Dagur - 08.05.1996, Side 8

Dagur - 08.05.1996, Side 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 8. maí 1996 Starfshópur um breytt útvarpslög vill róttækar breytingar á ljósvakanum: Aukið svigrúm fyrir einkarekna miðla Starfshópur um endurskoðun út- varpslaga hefur sent frá sér skýrslu þar sem lagðar eru til ýmsar breytingar á gildandi lög- um frá 1985. Tillögur nefndarinn- ar eru margþættar, en sú róttæk- asta er ef til vill sú að Ríkisút- varpið nær hverfi alveg af augiýs- ingamarkaði. Þannig skapist auk- ið svigrúm fyrir einkarekna ljós- vakamiðla. Enn fremur er lagt til að afnotagjöld RÚV verði aflögð í núverandi mynd, en þeirra í stað verði innheimtur nefskattur fyrir afnot af þjónustu stofnunarinnar. Með þessum breytingum og ýms- um fleiri á rekstrarumverfi RÚV telur starfshópurinn að stofnunin geti betur sinnt hlutverki sínu um að vera í fylkingarbjósti ljósvaka- miðla á sviði innlendrar dagskrár- gerðar og að svigrúm annarra ljós- vakamiðla til sömu hluta aukist. „í upphafi starfs mótaði starfs- hópurinn það viðmið að meginvið- fangsefnið væri að hyggja sérstak- lega að hlut innlendrar dagskrár- gerðar og leita leiða til að efla hlut þess þáttar í starfsemi ljósvaka- miðla, bæði einkarekinna og Ríkis- útvarpsins... Megininntak skýrsl- unnar er að benda á leiðir til að efla möguleika ljósvakamiðla til að stunda innlenda dagskrárgerð, að allir ljósvakamiðlar hafi mikilvægu hlutverki að gegna í þágu íslenskrar menningar og því ákjósanlegt að út- varpsstöðvum verði kleift að leggja sitt af mörkum á þeim vettvangi með öflugri innlendri dagskrár- gerð,“ segir í inngangsorðum skýrslu starfshópsins, en í honum áttu sæti Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, formaður Útvarpsráðs, Ásdís Halla Bragadóttir, aðstoðar- maður menntamálaráðherra, Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Sýnar, og Tómas Ingi Olrich, alþingismað- ur. Hann skilaði reyndar séráliti, og er frá því greint hér neðar á síðunni. „Auglýsing- arnar allt eins í dagblöð“ - segir Arnar Páll Hauksson „Ef hætt verður að birta aug- lýsingar í Ríkisútvarpinu er al- veg ókannað mál hvort þær fari endilega yfir á aðra Ijós- vakafjölmiðla. Þær geta allt eins farið yftr í dagblöðin, þannig að þetta þarf að því leyti ekki endilega að styrkja keppninauta RÚV,“ sagði Arnar Páll Hauksson, for- stöðumaður Ríkisútvarpsins á Akureyri. Arnar Páll Hauksson sagðist ekki hafa kynnt sér tillögur starfshóps mennamálaráðherra nákvæmlega. Hann sagðist þó hafa efasemdir um margar þeirrar „...og satt best að segja er ég orðinn langþreyttur á því að ár eftir ár séu starfandi nefnd- ir um breytingar á útvarpslögum og skili frá sér álitsgerðum sem útilokað er að sátt náist um.“ „Auglýsingar liafa verið í Ríkisútvarpinu alveg frá upphafi og ég held að erfitt kunni að reynast að breyta þeirri hefð,“ sagði Amar Páll. Hann sagði jafnframt að í Svæðisútvarpi Noðurlands væru þær mikilvæg- ar að því leyti að í gegnum þær og eins hefðbundinn fréttaflutn- ing fengju hlustendur upplýsing- ar um málefni líðandi stundar í sínu nánasta umhverfi. -sbs. Sjónvarpsauglýsingar aflagðar í þrepum Sé vikið að helstu punktum í skýrslu starfshópsins eru þeir eftir- farandi. Að RÚV hverfi af auglýs- ingamarkaði fyrir árslok 1998, þannig að aukið svigrúm skapist fyrir einkarekna miðla. Þó nær þetta auglýsingabann ekki til tilkynninga er varða almannaheill, til ámaðar- óska á hátíðisdögum né til dánar-, afmælis- eða fundatilkynninga. Auglýsingar í útvarpi yrðu aflagðar eins fljótt og eðlilegt getur talist en sala auglýsinga í Sjónvarpi yrði af- lögð í þrepum og að öllu hætt 1. janúar 1999. Einkastöðvar munu áfram halda sínum auglýsingatekjum óskertum og það á að gefa þeim auknar tekjur til að sinna innlendri dagskrárgerð. Meðal annars þess vegna verður Menningarsjóður útvarpsstöðva lagður niður, og komið verði á fót Menningarverðlaunum ljósvaka- miðla og verðlaun fá þeir miðlar sem lofsamlega hafa staðið að gerð innlends efnis. Menningarhlutverk ... Þýðingarskylda á erlendu sjónvarps- efni verður áfram hin sama og ekki á henni slakað, enda þótt erlent sjónvarpsefni sem til landsins berst í gegnum gervihentti hafi stórum aukist. Á hinn bóginn er hvatt til að innlend dagskrárgerð verði efld. Að minnsta kosti helmingur barnaefnis skal vera talsettur. Tillögur starfshópsins miða einnig að fleiru. Ríkisútvarpið skal skilgreint sem opinber þjónustu- stofnun er sinni menningarhlutverki. RÚV skal starfa og keppa á jafnrétt- isgrundvelli við aðra ljósvakamiðla og einnig er lagt til að sem mest af framleiðslu dagskrárefnis verði boð- in út. Þá setur starfshópurinn einnig fram tillögu um að útvarpsráð verði lagt niður og rekstrarstjórn stofnun- arinnar komi þess í stað. Lagt er til að starfsemi RÚV verði sameinuð undir einum hatti í tveimur megin- deildum, það er hljóðvarpi og sjón- varpi - og að núverandi fjármála- og tæknideildir færðar inn í hvora deild fyrir sig, en stofnunin svo áfram ein heild undir sameiginlegri stjórn út- varpsstjóra og rekstrarstjóra. Lagt er til að innheimta afnota- gjalda með núverandi hætti verði af- numin. Þess í stað verði tekinn upp nefskattur, sem rfkisskattstjóri inn- heimti af öllum einstaklingum eldri en 16 ára og öllum lögaðilunt í landinu. „Verði sú leið ekki farin er lagt til að Ríkisútvarpið verði flutt frá B-hluta og yfir á A-hluta ríkis- reiknings, þannig að rekstur stofn- unarinnar byggist á framlagi fjár- veitingavaldsins samkvæmt sam- þykkt fjárlaga hverju sinni,“ segir í tillögum nefndarinnar. - Þar er einnig lagt til að Ríkisútvarpið hefji samningaviðræður við Póst og síma um sölu á örbylgjukerfi RÚV og einnig að milli þessara stofnana hefjist viðræður um fulla yfirtöku Pósts og síma á dreifingu útvarps- efnis RUV. Aðrir miðlar skipta máli... I samantekt starfshópsins segir m.a. um RÚV og framtíð þess. „Við breyttar aðstæður og vegna harðn- andi erlendrar samkeppni á öldum ljósvakans er mikilvægi Ríkisút- varpsins ef til vill meira en nokkru sinni fyrr. Ekki má þó gleyma að aðrir innlendir ljósvakamiðlar gegna þar einnig veigamiklu hlutverki. Því skiptir höfuðmáli að starfsemi og hlutverk Rfkisútvarpsins verði styrkt en um leið er nauðsynlegt að sérstaða og forréttindi stofnunarinn- ar takmarki ekki möguleika annara ljósvakamiðla til að leggja sitt af mörkum til þjóðmenningar og inn- lendrar dagskrárgerðar.“ -sbs. „Hreinlegra að leggja Rxkisút- varpið niður“ - segir Svavar Gestsson „Mér finnst þessi álitsgerð afar sérkennileg. Það fólk sem hana leggur fram virðist af einhverjum sálrænum ástæðum vera illa við Ríkisúvarpið og það vill allt gera til að koma því á kné. Hreinlegra hefði verið og betra að koma með tillögu þess efnis að leggja RÚV beinlínis niður, en að því myndu tillögur þessar stuðla,“ segir Svavar Gestsson, alþingismaður og fv. menntamálaráðherra. Að mati Svavars eru tillögur starfshópsins einungis sjónarmið þröngs minnihluta í Sjálfstæð- isflokki, en ekki viðtekin skoðun innan hans. „Þetta er algjört minnihlutaálit, en með þessu finnst mér Bjöm Bjarnason sýna meiri flokkslega þröngsýni en ég bjóst við. Framhald málsins verð- ur að tillögurnar verða ræddar á Alþingi og svo gleymast þær. Það er þó verra að búið er að veita stórfé frá skattgreiðendum í þetta,“ sagði Svavar. Aðspurður ságðist Svavar hafa ýmsar hugmyndir um framtíð RÚV. Hann sagði að í sinni tíð sem menntamálaráðherra hefði starfshópur undir forystu Ög- mundar Jónassonar, sem fyrrum var fréttamaður Sjónvarps, unnið álitsgerð um það efni og þar var m.a. lagt til að breyta innheimtu afnotagjalda, að ráða yfirmenn stofnunarinnar til skemmri tíma og leggja útvarpsráð af í núver- andi mynd en að sama skapi auka áhrif almennings á dagskrárstefnu RÚV. Þá var lagt til að efla mögu- leika Sjónvarpsins til frarhleiðslu á innlendu dagskrárefni og skil- greina jafnframt skyldur RÚV gagnvart menningarlífinu í land- inu. -sbs. Engin sjónarmið gegn auglýsingum í RÚV - segir Tómas Ingi Olrich, alþingismaður Sjálfstæðisflokks á Norðurlandi eystra „Auglýsingar í ljóvakamiðlum eru áhrifamikill viðskiptavaki. Áhrifamáttur þeirra tengist að- gangi að viðskiptavinum, sem fyirtækjum er tryggður með dreifíkerfí sem þjóðfélagið hefur lagt mikinn kostnað í að byggja upp. Enginn grundvallarsjónar- mið mæla gegn því að nýta þessi sérstöku viðskipti sem tekjulind fyrir hið opinbera til að standa undir kostnaði við að styrkja menningarstarfsemi á ljósvaka- sviðinu, ekki síst þegar tekið er tillit til þeirrar auknu menning- ar- og uppeldisáhrifa, sem ljós- vakamiðlarnir hafa,“ segir Tóm- as Ingi Olrich, alþingismaður, meðal annars í því séráliti sem hann skilaði með skýrslu starfs- hóps menntamálaráðherra um breytingar á útvarpslögum. Tómas Ingi segir að nauðsyn- legt sé að rýma til fyrir einka- stöðvunum á markaðnum, en þær eigi í ójafnri samkeppni við RÚV um auglýsingar. Til greina komi, að sínu áliti, að leggja sérstakt gjald á auglýsingar í RÚV sem mætti nýta til almennrar eflingar dagskrárgerðar innlendra aðila. Þá segir Tómas Ingi að Menningar- sjóður útvarpsstöðva hafi ekki nýst til að efla innlenda dagskrár- gerð og í sjóðnum sé ekkert fé annað en það sem tekið hefur ver- ið út úr rekstri útvarpstöðvanna sjálfra. Því þrengi hann í raun svigrúm og möguleika þeirra. I áliti sínu segir Tómas Ingi að löng hefð sé fyrir auglýsingasölu RÚV og það eitt sé hluti af upp- lýsingastarfsemi þess. Erfitt verði að afnema rétt þess til auglýsinga- sölu ef allir landsmenn eigi ekki aðgang að þeim einkareknu miðl- um sem við auglýsingamarkaðn- um tækju. „Það verður einnig að teljast lítt ákjósanlegt, nú þegar stjómvöld vinna að stefnumörkun í málefnum upplýsingasamfélags- ins þar sem gert er ráð fyrir að- gangi sem flestra að upplýsingum, að meina einhverjum ákveðnum landshlutum aðgangs að auglýs- ingum á ljósvakanum," segir Tóms. Fram kemur hjá Tómasi Inga Olrich að auglýsingar séu ekki eins mikilvæg tekjulind fyrir sjón- varpsstöðvarnar eins og útvarps- stöðvar. Þær afli sér fjár með sölu áskrifta. Þá segir Tómas að efa- semdir séu um að í raun og veru sé markaður fyrir meira en tvær sjónvarpsstöðvar hér á landi, þó slíkt eigi eftir að koma í ljós. En reynist svo að aðeins Sjónvarpið og Stöð 2 verði einu sjónvarps- stöðvarnar hér á landi, þar sem síðamefnda stöðin megi aðeins ein sjónvarpa auglýsingum „er komin upp óæskileg fákeppni á auglýsingamarkaði, með þeim af- leiðingum sem slíkt hefur á verð- lag. Því gæti reynst æskilegt að jafna samkeppnisstöðu einkarek- inna sjónvarpsstöðva, að minnsta kosti í fyrstu, með öðrum hætti,“ segir Tómas. „Vitað er að metnaður einka- stöðvanna er misjafnlega mikill. Er einsýnt að það er ekki mikill fengur í því að styrkja stöðu sjón- varpsstöðvar á auglýsingamark- aði, sem hefur naumast annan metnað en sýna erlent textað efni og selja auglýsingar. Það hlýtur að vera akkur í því einkum að veita þeim svigrúm sem sýna raunveru- legan áhuga á innlendri dagskrár- gerð,“ segir í séráliti Tómasar Inga Olrich. -sbs. Auglýsingabann er íráleitt - segir Valgerður Sverrisdóttir „Eins og þessar tillögur eru sett- ar fram þá held ég að engum hafí dottið í hug að þær myndu ná fram að ganga í óbreyttri mynd,“ segir Valgerður Sverris- dóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Fulltrúar flokksins hafa lýst sig mótfallna hugmyndum þeim sem starfs- hópur um breytingu á útvarps- lögum leggur til, en það eru ein- vörðungu fulltrúar Sjálfstæðis- flokks sem eiga sæti í þeim hópi. Valgerður segir að mikil vinna þurfi að fara fram áður en hægt verði að leggja fram stjómarfrum- varp sem báðir stjómarflokkarnir geti sameinast um. Að minnsta kosti séu framkomnar tillögur alls ekki framsóknarmönnum að skapi. „Við framsóknarmenn höfum ekkert komið nærri mótun þessara tillagna og við þurfum að vinna okkar vinnu og leggja okkar til- lögur í púkkið. En ég vil reyndar sem fæstar yfirlýsingar gefa um þetta mál, að svo stöddu,“ sagði Valgerður. - Aðspurð um einstaka efnisþætti tillagnanna svo sem að afnema birtingu auglýsinga í Rík- isútvarpinu, nema undir sérstök- um kringumstæðum, sagði hún það vera fráleita hugmynd sem ekki kæmi til geina. Um nefskatt í stað afnotagjalda fyrir þjónustu RÚV minnti Val- gerður á að markmið núverandi rrkisstjórnar væri að hækka ekki skatta og með þessum hugmynd- um væri verið að tala um aukna skattheimtu. í framhaldinu yrði RÚV svo sett inn á A-hluta fjár- laga, yrði markaður ákveðinn tekjustofn skv. því, sem myndi þá stuðla að ósjálfstæðri stofnun, sem RÚV mætti ekki vera. Að sögn Valgerðar Sverrisdótt- ur munu fulltrúar Framsóknar- flokksins í útvarpsráði, Gissur Pétursson og Kristjana Bergsdótt- ir, vinna að mótun tillagna sem yrðu svar við hugmyndum starfs- hópsins - og að starfinu myndu einnig koma þingmennirnir Hjálmar Ámason, Ólafur Öm Haraldsson og Stefán Guðmunds- son. -sbs.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.