Dagur - 04.05.1996, Side 4

Dagur - 04.05.1996, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 4. maí 1996 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 SÍMFAX: 462 7639 • SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1600 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 150 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), BLAÐAM. HÚSAVÍK - SÍMI Á SKRIFST. 464 1585, FAX 464 2285. HS. BLM. 464 3521 LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRtMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Ríkisfyrirtækin undir kastljós Á dögunum kynnti nefnd um viðurkenningu til ríkisstofnana niðurstöðu af starfi sínu og veitti Kvennaskólanum í Reykjavík viðurkenningu fyrir að vera í fremstu röð hvað varðar þjón- ustu, hagræðingu í rekstri og nýjungar í starf- seminni. Þetta framtak er tímabært, sérstak- lega í því ljósi hversu gríðarlegu verkefni menn standa frammi fyrir í baráttunni við ríkishall- ann. Þó það verði ekki einungis gert með bætt- um rekstri ríkisfyrirtækja og stofnana þá skiptir engu að síður miklu máli hvernig þar er haldið á spilununum. Fólkið er ríkið og það gerir því réttilega kröfu um að rekstur ríkisfyrirtækja sé í lagi. Það verð- ur að viðurkennast að hugsunarháttur margra hefur um alltof langan tíma verið sá að þegar greiðandi brúsans er ríkissjóður þá megi horfa öðruvísi á málin en almennt er gert í atvinnulíf- inu. Sama fólk kvartar jafnvel undan skattbyrð- inni, sem vissulega er alltof há en henni verður ekki létt meðan ríkissjóður er í bullandi vanda og rekstur ríkisfyrirtækja í óefni. Þess vegna er mikilvægt að ríkisfyrirtækin séu sett undir kastljós og þau verðlaunuð sem standa sig vel en að sama skapi þarf á hverjum tíma að grípa í taumana þegar farið er út fyrir rammann. En þetta snýr ekki einvörðungu að meðferð fjármuna ríkisfyrirtækjanna heldur og ekki síð- ur að þróun þeirra og umbótum. Ríkisfyrirtækin þurfa ekki síður en önnur að aðlagast umhverf- inu á hverjum tíma og þróast því vísasti vegur- inn að óhagkvæmum og dýrum ríkisrekstri eru staðnaðar stofnanir. Þetta eiga ríkisstofnanirn- ar sammerkt með fyrirtækjum á hinum al- menna markaði. Það er ekkert óeðlilegt við að gerðar séu stífar kröfur á hagkvæman rekstur ríkisfyrirtækja og það á þeim að vera keppkefli að ná árangri sem eftir er tekið. Hversu sterkir sem einkavæðingarvindar verða þá mun aldrei fara hjá því að á vegum ríkisins séu stofnanir og fyrirtæki sem þurfa að sýna árangur og hag- kvæman rekstur. Það verður alltaf eitt skref af mörgum í átt að ásættanlegum ríkisrekstri. I UPPAHALDI „Nota mikið off-takkann á sjónvarpinu“ - segir Hólmar Svansson, deildarstjóri innkaupadeildar SH ðalfundur Sölumiðstöðv- ar hraðfrysti- húsanna var haldinn á Ak- ureyri í hyrjun vikunnar og notuðu margir af fundarmönnum tœkifœrið til að heimsœkja skrifstofur SH á Akureyri, sem settar voru áfót á síðastliðnu ári. Einn afþeim sem hófu störf lijá SH á Akureyri var Hólmar Svansson, deildar- stjóri innkaupadeildar. Hann er borinn og harn- fœddur Akureyringur, menntaður rekstrarverk- fræðingur frá Bandaríkjun- um og starfaði á markaðs- deild KEA eftir nám og síð- an sem framkvœmdastjóri Flutningamiðstöðvar Norð- urlands áður en hann hóf störfhjá SH ífyrra. Hólmar er í uppáhaldi í dag. HvaÖa matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Það er helst bragðmikili matur, sérstaklega mexikóskur." Hver er þinn uppáhaldsdrykkur? „Svarar maður þessu á hefðbund- inn hátt; útflutningsfæra vatnið okkar.“ Hvaða heimilisstörffinnst þér skemmtilegust - leiðinlegust? „Ég hef alltaf sagt að ég sé ágæt- ur í þessum afleiddu störfum á heimilinu. Ég vaska upp þegar allt er orðið fullt í vaskinum en ég hef kannski ekki mikið frum- kvæði í að fara að elda þó ég sé svangur. Ég get því kannski sagt að ég sé liðtækastur í uppvaskinu en ætli ég segi ekki að það sé Hólmar Svansson. leiðinlegast að skipta á rúmum.“ Stundar þú einhverja markvissa hreyfingu eða líkamsrœkt? „Fyrir utan regluleg sjóböð þá hef ég verið að æfa sund með Görpunum hér á Akureyri." Ert þú íeinhverjum klúbbi eða fé- lagasamtökum? „Ég er í Round Table og síðan í veiðfélaginu Mokveiði, sem raunar veiðir frekar Iítið!“ Hvaðablöð og tímarit kaupir þú? „Ég kaupi náttúrlega Dag, einnig Morgunblaðið en í tímaritunum þá nefni ég Industriai manage- ment.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Þar er gjarnan bunki sem maður grípur niður í eftir hvernig liggur á manni. Ég get ncfnt Serius Creativity eftir Bono og síðan er ég með handbók innkaupa- mannsins sem er doðrantur upp á einhverjar þúsund síður þannig að sú bók endist lengi.“ I hvaða stjörnumerki ert þú? „Ég er baneitraður Sporðdreki.“ Hvaða tónlistarmaður er í mestu uppálialdi hjá þér? „Það er Sting.“ Uppáhaldsleikari? „James Woods.“ Hvað horfir þú helst á í sjónvarpi? „Ég reyni að vera vandfýsinn á sjónvarpsefni og nota mikið off- takkann á tækinu. Helst horfi ég á góða framhaldsþætti eins og Bráðavaktina eða X-Files.“ Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? „Þessi var erfið! Ætli ég svari þessu ekki þannig að ég hafi gam- an af ýmsum rnjög ólíkum mönn- um sem allir eiga það sammerkt að þora að hafa skoðanir og eru tilbúnir að kasta þeim vel fram. Ég get þama nefnt menn eins og Össur Skarphéðinsson, Hannes Hólmstein og Pétur Blöndal.“ Hver er að þínu mati fegursti staður á Islandi? „Segjum Eyrin á Akureyri,“ Hvar vildirðu helst búa efþú þyrftir að flytja búferlum nú? „Af stöðum innanlands vildi ég frekast flytja í Borgarnes en ef það yrði út fyrir landsteinana þá yrðu Bandaríkin fyrir valinu." Efþú ynnir stóra vinninginn í lottó- inu hvernig myndir þú eyða pening- unum? „Ég vann ábyggilega stóra vinn- inginn í Lottóinu um síðustu helgi því í ferð okkar feðga í Míðbæinn keypti sonurinn miða sem hann týndi þannig ég auglýsi bara hér með eftir honum.“ Hvernig viltþú helst verja frístund- um þínum? „Hvað er það? Ég hef heyrt látið vel af þessum stundum." Hvað œtlar þú að gera ífríinu í sumar? „Ég er að gæla við að eyða því sveittur með kúbein í húsinu." Hvað œtlar þú að gera um helgina? „Ætli ég verði ekki að hugsa um kúbeinið í sumar. Néi, annars er ég með númeráplöturnar af Vespunni hérna á borðinu og ætla að setja þær á um helgina og koma hjólinu á götuna.“ JÓH BRÉF ÚR BORCINNI SVANHILDUR VALSDÓTTIR Ertu ekki að fíflast? Um daginn vorum viþ Heiddi að koma úr einni af okkar mörgu helgarheimsóknum í bílaumboð Jöfurs í Kópavogi. Heidda finnst ómögulegt að missa af bílasýning- um þar, en því miður var ekki ver- ið að sýna Skoda í þetta skiptið, heldur amerískar drossíur. (Ég held samt að Heiddi hafi ekki ver- ið jafn leiður yfir því og ég, hann gerði eins og næstum allir hinir karlamir á staðnum, settist í dýr- ustu bílana og skoðaði af mikilli list, eins og hann hefði eiginlega ekkert betra að gera þennan dag- inn en að snara út fjórum-fimm milljónum fyrir einum bíl. Senni- lega...) Nú, við vorum sem sagt að keyra yfir Fossvoginn þegar ég rek augun í blokk, sem mér fannst eitthvað undarleg. Ég velti þessu furðulega byggingarlagi fyrir mér í smá stund, hvort þetta væri ein blokk með tumi, eða tvær blokkir, önnur svona há og mjó bak við hina. Ég ákvað að spyrja Heidda. Hann horfði á mig eins og ég væri endanlega búin að tapa mér, og ég vissi ekki hvað ég hefði nú sagt. „Ertu að spyrja mig hvort þetta séu ein blokk eða tvær, Svanhild- ur,“ sagði hann. Ég jánkaði því og bjóst við að hann hefði kannski ekki heyrt spuminguna almenni- lega, og þess vegna liti hann út eins og hann (eða ég) væri ekki al- veg með á nótunum. „Jæja, Svan- hildur," kom síðan. „Þú ert sem sagt ekki að fíflast, er það?“ Nei- nei, sagði ég og var orðin frekar leið á því hversu dræmt hann tók í svona einfalda spumingu. „Þetta er nefnilega Borgarspítalinn," sagði Heiddi og hló ofsalega. Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki alltaf með á nótunum, þekki oft ekki fólk sem ég á að þekkja, og svo framvegis, en ég held reyndar að það stafi af því að ég eigi að þekkja of margt fólk, og þetta séu hreinlega orðin of mörg K fyrir mig. Það, að þekkja ekki Borgarspítalann, í návígi, þó ég hafi keyrt svona átta milljón sinn- um fram hjá honum og viti ein- hvers staðar innst inni vel hvaða bygging þetta er, er því ekki mjög óvenjulegt þegar ofanrituð á í hlut, en ég bendi á að utanviðsig- mennska hefur löngum verið talið gáfumerki, sbr. alla prófessora- brandarana. Hvað sem því líður, getur þó verið svolítið asnalegt að gera sig að fífli, þó aðrir hafi gam- an af, og þess vegna þótti mér af- skaplega gaman að heyra um dag- inn af svipuðu tilfelli. Einn vinur hans Heidda er læknir á sjúkrahúsi skammt frá Osló, og hefur verið síðan í haust. í þessum hluta landsins er töluð sú norska sem flestir þekkja, syngj- andi sjóaramál (ég heyrði það nefnilega einu sinni, að syngi- norskan hefði byrjað hjá sjómönn- um sem hefðu sungið hljóðin til að þau yrðu greinilegri og heyrð- ust lengra, hvað svo sem er til í því). Þar segir fólk R svipað og við, bara rrr, en töluvert stór hluti norsku þjóðarinnar hefur annan framburð, segir egr, eins og hann sé gormæltur, og þykir engum skrýtið. Eða fáum... Vinur hans Heidda var að horfa á sjónvarpið með samstarfsmönn- um sínum, norskum, þegar svaka skutla birtist á skjánum og fer að segja veðurfréttir, á syngjandi norsku, en með egrum. Islending- urinn verður verulega hneykslaður í framan og segir: „Ég skil bara ekkert í þeim að hleypa henni í sjónvarpið. Heima á íslandi tökum við svona fólk alveg sérstaklega og kennum því að tala!“ Þið getið rétt ímyndað ykkur undirtektimar, en hvernig var þetta með heimaalda barnið???

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.