Dagur - 04.05.1996, Síða 6

Dagur - 04.05.1996, Síða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 4. maí 1996 „Vandasamt en heillandi að vera íslendingur“ „Mér finnast það mikil forréttindi að vera íslendingur, en jafnframt mjög vandasamt hlutverk. Hið fámenna íslenska þjóðfélag gerir mjög miklar og stífar kröfur til hvers einstak- lings og hver og einn þegn er mun þýðingarmeiri hér, en með- al fjölmennari þjóða. Þetta finn ég glöggt þegar ég ber okkur saman við Bretland, þar sem ég bjó með fjölskyldu minni um þrettán ára skeið. Það eru forréttindi að geta haft jafn mikil áhrif á samfélag sitt og við íslendingar gerum og getum. En á hinn bóginn er oft vandi að standast kröfurnar sem gerðar eru samkvœmt hinni íslensku mœlistiku,“ segir Guðrún Agnars- dóttir, lceknir og forsetaframbjóðandi. í þessari viku ferðuðust Guðrún og Helgi Valdimarsson, eiginmað- ur hennar, vítt og breitt um byggðir á Norðurlandi og kynntu sér mannlíf og menningu. Jafn- framt gaf Guðrún fólki kost á að kynnast sér og sínum viðhorfum, þá meðal annars til embættisins sem hún hefur gefið kost á sér í. - Ferð sína um norðlenskar byggðir hófu þau á Hvammstanga, en ein- mitt þar hóf Guðrún sín læknis- störf. Það var sumarið 1966, en þá var hún aðstoðarlæknir Helga, eiginmanns síns, sem var þar hér- aðslæknir. Ólst upp í allt annarri Reykjavík „Eg er fædd 2. júní 1941 á heim- ili foreldra minna í Reykjavík. Þau eru Agnar Guðmundsson og Bima Petersen. Föðurafi minn var Júlíus Guðmundsson, stórkaup- maður, ættaður af Austfjörðum, en föðuramma var Elín dóttir Magnúsar Stephensen, landshöfð- ingja. Móðurafi minn var Hans Petersen, sem seinna varð um- boðsmaður fyrir Kodak-ljós- myndavörur, en móðuramma mín var Guðrún Margrét Jónsdóttir, af Guðlaugsstaðaætt í Húnaþingi," segir Guðrún, sem ólst upp í húsi foreldra sinna við Skólastræti í Reykavík, sem er lítil gata í Þing- holtunum og liggur á milli Banka- strætis og Amtsmannsstígs. „Ég ólst að mestu leyti upp í götu þar sem allir þekktust, móð- urfjölskylda mín bjó þarna að stórum hluta. Amma mín í næsta húsi og systur móður minnar og þeirra fjölskyldur voru einnig þama í grendinni. Þegar ég lít til baka finnst mér eins og Skóla- stræti hafi verið lítið byggðarlag. Þama voru nokkur lítil fyrirtæki; ljósmyndastofa, trésmíðaverk- stæði, snyrtistofa, hjólreiðaverk- stæði, hárgreiðslustofa og vinnu- stofa listamanns. Allt þetta var í einum hnapp og íbúar götunnar voru ekki nema fáir tugir.“ Samfélagið var börnum vinsamlegra „Það var síðan ekki nema stein- snar í iðandi mannlífið niðri á Lækjartorgi og um allan bæinn fór maður ferða sinna gangandi,“ bæt- ir Guðrún við. „Þegar við krakk- amir heyrðum í slökkvibíl hlupum við á eftir honum, en slökkvistöð- in í Reykjavík var á þessum árum við Tjarnargötu. Þetta var því tals- vert önnur Reykjavík en sú sem er nú, og bærinn var jafnframt allt öðruvísi á fyrstu áratugum aldar- innar. Þá var bærinn - sem nú heitir borg - það fámennur að móðir mín og stúlkurnar sem unnu með henni í verslun við Banka- strætið þekktu alla sem um göt- urnar gengu og vissu ef þar fór utanbæjarmaður.“ Það er skoðun Guðrúnar að þær aðstæður sem hún ólst upp við og hún segir frá hér að framan hafi verið harla góðar. „Þetta var gott samfélag og það var að ýmsu leyti vinsamlegra og betra fyrir böm, en það sem nú er. Það var ekki ágengt með sama hætti og er í dag. Þegar ég lít til baka og minn- ist kvöldanna heima í Skólastræti þá voru þau kyrrlát, allir sátu og dunduðu sér; lásu eða hlustuðu á útvarpsleikritið. Á laugardags- kvöldum fóru síðan allir í bað. Þetta fundust mér skemmtilegir tímar sem einkenndust af öryggi í heimilislífi. Freistingarnar, sem ungu fólki bjóðast, voru ekki eins margar og eru í dag.“ Skipsfreyja á Gullfossi Guðrún kom að fjölmörgum störf- um á námsámm sínum. Hún vann í bæjarvinnunni í Reykjavík, við barnagæslu, var í fiski, eitt sinn sumarpart í sveit á Skarði í Lands- sveit og var við afgreiðslu í versl- un eitt sumar - og við þau störf alltaf í jólafríum frá skóla. „Þegar ég var sextán og sautján ára var ég tvö sumur skipsfreyja á Gullfossi og annaðist sölubúð í skipinu, þar sem seldur var ýmiskonar toll- frjáls varningur. Sumrin á Gull- fossi var skemmtilegur tími. Á þeim tíma þótti ævinlega mikið ævintýri að fara til útlanda, og það var ekki eins hversdagslegt og er í dag,“ segir Guðrún ennfremur. Vorið 1961 lauk Guðrún stúd- entsprófi frá Verslunarskóla ís- lands og þá um haustið hóf hún nám í læknisfræði við Háskóla ís- lands. Hún segir að aldrei hafi komið til álita að fara í háskóla- nám í þeim greinum sem eru aðall verslunarskólanáms, svo sem við- skipta- eða lögfræði. „Nei, enda þótt mér þætti afar gaman í Versl- unarskólanum hafði ég ævinlega mestan áhuga á greinum tengdum náttúrufræði. Var þá til dæmis með í huga líffræði, jarðfræði, fomleifafræði - og um skeið velti ég fyrir mér jafnvel námi í rs- lensku. En læknisfræðin varð fyrir valinu og enn er ég mjög sátt með að hafa valið þá námsgrein, sem ég hef gert að ævistarfi mínu. Námið var afar göfgandi og gef- andi á allan hátt - eins og starfið hefur verið,“ segir Guðrún. Sumar á Hvammstanga - en svo til Lundúna Guðrún starfaði sem aðstoðar- læknir á Hvammstanga sumarið 1966. Eiginmaður hennar, Helgi Valdimarsson, var um þær mundir héraðslæknir á Hvammstanga og mótaði starfsemi læknisembættis- ins þar til nútímalegra hátta eins og nú tíðkast í heilsugæsluþjón- ustu landsins. „Það var gott að vera þetta sumar á Hvammstanga. Þama skynjaði maður taktinn í líf- inu úti á landi. Ég man að mér þótti eftirtektarvert að þótt byggð- arlagið stæði við sjó, það er Mið- fjörð, þá var þama engan fisk að hafa í soðið, annan en þann sem var fluttur til okkar frosinn frá Akranesi." Áfram skal haldið með að rekja æviferil Guðrúnar, en hún og Helgi, eiginmaður hennar, fluttu utan til Lundúna sumarið 1968 - ásamt tveimur ungum bömum sín- um. Þau hófu þá framhaldsnám í læknisfræði og fór Guðrún til frekara náms í veirufræði og Helgi í ónæmisfræði. „Ég valdi veiru- ✓ „Eg gerði mér ljóst að sitthvað heyrði til míns friðar, eins og sagt er. Með þessum hætti skynjaði ég mig sem pólítíska veru og að ég gæti breytt ýmsu - og gæti gert meira en hafa skoðanir fyrir framan sjónvarpið eða rök- ræða yfir kaffibolla.“ fræðina af tveimur ástæðum," seg- ir Guðrún. „Annars vegar fannst mér hún í eðli sínu afar spennandi og hins vegar vegna þess að færi maður í almennt sérfræðinám þýddi það afar krefjandi vinnu á sjúkrahúsunum; stranga vakta- skyldu aðra hvora nótt - og helgi. Ég sá að erfitt yrði að standast þessa miklu vinnuskyldu meðan börnin væru ung og því vildi ég vera í námi sem gæfi svigrúm til samvista við þau. Og hins vegar sá ég að í veirufræðinni væri verk að vinna; að veirur væru til alls vísar og gérðu mikinn óskunda í mannheimum. Tilvist þeirra vildi ég rannsaka enn frekar og var sannfærð um að þær væru skæðari sjúkdómsvaldar en þá var talið, eins og nú hefur komið á daginn.“ „Mér fínnast þaö mikil forréttindi að vera íslendingur, en jafnframt mjög vandasamt hlutverk. Hið fámenna ís- lenska þjóðfélag gerir nijög miklar og stífar kröfur til hvers einstaklings og hver og einn þegn er mun þýðingarmeiri hér, en meðal fjölmennari þjóða,“ segir Guðrún m.a. hér í viðtalinu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.