Dagur - 09.07.1996, Blaðsíða 1

Dagur - 09.07.1996, Blaðsíða 1
79. árg. Akureyri, þriðjudagur 9. júlí 1996 127. tölublað Bolir Verð frá 1.380 Víðförult hús: Flutt frá Dalvík fyrir Múlann til Ólafsfjarðar - reist á Árskógsströnd Undir mánaðamót verður húsið Jaðar, sem stóð norð- an við Sæplast á Dalvík, flutt til Ólafsfjarðar, þar sem það verður sett niður syðst og efst á Kleif- unum. Ekki hefur nýtt hús risið á Kleifunum síðan á sjöunda áratugnum að sögn Árna Helga- sonar, verktaka í Ólafsfirði, eig- anda hússins. Dalvíkurbær, sem átti húsið, bauð út niðurrif á því og átti Ámi lægsta tilboðið. Árni segir húsið í ágætu ástandi að utan, en nokkuð þurfi að gera við að innan, og hafi hann séð sér leik á borði með að flytja það út í Ólafsfjörð. Hann segist ekki hafa neina hugmynd um kostnaðinn við flutninginn enn, enda kemur margt til; meðal annars þarf að laga veginn fyrir Múlann til að hægt verði að koma húsinu áfailalaust á leiðarenda. Jaðar, sem er um 57 fermetrar, verður sjálfsagt orðið með víðförl- ari húsum á landinu eftir förina til Ólafsfjarðar, en það var reist rétt eftir aldamót á Árskógsströnd og var flutt þaðan til Dalvíkur. shv Vesturfarasetrið á Hofsósi opnað Fjölmenni var viðstatt opnun Vesturfara- setursins á Hofsósi sl. sunnudag, þar á meðal fólk frá Vesturheimi, sem rekur ættir sínar hingað til lands. Fram kom í máli manna við athöfnina að opnun set- ursins myndi að líkum efla og styrkja tengsl Vestur-íslendinga við ísland - og eins þeirra sem hér á Fróni búa við frændur vestra. „Ég hef fundið glöggt þann einstaka hug sem fólk vestra ber til gamla landsins og hve sterkar rætur það á hér,“ sagði frú Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, sem hér sést ásamt Valgeiri Þorvaldssyni, framkvæmdastjóra Vestur- farasetursins, og Guðrúnu Halldóru Þor- valdsdóttur, eiginkonu hans. Mynd: -sbs S Eg bið að heilsa öllum heima á Islandi og segðu þeim að ég sé í góðu lagi,“ sagði Guðrún Björg Björnsdóttir Árnason, 107 ára gömul kona á Betel, dvalar- heimili aldraðra í Gimli við Winnipegvatn í Kanada, þegar blaðamaður hitti hana að máli þar ytra á dögunum. Það má með sanni segja að Guðrún sé elst Islendinga, þó svo hún hafi lengst af búið vestur í Kanada. Hún fæddist á íslandi, nánar tiltekið á Egilsstöðum í Vopnafirði, þann 20. október 1888, og fluttist með fjölskyldu sinni til Vesturheims fjögurra ára gömul. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands er Aðalbjörg Tryggvadóttir í Reykjavík, fædd 4. desember 1891, hins vegar elst ís- lendinga með heimilisfang hér á landi. Alls eru 30 íslendingar, bú- settir hér á landi, 100 ára eða eldri. Guðrún er vel hress og það er ekki hægt að merkja að hún hafi náð svo háum aldri. En sjónin er tekin að daprast og heymin sömu- leiðis. Bros færðist þó yfir andlit hennar þegar blaðamaður ávarpaði hana á íslensku og hún söng af barnslegum innileik „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“. „Þó það væri nú að maður reyndi að tala sitt eigið móður- mál,“ sagði Guðrún, þegar blaða- Guðrún Björg Björnsdóttir ^ Árnason flutti fjögurra ára r gömul til Vesturheims og dvelur nú á Betel, dvalarheimili aldraðra í Gimli í Kanada. Mynd: óþh í Gimli maður undraðist hversu góða ís- lensku hún talaði eftir öll þessi ár fjarri ættjörðinni. Líklega má slá því nokkuð föstu að Guðrún sé sú eina á lífi af þeim þúsundum íslendingum sem fluttust vestur um haf undir lok síðustu aldar. Hún giftist Vil- hjálmi Árnasyni árið 1915 og var þeim níu barna auðið. Eitt þeirra, Ónnu Jónínu Stevens, hitti blaða- maður í Gimli og einnig tengda- dóttur Guðrúnar, Lilju Bergþórs- dóttur Ámason, sem sömuleiðis er þar búsett. Þau hjónin reistu sér hús við Winnipegvatn og Vilhjálmur réri til fiskjar út á vatnið, eins og al- gengt var um Islendinga, auk þess sem hann stundaði smíðar. Vil- hjálmur er látinn fyrir mörgum ár- um. Guðrún, eða Rúna eins og hún er oftast kölluð, hélt sitt eigið heimili þar til hún var 88 ára göm- ul en hefur síðan búið á Betel, sem er einkar vistlegt heimili aldraðra í Gimli. Þar búa margir aðrir af ís- lenskum ættum. Guðrún er eins og áður sagði ágætlega hraust og til marks um það hefur hún einungis tvisvar á spítala komið, þegar hún átti tvö yngstu börn sín. Hún seg- ist ekki kunna formúluna að því að ná svo háum aldri, en tekur fram að kaffi sé besta meðal sem til sé! Þess má svo að lokum geta að á afmælisdegi Guðrúnar er jafnan slegið upp mikilli veislu í Gimli, enda er hún ókrýnd ættmóðir byggðarlagsins. óþh Sóknarnefnd Möðruvallasóknar: Engar aðgerðir Sóknarnefnd Möðruvallasókn- ar kom saman til fundar sl. sunnudagskvöld og var hjóna- vígslan utan kirkju, sem fram fór um þarsíðustu helgi, meðal umræðuefna. Að sögn formannsins, Magnús- ar Stefánssonar í Fagraskógi, voru sr. Torfa Stefánssyni Hjaltalín ekki veittar neinar ákúrur, heldur voru málin einungis rædd, en þó hafi nefndin gefið honum til kynna að hún væri ekki ánægð með uppákomuna. Magnús segir sóknarnefndar- menn hafa tekið þá ákvörðun að grípa ekki til neinna aðgerða í kjölfarið, og gerði hann ráð fyrir að hlutur sr. Jóns Helga Þórarins- sonar yrði til umræðu hjá réttum kirkjuyfirvöldum, en það væri ekki fyrir tilstilli nefndarinnar. „Sóknarnefndin hefur ennfrem- ur ákveðið að fjalla ekki frekar um málið í fjölmiðlum, en láta það öðrum eftir, sjái þeir ástæðu til,“ sagði Magnús. shv Golfóðir inn- brotsþjófar Lögreglunni á Dalvík var tilkynnt um innbrot í golf- skála Hamars í Svarfaðardal að- faranótt sunnudags. Þjófarnir gengu snyrtilega um en höfðu á brott með sér tölvu og prentara. Aðfaranótt sunnudagsins var líka brotist inn í golfskálann Skeggja- brekku rétt utan við Ólafsijörð og þrjú golfsett tekin. Að sögn lög- reglunnar á Dalvík og Ólafsfirði bendir allt til þess að um sömu innbrotsmenn sé að ræða. Margir voru samankomnir á Siglufirði urn helgina og gleðskap- ur hélt áfram langt frarn eftir morgnunr en að sögn lögreglu fór allt friðsamlega fram. Þá valt bíll á Kili um helgina en farþegarnir sem voru útlenskir sluppu allir ómeiddir. Lögreglan á Akureyri segir helgina hafa gengið stórslysalaust fyrir sig þrátt fyrir mikinn fjölda fólks í miðbænum á laugardags- og sunnudagsnótt. mgh Yfirlæknir fæðingardeildar FSA: Fjórar umsóknir Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fjallaði í gær um umsóknir um stöðu yfirlæknis fæðingardeildar sjúkrahússins. Fjórar umsóknir bárust um stöð- una en framundan er hæfnismat áður en ráðið verður í stöðuna. Þeir sem sóttu um stöðuna eru: Jón Baldvin Stefánsson, yfirlæknir kvennadeildar sjúkrahússins í Trelleborg í Svíþjóð, Jónas Franklín, sérfræðingur á fæðingar- deild FSA, Vilhjálmur Andrésson, yfirlæknir kvennadeildar sjúkra- hússins í Stord í Noregi og Þorkell Guðmundsson, yfirlæknir kvenna- deildar Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.