Dagur - 04.05.1996, Page 12

Dagur - 04.05.1996, Page 12
12 - DAGUR - Laugardagur 4. maí 1996 Að ná tökum á tilveruniti - námsefní fyrir 12-14 ára unglinga Hanna Dóra Markúsdóttir, kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri, er ánægð með námsefnið „Að ná tökum á til- verunni“ og telur það eiga fullkomlega rétt á sér. Mynd: ai / dag er vímuvarnardagur Lions en hreyfingin hefur á síð- ustu árum barist ötullega gegn vímuefnaneyslu ungs fólks. Framlag Lionshreyfingarinnar felst m.a. í námsefninu „Að ná tökum á tilverunni“, sem er námsefni í lífsleikni fyrir ungl- inga á aldrinum 12-14 ára. Námsefnið er kennt víða um heim og á Akureyri er það kennt í tveimur skólum, Barna- skóla Akureyrar og Gagnfrœða- skólanum á Akureyri. „Þetta er námsefni sem á full- komlega rétt á sér og ég er svolítið hissa á að hinir skólamir á Akur- eyri skuli ekki taka þetta upp,“ segir Hanna Dóra Markúsdóttir, sem er önnur tveggja sem kennir námsefnið í GA. Hanna Dóra seg- ir námsefnið byggjast töluvert á siðfræði, unglingunum sé kennt að treysta á sjálfa sig og að taka ábyrgð á eigin gjörðum. „Þetta felst m.a. í að kenna þeim að láta ekki segja sér að gera eitthvað sem þau vilja ekki gera og að játa engu nema spyrja fyrst spum- inga,“ segir hún. Aðeins þeir kennarar sem hafa farið á sérstök námskeið mega kenna námsefnið og með kennslu- gögnum fylgir mjög nákvæmt skipulag. Hægt er að velja mis- mundandi líkan en líkanið sem Hanna Dóra fylgir tekur fjörutíu kennslustundir og er stysta líkan- ið. Námsefnið er kennt í 8. bekk og sækja unglingamir tíma einu sinni í viku. Markmið f kynningarbæklingi Lions kemur fram að markmið námsefnisins séu einkum tvö. í fyrsta lagi að hjálpa ungu fólki til þess að þroska með sér eiginleika eins og sjálfsaga, ábyrgðartilfinningu, góða dómgreind og hæfni til að samskipta við aðra. I öðru lagi að hjálpa ungu fólki til að efla tengsl við fjölskyldu, skóla, jafnaldra og samfélagið og tileinka sér auk þess heilbrigðan og vímuefnalaus- an lífsmáta. Námsefninu er skipt upp í kafla og fjallar t.d. einn kaflinn um að byggja upp sjálfstraust, annar um tilfinningar, sá þriðji um vináttu, o.s.frv. Síðasti kaflinn sem nem- endur í Gagnfræðaskólanum fara yfir er um vímuefni og er fjallað um áfengi, tóbak og önnur fíkni- efni. „Það er margt sem þau vita ekki. Sumir halda t.d. að það sé í lagi að drekka áfengi vegna þess að það renni hvort eð er af manni. Við reynum að útskýra af hverju þetta er bannað,“ segir Hanna Dóra. Hún leggur þó áherslu á að kaflinn um vímuefnin sé aðeins einn hluti af námsefninu og ekki þungamiðja. Krakkarnir séu mjög forvitin um þessi efni og á tíma- bili hafi henni fundist að öll sú umræða sem var í þjóðfélaginu hafi kveikt í þeim og gert þau for- vitin í að prófa. „Mér fannst of mikið sagt um hver áhrifin af þessum efnum væru, þ.e. hvemig víman væri, en minna talað um af- leiðingarnar.“ Foreldrar fylgjast með Námsefnið virðist höfða ágætlega til unglinganna og er sett upp á aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. „Sumt hittir beint í mark en annað er fjarlægt. Ef þau sjá ekki sjálfa sig í umfjölluninni finnst þeim oft að þetta sé bara bull,“ segir Hanna Dóra og bætir við að gaman geti verið að fylgjast með krökkunum þegar þau uppgötvi eitthvað nýtt. „Þetta fær þau til að hugsa um að til séu fleiri en ein leið.“ Eitt sem er merkilegt við þetta námsefni er að ekki aðeins nem- endur þurfa að læra heima heldur líka foreldramir því þeir fá sér- staka foreldrabók sem þeir fá að eiga. Einnig er haldinn foreldra- fundur og segir Hanna Dóra að þeir foreldrar sem hafi mætt hafi verið mjög áhugasamir og já- kvæðir en því miður hafi mæting ekki verið nógu góð. Af 120-130 foreldrum mættu aðeins milli 20 og 30. AI Starfshópur á vegum Akureyrarbæjar: Tillögur um varnir gegn fíkniefnum Starfshópur sem bæjarstjórn Ak- ureyrar skipaði hefur skilað tillög- um sem hafa að markmiði að vinna gegn áfengis- og fíkniefna- neyslu ungs fólks. I greinargerð frá starfshópnum kemur fram að í tillögunum felist ekki mikið af nýjungum eða nýbreytni heldur stuðli þær fremur að því að þétta og styrkja það vamamet samfé- lagsins sem þegar er til staðar. Ásta Sigurðardóttir, bæjarfull- trúi, er í forsvari fyrir starfshópinn og segir hún að tillögurnar hafi þegar verið lagðar fyrir bæjarráð og sé ráðið samþykkt þeim. Til- lögumar eru eftirfarandi: 1. Að Akureyrarbær vinni að framgangi þeirra tillagna sem stjóm S.I.S. lagði fram á fulltrúa- fundi sínum 8. mars síðastliðinn. 2. Að bæjarstjóm Akureyrar leggi til við lögreglustjóra bæjarins og dómsmálaráðuneytið að stöðugildi við Rannsóknarlögregluna á Ak- ureyri verði fimm og þar með verði einum rannsóknarlögreglu- manni gert kleift að sinna eingöngu fíkniefnamálum. Bæjar- stjómin skal einnig stuðla að því eftir mætti að rannsóknarlögreglan fái afnot af nauðsynlegum tækja- búnaði til rannsókna á fíkniefna- málurn. 3. Að hlutverk og starfshættir áfengisvarnanefndar verði endur- skoðað með það fyrir augum að nefndin hafi yfirumsjón með for- varnarstarfi gegn ávana- og fíkni- efnum sem unnið er í bæjarfélag- inu. Nefndin sjái um að samhæfa það forvamarstarf sem unnið er af frjálsum félagasamtökum, stofn- unum bæjarins og á vegum ríkis- ins til að tryggja besta mögulegan árangur. 4. Að samstarf félagsmálastofn- unar, lögreglu, skólayfirvalda, heilsugæslu og frjálsra félagasam- taka sem að þessum málaflokki vinna verði aukið og reglulegum samráðsfundum þessara aðila komið á. 5. Að árlegt fræðslu- og forvam- arátak verði tryggt í efstu bekkjum grunnskólans. Nauðsynlegt er að átakið nái jafnframt til foreldra og þess starfsfólks sem hefur með börn og ungmenni að gera. 6. Að bæta aðgengi bama, ung- menna og fullorðinna að upplýs- ingum, ráðgjöf og stuðningi í sambandi við persónulega og fé- lagslega örðugleika annars vegar og uppeldismál hins vegar. 7. Að lögð sé áhersla á jákvæða umræðu um áhugamál og störf unglinga. í stuðningi bæjarins til félagsstarfs sé lögð áhersla á þá þætti sem ná til fjöldans og gildi leiksins verði metið umfram ár- angur einstaklinga. 8. Að endurskipulagningu tóm- stundarstarfs á vegum Akureyrar- bæjar verði flýtt. Sumarvinna ung- linga á vegum Akureyrarbæjar verði endurskipulögð með áherslu á fræðslu og aukna lífsleikni. 9. Að stutt verði sérstaklega við það forvamar- og fræðslustarf innan skólanna sem unnið er að fmmkvæði nemenda og foreldra. 10. Að skipulega verði unnið að því að allir nemendur grunnskól- ans fái kennslu í námsefninu „Að ná tökum á tilverunni" eða öðru sambærilegu efni í samræmi við aldur og þroska. 11. Að yfirvöld tryggi að hundur til fíkniefnaleitar sé til staðar á Norð- urlandi. Frá ælingu fyrir tonlcikana. Bama- og unglingakór Akureyrar- kirkju og bama- og unglingakór Selfosskirkju halda sameiginlega tónleika í Akureyrarkirkju klukk- an 18:00 á morgun, sunnudag. Aðgangur er ókeypis. Stjómandi Selfosskórsins er Glúmur Gylfason, sem jafnframt er organisti Selfosskirkju, en Hólmfrfður Benediktsdóttir stjórn- ar ungmennunum í kór Akureyrar- kirkju. „Efnisskráin er mjög fjöl- breytt. Bæði erum við með lög kirjulegs eðlis, negrasálma og einnig venjuleg hressileg lög. Kóramir syngja bæði í sitt hvoru lagi og einnig saman,“ sagði Hólmfríður um dagskrá tónleik- anna. Hólmfríður er gamalreyndur Mynd: BG kórstjómandi, stjómar m.a. Kvennakórnum Lissý og kór Framhaldsskólans á Húsavík, og hefur stjómað ótal kórum í gegn- um árin. Hún segir að mjög ólíkt sé að stjórna barnakór, kór sem eingöngu er skipaður fullorðnum eða t.d. framhaldsskólakór. „Mun- urinn felst m.a. í því að ég æfi allt öðruvísi með bömum. Þau hafa ekki þrek til að æfa nema í hæsta lagi í klukkutíma í einu. Aftur á móti get ég látið konurnar hamast í 2-3 tíma. Hljómurinn er líka allt öðruvísi í barnakórum, unglinga- kórum og kvennakórum. Þetta er þrennt ólíkt. En það er mjög gam- an og lærdómsríkt að geta unnið með marga kóra og byggja upp mismundandi hljóm í hverjum kór,“ segir Hólmfríður. AI Barna- og unglingakórar frá Akureyri og Selfossi: Sameiginlegir tónleikar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.