Dagur - 09.07.1996, Blaðsíða 6

Dagur - 09.07.1996, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 9. júlí 1996 Tíu veltur og hörð keppni um titlana Norðlenskir ökumenn riðu ekki feitum hesti frá torfærumóti, sem haldið var í Jósepsdal skammt frá Reykjavík á laugardaginn. ís- landsmeistarinn í flokki sérútbú- inna jeppa, Haraldur Pétursson, vann eftir mikla keppni við Sigurð Axelsson og Gísla G. Jónsson, sem urðu að sætta sig við silfur og brons. Rafn A. Guðjónsson vann sinn fyrsta sigur í flokki götu- jeppa. Einar Gunnlaugsson verður að taka til hendinni eftir hræðilega frammistöðu í mótinu í Jósepsdal. Hann villtist í þriðju þraut, skoð- Lokastaðan í Jósepsdal Sérútbúnir jeppar Stig 1. Haraldur Pétursson 1230 2. Sigurður Axelsson 1190 3. Gísli G. Jónsson 1180 4. Hörður Sigurðsson 895 5. Ásgeir Allansson 890 6. Þór Þormar 830 7. Einar Gunnlaugsson 700 Götujeppar Stig 1. Rafn Á. Guðjónsson 1060 2. Gunnar P. Pétursson 990 3. Sigurður Þ. Jónsson 845 4. Gunnar Guðmundsson 720 5. Rögnvaldur Ragnarsson 430 aði hana ekki nægilega vel. Hann var síðan mjög óheppinn í fjórðu þraut, ók á illkleift barð, fyrstur manna. Barðið breyttist í greið- færa leið, þegar nokkur bílhlöss af sandi hrundu úr barðinu. Tapaði Einar mörgum stigum á keppi- nautana við þetta brölt og skapið var ekki sem best. Hann velti síð- an í næstu þraut á eftir og augna- brúnimar hafa ekki sést jafn þung- ar á nokkrum keppanda í torfær- unni á þessu ári. Núna verður Ein- ar að vinna næstu tvö inót, ætli hann sér titilinn. Haraldur stendur best að vígi með tvo sigra á meðan Einar hefur ekki unnið neitt. Sigurður hefur komið sterkur til sögunnar í und- anförnum mótum og var nærri því að vinna um helgina, eftir að hafa náð bestum árangri í tveim síðustu þrautunum. Gísli kærði dóma sem gefnir voru fyrir lokaþrautina, taldi Harald hafa ekið viljandi út úr braut, en dómarar og dómnefnd voru ekki á sama máli. Gunnar Egilsson átti fyrir keppnina ágæta möguleika á titlinum, en náði sér ekki á strik og varð aðeins í 11. sæti. Titilslagurinn verður því lík- legast milli Haraldar með 53 stig, Gísla með 48 stig, Sigurðar með 42 stig og Einars með 41 stig, í flokki sérútbúinna jeppa. Það skil- ur enn minna á milli keppenda í flokki sérútbúinna götujeppa. Sig- urður Þ. Jónsson er með 52 stig, Gunnar Pálmi Pétursson 50, Rafn A. Guðjónsson 48 og Gunnar Guðmundsson 43. Allt fór í handaskol „Þetta brambolt fór illa í geðið á mér. Ég byrjaði vel, en síðan fór allt í handaskol. Ég ruglaðist í þriðju þraut, hafði skoðað þrautina og taldi hana einfalda, en varð á í messunni. Það var hryllilegt að uppgötva þessi mistök, vitandi af titilslagnum," sagði Einar Gunn- laugsson. „Ég tapaði enn meira í næstu þraut og svo þegar ég velti var mér öllum lokið. Ég var gífur- lega reiður sjálfum mér, mátti vart mæla fyrir að klikka svona. Braut- imar voru alls ekki nógu vel hugs- aðar og það svekkti mig enn meira. Ég var með loftpúða að framan, en þrautimar voru þannig að það reyndi lítið á þessa fjöðrun. Ég ætla að setja samskonar búnað að aftan og slæst af fullri hörku það sem eftir er. Ég læt þetta ólán ekki ergja mig mikið lengur, þó það hafi soðið á mér í keppninni,“ sagði Einar. Enn vélarvandræði „Ég virðist ekki ætla að sleppa vandræðalaust frá þessu keppnis- tímabili og átti ekki von á að standa í sífelldum bilunum með nýkeyptar græjur, jeppa og keppn- isvél að utan. Ég þurfti að böðlast á skiptingunni, til að fá hana til að Þór Þormar, sem búsettur er á Akureyri, velti eins og margir aðrir. Hann sýndi góða aksturstækni í mörgum þraut- um. Viðar Sigþórsson fór geyst, þar sem hann náði einhverju afli út úr vélinni, en komst ekki bilanalaust frá keppninni frekar en á fyrri mótum ársins. Einar Gunnlaugsson komst lítið áleiðis í keppni á laugardaginn, villtist og velti. Beið lægri hlut fyrir sex öðrum ökumönnum. virka á milli gíra, sem olli því að ég missti einbeitinguna á köflum. Það vantaði afl eftir að nítróbún- aður bilaði fyrir keppni og ég ætla að henda honum og fá mér nýjan. Ég verð að fara að ná verðlauna- sæti, það er ekki seinna vænna, þó ég sé byrjandi,“ sagði Viðar Sig- þórsson. Spilað á bensíngjöfina „Núna er ég kominn með góða til- finningu fyrir jeppanum og lét því allt flakka í síðustu þrautinni, sem lyfti mér upp í annað sætið. Það er hins vegar vandamál að ég verð alltaf að halda vélinni í 4000 snúningum svo drifbúnaðurinn virki almennilega, það krefst mik- illar spilamennsku á bensíngjöfina í miðjum þrautum, gerir mér erfitt urn vik,“ sagði Sigurður Axelsson. Barist til þrautar „Persónulega fannst mér Haraldur fara út úr lokaþrautinni og kærði því til dómnefndar, en það var ekki tekið til greina. Það veltu all- ir helstu ökumennimir og þraut- irnar voru alltof glæfralegar marg- ar hverjar. Ég verð bara að standa mig í næstu mótum, en Einar var geysilega óheþpinn í þriðju þraut. Tapar miklu í titilslagnum á okkur Harald. Það gæti reynst dýr- keypt,“ sagði Gísli G. Jónsson. Heilladísin dugði „Heilladísin á grillinu dugði til sigurs. Keppnin var mjög tvísýn og mótin sem eftir eru verða erfið. Stýrið í jeppanum hefur gjörbreyst eftir að ég breytti framhásingunni, nú stýrir hann miklu betur. Það kemur örugglega að góðum notum í næsta móti, á Akranesi. Þar hef- ur mér gengið brösuglega síðustu ár, en verð að snúa því mér í vil, að sjálfsögðu með aðstoð heilla- dísarinnar minnar," sagði Harald- ur Pétursson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.