Dagur - 04.05.1996, Síða 7

Dagur - 04.05.1996, Síða 7
Laugardagur 4. maí 1996 - DAGUR - 7 ,Já, ég er nú búin að þekkja hana Guðrúnu mína í 35 ár. Hún getur lagað sig að hverjuni sem er, og það er mikils- vert fyrir leiðtoga þjóðarinnar,“ segir Helgi Valdimarsson, eiginmaður Guðrúnar. Myndin er tekin á hcinúli þeirra í Reykjavík. Af alnæmi og mæðuveiki í sauðfé... Guðrún vann að rannsóknum á hæggengum veirusjúkdómi í börnum sem kom í kjölfar misl- inga og vann meðal annars að ónæmisrannsóknum þessu sam- hliða. Þegar Guðrún flutti aftur heim til Islands árið 1981 voru þessar rannsóknir lagðar á hilluna, en þess ber að geta að tíðni nefnds veirusjúkdóms meðal barna hefur minnkað eftir að byrjað var að bólusetja börn gegn mislingum. I dag vinnur Guðrún hjá Til- raunastöð Háskóla Islands á Keld- um og rannsakar þar viðbrögð ónæmiskerfisins við mæðuveiki og visnunarsjúkdómum. Hefur meðal annars komið í ljós að al- næmisveiran og mæðuveikiveiran í sauðfé eru náskyldar - og geta rannsóknir á mæðuveikisveirunni jafnvel varpað nýju ljósi á þá ráð- gátu sem alnæmisveiran er. - Jafn- hliða störfum á Keldum er Guð- rún, í hlutastarfi, forstjóri Krabba- meinsfélags Islands og veitir hin- um læknisfræðilega þætti í starfi félagsins forstöðu. Annar aðili sér svo um hinn rekstrarlega þátt. Þá er Guðrún umsjónarlæknir Neyð- armóttöku fyrir fómarlömb nauðgana, sem starfrækt er við slysadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur. Jafnhliða þessum störfum allt frá tímum þingmennskunnar hefur Guðrún sinnt fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum, ekki síst á sviði heilbrigðismála. Hreifst af hugarfars- breytingu kvenna „Við fluttum aftur heim til íslands árið 1981. Við höfðum reyndar lengi verið á leiðinni heim, en vorunt alltaf að bæta einu og einu ári við. En þegar við vorurn loks flutt heim fannst mér sem ég hefði aldrei utan farið,“ segir Guðrún. Hún segist fyrst í stað hafa ein- beitl sér í störfum sínum að ýms- um veirurannsóknum, eins og hún hefur menntað sig til, en fljótt hóf hún afskipti af félagsmálum, sem leiddu aftur til þess að vorið 1983 var hún kjörin til setu á Alþingi. „Já, á Bretlandsárunum fylgdist ég með þjóðfélagsumræðunni þar í landi og eins hér heima. A vissan hátt hreifst ég af þeirri hugarfars- breytingu sem þá varð meðal ungs fólks - og ekki síður meðal kvenna. Þegar heim var komið vildi ég strax leggja lið málstað þeimt kvenna sem vildu breyta áherslum í samfélaginu og koma sínum málstað á framfæri með starfi Kvennalistans. Einnig kom til ótti minn við kjarnorkuvígbún- að í heiminum, því ef ég vildi að hann breyttisl þá gat ég ekki ætl- ast til að aðrir gerðu það fyrir mig. Þetta varð þess valdandi að ég gerði mér ljóst að sitthvað heyrði til míns friðar, eins og sagt er. Með þessum hætti skynjaði ég mig sem pólítíska veru og að ég gæti breytt ýmsu - og gæti gert meira en hafa skoðanir fyrir fram- an sjónvarpið eða rökræða yfir kaffibolla,“ segir Guðrún. Bretarnir ypptu öxlum Hún segist í Bretlandi hafa rætt ýmis þarlend þjóðfélagsmál við vinnufélaga sína og hvatt þá til að láta hendur standa fram úr ermum við að bæta samfélag sitt. Við- kvæði Bretanna hefði hins vegar yfírleitt verið að yppta öxlum og segja að hver og einn þeirra væri aðeins hluti af 50 milljón manna þjóð og því gæti hann harla lítið gert. Með þessum hætti hafi hún meðal annars skynjað þau forrétt- indi að vera Islendingur, því með- al fámennar þjóðar geti liver og einn haft svo mikil áhrif á samfé- lag sitt, sem raun ber vitni hér á landi. Fyrir Islending hafi ekki verið auðskilið í fyrstu hvaða hindrun fjölmennið sé hverjum einum manni erlendrar þjóðar sem vill bæta heiminn. Pingsetan var stíft námskeið „Þingseta mín var stíft sjö ára námskeið,“ segir Guðrún Agnars- dóttir, en hún sat á Alþingi frá 1983 og fram til 1990 og átti sæti í flestum nefndum þingsins. „Með þingsetunni fékk ég mikla innsýn í ýmsa þætti þjóðlífsins og kynntist fólki sem býr og starfar við afar ólík og misjöfn skilyrði. I annan stað lærði ég einnig sitthvað um ýmsa málaflokka - og einnig lærði ég á stjómkerfið í landinu, svo sem hvar ákvarðanir eru teknar, af hverjum og hvert ferlið er í ákvarðanatöku opinberra aðila. Með þessu öðlaðist ég mikla þekkingu sem ég hafði ekki áður, en áður hafði ég staðið í þeirri meiningu að ég vissi talsvert um þjóðfélagsmálin. Satt best að segja tel ég að öll séum við mörkuð af á vissunt básurn, það er að segja að lífssýn okkar markist við okkar daglegu viðfangsefni og fólkið sem við umgöngumst frá degi til dags,“ segir viðmælandi okkar. Forsetinn var sameiningartákn Það var í lok mars sl. sem Guðrún tilkynnti um framboð sitt til emb- ættis forseta Islands. Þá hafði nafn hennar verið um nokkra hríð í um- ræðu um hugsanlega frambjóð- endur - og raunar hafði Guðrún einnig verið nefnd á nafn sem arf- taki frú Vigdísar Finnbogadóttur, núverandi forseta íslands, löngu áður en hún lét þau boð út ganga síðastliðið haust að hún gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. „Ég tel mikilvægt að forseti ís- lands sé sameiningartákn þjóðar- innar og leggi sig fram um að styðja þau mál sem stuðla að sam- einingu þjóðarinnar, fremur en sundrungu hennar,“ segir Guðrún. Hún segir forseta Islands geta haft frumkvæði um að hefja umræðu um ýmis þjóðfélagsmál og geti jafnframt haft mikilsvert hlutverk um að hefja hverskonar nýsköpun í þjóðfélaginu. Þar á hún við mál sem tengjast atvinnulífinu í land- inu og einnig á hinum menningar- og félagslega vettvangi, svo sem við að leysa aðsteðjandi vandamál þar, segirGuðrún. „Þá verður forseti íslands jafn- framt að hveta þjóð sína til að afla sér góðrar menntunar á öllum sviðum, hvort sem um ræðir grunn-, framhalds- eða endur- menntun. Slíkt eykur sköpunar- þrótt okkar og færni og bætir stöðu okkar meðal annarra þjóða. Það verðum við að hafa í huga nú, þegar samkeppni þjóða í milli er sífellt að aukast. Með öðrum orð- um þá segi ég að forseti íslands geti verið leiðtogi þjóðarinnar í því efni sem ég nefndi hér að frantan; að virkja einstaklingana til að skapa hér á Islandi blómlegt samfélag, en til slíks eru í fámenn- inu alveg einstök tækifæri,“ segir Guðrún ennfremur. Þingræðið er hornsteinn stjórnskipunar í umræðu um forseta íslands og valdsvið hans að undanförnu hef- ur nokkuð verið rætt um það ákvæði stjómarskrárinnar sent heimilar forseta Islands á hverjum tíma að vísa einstökum lögum, sem Alþingi hefur samþykkt, til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ér þetta ákvæði nokkuð umdeilt - og hafa ýmis sjónarmið verið nefnd. „Ég get sagt það strax að mér finnst að í lögum eigi vera ákvæði þar serr gert er ráð fyrir rétti fólks til þjóð- aratkvæðagreiðslu ef um mikil- væg mál er að ræða. Ég nefni þá til að mynda lög sem snerta sjálf- stæði þjóðarinnar. Hins vegar á að líta á þau ákvæði í stjómskipunar- lögum sem heimila forseta að vísa málum til þjóðarinnar sem algjört neyðarúrræði, - enda hefur það verið gert,“ segir Guðrún. Hún segist jafnframt einskis máls minnast frá sjö ára þingsetu sinni, sem hún telji að forseti hafi átt að vísa til þjóðkjörs. „Ég lít á þingræðið sem hornstein okkar stjómskipunar, en tel þó ekkert vantraust á það þó þjóðin kjósi urn ákveðin mál og mikilvæg. Þau mótrök gegn almennum atkvæða- greiðslum hafa verið nefnd að þær séu afar dýrar - og ekki forsvaran- legt að efna til þeirra slag í slag vegna ýmissa rnála, sem túlkuð eru sem smámál. Ég trúi því að fólk myndi aðeins æskja almennr- ar atkvæðagreiðslu um stærri mál, hvort sem það er á vettvangi þjóð- málanna eða þeirra sveitarfélaga þar sem það býr,“ segir Guðrún. Orður ekkert lykilatriði Aðspurð um afstöðu sína til orðu- veitinga þá kveðast Guðrún telja forseta Islands þurfa að sinna mörgum brýnni viðfangsefnum - en að veita orður og tignarmerki. „Hins vegar er mitt mat að fólk eigi að fá viðurkenningu l'yrir vel unnin störf og það sem vel er gert. Öll hvatning, uppörvun og hrós er hverjum manni mikilvægt - og slíkt eigum við að veita hvort öðru eins oft og við getum. Þar á þjóðin sjálf að ganga á undan með góðu fordæmi - og orður eru ekkert lyk- ilatriði,“ segir hún. Svarfdælskur eiginmaður Sem fyrr segir er eiginmaður Guð- rúnar Helgi Valdimarsson, læknir, sérfræðingur í ónæmisfræðum, og eiga þau þrjú uppkomin börn, 32ja, 28 og 25 ára. Helgi rekur ættir sínar í Svarfaðardal og þar ólst hann að hluta til upp hjá móð- urfólki sínu, á bænum Brautarhóli. Þar var hann ævinlega í sveit á sumrin og eitt sinn vetrannaður, og segir hann að reyndar hafi litlu munað að hann hafi tekið við bú- skap þar. Foreldrar Helga, þau Valdimar Jónsson og Filippía Sig- urlaug Kristjánsdóttir, bjuggu svo um langt skeið á Akureyri og þar ól Helgi manninn frá því liann var átta ára, þar til hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri vorið 1956. „Ég minnist góðra ára og skemmilegra á Akureyri. Og hér hef ég einnig gaman að geta þess að í mörg ár bar ég út Dag, það var á ritstjóraárum Hauks Snorra- sonar. Jafnframt lagði maður gjörva hönd á margt á Akureyri; var mikið í íþróttum og á sumrin minnist ég þess að hafa unnið hjá Gefjun, í vatnsveitunni og tvö sumur var ég í brúarvinnu hjá Jón- asi Snæbjömssyni, þeim þekkta brúarsmið,“ segir Helgi. Aðspurður segist Helgi hafa trú á því að Guðrún, eiginkona hans, yrði góður forseti íslands. „Já, ég er nú búin að þekkja hana Guð- rúnu mína í 35 ár - og ég segi að hún hefur mikla hæfileika til að hlusta á fólk og tala við fólk á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Hún getur lagað sig að hverjum sem er, og það er mikilsvert fyrir leiðtoga þjóðarinnar. Þá get ég þess að störf Guðrúnar, svo sem hjá Krabbameinsfélaginu, við neyðar- móttökuna vegna nauðgunar og hjá Kvennalistanum hafa verið mótunarstörf - og starf forseta ís- „Satt best að segja tel ég að öll séum við mörkuð af á vissum básum, það er að segja að lífssýn okkar mark- ist við okkar daglegu viðfangsefni og fólkið sem við umgöngumst frá degi til dags.“ lands er einmitt rnikið mótunar- starf og því rnyndi fyrri starfs- reynsla nýtast Guðrúnu mjög vel,“ segir hann. Góðir straumar Á lokasprettinum í viðtalinu var Guðrún spurð hvaða mat hún legði á stöðu sína nú í upphafi kosningabaráttu fyrir forsetakjör, en sem kunnugt er hefur hún mælst með næst minnst fylgi frambjóðenda í skoðanakönnun- um til þessa. „Ég segi nú að síg- andi lukka sé best. Eg hef allt að vinna og engu að tapa og með mér er afar gott samstarfsfólk. Bæði ég og það höfurn hvarvetna fundið fyrir góðum straumum og fengið jákvæðar undirtektir, nú þegar ég er að byrja að kynna mig og mín stefnumál í upphafi kosningabar- áltu,“ segir Guðrún Agnarsdóttir, forsetaframbjóðandi. Viðtal og myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. Helgi og Guðrún í hcimsókn hjá Helga bónda Símonarsyni á Þverá í Svarfaðardal, en hann er frændi Hclga, eigin- manns Guðrúnar. Myndin er tekin þegar Guðrún var á kosningaferðalagi við utanvcrðan Eyjafjörð sl. þriðjudag.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.