Dagur - 09.07.1996, Blaðsíða 2

Dagur - 09.07.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 9. júlí 1996 FRÉTTIR Björgunarvesti prófuð „Yfirstjóm leitar og björgunar á hafinu og við strendur íslands", sem er í höndum Slysavarnafélags íslands, Landhelgisgæslunnar og Pósts og síma, hrindir miðviku- daginn 10. júlí í fyrsta sinn í fram- kvæmd samstarfsverkefni í slysa- vörnum. Átakið hefur hlotið heitið „Skoðum björgunarvestin." Tilgangur átaksins er að vekja athygli almennings á mikilvægi björgunarvesta, réttri notkun þeirra og síðast en ekki síst, minna á að reglulega þarf að kanna hvort flot vestanna virkar eins og til er ætlast. Ákveðið hefur verið að bjóða almenningi að koma með vesti til skoðunar í 12 sundlaugum víða um land, miðvikudaginn 10. júlí nk. frá kl. 16-21. Þar munu björg- unarsveitamenn frá Slysavarnafé- lagi íslands gefa góð ráð og leið- beina um notkun vestanna. Einnig gefst eigendum kostur á að prófa vestin í laugunum. Vesti í góðu ásigkomulagi getur bjargað mannslífi, og því skora þeir sem standa að átakinu á fólk að mæta með vestin, og vonandi verður átakið árlegur viðburður. Á Norðurlandi verða vesti skoðuð á Sauðárkróki, á Akureyri í Sundlaug Akureyrar, og á Húsa- vík. (Fréttatilkynning) Útboð Laugafiskur hf. óskar eftir tilboðum í að byggja stálskemmu við fyrri hús fyrirtækisins við Lauga í Reykjadal. Verkið felst í jarðvinnu, að reisa húsið, einangra og klæða að utan sem innan. Flatarmál þes er 265 m2. Burðarvirki húss er að hluta steinsteypa og að hluta stálgrind sem verkkaupi útvegar óuppsetta á bygging- arstað. Útboðsgögn verða seld á Tækniþjónustunni ehf., Garðarsbraut 18, Húsavík á kr. 3.000 m/vsk frá og með þriðjudeginum 9. júlí 1996. Tilboð verða opnuð á Tækniþjónustunni ehf mánudag- inn 22. júlí 1996 kl. 14.00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta.. Starfsstúlkur óskast í helgarvinnu (vaktavinna). Upplýsingar í Nætursölunni, Strandgötu 6, Akureyri á staðnum eftir kl. 20 á kvöldin. Gistiheimili Óskum eftir að ráða duglegan og reglusaman starfskraft á gistiheimili á Akureyri Tungumálakunnátta nauðsynleg. Þarf að geta byrjað strax. Umsóknir berist til afgreiðslu Dags, Strandgötu 31, Akureyri fyrir 12. júlí, merkt: „Gistiheimili“. Innilegar þakkir til allra þeirra sem heiðruðu mig á áttræðisafmœli mínu þann 27'. júní sl. með skeytum blómum og kveðjum. Sérstakar þakkir til barnabarnanna. Lifið heil. TÓMAS JÓNSSON, Hafnarstræti 21, Akureyri. Franskir þingmenn í heimsókn Sendinefnd frá franska þjóðþinginu hefur dvalist hér á landi síðan 4. júlí og eyddi hún gærdeginum og sunnu- deginum á Norðurlandi. Á sunnudag skoðuðu þing- mennirnir Mývatnssveit undir leiðsögn Ólafs Rafns yngri, og í gær nutu þeir leiðsagnar Olafs Rafns eldri um Akureyri og Eyjafjörð. Meðal annars heimsóttu þeir Útgerðarfélag Akureyringa, Laufás, Hjalteyri, þar sem þeir skoðuðu fiskverkun og Tilraunastöð RALA á Möðruvöllum. Á myndinni má sjá þingmennina ásamt Ólafi Rafni eldri í heimsókn hjá ÚA. shv/Mynd: BG Sæplast hf. á Datvík Framkvæmdir hafnar við stækkun verksmiðjuhúss Framkvæmdir eru hafnar við stækkun verksmiðjuhúss Sæ- plasts á Dalvík um 1.550 fer- metra. Verktakafyrirtækið Ár- fell-Tréverk ehf. annast fram- kvæmdir og á þeim að vera lok- ið 30. nóvember í haust. Þá er verið að hanna 500 m2 skrif- stofu- og starfsmannahús Sæ- plasts, sem væntanlega verður farið í framkvæmdir við þegar smíði verksmiðjuhússins lýkur. Sem kunnugt er tóku tvö verk- takafyrirtæki á Dalvík höndum saman og sendu inn sameiginlegt ------------------------------ BISLEY skjalaskápar eru einfaldlega betri tClvutæki Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 L_______ZZ_______Á tilboð í framkvæmdir vegna verk- smiðjuhúss Sæplasts, - þá undir merkjum Árfells-Tréverks ehf. Tilboðið hljóðaði uppá 86,5 millj. kr. Húsinu skal skila frágengnu 30. nóvember nk. en Sæplast fær verksmiðjusal afhentan í október- byrjun og verður þá hafist handa við uppsetningu vélabúnaðar. Verksmiðjuhús Sæplast verða alls 3.850 fermetrar þegar þessum framkvæmdum lýkur. Að sögn Kristján Aðalsteins- sonar, framkvæmdastjóra Sæ- plasts, er hugsanlegt að ekki verði efnt til útboðs vegna smíði skrif- stofu- og starfsmannahússins, heldur samið beint við Árfell-Tré- verk, sem nú þegar eru með bæði mannskap og tæki á staðnum. Sagðist Kristján telja að slíkt gæti ef til vill verið báðum aðilum hag- stætt. -sbs. Einar Kristjánsson látinn Einar Kristjánsson, rithöfund- ur frá Hermundarfelli í Þistil- firði, lést á laugardag á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Einar vær tæplega 85 ára að aldri. Einar fæddist 26. október ár- ið 1911 á Hermundarfelli í Þist- ilfirði. Eftir nám í heimabyggð fór hann til Reykholts og þaðan í Bændaskólann á Hvanneyri. Hann tók við búi á Hermundar- felli og nýbýlinu Hagalandi í Þistilfiði og bjó um 10 ára skeið, þ.e. fram til 1946 er hann fluttist til Akureyrar þar sem hann bjó ásamt eiginkonu sinni fram til dauðadags. Einar starfaði á Akureyri sem umsjón- armaður við Bamaskóla Akur- eyrar. Einar Kristjánsson var lands- kunnur rithöfundur. Eftir hann liggur fjöldi smásagna, leik- þátta, Ijóða og greina sem birst hafa í blöðum og tímaritum. Meðal bóka Einars má nefna Septemberdagar (1952), Gott fólk (1960), Þorraspaug og góu- gleði (1978) og einnig stórt verk æviminninga Einars sem gefið var út í fjórum bindum. Þá flutti Einar fjöldann allan af útvarps- erindum. Eftirlifandi eiginkona Einars er Guðrún Kristjánsdóttir frá Holti í Þistilfirði. Þau eignuðust fimm böm. JÓH J sumar verða í boði fjölbreytt og skemmtileg námskeið í Myndlistaskólanum á Akureyri._____________________ myndsmiðja fýrir börn umhverfi - vatnslitamálun internet - heimasíður fyrir listamenn Æk a skrift og leturgerð grafik - einþrykk “ # ” í hlutateiknun tölvugrafik (illustrator) I iónritnn módelteiknun andlitsteiknun httþ://akureyri.ismennlis/~hvh Tat NL# Upplýsingar og innritun t síma;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.