Dagur - 09.07.1996, Síða 14

Dagur - 09.07.1996, Síða 14
3 I' a i f.cj^ n AOOh ilf' c!) ii mpKi •íAí'fcl 14 - DAGUR - Þriðjudagur 9. júlí 1996 MINNINÚ Tómas Steingrímsson Fæddur 6. nóvember 1909 - Dáinn 1. júlí 1996 Tómas Steingrímsson var fædd- ur 6. nóvember 1909 á Víðivöll- um í Fnjóskadal. Hann lést 1. júlí síðastliðinn á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. For- eldrar hans voru hjónin Tómas- ína Tómasdóttir frá Hróarsstöð- um (f. 27. apríl 1884, d. 25. janúar 1971) og Steingrímur Þorsteinsson frá Lundi í Fnjóskadal (f. 30. desember 1881, d. 27. nóvember 1962). Systur Tómasar eru Þórhildur, f. 1908, Margrét (f. 1912, d. 1995) , Ingibjörg (f. 1916, d. 1969), Brynhildur (f. 1919, d. 1996) og Ragnhildur (f. 1927). Tómas kvæntist 8. nóvember 1931 Nönnu Tulinius (f. 1911, d. 1986), dóttur Ottós Tulinius út- gerðarmanns og konu hans Val- gerðar Friðriksdóttur Möller. Börn þeirra eru Leifur heildsali og íþróttakennari (f. 5. mars 1932, d. 23. nóvember 1995), kvæntur Erlu Elísdóttur og eru börn þeirra Tómas, Þóra, Ottó, Guðrún Bjarney og Nanna; og Ragna (f. 1. nóvember 1934), gift Erik Pedersen, búsett í Dan- mörku og eru þeirra börn Tóm- as, Flemming og Nanna. Tómas starfaði einkum við verslunarstörf. Árið 1936 stofn- aði hann eigin heildverslun og rak ásamt syni sínum Leifi til ársins 1989. Tómas var einn af stofnendum Knattspyrnufélags Akureyrar og formaður þess fyrstu árin, hann var formaður karlakórsins Geysis 1944-1948, formaður Verslunarmannafé- lags Akureyrar um 15 ára skeið, sat í stjórn Sparisjóðs Akureyr- ar og tók um árabil drjúgan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Akur- eyrar 1956. Tómas Steingnmsson, móður- bróðir minn, var næstelstur og eini strákurinn í hópi sex systkina. Móðir mín sagði mér að hann hefði verið stríðinn og erfiður í sambúð á uppvaxtarárunum. Leyndi sér hvorki aðdáun hennar á bróður sínum, né heldur hitt að hún taldi sig hafa haft í fullu tré við hann. Eg hygg að þau hafi verið lík að skapferli og áhuga- málum. Afi minn sagði mér marg- ar sögur af Tómasi ungum, og voru flestar til vitnis um að strák- urinn var sjálfstæður, uppátektar- samur og stríðinn. Ein er mér minnisstæð. Tómas, þá sennilega á fjórða ári, stóð nakinn og varn- arlaus, með tár og sápu í augum, á moldargólfi eldhússins á Végeirs- stöðum, ofurseldur hreinlætisár- áttu móður sinnar, sem skrúbbaði hann miskunnarlaust eins og venja var einu sinni í viku þar á bænum. Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö 1.5 al 5 0 3.531.429 o 48,5 J plús ^ WT~ 614.160 3.48,5 68 8.620 4. 3af 5 2.359 580 Samtals: 6.099.969 Upplýsingar um vinningstðlur fást einnig í sfmsvara 568-1511 eða Grænu númeri 800-6511 og I textavarpi ásíðu 451. Þá heyrðist bæjarhrafninn krunka uppi á burstinni. Tomma hefur sennilega fundist ójafnt á komið með þeim félögum, krummi að spóka sig sótsvartur og frjáls á burstinni og hann sjálfur fangi í hreinlætisgreipum móður sinnar. Svo hann hóf upp sína raust og ákallaði fuglinn: „Krummi, komdu og skíttu á mig!“ Sem barni fannst mér þessi saga áhuga- verð, mér leiddist líka sápan, en hafði ekki dottið í hug að krummi gæti orðið bandamaður í stríðinu við hreinlætið. Þegar Tomma óx fiskur um hrygg varð hann góður íþróttamaður, lágvaxinn en knár, sprettharður hlaupari og lipur knattspymumaður en jafnframt harður í hom að taka. Með atvinnurekstri sínum og störfum að hagsmuna- og félags- málum kaupmannasamtakanna á Akureyri, setti Tómas svip sinn á bæinn. Hann kom víða við í fé- lagsmálum, m.a. í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins, og var kunn- ur fyrir dugnað og atorku. Vænst hefur honum tvímælalaust þótt um þann mikilvæga þátt, sem hann átti í stofnun Knattspymufélags Akureyrar og þá ábyrgð sem hann axlaði sem fyrsti formaður félags- ins. Hann fylgdist grannt með vexti og viðgangi K.A., og undi sér sérdeilis vel í nábýli við fé- lags- og íþróttamiðstöð félagsins, síðustu tíu árin sem hann hélt heimili. Þrátt fyrir margvísleg ábyrgðarstörf hélt hann áfram að vera öðmm þræði strákurinn frá Végeirsstöðum, glaðlyndur og hlýr, snöggur upp á lagið, stríðinn og jafnvel stundum örlítið ófor- skammaður, einkum við hroka- gikki. Heimili þeirra Nönnu Tulinius var hlýlegt og smekklegt og eimdi þar Iengi eftir af dönskum blæ úr Innbænum. Heildverslun Tómasar varð uppeldisstofnun fyrir okkur frænduma, sem unnum þar á ungl- ingsámnum. Tómas var mildur húsbóndi, en mat mikils dugnað, ósérhlífni og trúnað. Ég er þó ekki í neinum vafa um að grunnþáttur- inn í fari hans var hlýja. Skin og skúrir skiptust á í at- vinnurekstrinum. Farinn að heilsu, varð Tómas að þola það að sjá á eftir syni sínum löngu fyrir aldur fram. En hann átti góða að. Dóttir- in og Danirnir hennar veittu hon- um mikla gleði. Með tengdadótt- urinni Erlu hafði myndast mjög sterkt vináttu- og trúnaðarsam- band, og reyndust þau hvort öðru sérlega vel. Börn þeirra Leifs og barnabörn voru í miklu uppáhaldi. Fjölskyldan stóð alla tfð vel sam- an, og veitti þeim stuðning, sem þurftu þess með. Ég naut vináttu og stuðnings þessa ágæta frænda míns alla tíð og kveð hann með virðingu og söknuði. Tómas I. Olrich. í dag verður borinn til grafar Tómas Steingrímsson, einn af stofnendum Knattspymufélags Akureyrar, fyrsti formaður og heiðursfélagi félagsins. í bókinni Saga Knattspyrnufé- lags Akureyrar í 60 ár, sem gefin var út í tilefni 60 ára afmælis fé- lagsins, segir m.a.: „Þann 8. janúar 1928 komu 12 piltar saman til fundar á heimili Margrétar og Axels Schiöth að Hafnarstræti 28 og stofnuðu Knattspymufélag Akureyrar. Tómas Steingrímsson var þá inn- an við tvítugt og var hann kosinn fyrsti formaður félagsins og gegndi hann formennsku til ársins 1933.“ Það var í ýmsu að snúast þessi fyrstu ár þar sem Knattspyrnufé- lag Akureyrar átti að verða alvöru íþróttafélag. Ef saga félagsins er skoðuð þá er ljóst að fyrstu félags- menn voru staðráðnir í að setja ekki neinar brauðfætur undir fé- lagið. Knattspymufélag Akureyrar á þessum frumherjum tilveru sína að þakka sem létu ekki fátækt og aðstöðuleysi draga úr sér kjarkinn heldur héldu ótrauðir áfram og nú í dag er Knattspyrnufélag Akur- eyrar eitt öflugasta íþróttafélag landsins. Tómas Steingrímsson gegndi aftur formennsku í félaginu árin 1935-’37og 1949-’50. Það má því með sanni segja að Tómas hafi lagt mikið og ómetanlegt starf af mörkum fyrir félagið í langan tíma. Það er minnistætt þegar Knatt- spymufélag Akureyrar varð ís- landsmeistari í knattspyrnu árið 1989 að þegar liðið kom til Akur- eyrar þá lét Tómas sig ekki vanta á flugvöllinn til að taka á móti sínu liði þrátt fyrir háan aldur. Knattspyrnufélag Akureyrar sendir öllum aðstandendum Tóm- asar innilegar samúðarkveðjur og kveður heiðursfélaga og fyrsta formann félagsins með virðingu og þakklæti. F.h. Knattspyrnufélags Ákureyrar, Sigmundur Þórisson. í dag er til moldar borinn kunnur athafnamaður hér á Akureyri, Tómas Steingrímsson, stórkaup- maður. Með honum er fallinn í valinn einn af forystumönnum verslunarmanna, sem markaði veruleg spor í sögu verslunar og viðskipta hér um hálfrar aldrar skeið. Tómas var Fnjóskdælingur að ætt og flutti með foreldrum sínum Tómasínu Tómasdóttur og Stein- grími Þorsteinssyni til Akureyrar árið 1921. Snemma tók hann rösk- lega til hendi og vann hin ýmsu störf á unglingsárunum og gagn- fræðingur varð hann frá Mennta- skólanum árið 1928. Næstu árin lagði hann gjörva hönd á margt, var m.a. landmaður í Hrísey við sfld og önnur störf. Árið 1930 vann hann við landbún- aðarstörf hjá Jakobi Karlssyni á Lundi við Akureyri og um hríð starfaði hann við Heildverslunina 1. Brynjólfsson og Kvaran. Um eins árs skeið sá hann um rekstur Nýju Kjötbúðarinnar, sem var í eigu Jóns Þorvaldssonar. Flest störf og mörg hin ólíklegustu virt- ust leika í höndum hans, því dugnaður og bjartsýni voru hans aðalsmerki og hin glaðlega fram- koma hans reyndist honum gott vegamesti. En árið 1936 hefst hið samfellda lífsstarf hans er hann stofnaði sína eigin heildverslun, Tómas Steingrímsson s.f. Þetta fyrirtæki rak Tómas um áratuga- skeið af dugnaði og forsjálni, uns það var sameinað Lindu hf. árið 1989. Þá hafði Tómas á áttræðis- aldri að mestu falið Leifi syni sín- um umsjón verslunarinnar hin síð- ari árin. Tómas og kona hans Nanna Tulinius tóku mikinn þátt í félags- lífi bæjarins. Hann var einn af stofnendum Knattspymufélags Akureyrar árið 1928 og formaður þess fyrstu árin. Han bar alla tíð mjög hag síns gamla félags fyrir brjósti og studdi á margan hátt. Sjálfur var hann einn af bestu knattspymumönnum bæjarins og kunnur spretthlaupari. Börn þeirra Nönnu, Leifur og Ragna, létu einnig til sín taka á sviði íþrótt- anna. Systur Tómasar allar fimm að tölu, tóku einnig mikinn þátt í fimleikum og handknattleik á veg- um félagsins. Tómas gekk í raðir Geysis- manna um 1930 og söng með kórnum um langt árabil. Hann var formaður kórsins árin 1944-1948. Það var á mestu umbrotatímum kórsins, en að frumkvæði Tómas- ar og Ingimundar Ámasonar, söngstjóra, réðst kórinn í það árið 1945 að kaupa „Lón“ fyrir starf- semi sína. Þetta sama ár áttu stjórnendur Geysis einnig veruleg- an þátt í að stofnað var Tónlistar- bandalag og Tónlistarskóli í bæn- um. Tómas starfaði lengi að hags- munamálum verslunarmanna og var formaður félags þeirra um 15 ára skeið. Hann átti sæti í stjóm Sparisjóðs Akureyrar og var dug- andi liðsmaður í samtökum Sjálf- stæðismanna. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Akureyr- ar árið 1956. Bridgefélagið, Stangaveiðifélagið og fjölmörg önnur félög nutu stuðnings hans. Þessi glaðværi röskleikamaður er nú allur og munu margir sakna hans af knattspyrnuvelli lífsins, þar sem hann lék flestum betur. Ég minnist margra KA-funda á heimili hans og síðar sonar hans Leifs. Þar ríkti glaðværð og um- hyggja fyrir okkar gamla félagi. Fjölskyldu Tómasar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Fylgi honum þakkir og bless- unarorð á ókunnum slóðum. Haraldur Sigurðsson. Ami Amgrímsson Fæddur 29. febrúar - Dáinn 17. júní 1996 Árni Arngrímsson var fæddur á Dalvík 29. febrúar 1920. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Arn- grímur Jóhannesson frá Ytra- Holti í Svarfaðardal, smiður á Dalvík, f. 11. mars 1886, d. 20. mars 1982, og Jórunn Antons- dóttir frá Hamri í Svarfaðardal, f. 26. desember 1890, d. 1. maí 1960. Systur Árna, Ingibjörg og Þóra, eru búsettar á Dalvík. Hinn 25. desember 1942 kvæntist Árni eftirlifandi eiginkonu sinni, Báru Elíasdóttur frá Dalvík. For- eldrar hennar voru Elías Hall- dórsson og Friðrika Jónsdóttir, Víkurhóli, Dalvík. Þau eru bæði látin. Árni og Bára eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Jórunn, f. 22. febrúar 1944, d. 13. janúar 1990. Eftirlifandi maki er Sture Karls- son, Kungshamn, Svíþjóð. 2) Vignir, efnaverkfræðingur, Þýska- landi, f. 8. janúar 1947, kvæntur Petru Halling. 3) Þorsteinn Máni, hagfræðingur, Dalvík, f. 17. sept- ember 1949. 4) Elías Björn, verkamaður á Isaflrði, f. 29. apríl 1955, kvæntur Svandísi Hannes- dóttur leikskólakennara. 5) Frið- rika Þórunn, ljósmóðir og hjúkr- unarfræðingur, Eyjafjarðarsveit, f. 5. október 1959, gift Sigurði Bjarnasyni smið. Barnabörnin eru ellefu að tölu. Þó ljóst væri að mágur okkar Ámi Arngrímsson ætti ekki langt líf fyrir hönd vegna þrálátra veik- inda kom andlát hans okkur samt á óvart. Á kveðjustund er margs að minnast, ekki síst þar sem kynnin hafa verið löng og farsæl eins og var milli Árna og fjölskyldna okkar alla tíð. Við munum öll eftir hinum unga, glæsilega manni sem gekk að eiga Báru systur okkar á jólum 1942, og hve hamingjusöm þau voru og lífið brosti við þeim. Þau bjuggu sér fallegt heimili sem alla tíð síðan hefur staðið styrkum fót- um og veitt skjól öllum sem þangað hafa leitað. Það hafa ekki bara ver- ið fjölskyldan, vinir og ættmenni sem þar hafa átt athvarf, heldur hver og einn sem þangað leitaði. í þessu voru þau hjónin og börn þeirra samhent. Ámi var glæsilegur ungur mað- ur, mikill íþróttamaður, söngmaður góður og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór. Að loknu skyldunámi á Dalvík fór hann í Laugarvatnsskóla og lauk vélstjóraprófi á Akureyri og síðan meiraprófi bifreiðastjóra. Þá hóf hann störf við akstur sérleyfis- bifreiðar milli Dalvíkur og Akur- eyrar og annaðist það starf í 15 ár. Árið 1957 veiktist hann af berklum sem leiddu til þess að hann varð einn af fyrstu sjúkling- unum sem gengust undir lungna- skurð á Landspítalanum hjá Hjalta Þórarinssyni lækni. í þessum veik- indum átti hann í nærri tvö ár og varð aldrei sami maður eftir. Við þetta urðu þáttaskil í lífi hans, þeg- ar hann fór að stunda eigin rekstur. Hann fékk sér vörubifreið og ámokstursvél og tók á leigu malar- nám. Síðan stofnuðu þau hjónin verslunina Höfn, sem þau ráku í nokkur ár, og jafnframt áttu þau alltaf trillu, sem var þeirra líf og yndi, og nutu þess að fara út á Eyjafjörð með færi og stöng. Þessi bátur var líka alltaf til taks fyrir ættingja og vini sem langaði að skreppa á sjó, og minnumst við margra góðra stunda frá þeim ferð- um. Þegar faðir okkar dó árið 1964 fluttist móðir okkar á heimili þeirra Áma og Báru og naut þar slíkrar ástúðar og umhyggju að aldrei verður fullþakkað, og þar átti Ámi sinn hlut. En nú er skarð fyrir skildi, sem aldrei verður fyllt. Við kveðjum kæran mág hinstu kveðju, með þökk fyrir allt og allt og biðjum þann sem öllu ræður að styrkja systur okkar og fjölskyld- una í sorg þeirra. Bjarki, Björn, Þórunn og fjölskyldur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.