Dagur


Dagur - 04.05.1996, Qupperneq 15

Dagur - 04.05.1996, Qupperneq 15
Laugardagur 4. maí 1996- DAGUR- 15 Leikfélag Dalvíkur: Forsetaframbjóðandi á ferð og flugi Leikfélag Dalvíkur frumsýnir í kvöld skemmtidagskrá eða kabar- ett sem ber heitið Af forsetaefnum og fleira fólki. Fylgst er með for- setaframbjóðandanum Hemma Gunn, sem er komin til Dalvíkur til að kynna sig og kynnast fólk- inu á staðnum. Á ferð sinni um svæðið hittir Hemmi ýmsar litrík- ar persónur, sem Dalvíkingar og Svarfdælingar ættu allir að kann- ast við. Þráinn Karlsson leikstýrir dag- skránni og segir hann æfingar hafa gengið mjög vel. Um tólf manns koma fram í sýningunni auk tónlistarfólks og hafa æfingar staðið yfir í rúmar þrjár vikur. „Þetta er fjörleg dagskrá í revíu- formi og létt glens og grín,“ segir Þráinn. Höfundur leikskólakennari Texti í dagskránni, bæði talaður og sunginn, er eftir Bergljótu Hreinsdóttur en tónlistin er fengin að láni héðan og þaðan. Bergljót, sem tekur jafnframt þátt í upp- færslunni, er leikskólakennari og vinnur á Krflakoti á Dalvík. Hún hefur m.a. fengist við að semja barnasögur en hefur ekki áður skrifað texta til að flytja á leik- sviði. Aðspurð segir hún að það hafi ekki verið fyrirfram ákveðið að hún myndi skrifa textann. „í raun- inni átti þetta að vera hópvinna en þróaðist þannig að ég skrifaði þetta,“ segir hún. í dagskránni eru ýmsir staðir á Dalvík heimsóttir eins og Kaupfélagið, Sparisjóður- inn, Dalbær, Frystihúsið og lík- amsræktarstöðin á staðnum svo eitthvað sé nefnt og gegnir for- setaframbjóðandinn því hlutverki að tengja atriðin saman. „Það má segja að þetta séu margir litlir leikþættir og komið víða við en rauði þráðurinn er forsetafram- bjóðandinn sem fer á milli staða,“ segir Bergljót og bætir við að for- setaframbjóðandinn hafi verið lát- inn vera Hemrni Gunn því tryggt sé að allir viti hver hann sé. Bergljót hefur aðeins búið á Dalvík í tvö ár og viðurkennir að svolítið erfitt hafi verið að finna skoplegu hliðarnar á Dalvíkingum eftir svo stutta búsetu. „Mér gekk best með þá sem eru áberandi en ég hef líka leitað mér upplýsinga og fengið punkta hér og þar. Eg hef reynt að hafa að leiðarljósi að hafa textann ekki særandi eða beittan heldur á þetta fremur að vera létt spaug.“ AI Bergljót Hreinsdóttir samdi textann þar sein gert er létt grín að Dalvíking- um og nærsveitungum. Fínar frúr á Dalvík taka lagið. Myndir: AI Forsetaframbjóðandinn Hemmi Gunn (standandi) kemur víða við og heimsækir hið skrautlegasta fólk. Sólveig María í hlutverki konu sem stjórnar líkamsræktarstöð á Dalvík af mikilli röggsemi. Ásvið eftir 20 árahlé Meðal þeirra sem koma fram í dagskrá Leikfélagsins eru fjöl- margir nýliðar sem sjaldan hafa stigið á svið. Ein þeirra er Sól- veig María Hjaltadóttir en hún segist ekki hafa tekið þátt í leik- sýningum eða sungið á sviði síð- an hún var í bamaskóla. „Það eru sennilega svona tuttugu ár síð- an,“ segir hún brosandi. Sólveig María býr á Dalvík og vinnur í frystihúsinu á staðnum. Þrátt fyrir litla reynslu í leiklist- inni er ekki annað að sjá en hún sé örugg á sviðinu og syngur hún m.a. einsöng með góðurn tilþrif- um. „Það var Begga [Bergljót Hreinsdóttir] sem dró mig af stað. En þetta er búið að vera gaman þó það sé jafnfram svolít- ið stressandi." - Ætlar þú að starfa áfram með leikfélaginu? „Ég veit það ekki. Ætli ég sjái ekki til hvemig gengur eftir að sýningar byrja.“ AI \ % a a a UiiÍslíBe uirii *SSA ST ^ Kafítbollaumræður Virkjum Bessastaðí „Eígum við fyrír höndum glæsta framtíð í friðsælu þjóðfélagi, eða verðum við kol- krabbanum og stríðandí fylkingum að bráð?“ Ástþór Magnússon stofnandí Fríðar 2000 mun kynna átakíð „Vírkjum Bessastaði" fyrír almenníngí í: Deíglunní, Akureyri, mánu- dagínn 6. maí kl. 20.30. Boðíð verður upp á kafRveítíngar. Allir hjartanlega velkomnír.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.