Dagur - 27.04.1996, Side 13

Dagur - 27.04.1996, Side 13
POPP Radiohead (Thom Yorke og félagar) koma fram ásamt Björk á Listahá- tíð. Háskóiabæjarbúar á Listahátíð? - hita að líkindum upp fýrir Björk Guðmundsdóttur Að undanfömu hefur mikið verið fjallað um David Bowie í tengslum við komu hans hingað til lands til að spila á Listahátíð í sumar, en miðasalan á tónleika hans fór af stað með ævintýra- legum hætti fyrir tæpum tveimur vik- um sem kunnugt er. Mun nú líklega, þegar þetta birtist, vera orðið nær upp- selt á tónleikana og eru þó enn nær tveir mánuðir í þá. Verður væntanlega líka svipað upp á teningnum með tón- leika Pulp í byrjun júli, svo ekki sé nú talað um tónleika „Bjarkar okkar", sem verða 21. júní. Athyglin hefur að sjálfsögðu beinst mest að þessum þremur nöfnum í tengslum við popp- tónleikana á Listahátíðinni, en ekki má gleyma að einhverjar íslenskar hljóm- sveitir munu einnig koma við sögu, allavega hjá Bowie eftir því sem best er vitað, auk þess sem upphitunarsveit hjá poppdrottningunni okkar verður, ef að líkum lætur, ein af þeim athygli- verðari í breska poppinu um þessar mundir, Radiohead. Frá Oxford Radiohead vakti fyrst verulega athygli árið 1992 þegar hún sem fimm manna sveit, hreppti samning við útgáfuris- ann Parlaphone/EMI. Hafði hún þá um nokkurt skeið starfað og skapað sér fylgi á heimaslóðum, í þeim heims- fræga háskólabæ Oxford. Með söngv- arann, og gítarleikarann Thom E. Yorke fremstan í flokki, var Radiohead strax spáð miklum frama og þegar fyrsta platan, Pablo Honey, leit dagsins ljós í febrúar 1993, var haft á orði að þama gæti verið á ferðinni „Nú Smiths, ný Jam, eða jafnvel ný U2." Svo fór þó hins vegar ekki og eftir góð fyrirheit mundu a.m.k. ekki margir gagnrýnendur eftir Pablo Honey í árs- lok þegar bestu plötur þess voru gerð- ar upp. Snéri aftur með glans Vom þeir því ekki ýkja margir sem bjuggust við frekari verkum frá Radio- head, en í mars á síðasta ári snéri Radiohead hins vegar aftur með plötunni The Bends, sem heldur betur fékk góðar viðtökur. Hrósuðu gagn- rýnendur henni á hvert reipi og fór hún beint í áttunda sæti breska sölu- listans í fyrstu viku og var síðan á topp tíu í um mánuð. The Bends var mikil breyting frá Pablo Honey, mun rólegra yfirbragð á henni og mikilfenglegra. í árslok var hún t.d. valin sú áttunda besta hjá Melody Maker og smáskífan Lucky varð númer 14. hjá sama blaði. Hér heima voru menn líka mjög hrifnir af Radiohead og varð The Bends t.a.m. ofarlega í kjöri á bestu erlendu plötum ársins 1995 hjá íslenskum gagnrýnend- um. Þeir verða því örugglega þónokkr- ir sem fagna komu Radiohead hingað til lands og hlakka til þess að sjá hljóm- sveitina ásamt Björk í sumar. Laugardagur 27. apríl 1996 - DAGUR - 13 MACNÚS 6EIR CUÐMUNDSSON AIH á versta veg Fyrir skömmu var sagt frá því hér á síðunni að kastast hefði í kekki milli pönkrisanna í Offspring og útgáfufyr- irtækis þeirra, Epitaph, þar sem Brett Gurewitz er eigandi. Reyndar hefur Gurewitz viljað gera sem minnst úr þessu gagnvart hljómsveitarmeðlim- um sem slíkum og haldið því fram að sá vilji Offspring að hætta hjá Epitaph og gera þess í stað samning við ein- hvem af stóru fyrirtækjunum (hefur Columbia sérstaklega verið nefnt) sé fyrst og fremst runninn undan rifjum umboðsmanns sveitarinna:. Lýsti haim því jafnframt yfir að það væri á hreinu að næsta plata, sú fjórða í röðinni frá Offspring, kæmi út á vegum Epitaph, hvað sem svo síðar kynni að gerast. Nú hefur það hins vegar gerst að sveit- in hefur ekki viljað fallast á þetta og telur sig vera lausa allra mála frá Epi- taph, þannig að Gurewitz fyrir hönd Epitaph hefur stefnt sveitinni fyrir dóm til að fá úr því skorið hverra túlk- un sé rétt. Reyndi hann að sögn mikið að fá fjórmenningana til að vera áfram hjá fyrirtækinu og bauð þeim m.a. nýj- an samning upp á milljónir dollara, en því var hafnað. Er því allt farið á versta veg í þessu samstarfi, sem áður hafði verið lofað. Offspring mun nú, þrátt fyrir allt, vera að undibúa upptökur á fjórðu plötunni, en eins og fólk getur ímyndað sér er alls óvíst hvenær hún kemur út og þá á hverra vegum. Offspring vilja segja skilið við Brett Gurewitz og útgáfuna hans, Epitaph. Almighty leggur óvænt upp laupana. Hætt Til mótvægis hinu svonefnda „Brit- poppi", hefur breska tónlistarpressan líka flokkað hóp annarra athyglis- verðra hljómsveita þarlendra sem „Britrokk". Þar á meðal eru Wildhe- arts, Manic Street Preachers, Skunk Anansie, Therapy?, Terrorvision og Almighty, svo nokkrar af þeim bestu séu nefndar. Nú hafa þær óvæntu fregnir borist að sú síðasttalda, Al- mighty, sé um það bil að hætta. Tilkynnti söngvarinn og gítarleikar- inn Ricky Warwick þessi tíðindi, öll- um til mikillar undrunar, á tónleik- um í Nottingham fyrir nokkru, þar sem Almighty kom fram sem sér- stakir gestir. Mun sveitin, sem gaf út fyrir skömmu sína fimmtu hljóð- versplötu, Just Add Life, fyrst klára tónleikaferð um Bretland, sem hófst nú fyrir fáum dögum, en síðan leggja niður störf. Kemur þetta ekki hvað síst á óvart vegna þess að Almighty hefur átt vaxandi fylgi að fagna á síð- ustu árum. Warwick segir hins vegar að þeim félögunum hafi eftir gerð nýju plötunnar þótt nóg vera komið og þá langi að takast á við eitthvað nýtt. Plötupunktar Ýmsar ansi hreint athyglisverðar plötur eru að koma út um þessar mundir eða eru væntanlegar innan tíðar, sem vert er að gefa gaum. Lionel Richie Hinn þeldokki hjartaknúsari Lionel Richie hefur haft hægt um sig nokk- ur undanfarin ár, eða frá því lög á borð við Hello o.fl. komu tárunum fram á hvarma margra. Hann er nú að senda frá sér nýja plötu sem nefn- ist Louder Than Words og hefur eitt lagið af henni, Don t Wanna Lose you, notið töluverðra vinsælda að undanfömu. Steve Morse Steve Morse, gítarhetjanbandaríska, sem liefur gegnum tíðina starfað með mörgum og gefið út „slatta" af einherjaplötum í hæsta gítar- gæðaflokki, er nú að gefa út nýja plötu undir nafninu, Stress Fest. Mörg tónlistarstefnan hefur legið fyr- ir Morse í gegnum tí'ðina. Hefur hann spilað hart rokk, djass, blús o.fl. til dæmis kom hann til skjalanna á síðustu Deep Purple plötunni og leysti þar af hólmi sjálfan Richie Blackmore. Nýja platan mun víst vera margræð, jafnvel svo að menn vilja flokka hana sem „heimstónlist" Endurútgáfur með Thin Lizzy Þjóðlagarokksveitin Thin Lizzy frá írlandi náði á sínum bestu dögum mikilli og breiðri hylli og seldi plötur sínar í milljónum eintaka. Nú þegar um tíu ár eru liðin frá láti leiðtogans Phil Lynotts (sem ásamt gítarhetj- unni Gary Moore, sem var endrum og sinnum í hljómsveitinni, var mest áberandi meðlimur sveitarinnar) hafa sex af helstu plötum Lizzy nú verið endurútgefnar í ferskum nýj- um hljóðblöndunum. Eru þetta plötumar Fighting, Bad Reputation, Jailbreak, Johnny The Fox, Black Rose og tónleikaplatan sígilda, Live & Dangerous.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.