Dagur - 04.05.1996, Síða 2

Dagur - 04.05.1996, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 4. maí 1996 FRÉTTIR Draumurinn að hér rísi miðstöð matvælaiðnaðar - segir forseti bæjarstjórnar Akureyrar „Við Eyfirðingar höfum mátt reyna það böl sem atvinnuleysið er, þó svo það kallist ekki mikið á þann mælikvarða sem aðrar þjóðir búa við. En atvinnuleysi er ekki með öllu illt því það hef- ur ýtt undir leit okkar að nýjum tækifærum til eflingar atvinnu- lífí svæðisins. Draumur okkar er að hér megi rísa miðstöð mat- vælaiðnaðar á íslandi,“ sagði Sigfríður Þorsteinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, þegar hún setti í gærmorgun ráðstefnu á Hótel KEA um matvælaiðnað í Eyjafirði. Um 100 manns sóttu ráðstefn- una sem atvinnumálanefnd Akur- eyrarbæjar stóð fyrir. Guðmundur Stefánsson, formaður nefndarinn- ar, sagði hugsunina með þessu framtaki þá að vekja athygli á Eyjafjarðarsvæðinu sem matvæla- framleiðslusvæði og hvetja aðila í þessari grein til dáða. Hin góða þátttaka f ráðstefnunni sýni að víða sé áhugi á þessu máli. Hann var ráðstefnustjóri ásamt Gylfa Þór Magnússyni, framkvæmda- stjóra markaðsdeildar SH. Ráðstefnan skiptist í fjóra meg- in liði: Staða matvælaiðnaðar, Eyjafjörður sem matvælasvæði, erlendar fjárfestingar og markað- urinn og framleiðsluumhverfi-úr- ræði. Alls fluttu 13 fyrirlesarar er- indi á ráðstefnunni, bæði aðilar úr atvinnulífinu og frá ýmsum opin- berum stofnunum. Nánar verður fjallað um ráð- stefnuna í Degi eftir helgina. HA Slippstöðin hf.: Tuttugu umsóknir um fimm lærlingapláss Slippstöðinni hf. á Akureyri bár- ust liðlega 20 umsóknir um nám í vélvirkjun, stálskipasmíði og rennismíði, en fyrirtækið aug- lýsti nýlega eftir lærlingum. Ól- afur Sverrisson, yfirverkstjóri, segir að ráðnir verði fímm lær- lingar; tveir í stálsmiði, tveir í vélvirkjun og einn í rennismíði. Ólafur segir að miðað við sömu verkefnastöðu verði áfram ráðnir lærlingar til Slippstöðvarinnar hf. Hvort það verði í haust eða vorið 1997 mótist af aðstæðum. Síðast voru teknir inn tveir lærlingar unt síðustu áramót án undanfarandi auglýsingar og þrír fyrr í vetur, en þeir sem þá voru teknir inn sóttu um í fyrra en komust ekki þá að. Auk þessa hafa tveir rafsuðulær- lingar nýlega hafið störf. Unnið hefur verið í Slippstöðinni hf. alla laugardaga frá því í októbermán- uði sl. og verður að miklu leyti í sumar, stöðinni verður ekki lokað í sumar vegna sumarleyfa starfs- manna og hefur ekki verið undan- farin suntur. Það var gert meðan skipasmíðar voru uppistaða verk- efna. GG A laugardaginn 4. maí syngur Lillukórinn, kvennakór V.- Húnavatnssýslu fyrir gesti Blómaskálans. Sunnudagur 5. maí Gunnar Tryggvason leikur ljúfa tónlist Greta Berg teiknar andlitsmyndir frá kl. 17-20 báða dagana. Blómaskálinn góður staður sem gleymist seint. Jarðgöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar: Myndu styrkja byggð við Eyjafjörð - að mati Halldórs Blöndal, samgönguráðherra Jarðgöng milli Ólafsíjarðar og Siglufjarðar um Héðinsfjörð myndu styrkja mjög alla byggð á Eyjafjarðarsvæðinu, segir Hall- dór Blöndal, samgönguráðherra. Þetta kom fram í máli hans á opnum fundi um ferðamál, sem Framsóknarflokkurinn hélt á Hótel KEA sl. þriðjudagskvöld. Fjölmörg mál voru reifuð á fund- inum, bæði hvað varðar samgöngur og ferðamál, enda eru það samofnir málaflokkar, eins og einn fundarmanna benti á. Kristján Möller, forseti bæjar- stjórar Siglufjarðar, reifaði hug- myndir um jarðgöng milli áður- nefndra kaupstaða og sagði að göng myndu mjög styrkja byggð og athafnalíf á Siglufirði. Einnig benti Kristján á að ferðamanna- straumur til Siglufjarðar hafi auk- ist mikið síðustu árin - ekki síst vegna hátíðarinnar Sfldarævintýr- ið. í fyrra hafi komið til Siglu- fjarðar álíka margir ferðamenn og síðustu tíu árin þar á undan. „Það er nauðsynlegt að kanna allar forsendur fyrir jarðgangagerð um Héðinsfjörð, þvf á það hefur verið bent að vegur yfir Lágheiði yrði tæpast heilsársvegur. Ef Siglufjörður myndi tengjast Eyja- fjarðarsvæðinu myndi það styrkja bæði þann kaupstað og áðumefnt svæði í heild sinni og í þeim efn- um hangir margt á spýtunni," seg- ir Halldór Blöndal samgönguráð- herra. -sbs. Bygging 2. áfanga íþróttahúss á Sauðárkróki: Trésmiðjan Borg hf. með lægsta tilboðið Tilboð voru opnuð sl. fímmtu- dag í annan áfanga íþrótta- húss á Sauðárkróki, en um er að ræða íþróttasal, búnings- álmu og forsal, alls 1.076 m2. Húsið skal afhendast fullbúið eigi síðar en 5. september 1997. Fjögur tilboð bárust í verkið og var það lægsta frá Trésmiðj- unni Borg hf. á Sauðárkróki að upphæð krónur 108.813.924, sem er 89,5% af kostnaðaráætl- un. Önnur tilboð voru frá Djúp- ósi sf. á Sauðárkróki kr. 112.024.235, sem er 92,1% af kostnaðaráætlun; frávikstilboð frá Djúpósi sf. að upphæð kr. 109.509.910, sem er 90%, og frá Friðriki Jónssyni ehf. á Sauðárkróki að upphæð kr. 109.122.283, sem er 89,7% af kostnaðaráætlun. Kostnaðar- áætlun, unnin af verkfræðistof- unni Stoð sf. á Sauðárkróki, hljóðaði upp á kr. 121.630.000. Gengið verður til samninga við verktaka í næslu viku. GG Plöntusala hafín Mynd: -sbs. Stormöllen og Den Norske Bank tryggja eldi laxins og sölu Héraðsdómur Reykjavíkur stað- festi 30. apríl sl. kröfu skipta- stjóra þrotabús Miklalax í Fljót- um á kaupsamningi norska fyrir- tækisins NFO-Gruppen á stöð- inni að upphæð 25 milljónir króna en stöðin varð gjaldþrota á árinu 1994. Útborgun var 5 millj- ónir króna og átti afgangurinn að greiðast með skuldabréfi til Byggðastofnunar sem eignaðist stöðina eftir nauðungaruppboð. NFO-Gruppen greiddi aðeins 2 milljónir króna upp í útborgun og afhenti aldrei skuldabréfið en stofnaði fyrirtæki um kaupin, Nordic Seafarm eða Norræna sjó- eldið hf. Skiptastjórinn, Kristján Ólafsson hdl., segir að fóðursal- inn, Stormöllen, ásamt Den Norske Bank, hafi átti veð í laxin- um hjá Norræna sjóeldinu hf. og þegar fyrirtækið hætti að hafa bol- magn til að borga fóðrið, rafmagn, laun o.fl. fór fóðurframleiðandinn og norski bankinn að gæta sinna hagsmuna með því að stofna fyrir- tæki um fiskeldið þann tíma sem tekur að ala fiskinn í sláturstærð og koma honum á markað. Þrotabúið hefur því að nýju eignast laxeldisstöðina í Mikla- vatni í Fljótum en formleg yfir- færsla eigna til Byggðastofnunar mun væntanlega fara fram á næstu dögum en Byggðastofnun var lang stærsti kröfuhafinn í þrotabúið.. Við gjaldþrot námu skuldir um 285 milljónum króna og námu því skuldir og afskriftir um einurn milljarði króna. Hlutur Byggða- stofnunar var þar stærstur, eða lið- lega 700 milljónir króna. GG Samherji selur Jón Vídalín til Hornafjarðar Hafsteinn Esjar Stefánsson, útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði, hefur fest kaup á Jóni Vídalín ÁR, 450 brúttó- lesta skipi, af Samherja hf. á Akureyri. Frá þessu var greint í Fiskifréttum í gær. Jón Vídalín ÁR var áður í eigu Meitilsins í Þorlákshöfn en Samherji hf. eignaðist skip- ið nýverið. Fram kemur í Fiskifréttum að Hafsteinn Esj- ar hyggst senda skipið á veiðar í Smuguna í byrjun næsta mánaðar. óþh Garðplöntusala Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjamaskógi hófst í gær og hefur ekki áður hafist svo snemma að vori. Að sögn Hall- gríms Indriðasonar, framkvæmda- stjóra félagsins, er algengt að plöntusalan hefjist uppúr ntiðjum maí og á síðasta ári hófst hún ekki fyrr en viku af júní. „Nú er frost farið úr jörðu og hægt að byrja að gróðursetja. Því er um að gera fyr- G.V. gröfur sf. voru með lægsta tilboðið í jarðvegsskipti, lagnir, hellulögn og götulýsingu í norð- urhluta miðbæjar Akureyrar, þ.e. 1. áfanga Geislagötu og bif- reiðastæðis samkvæmt skipu- lagi. Tilboðin voru opnuð í gær. Verklok eru 28. júní nk. Tilboðið frá G.V. gröfum sf. hljóðaði upp á krónur 7.120.400, sem er 101,14% af kostnaðaráætl- ir skógræktarfólk að nýta þann dýrmæta vaxtartíma sem vorið og maímánuður eru,“ sagði Hallgrím- ur. Hjá Skógræktarfélagi Eyfirð- inga fást yfir 120 plöntutegundir og þessi mynd var tekin í gróðrar- stöð félagsins þegar plöntusalan var að hefjast. Á myndinni eru þau Elín Dögg Gunnarsdóttir og Þröstur Már Pálmason, starfsmenn félagsins. -sbs un Tæknideildar Akureyrarbæjar og Rafveitu, sem var krónur 7.040.000. Halldór Baldursson bauð krónur 8.317.500, sem er 118,15% af kostnaðaráætlun, og G. Hjálmarsson hf. krónur 8.993.300, sem er 127,75% af kostnaðaráætlun. Yfirferð tilboða er ólokið en að þeim loknum verður gengið til samninga við verktaka. GG Framkvæmdir í norðurhluta miðbæjar Akureyrar: G.V. gröfur sf. með lægsta tilboð

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.