Dagur - 04.05.1996, Page 8

Dagur - 04.05.1996, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 4. maí 1996 Lengmgaraðgerðir á FSA Fyrir tíu árum síðan framkvæmdi Halldór Baldursson, sem þá var læknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, fyrstu lengingaraðgerðina hér á landi. Síðan FSA byrjaði með þessar aðgerðir hefur Borgarspítalinn einnig gert nokkrar lengingaraðgerðir en þar var notuð önnur tækni. Aðgerðir fyrir sunnan hafa þó legið niðri um skeið og því koma sjúklingar víðsvegar að af land- inu til Akureyrar í lengingu Dagur hafði samband við lækninn Þorvald Ingvarsson, sem fram- kvæmir lengingaraðgerðir á FSA, og ræddi við hann um hvers konar aðgerðir væru hér á ferðinni. Þor- valdur kom til Akureyrar fyrir nokkrum mánuðum en áður bjó hann í Svíþjóð, þar sem hann lærði bæklunarskurðlækningar. „Eg var mest í barnabæklunar- skurðlækningum og þar notuðum við þessa aðferð, sem er notuð hér við lengingaraðgerðir, ekki bara til að lengja bein heldur einnig til að rétta ýmiss konar skekkjur, bæði meðfæddar og þær sem voru komnar til vegna slysa,“ segir Þorvaldur. Aðferðin sem hann vísar til er rússnesk að uppruna, kennd við lækninn Gavriil Ilizarov. Fyrir nokkrum árum fóru 2-3 dverg- vaxnir íslendingar til Rússlands í lengingu hjá þessuni lækni. í fram- haldi af því fóru nokkrir íslenskir læknar, þar á meðal Halldór Bald- ursson, til Rússlands og þannig barst þessi vitneskja til íslands. Uppgötvaðist „óvart“ „Sagan segir að þegar Ilizarion var læknir á herspítala hafi þar verið maður sem missti fótinn. Hann var settur í strekk þar sem vír var settur í gegn um stúfinn og síðan ióð sem togaði í fótinn. Af einhverjum ástæðum gleymdist maðurinn í þessum strekk. Síðan var tekin af honurn röntgenmynd og kom í ljós að beinið í stúfnum hafði verið brotið, það hafði tog- ast í sundur, og þama sýndi sig að hægt var að lengja bein með togi. Því má segja að þessi aðferð hafi uppgötvast „óvart“ eins og svo margt innan læknisfræðinnar. En ég sel þessa sögu nú ekki dýrar en ég keypti hana,“ segir Þorvaldur. Hvemig sem upphafið var er framlag rússneska læknisins til þessara vísinda óumdeilanlegt og sú aðferð sem hann uppgötvaði er notuð víða um heim. Lengingar- aðgerðir hafa þó verið nokkrum vandkvæðum bundnar á FSA síð- ustu ár því almennilegan tækja- búnað hefur vantað. Úr þessu hef- ur verið bætt þar sem nýlega feng- ust tæki sem notuð voru í stríðinu í fyrrum Júgóslavíu. Júlíus Gests- son, yfirlæknir á slysadeild, var í Bosníu um tíma, og þá sá hann þessi tæki og voru þau keypt þar sem þau voru töluvert ódýrari en sams konar útbúnaður annars staðar. Beinið togað sundur Lengingar eru framkvæmdar af ýmsum ástæðum og er hægt að lengja fætur um allt að 20 senti- metra. Svo mikil lenging tekur að minnsta kosti tvö ár, segir Þor- valdur. Lengingar geta verið væn- legur kostur fyrir dvergvaxið fólk, sem er það lítið að ýmislegt í hinu Þorvaldur Ingvarsson, bæklunarskurðlæknir, mátar lengingarútbúnaðinn á beinagrind sem ber hið virðulega nafn „Beini“. Þeir sem fara í lengingaraðgerð þurfa að hafa þennan útbúnað á fætinum í nokkra mánuði, mismunandi lengi eftir því hve lengingin er mikil. Mynd: ai daglega lífi reynist erfiðleikum bundið, eins og t.d. að fara á kló- settið, setjast á stól eða keyra bíl. Algengustu aðgerðirnar eru þó sennilega þegar annar fóturinn er styttri en hinn og einnig kemur fyrir að þessi aðferð er notuð þeg- ar þarf að fjarlægja stór æxli í beinum. Þá er bein tekið í sundur og hluti beinsins togaður þangað sem æxlið var. Þorvaldur segir al- gengast að lærbein eða leggir séu lengdir en einnig sé hægt að nota aðferðina til að lengja bein í fingri, upphandlegg eða fram- handlegg. „Reyndar er erfitt að lengja framhandlegg vegna sina en það er þó gert,“ segir hann. Aðferð Ilizarions byggist á því að stálhringir eru settir á útliminn, fyrir ofan og neðan þann stað sem beinið er tekið í sundur. Síðan eru þræðir settir í gegn um beinið og festir í stálhringina sem sjá um að allt haldist á sínum stað. Beinið er síðan tekið í sundur með sérstakri tækni og þarf að bíða í 5-6 daga og leyfa því að jafna sig. Beinið er síðan skrúfað í sundur u.þ.b. einn millimetra á dag og eftir því sem það er skrúfað meira í sundur lengist það meira því nýtt bein myndast í gatinu á milli. A meðan á lengingu stendur þarf sjúklingur ekki að liggja heldur er hann hvattur til að stíga í fótinn og hreyfa sig. Þegar búið er að lengja eins mikið og stóð til er hætt að skrúfa í sundur, ramminn er festur og sjúklingurinn gengur um með ramman þar til beinið er gróið. Oftast er miðað við að fyrir hvem sentimetra sem lengt er þurfi ramminn að vera á fætinum í a.m.k. einn mánuð. „Þessi tækni er ekki mjög flókin en hins vegar er gífurlega mikið púsl í kringum þessar aðgerðir og ýmis atriði sem þarf að huga að,“ segir Þorvaldur að síðustu. AI „Var í góðum höndum“ Auður Guðmundsdóttir þarf að ganga með þennan útbúnað næstu mánuði en að þeim tíma loknum ætti vinstri fót- urinn að verða orðinn jafnlangur þeim hægri. Mynd: sb: - Auður Guðmundsdóttir fór í lengingaraðgerð á FSA Síðasta lengingaraðgerðin á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri var framkvæmd 18. mars síðastliðinn á 24 ára gamalli konu frá Mosfells- bæ, Auði Guðmundsdóttur. Annar fóturinn á Auði var styttri og því ákveðið að lengja lærlegginn um 3 sentimetra til að báðir fætur yrðu jafnlangir. „Ég veit ekki hvemig þetta byrj- aði. Ætli ég hafi ekki dottið ein- hvem tímann þegar ég var krakki,“ segir Auður um ástæðu þess að annar fóturinn var styttri. Auður var í þrjár vikur á sjúkra- húsinu eftir aðgerðina en er nú komin heim í Mosfellsbæ. Hring- imir og teinamir eru þó enn á fæt- inum og við þá losnar hún ekki fyrr en eftir 3-4 mánuði en að þeim tíma liðnum vonast hún eftir fullum bata. „Aðgerðin gekk ljómandi vel, raunar var lygilegt hve vel hún gekk. Mér þótti svolítið skrýtið að þurfa að fara til Akureyrar í þessa aðgerð en Þorvaldur flngvarsson, innsk. blm.] er nýbúinn að læra að framkvæmda svona aðgerðir og svo kom líka læknir frá Svíþjóð sem var með honum. Ég var því í góðum höndum,“ segir hún. Skrýtið í byrjun Auður gat stigið í fótinn mjög fljótlega eftir aðgerð og getur gengið um þó varla sé hún fær um mikil hlaup með hringi og teina fasta við fótinn. Engu að síður er hún jákvæð og virðist ganga vel að aðlagast. „Ég er yfirleitt í jogging- buxum, sem hægt er að smella frá. Þegar kemur sumar fer ég síðan bara í vítt pils,“ segir hún og er hin kokhraustasta. Hún viðurkennir að í byrjun hafi verið mjög skrýtið að hafa teina í gegnum löppina og hafi tekið hana nokkum tíma að venjast því. „Ég var ekki mjög sátt fyrst en nú sætti ég mig við þetta og er ánægð með hve vel gengur. Löppin er þegar farin að lengjast og ég finn strax mun.“ Fyrst eftir aðgerðina var Auður deyfð niður og fann því ekki mik- ið til og verkimir nú em ekki meiri en að hægt sé að halda þeim niðri með hóflegum skömmtum af verkjalyfjum. Bíltúrar með kærastanum Auður var að vinna í Bílanesti í Mosfellsbæ áður en hún fór í að- gerðina og reiknar með að byrja þar aftur um leið og hún verður vinnufær. Þar til að því kemur þarf hún hins vegar að vera heima og segist hún eyða tímanum með ýmsu móti. Stundum leiki hún sér í tölvunni, saumi eða leggi kapal. „Öðru hvoru er pirringur í mér og stundum koma leiðinlegir dagar en yfirleitt gengur vel. Læknirinn hringir í mig reglulega og kærast- inn minn er duglegur að fara með mig í bfltúra þannig að þetta er ekki svo slærnt." AI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.