fjögur, myndin er tekin árið 1968.
„Lífíð er tækifæri,
notum það“
Hólmfríður fyrir miðri mynd í grasaheiði á Austara-selsheiði ásamt dóttur
sinni Sigrúnu og dóttusyni Daða.
Hólmfríður kann að taka á móti
gestum, hefur alist upp við hreinrækt-
aða íslenska sveitagestrisni og hennar
ævistarf hefur snúist um að taka vel á
móti þeim sem sækja sveitin hennar
heim. Við setjumst með henni í stof-
una, það er kaffi í bollunum og klein-
ur í skálinni.
Af gömlu ættinni
- Hver er Hólmfríður Pétursdóttir?
„Ja, hver er hún, það veit ég nú
ekki, það er spumingin? En ef ég á að
segja þér hverra manna ég er þá er ég
af gömlu Reykjahlíðarættinni, þeirri
ófínni, það er líka til önnur Reykja-
hlíðarætt sem er talin voðalega fín, út
af séra Jóni Þorsteinssyni.
Elsti ættfaðir minn, sem vitað er
um að bjó í Reykjahlíð, var Jón Ein-
arsson. Hann bjó þar þegar manntalið
var gert árið 1703. A þessum árum
var fólk hins vegar alltaf að færa sig
milli bæja og þessi gamla Reykja-
hlíðarætt hefur ekki búið hér samfellt
nema síðan árið 1895. Þá kom Einar
Friðriksson, langafi minn, hingað í
Reykjahlíð úr Svartárkoti í Bárðardal
ásamt konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur
með níu böm. Síðasta vor var þessi
ætt því búin að búa á gömlu Reykja-
hlíðarjörðinni í hundrað ár og í dag
em allir sem búa á lögbýlum jarðar-
innar, en þau em sjö, af þessari gömlu
Reykjahlíðarætt."
Úr sögu
Reykjahlíðarættarinnar
„Afi minn, Jón Einarsson, var elstur í
þessum bamahópi sem kom úr Svart-
árkoti og hann keypti strax fjórðapart
af Reykjahlíðarjörðinni. Amma mín,
Hólmfríður Jóhannesdóttir, var frá
Geiteyjarströnd í Mývatnssveit.
Faðir minn, Pétur, var sonur þess-
ar hjóna en móðir mín, Þuríður Gísla-
dóttir, var frá Presthvammi í Aðaldal.
Þau bjuggu hér í Reykjahlíð alla tíð
utan tvö ár sem þau bjuggu í Kast-
hvammi í Laxárdal og þar er ég fædd
en í Reykjahlíð flutti ég þegar ég var á
öðru ári, ég er fædd 1926.
Við vorum fimm systkinin en elsti
bróðir minn, Gísli, dó þegar hann var
innan við þrítugt. Hin systkini mín
bjuggu hér öll en þau eru: Ármann,
sem hefur verið bóndinn í fjölskyld-
unni, búið hér í Reykjahlíð. Snæbjöm,
garðyrkjufræðingur, sem lengst af
hefur starfað við Kísiliðjuna, en
stundar nú útivist og vinnur að ýms-
um verkefnum sem tengjast því
áhugamáli og Hótel Reynihlíð. Yngst
er Helga Valborg, sem starfaði við
hlið Amþórs Bjömssonar, eiginmanns
síns, sem var hótelstjóri hér í fjölda
ára, þau fluttu til Akureyrar fyrir fáum
árum.“
Skyldur Reykjahlíðarbænda
,4 gömlum kvöðum hvíldu ýmsar
skyldur á Reykjahlíðarjörðinni.
Bændur hér þurftu til dæmis að taka á
móti gestum og sjá um að ferja ferða-
menn yfir Jökulsá. Hér bjuggu fjögur
systkini og fjölskyldumar skiptu með
sér verkum. Sigurður og kona hans,
Jónasína, sáu um gestamóttöku, Illugi
og kona hans, Kristjana, sáu um póst-
inn og afi minn og amma sáu um sím-
ann en systir þeirra, Guðrún, var ekki
með neinar svona kvaðir. Þessar fjöl-
skyldur bjuggu allar í Reykjahlíðar-
húsinu, en það var byggt árið 1911 og
í því voru fjórar íbúðir. Það hefur ver-
ið sagt að það hafi sennilega verið
fyrsta raðhúsið á íslandi."
Máltíðin kostaði tvær krónur
„Eins og ég sagði sáu Sigurður og
Jónasína um móttöku gesta og þar var
alltaf sérstök gestastúlka á sumrin til
að vinna við gestamóttökuna. Mamma
kom einmitt sem gestastúlka til þeirra
áður en foreldrar mínir giftust.
Foreldrar mínir vora lengst af
bændur í Reykjahlíð en að því kom að
það kom líka í þeirra hlut að taka á
móti gestum og veita þeim þjónustu.
Þau stofnuðu nýbýlið Reynihlíð og
byggðu samnefnt hús sem var hótel
og um leið heimili fjölskyldunnar.
Það þótti nú stórt þá, fimm herbergi
sem leigð vora gestum og stór salur.
Við fluttum í það árið 1943 og þá tók
Hótel Reynihlíð til starfa.
Það var alltaf talið sjálfsagt að taka
á móti gestunum og veita þeim það
besta sem til var. Stundum komu stór-
ir hópar og þá var bókstaflega allt lagt
undir, til dæmis árið 1938, en þá kom
hingað fjöldi bænda sunnan af landi.
Þá var nú öllu tjaldað sem til var.
Það var elsti bróðir minn, Gísli,
sem hóf byggingu þess hús sem nú er
Hótel Reynihlíð. Fyrsti hluti hótelsins
var byggður á áranum 1947-1949,
hann hafði óskaplegan áhuga á ferða-
þjónustu.
Ég kynntist einmitt eiginmanni
mínum, Sverri Tryggvasyni frá Víði-
keri í Bárðardal, þegar hann kom
hingað til að vinna við hótelbygging-
una.“
Börn og barnabörn
„Vorið 1949 giftum við okkur og
eignuðumst okkar fyrsta bam, Héð-
inn. Hann er smiður, einn af stofnend-
um Sniðils en býr nú á Geiteyjar-
strönd, nytjar Reykjahlíðarjörðina og
rekur reykhús. Eiginkona hans er
Hulda Finnlaugsdóttir kennari. Annað
bamið okkar, Sigrún, er fædd 1953,
hún er fóstra og býr í Reykjahlíðar-
þorpinu, eiginmaður hennar er Friðrik
Lange Jóhannesson, hann starfar í
Kísiliðjunni og er hreppstjóri. Kristín
Þuríður er svo fædd árið 1959 en hún
er kennari og menntuð í sviðshönnun.
Hún býr hér heima þessa stundina.
Yngstur er Gísli fæddur 1961, hann er
véltæknifræðingur og rekur tjaldstæð-
in hér í Reykjahlíð. Éiginkona hans er
Lilja Sigríður Jónsdóttir, tölvufræð-
ingur. Svo er ég búin að eignast ellefu
bamaböm og hef misst eitt þeirra og
eitt langömmubam, sem er á fyrsta
ári.“
Ævistarfið að þjóna
ferðamönnum
„Við Sverrir vorum um tíma bændur
hér í Reykjahlíð, bjuggum félagsbúi
með Ármanni, en annars hefur ævi-
starf mitt verið innan veggja hótelsins.
Lengi vann ég í eldhúsinu en svo tók
ég við bakstrinum fyrir hótelið þegar
mamma hætti að sjá um hann. Hún
bakaði fyrir hótelið þangað til hún
varð sjötug en ég hætti þegar ég var
67 ára. Núna vinnum við hjónin í
Reykhúsinu á Geiteyjarströnd."
Æskuár
- Efþú lítur til baka, hvernig var Mý-
vatnssveit þegar þú varst stelpa í
Reykjahlíð á árunum 1928-1940, var
hún ekki töluvert öðru vísi en hún er í
dag?
Mývatnssveit, hún er nú alltaf
eins. Sveitin er söm þó auðvitað sé
ansi margt annað breytt, það hefur
líka svo margt breyst á þessum áram,
allstaðar, ekki bara hér í þessari
sveit.“
- Viltu segja okkur frá
skólagöngunni þinni?
„Hér var farskóli og við krakkamir
í Reykjahlíð sóttum skólann ýmist
suður í Voga eða þá að hann var hér
heima. Ég fékk að vera í mánuð í
skóla þegar ég var níu ára og það
fannst mér ægilega gaman.
Skólagangan mín í bamaskólanum
varð samtals níu mánuðir, sem er rétt
eins og einn vetur í námi bama nú til
dags.“
Pokabuxurnar
„í þá daga átti engin stelpa buxur en
ég var svo heppin að eignast pokabux-
ur, ætli ég hafi ekki verið 11 ára þegar
það var. Það var óskaplegur munur að
ganga suður í Voga í skólann í buxun-
um, en ég var ekki í þeim í skólanum.
Það kom ekki til greina. í Vogum
hékk sérstakur skólakjóll sem ég fór í
þegar ég kom þangað. Þetta var eins
þegar ég seinna fór í Menntaskólann á
Akureyri. Þá gekk ég á milli í buxum
en fór alltaf í kjól þegar í skólann
kom. Þannig var þetta í þá daga.
Annars verð ég að segja ykkur frá
því að ég átti langömmu sem gekk í
buxum til útiverka og í ferðalögum.
Hún hét Guðrún Einarsdóttir í Svart-
árkoti í Bárðadal, það var mikið til
þess tekið eða eins og sagt var; „það
var haft á orði að Guðrún gengi í bux-
um.“
- Þú fórst í Menntaskólann, en
hvað með unglingaskóla?
„Já, já, ég fór í unglingskóla í
prestshúsinu á Skútustöðum, ætli ég
hafi ekki verið þar í tvo mánuði. Næst
fór ég í Lauga, í Héraðsskólann og átti
þar mjög skemmtilegan vetur. Vetur-
inn eftir las ég utan skóla og tók próf
upp í þriðja bekk í Menntaskólanum á
Hólmfríður og elstu börnin hennar, Héðinn og Sigrún, við réttarvegginn í
Hlíðarrétt í Mývatnssveit á björtum haustdcgi.