Dagur - 07.06.1996, Síða 5
FRETTIR
Föstudagur 7. júní 1996 - DAGUR - 5
Landsmótið á Melgerðismeium 8.-12. júlí 1998:
Búið að skipa
framkvæmdanefnd
Undirbúningur er nú að komast á fullt skrið fyrir
næsta landsmót hestamanna sem eins og kunnugt
er verður haldið á Melgerðismelum í Eyjafirði að
tveimur árum liðnum. Skipuð hefur verið fram-
kvæmdanefnd þeirra aðila sein koma til með að
standa að framkvæmd þess, en það eru hesta-
mannafélögin Funi í Eyjafjarðarsveit, Léttir á Ak-
ureyri, Hringur á Dalvík, Þráinn á Grenivík,
Þjáífi í S-Þingeyjarsýslu, Grani á Húsavík, Fylkir
í Öxarflrði og Snæfaxi í Þistilfirði en þessi félög
tilnefndu hvert um sig tvo fulltrúa í þessa nefnd.
Auk þess stendur Landssamband hestamannafé-
laga að mótinu eins og að öðrum landsmótum og
tilnefnir einn mann í nefndina.
Þessi nefnd hefur nú komið saman og tilnefnt
fimm manna framkvæmdanefnd úr sínum hópi. í
henni eru Jón Ólafur Sigfússon frá Akureyri, formað-
ur, Gísli Haraldsson Hafralækjarskóla, ritari, Hólm-
geir Valdemarsson frá Akureyri, gjaldkeri og með-
stjómendur þeir Ármann Ólafsson, Litla Garði, og
Þorsteinn Hólm, Dalvík.
Ljóst er að mikið verk er framundan en fyrsta verk
þessarar stjómar var að ganga endanlega frá dagsetn-
ingu mótsins. Verður það dagana 8.-12. júlí 1998.
„Við höfum þegar sett af stað kynningarstarf hér
heima og erlendis. Það er talið að um 2.500-3.000 út-
lendingar hafi komið á síðasta landsmót og við stefn-
um á að sá fjöldi verði töluvert meiri árið 1998. Alls
sóttu um 8.500 manns síðasta landsmót og af því má
sjá að umfang þessara móta er gríðarlega mikið og
mikilvægt að vanda sem best verður kosið allan und-
irbúning,“ sagði Jón Ólafur, formaður framkvæmda-
nefndar.
Einnig eru framundan miklar framkvæmdir á Mel-
gerðismelum, sem reyndar eru ekki á hendi þessarar
nefndar. Framkvæmdir við svæðið eru þegar hafnar
og stefnt á að þeim verði lokið að mestu haustið
1997. Að þeim loknum er talið að svæðið á Melgerð-
ismelum verði enn á ný í fremstu röð mótssvæða á
landinu, bæði hvað varðar aðstæður fyrir keppendur
og áhorfendur.
„Það er alveg ljóst að áhugi fyrir mótinu er þegar
orðinn mikill og það hafa borist fyrirspumir um það
langan veg. Mér er óhætt að fullyrða að mót af þess-
ari stærðargráðu, sem stendur yfir í u.þ.b. heila viku,
verði bæði héraðinu og nágrannabyggðum þess mikil
lyftistöng," sagði Jón Olafur. HA
Gengi hlutabréfa í norðlenskum fyrirtækjum:
Stórfelld hækkun
Mikil hækkun hefur orðið á
gengi hlutabréfa í norðlenskum
fyrirtækjum að undanförnu.
Þetta er í takt við þróunina á
landsvísu, þar sem gengi hluta-
bréfa í fyrirtækjum í sjávarút-
vegi hefur hækkað sýnu mest.
Það helgast af jákvæðum tíðinc'
um úr sjávarútvegi að undan-
förnu, svo sem góðum síldar- og
loðnuvertíðum og eins fyrirséðri
aukningu á þorskveiðiheimild-
um, segir Sveinn Pálsson, ráð-
gjafi hjá Kaupþingi Norður-
lands.
Frá áramótum hefur gengi
hlutabréfa í Skagstendingi hf. á
Skagaströnd hækkað um rúmlega
118%. Um áramót var gengi bréf-
anna rétt tæplega 3,6 en er nú
komið í 6,5. Er í þessari tölu þá
tekið tillit til útgefinna jöfnunar-
hlutabréfa fyrr á þessu ári. Hið
sama má segja um hlutabréf í Þor-
móði ramma - þau hafa hækkað
um nær helming og farið úr 3,5 í
4,3 og þá er tekið tillit til útgáfu
jöfnunarbréfa fyrr á árinu.
Bréf í Sæplasti hf. á Dalvík
hafa hækkuð um fjórðung. Um
áramót var gengi þeirra 3,9 en er
nú komið í 4,8. Bréf í Útgerðarfé-
lagi Akureyringa hafa farið upp
um rösklega 67 % eða út 3,1 í 5,2.
Þá voru hlutabréf í Skinnaiðnaði
hf. í ársbyrjun á genginu 3,0 en
eru nú komin í 5,0, sem er 67%
hækkun. Gengi hlutabréfa í B-
deild stofnsjóðs Kaupfélags Ey-
firðinga hefur hins vegar staðið í
stað allt þetta ár, það var og er 2,1.
Stækkun íþrottahússins á Sauöárkróki:
Framkvæmdir hafnar
Stækkun íþróttahúss um nær
helming er langstærsta fram-
kvæmdin á vegum Sauðár-
króksbæjar á þessu ári. Kostn-
aður er nær 109 millj. kr. og eru
framkvæmdir þegar hafnar, að
sögn Hallgríms Ingólfssonar,
bæjartæknifræðings.
Iþróttasalur hússins stækkar um
687 mÁ búningsherbergi um 171
m2 og anddyri um 218 m“, en alls
gera þetta 1,076 m-. Það er Tré-
smiðjan Óstak sem annast fram-
kvæmdir, en að því fyrirtæki
standa sameiginlega Trésmiðjan
Borg og Friðrik Jónsson ehf.
Af öðrum framkvæmdum má
nefna jarðvegsskipti í götunni
Gilstúni og þar verður einnig skipt
um lagnir. Þá verður unnið að
uppbyggingu götunnar Sæmund-
arhlíðar og byggð ný brú yfir
Sauðá, vestan bóknámshúss Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra.
Einnig verður unnið að ýmsum
minniháttar framkvæmdum víðs-
vegar um bæinn, að sögn Hall-
gríms. -sbs.
Brýrnar yfir Eyjafjarðará:
Reynt aö stela
einum bekknum
Eins og frá hefur verið greint í
Degi voru fyrir stuttu settir nið-
ur fjórir bekkir við gömlu
brýrnar yfir Evjafjarðará. Bekk-
irnir eru gjöf Utgerðarfélags Ak-
ureyringa hf. til Félags hjarta-
sjúklinga á Akureyri og ná-
grenni, en hjartasjúklingar hafa
lengi gengið þessa leið sér til
heilsubótar svo og margir aðrir.
Vel var vandað til niðursetning-
ar bekkjanna, en það virðist ekki
hafa dugað til því greinilegt er að
einhver eða einhverjif hafa reynt
að ná upp einurn bekknum og
væntanlega stela honum. Guðlaug-
ur Jakobsson, einn þeirra sem unnu
við að setja bekkina niður, sagði að
greinilega hafi verið reynt að ná
upp vestasta bekknum, en ekki tek-
ist. Bekkirnir eru festir með 15-20
cm löngum kengjum úr steypu-
styrktarjárni. Viðkomandi hefur
tekist að ná nokkrum kengjunum
upp en ekki öllum.
„Það er Ijóst að við munum
festa bekkina enn betur, en mér
finnst í meira lagi sorglegt að
menn skuli sjá sig knúna til að
hreyfa við slíkum hlutum. Það er
furðuleg árátta," sagði Guðlaugur.
óþh
Sveinn Pálsson segir Sæplast,
KEA, Útgerðarfélagið, Þormóð
ramma og Skinnaiðnað hafa greitt
10% arð til sinna hluthafa eftir
síðasta ár og Skagstrendingur 5%.
Gengi hlutabréfa í norðlenskum
fyrirtækjum sem skráð eru hjá
Verðbréfaþingi íslands er almennt
séð í sögulegu hámarki um þessar
mundir, segir Sveinn. Hann telur
að vænta megi einhvers stíganda
áfram, mismikið þó eftir fyrirtækj-
um. -sbs.
Til sýnis og sölu
nýr Suzuki
Sidekick
Sport 1996
með ýmsum
aukabúnaði
stgr. verð 2.060.000
Bílasala Akureyrar
Fjölnisgötu 6
Sími 461 2533
Formabur framkvœmdanefndar
Jón Ólafur Sigfússon, formaður framkvæmdanefndar
landsmótsins á Melgerðismelum 1998, segir stefint á enn
fleiri erlenda gesti en síðast. í baksýn er mótssvæðið, en
þar á mikið eftir að framkvæma. Mynd: bg
déí Hótel Edda
edda stórutjörnum
Paradís fjölskyldunnar opnuð
laugardaginn 8. júní
Fyrsta kaffihlaðborðið
okkar verður sunnudaginn 9. júní
Verið hjartanlega velkomin
Starfsfólkið á Hótel Eddu,
Stórutjörnum.
CAS- OC
á frábœru verði
VERÐLÆKKUMm
á bensíni 2,- kr. á lítra og 2,80 kr. til safnkortshafa
Aðeins í <g> Tryggvabraut
Veganesti
Hörgárbraut
(fsso)
Tryggvabraut
á öllum
föstudag og
CRILLKJÖT FRÁ KEA
Lambaframhryggsneiðar
samba kr. 830 kg
Lambalœrissneiðar
barbeque kr. 946 kg
Svínakótelettur
bombay kr. 898
ROYAL OAK
Grillkoi á
kostnaðarverði
kr. 224,-
stór poki 4,5 kg